Fréttablaðið - 18.11.2011, Side 24
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR
Fyrir nokkru var vefurinn Betri Reykjavík opnaður. Honum er
ætlað að vera vettvangur fyrir
umræðu um borgarmálefni.
Hann er rekinn af félaginu Íbúar
í ákveðnu samstarfi við Reykja-
víkurborg. Vefurinn gæti mætt
brýnni þörf og fyrir fram mætti
ætla að hann gæti orðið vinsæll ef
vel tekst til.
Ekki samræða stjórnvalda
og almennings
En því miður bendir margt til
þess að fremur illa hafi tekist til
með þetta verkefni, meðal ann-
ars sú staðreynd að það er of
lítið tengt stjórnvaldsstofnunum,
stjórnmálamönnum og embættis-
mönnum. Engir aðrir en þeir geta
aukið traust á stjórnmálunum og
raungert gagnvirkt samráð við
almenning á netinu. Hætt er við
því að samtal almennings á vef úti
í bæ hafi ekki eins jákvæð áhrif á
stjórnmálin og þurft hefði. Málefni
frá honum eru þó tekin á dagskrá
sviðsstjórna hjá Reykjavíkurborg,
en það virðist eina tenging vefjar-
ins við Reykjavíkurborg.
Forsendur samræðuvefja á net-
inu eru margar. Í þeim tilrauna-
verkefnum sem ESB hefur stutt
og þekktust eru hefur jafnan
verið miðað við að samráðsvef-
ir styðji við fulltrúalýðræðið og
auki traust og samvinnu milli íbúa
og stjórnvalda og íbúa innbyrðis.
Það er jafnan gert með aðferð-
um umræðulýðræðis (e. delibera-
tive democracy). Í því skyni eru
opinber gagnasöfn opnuð, stjórn-
völd auðvelda almenningi að bera
fram erindi, spurningar og svör til
stjórnmála- og embættismanna eru
vinsæl og síðast en ekki síst eru
myndaðir samræðuvefir.
Þar sem stjórnvöld sinna þessu
verkefni illa hér á landi, þó með
ákveðnum undantekningum á
sveitarstjórnarstiginu, kemur það
ekki alveg á óvart að fram komi
vettvangur í grasrótinni. En spyrja
má hvort rekstur vefjarins verði
fremur til höfuðs hefðbundnum
stjórnmálum eða hvort hann styðji
þau?
Skráning á stjórnmálaskoðunum
Sérstaklega hefur efnisleg hönnun
Betri Reykjavíkur tekist illa og er
þá átt við að kerfið framkvæmir
netkosningu um málefni og innslög
frá þátttakendum. Það er gert með
tökkunum Styðja og Á móti fyrir
málefni og Gagnlegt og Ekki gagn-
legt fyrir innslög.
Skráning sem þessi á stjórnmála-
skoðunum almennings er senni-
lega bæði siðlaus og gæti varðað
við lög. Hún opnar möguleika á því
að mynda útlínumynd (e. personal
profile) af pólitískum sjónarmiðum
notenda og hana má nota og mis-
nota í margháttuðu skyni. Þetta
geta Íbúar notfært sér og raunar
allir sem hafa til þess kunnáttu og
væri eftir atvikum ekki óeðlilegt að
stjórnmálaflokkarnir mynduðu for-
rit sem læsi kosningu einstaklinga
á vefnum og sem skráði gögnin í
gagnagrunna þeirra.
Hér er mun lengra gengið en
hægt er með Like í Facebook, en
nýlega féll dómur í Þýskalandi um
að ólöglegt væri að nota það vegna
persónuverndarsjónarmiða. Fjöldi
mannréttindasamtaka hefur fagn-
að dóminum. Skráningu á stjórn-
málaskoðunum almennings má
bera saman við skráningu á
Facebook ef notendur eru þar líka,
það eykur við hættuna því þessar
persónuupplýsingar má samkeyra.
Það virðist í alla staði eðlilegt að
draga netkosningu vefjarins til
baka.
Ekki er þörf á því að efna til net-
kosninga á vefnum vegna þeirrar
umræðu sem þar fer fram, mark-
mið hennar nást án þess. Flestir
og sennilega allir samráðsvefir í
nágrannaríkjunum eru jafnan án
þeirra.
Umræðulýðræði
og upplýstur skilningur
En fleira er eins og það á ekki að
vera. Með notkun takkanna tekur
almenningur afstöðu til mála
sem eru nýkomin fram og jafn-
vel órædd á vefnum og brýtur
það í bága við yfirlýstan tilgang
samræðuvefja, sem er að styrkja
umræðulýðræði. Það form lýðræð-
is er reynt að efla í nágrannaríkj-
um okkar með gagnvirkum vefj-
um stjórnvalda og almennings. Og
hvaða önnur markmið en styrking
umræðulýðræðis liggja til grund-
vallar samræðuvefjum yfirleitt?
Halda má því fram að kosning sé
ólýðræðisleg ef upplýstur skiln-
ingur er ekki fyrir hendi. Hann
má ekki sniðganga með þessu móti.
Þá hafa kosningar á netinu
jafnan litla eða enga merkingu af
mörgum ástæðum, til dæmis þeim
að sjálfvalinn hópur kýs við óstýr-
anlegar aðstæður. Ekki er hægt að
fullyrða að vefurinn birti mynd af
vilja borgarbúa. Kosningarnar eru
því ekki málefnalegur grundvöll-
ur til að gera upp á milli mála og
opinbert vald getur ekki hagnýtt
sér slíkt úrræði í því skyni. Hins
vegar framkvæma þær ákveðið
form meirihlutaræðis sem er ein-
kennandi fyrir netið og getur lítill
hópur komið fram sem meirihluti,
sem er einkenni beins lýðræðis.
Enda þótt nokkrir leiðandi aðilar
í lýðræðisumræðu hér á landi gefi
í skyn að netkosningar séu innan
seilingar fer því fjarri að svo sé.
Hins vegar opna kosningar á net-
inu fyrir möguleika á svikum af
mörgu tagi.
Hlutur Reykjavíkurborgar
Stjórnvöld hafa ríkar og marg-
háttaðar skyldur í samskiptum
við almenning. Þau þurfa óhjá-
kvæmilega að sjá til þess að opin-
berar reglur séu framkvæmdar á
vefjum sínum eða vefjum sem þau
nota beint eða óbeint í starfsemi
sinni. Mjög sérkennilegt er því að
Reykjavíkurborg hafi látið leiða sig
til samstarfs við Betri Reykjavík
án nánari skoðunar á virkni vefj-
arins. Borgin hefði átt að leita eftir
samþykki Persónuverndar fyrir
gagnavinnslunni og hafna því að
taka mál frá Betri Reykjavík á dag-
skrá í stjórnkerfi sínu eftir kosn-
ingu á netinu af því tagi sem þarna
fer fram.
Niðurlag
Hugsanlegt er að skipulegir hópar
eigi eftir að misnota atkvæða-
greiðslumöguleika vefsins og að
minnihlutahópar komi málum
sínum ekki fram. Ef slík dæmi
verða staðfest mun það grafa
undan trúverðugleika hans og
gera aðkomu Reykjavíkurborg-
ar að málinu klaufalega. Þá má
jafnvel hugsa sér að almenning-
ur vilji ekki láta skrá stjórnmála-
skoðanir sínar nákvæmlega og að
Íbúar gætu fengið á sig úrskurði
eða dóma um það efni – og Reykja-
víkurborg vegna ólögmætra for-
sendna um hvernig hún tekur mál
frá almenningi á dagskrá. Því er
ekki víst að vefurinn auki stjórn-
málavirkni almennings eða verði
langlífur í núverandi mynd.
Hætt er við því að samtal almennings á
vef úti í bæ hafi ekki eins jákvæð áhrif á
stjórnmálin og þurft hefði.
Ráðhús úti í bæ?
Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég
hvatti þingmenn Samfylkingar til
að gæta meiri jöfnuðar í aðgerð-
um til leiðréttingar skuldavanda
heimilanna.
Oddný G. Harðardóttir, formað-
ur þingflokks Samfylkingarinnar,
svaraði skrifum mínum í alllöngu
máli, án þess reyndar að ræða
mína stöðu sérstaklega, sem var
þó megininntak greinar minnar.
Samt sem áður þakka ég Odd-
nýju svarið en vona um leið að
hún sé ekki jafn sannfærð og mér
sýnist hún vera um ágæti þeirra
aðgerða sem ríkisstjórnin hefur
ráðist í.
Kæra Oddný.
Þakka þér fyrir svarið. Ég skal
viðurkenna að þegar ég las það fór
það aðeins í taugarnar á mér að
þér skyldi detta í hug að ég áttaði
mig ekki á muninum á afskriftum
gjaldþrota fyrirtækja og leiðrétt-
ingum á lánum einstaklinga. Eða
að ég gerði mér ekki grein fyrir
því að það væri óhjákvæmilegt að
almenningur fyndi fyrir afleiðing-
um hrunsins. En látum það liggja
milli hluta.
Þú talar um sanngirni og rétt-
læti. Það var einmitt inntakið í
minni grein. Þar kallaði ég eftir
því að jafnaðarmannaflokkur
Íslands gætti jöfnuðar í aðgerðum.
Aðgerðir ykkar hafa verið sniðnar
að þeim sem fóru of geyst. Við hin
sem gættum hófs höfum setið eftir.
Á það hefur margoft verið bent, af
gleggra fólki en mér.
Ég gætti hófs. Keypti mér rað-
hús og tók lán fyrir 60% kaup-
verðsins, til 25 ára. Núna skulda ég
109-110% í mínu húsi. Rétt eins og
fólkið sem reisti sér hallir á hundr-
að prósenta lánum skuldar í sínum
eignum. Það er hvorki sanngirni
né réttlæti í slíkri stöðu. Hvað þá
vitglóra. En svona er Ísland í dag,
Oddný.
Veruleikinn er einnig sá að þrátt
fyrir að eftirlitsnefnd eigi að fylgj-
ast með því að bankarnir geri ekki
upp á milli manna eða fyrirtækja
við skuldaaðlögun, þá er raun-
in önnur. Um það vitna fjölmörg
dæmi sem ég þykist vita að þú
þekkir mæta vel.
Þú mátt ekki skilja orð mín
svo að mér finnist allt sem þið
takið ykkur fyrir hendur með öllu
ómögulegt. Því fer fjarri. En ég er
ósáttur við frammistöðu ykkar í
þessum efnum.
Ég skil vel að þér sé mjög í mun
að sannfæra mig um að ríkis-
stjórnin standi sig afburðavel við
að leiðrétta skuldavanda heimil-
anna. Ég get hins vegar alveg lofað
þér því að það breytir engu um
mína stöðu og fjölmargra annarra
hversu oft þið segið að þið séuð að
gera góða hluti.
Einu fagna ég þó í svari þínu.
Það er að þú segir brýnt að bæta
strax augljósa galla þeirra úrræða
sem gripið hefur verið til. Það
væri fróðlegt að vita hvað þú átt
við með þessu. Kannski erum
við ekki svo ósammála eftir allt
saman?
Svar við svari
Oddnýjar G. Harðardóttur
Samræðuvefir
Haukur
Arnþórsson
stjórnsýslufræðingur
Fjármál
Heimir
Eyvindarson
kennari og
tónlistarmaður