Fréttablaðið - 18.11.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 18.11.2011, Síða 36
2 föstudagur 18. nóvember núna ✽ Ræktið líkama og sál augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin SVARTKLÆDD Söngkonan Gwen Stefani var á meðal gesta er sóttu galakvöldverð í The Museum of Con- temporary Art í Los Angeles um síð- ustu helgi. Hún klæddist svörtum síðkjól og fallegum fjólubláaum hælaskóm. NORDICPHOTOS/GETTY FYRIR HANA Ck one Shock-ilmurinn frá Calvin Klein er ekki ætlaður báðum kynjum líkt og hið vinsæla CK one ilmvatn, heldur er sinn ilmurinn fyrir hvort kynið. CK one Shock for her er með léttan blómailm og inni- heldur meðal annars jasmínu, vanillu og dökkt súkkulaði. Ekki hefur tekist að fylla í skarð Johns Galliano hjá franska tískuhúsinu Dior. Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs þótti líklegur til starfsins en nú hefur það fengist staðfest að hann taki ekki við sem næsti yfirhönnuður Dior. Phoebe Philo, hönnuður Celine, var einnig orðuð við starfið en hún kveðst sátt hjá Celine og hyggur ekki á flutning að sinni. Dior hefur átt í viðræðum við Alexand- er Wang, Jason Wu og Raf Simons um mögulegt sam- starf en engar niðurstöður hafa orðið enn. Forseti LVMH fyrirtækis- ins, Bernard Arnault, leitar því áfram logandi ljósi að hönnuði sem „virðir fágaða arfleifð fyrirtækisins og býr yfir metnaði til að leiða merkið inn í nýja tíma“. - sm Enn leitað að arftaka Johns Galliano: Marc ólíklegur Ekki með Ólíklegt er að Marc Jacobs taki við sem yfirhönnuður Dior. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag. Puzzled by Iceland er hugarfóstur Guð- rúnar Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur sem stofnuðu fyrirtækið árið 2010 þegar þær voru báðar í fæðingarorlofi. Þær voru full- trúar Íslands í viðburðinum Meet the Dra- gons en hann er byggður á sjónvarpsþátt- unum Dragons Den sem sýndir eru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Sjö evrópsk sprota- fyrirtæki hlutu þrjár mínútur hvert til að kynna hugmynd sína fyrir erlendum fjár- festum og áttu möguleika á að keyptur yrði hlutur í fyrirtækinu. Viðburðurinn var hald- inn í tengslum við Alþjóðlegu athafnavikuna sem fram fór í Hollandi. „Kynningin fór öll fram á ensku því fjárfestarnir voru frá fimm löndum. Við undirbjuggum okkur eins vel og við mögu- lega gátum, sóttum Dale Carnegie-námskeið og lágum yfir Dragons Den-þáttunum,“ út- skýrir Guðrún þegar Föstudagur náði tali af henni skömmu eftir kynninguna. Hún bætir við að ólíkt bresku sjónvarpsþáttunum átti kynningin sér stað innan um stóran hóp áhorfenda. Guðrún og Þóra voru þær þriðju á svið og að sögn Guðrúnar gekk kynningin vonum framar. „Markmiðið var að reyna að fá nafn- spjald hjá öllum fimm fjárfestunum. Við fengum nafnspjöld hjá tveimur og þeir hafa lýst yfir áhuga á að ræða frekar við okkur um mögulegt samstarf. Þóra sá um kynninguna og rúllaði þessu upp. Einn fjárfestirinn sagði að upphæðin sem við báðum um væri ekki sérstaklega há og við svöruðum því að við mundum hvort sem er fá þetta greitt út í ís- lenskum krónum og þá hló allur salurinn,“ sagði Guðrún Þær fóru fram á 300.000 evrur til að standa undir kostnaði við markaðs- setningu á Puzzled by-vörunum í Danmörku og Noregi. „Okkur er létt núna, þetta er svo- lítið eins og að ganga í gegnum fæðingu. Var erfitt meðan á því stóð en núna erum við komnar með barnið í hendurnar og erum ofsalega hamingjusamar.“ sara@frettabladid.is Í bóli drekans Þóra Eggertsdóttir og Guðrún Heimisdóttir kynntu fyrirtæki sitt, Puzzled by Iceland, fyrir erlendum fjárfestum á Alþjóðlegu athafnavikunni í Hollandi. Þeim gekk vel og eiga í viðræðum við tvo fjárfesta. Barnvæn listasýning Sýningin Úlfur, úlfur fer fram í Lista- sal Mosfellsbæjar um þessar mund- ir. Sýningin er ætluð börnum jafnt sem fullorðnum og stendur yfir til 10. desember. Sjö listamenn taka þátt í sýningunni og þar má sjá karamellubréf á flugi, varðeld, pínu- lítil listaverk sem þarfnast stækk- unarglers til að skoða og ýmislegt annað skrýtið og skemmtilegt. Verk- in eru þannig gerð að sýningargest- ir geta tekið virkan þátt í listinni og jafnvel listsköpuninni með því að fá sér karamellu og henda nammibréfinu inn í lít- inn hvirfilvind. Meðal listamanna sem taka þátt eru Sara Riel, Ragnheiður Kára- dóttir, Marguerite Keyes og Sigur- laug Gísladóttir. Jólakortin í ár Jólakort UN Women eru komin í sölu og á grafíski hönnuðurinn Sóley Stefánsdóttir heiðurinn af myndinni sem prýðir kortin. Inn- blásturinn fékk Sóley eftir dvöl sína í Mósambík. Litadýrð, mynstur og sterkar andstæður einkenna kort- in og mun allur ágóði af kortunum rennur til UN Women og baráttunnar gegn óréttlæti og mismun- un kvenna í fátæk- ustu löndum heims. Jóla- kortin í ár! Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir heilla erlenda fjárfesta: FENGU SALINN TIL AÐ SKELLIHLÆJA Haft eftir vi skiptavinum okkar: Vilborg: Ég vakna i á venjulegum tíma dreif mig í sturtu, eftir hana eyddi ég 5 mínútum í hári , ég vissi ekki hva ég átti a gera vi næstu 45 mínúturnar sem ég yfirleitt eyddi í hári á morgnanna! Gu laug: Besta fjárfestingin sem ég hef gert hva var ar hár mitt! Hvet ig til a koma og prufa NATURA KERATIN kraftaverkame fer sem virka! NOLAS REYKJAVÍK BYLTINGAKENND ME FER AR SEM KERATIN OG ALOE BARBADENSIS ER NOTU TIL A INNSIGLA HÁRI . MÖGNU ME FER SEM GERIR HÁRI MJÚKT, SLÉTTARI, HEILBRIGT OG GLAN- SANDI. ESSI ME FER VIRKAR EINS OG KRAFTAVERK Á URRT, ÚFI , VI KVÆMT OG BROTTHÆTT HÁR. BESTI KOSTURINN FYRIR LITA HÁR, HÁR ME STRÍPUM E A SKEMMT HÁR. SALON REYKJAVÍK GRANDAGAR UR 5 101 REYKJAVÍK SÍMI: 56 85 305 = =

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.