Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 66
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR46
krakkar@frettabladid.is
Krakkasíðan er í
helgarblaði Fréttablaðsins
Ævar vísindamaður
leiðir krakka í gegnum
æsispennandi tilraun
„Ég var að spila fyrir norðan í vor og þá kom sægur
af fólki og kvartaði undan því að það kæmist aldrei
á Þorláksmessutónleikana mína, það gæti aldrei
farið suður á þessum árstíma því það væri svo erf-
itt. Þannig að ég settist yfir dæmið og velti því fyrir
mér hvort og hvernig ég gæti komið til móts við
þetta fólk. Og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti
haldið Þorláksmessutónleikana tveimur dögum fyrr
fyrir norðan,“ segir Bubbi Morthens.
Árlegir Þorláksmessutónleikar hans eru fastur
liður í jólahaldi margra og þeir verða á sínum stað
í Háskólabíói hinn 23. desember. Bubbi ætlar hins
vegar að halda ámóta tónleika í menningarhúsi
Norðlendinga, Hofi, hinn 21. desember. „Þeir verða
í sama formi og það verður svipuð uppröðun laga,“
segir hann og vonast til að sem flestir íbúar Norður-
lands láti sjá sig. Hins vegar runnu á Bubba tvær
grímur þegar rifjað var upp ársgamalt viðtal við
hann, en þar sagðist hann einmitt vera orðinn svolít-
ið lúinn á aðfangadag þegar öllu tónleikahaldi væri
lokið. „Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börn-
unum í klukkutíma,“ sagði hann fyrir ári. „Ég var
eiginlega búinn að gleyma öllu þessu stússi en þetta
verður allt í lagi, ég er í góðu formi, reima á mig
hanskana á hverjum morgni og kýli og líkaminn og
hjartað virðast vera í lagi,“ segir Bubbi í dag.
Tónlistarmaðurinn virðist í feiknaformi, hann
gefur út veiðibók fyrir jólin og er á leiðinni í
hljóðver eftir tíu daga til að taka upp nýja plötu.
Hann kýs að lýsa sjálfum sér sem duglegum, ekki
ofvirkum. „Þetta verður svona týpísk Bubbaplata,
ballöður og mikið gítarspil.“ - fgg
Hinn 18 ára Hjörvar Stein
vantar aðeins einn áfanga
til að verða næsti stórmeist-
ari Íslendinga í skák. Hann
segir að lífið snúist ekki
bara um skákina og stundar
félagslífið af krafti.
Hjörvar Steinn Grétarsson er
18 ára Verzlingur, fótboltaunn-
andi og mögulega næsti stór-
meistari Íslands í skák. Hann er
nýkominn heim frá Grikklandi
þar sem hann tók þátt í Evr-
ópumótinu í skák með íslenska
skáklandsliðinu. Þar tefldi hann
glæsilega og tryggði sér tvo
stórmeistaraáfanga – sem þýðir
að hann vantar aðeins einn upp á
til að verða fjórtándi Íslending-
urinn til að hampa þessum eftir-
sóknaverða titli.
„Ég byrjaði að tefla þegar ég
var sex ára. Ég var í Rimaskóla
þar sem alltaf hefur verið mikið
teflt, þannig að það var áhuginn
í skólanum á skák sem dreif mig
áfram. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á stærðfræði þannig að
þetta átti vel við mig. Mér fannst
þetta strax frábært, það varð ein-
hver tenging þarna.“
Það kom fljótt í ljós að Hjörvar
var á heimavelli í skákinni. Hann
varð Íslandsmeistari barna níu
ára gamall og hlaut titilinn Skák-
meistari Reykjavíkur aðeins
fimmtán ára. „Það var hrika-
lega gaman. Upp úr því fór ég að
setja mér markmið. Ég ákvað að
reyna að komast í landsliðið og
það gekk eftir á síðasta ári. Svo
var ég búinn að ákveða að reyna
að verða stórmeistari án þess að
setja mér sérstök tímamörk á
það. Ég vissi bara að ef ég myndi
halda áfram myndi það koma
á endanum, mér finnst þetta
það gaman og þegar maður er
áhugasamur tekur maður alltaf
framförum.“
Þótt Hjörvar hafi ekki sett sér
tímamörk er ekki hægt að líta
framhjá því að hann er yngsti
Íslendingurinn sem náð hefur
stórmeistaraáfanga, en heiðrinum
deilir hann með Hannesi Hlífari
Stefánssyni. Aldur Hjörvars og
frábær frammistaða vakti líka
athygli á mótinu í Grikklandi þar
sem hann gegndi lykilhlutverki í
landsliðinu. Hann hóf mótið á að
sigra einn sterkasta skákmann
heims, Alexei Shirov og tefldi
svo tvær skákir á fyrsta borði,
en yngri skákmaður hafði ekki
gert það í 59 ár. Hjörvar lauk svo
mótinu með því að tryggja sér
tvöfaldan stórmeistaraáfanga, og
var árangur hans stór þáttur í því
að Íslendingarnir urðu óopinberir
Norðurlandameistarar.
Hjörvar lætur velgengnina
ekki stíga sér til höfuðs og þver-
tekur fyrir það að lífið snú-
ist bara um skákina. Hann er á
þriðja ári í Verzlunarskólanum
og gefur sér tíma til að stunda
námið og félagslífið af krafti.
Hann hlær að spurningu blaða-
manns um hvort hann upplifi sig
sem skákrokkstjörnu á göngum
skólans, en segir þó að flestir viti
eitthvað af afrekum hans í skák-
heiminum. „Sumir halda náttúru-
lega að ég eigi mér ekki líf út af
þessu en það er alls ekki þannig.
Það gefst tími fyrir allt ef maður
skipuleggur sig nógu vel. Ég elska
til dæmis fótbolta og gef mér
alltaf tíma fyrir hann.“
Spurður hvort vinir og jafn-
aldrar hans skilji skákáhugann
segir hann það ekki algilt.
„Bestu vinir mínir hafa verið
það lengi í kringum mig að þeir
skilja þetta. En það eru alltaf
einhverjir sem finnst óskiljan-
legt að ég nenni þessu eða finn-
ist þetta gaman. Það truflar mig
ekkert, ég hef lengi hugsað að ég
haldi áfram þangað til ég hætti að
hafa gaman af því að tefla. Það er
engin ástæða til að halda áfram í
einhverju sem maður hefur ekki
ánægju af, hvort sem maður er
góður eða ekki.“
Hjörvar er ekki nærri hættur
enn, því nú finnst honum gaman.
Hann ætlar að halda áfram að
undirbúa sig fyrir næstu mót sem
færa hann enn nær áfanganum.
„Nú þarf ég að passa mig að staðna
ekki, það er mjög algengt á þessum
tíma. Það er lokaspretturinn sem
reynist erfiðastur, en það er gott
að gera þetta á meðan maður er
ungur.“ bergthora@frettabladid.is
Sumir halda náttúrulega að ég eigi mér ekki líf út af
þessu en það er alls ekki þannig. Það gefst tími fyrir
allt ef maður skipuleggur sig nógu vel. Ég elska til dæmis
fótbolta og gef mér alltaf tíma fyrir hann.
HJÖRVAR STEINN GRÉTARSSON
SKÁKMAÐUR
MEÐ SKÁKINA Í BLÓÐINU
EFNILEGASTI SKÁKMAÐURINN Hjörvar Steinn Grétarsson er Íslandsmeistari í atskák
og efnilegasti skákmaður Íslands.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir skömmu hefur síbreytileg
óléttubumba Beyoncé Knowles
vakið spurningar.
Knowles kom til að mynda fram
í þætti Jimmy Fallon á dögunum
með sléttan maga, en það var
útskýrt þannig að flutningurinn
hafi verið tekinn upp fyrir þrem-
ur mánuðum. Það þótti skrýtið
vegna þess að þátturinn er í
beinni útsendingu. Hún var svo
mynduð í Miami á dögunum með
myndarlega bumbu sem hún huldi
með þunnum sloppi.
Samvkæmt safaríkasta slúðr-
inu vestanhafs á Knowles að
hafa fengið staðgöngumóður til
að ganga með barnið til að hlífa
líkama sínum. Hún neitar því.
Bumban
snýr aftur
ÓLÉTT EÐA EKKI? Beyoncé Knowles
var mynduð með stóra óléttubumbu í
Miami í vikunni.
George Clooney hrósaði nýverið
kærustu sinni, glímukonunni
Stacy Keibler, í hástert í blaða-
viðtali og sagði hana óvenju
sterka.
„Hún er mjög hávaxin og hún
gæti lamið mig í klessu ef til þess
kæmi. Hún gæti líklega gert út af
við mig í þremur höggum. En hún
er líka ofsalega ljúf og yndisleg,“
sagði leikarinn um kærustu sína.
Keibler komst í sviðsljósið árið
1999 þegar hún stundaði fjöl-
bragðaglímu undir nöfnunum
Miss Hancock og The Duchess of
Dudleyville. Með þennan starfs-
feril er ekki ólíklegt að Clooney
hafi rétt fyrir sér.
Kærastan
sterkari
STERK KÆRASTA George Clooney
segir kærustu sína, Stacy Keibler, mun
sterkari en hann. NORDICPHOTOS/GETTY
Breska leikkonan
Keira Knightley fór
varla út úr húsi þegar
hún lék í myndunum
Pirates of the Carib-
bean. Hún er mjög
ánægð með að frægð
hennar hafi dvínað
síðan þá. „Þegar
Pirates-myndirn-
ar voru að koma út
gekk ég í gegnum
brjálað tímabil þar
sem mjög erfitt var
að framkvæma
einföldustu hluti.
„Það voru um tutt-
ugu náungar sem
biðu fyrir utan
dyrnar hjá mér
og þess vegna var
mjög erfitt fyrir
mig að kaupa í mat-
inn. Ég fór ekki
út úr húsi,“ sagði
hún við Mirror.
„Síðan þá hef
ég leikið í öðru-
vísi myndum og lífið er orðið
auðveldara.“
Frægðin hélt
Keiru heima
Rihanna og Usher stíga á svið
þegar tilkynnt verður um tilnefn-
ingar til bandarísku Grammy-
verðlaunanna 30. nóvember. Aðrir
sem koma fram verða Ludacris
og Lupe Fiasco, Sugarland, Jason
Aldean og Lady Gaga. Kynnir
verður rapparinn LL Cool J.
Grammy-verðlaunahátíðin sjálf
verður haldin í 54. sinn í febrúar
á næsta ári í Staples Centre í Los
Angeles. Lady Gaga stal senunni á
síðustu hátíð þegar hún var borin
inn á svæðið í eggi. Á sviðinu söng
hún síðan lagið Born This Way.
Rihanna
stígur á svið
STÍGUR Á SVIÐ Söngkonan Rihanna
stígur á svið á Grammy-verðlauna-
hátíðinni 30. nóvember.
Bubbi syngur inn jólin á Akureyri
NORÐUR FYRIR JÓLIN Bubbi Morthens heldur Þorláksmessu-
tónleika fyrir norðan hinn 21. desember. Þeir verða með sama
sniði og sömu uppröðun og hinir eiginlegu Þorláksmessu-
tónleikar í Háskólabíói. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN