Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 159. tölublað 98. árgangur
GERÐI SAMNING
VIÐ HAGKAUP UM
FYLGIHLUTALÍNU
SÝN ÓLAFAR
NORDAL
SÖFN Í SÓKN
MALLA MAGAPÍNA
OG KNÚTUR KVEF
SUNNUDAGSMOGGINN VEIKYNDI VERÐA SICKNICE 37SIGRÚN Í GYÐJU 10
Hildur hannar veika bangsa sem
eru ætlaðir fyrir veik börn
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Hætt var við nauðungaruppboð á
fasteign í Reykjavík í gærmorgun
vegna réttaróvissu sem skapast hefur
í kjölfar dóma Hæstaréttar um ólög-
mæti gengistryggingar. Þegar
fulltrúar sýslumanns mættu til upp-
boðsins krafðist eigandi fasteignar-
innar, sem er í vanskilum með geng-
istryggt lán, að hætt yrði við uppboðið
enda væri það ólögmætt. Eftir að hafa
rætt málið um stund í einrúmi inni í
bifreið ákváðu fulltrúar sýslumanns
að hætta við uppboðið.
Að sögn Þuríðar Árnadóttur, setts
sýslumanns í Reykjavík, er þetta í
fyrsta skipti sem uppboði er mótmælt
á þessum forsendum. „Uppboðið var
stöðvað vegna óvissu um hver van-
skilin á láninu væru í raun í kjölfar
dómsins.“ Það virðist því hvíla á herð-
um skuldara að hreyfa við mótmælum
við nauðungaruppboð svo réttaróviss-
an sé mögulega tekin til athugunar.
Óvíst er hvaða áhrif þessi ákvörðun
hefur á önnur nauðungaruppboð en
Þuríður útilokar ekki að sambærileg
staða geti komið upp. „Þetta var nið-
urstaðan í þessu máli. Málin eru svo
margvísleg og ólík og svo er ekki allt-
af hreyft við mótmælum. En sam-
bærilegt mál gæti vissulega komið
upp.“ Þegar hætt er við aðfarargerð á
borð við nauðungaruppboð, hefur
gerðarbeiðandi þann möguleika að
skjóta ákvörðun sýslumanns til dóm-
stóla. Lögmaður gerðarbeiðanda,
sem í þessu tilviki var Frjálsi fjárfest-
ingabankinn, lýsti því yfir að það yrði
gert.
Uppboð sveipuð óvissu
Sýslumaður hætti við nauðungaruppboð þegar eigandi krafðist þess í ljósi dóma
Ekki útilokað að sambærileg staða geti komið upp í framhaldi þessa máls
Mikið um uppboð
» Í lok júní voru skráðar 968
nauðungarsölubeiðnir á fast-
eignum hjá sýslumanninum í
Reykjavík. 127 fasteignir höfðu
verið boðnar upp.
» Frá og með gærdeginum var
hlé gert á nauðungarupp-
boðum fram í byrjun ágúst.
Unga stúlkan virtist kunna vel við ómþýða tóna
Snorra Helgasonar þar sem hún sat í makindum
í regnbogarólu sem strengd er upp í Nikita-
garðinum. Slæðingur af fólki var í garðinum þar
sem menn á hjólabrettum sýndu listir sínar á
meðan tónlistin var flutt.
Regnbogarólan þægileg á rólegum hljómleikum
Morgunblaðið/Eggert
Jón Ásgeir Jó-
hannesson hefur
samkvæmt heim-
ildum Morgun-
blaðsins greitt
þrotabúi Glitnis
15 milljónir doll-
ara, jafnvirði 1,9
milljarða króna.
Samkvæmt sömu
heimildum verð-
ur listi yfir eignir
Jóns Ásgeirs gerður opinber.
Í gær hafnaði breskur dómstóll
kröfu Jóns Ásgeirs um að kyrrsetn-
ingu á öllum eignum hans víða um
heim yrði hnekkt. Formaður slita-
stjórnar Glitnis sagðist í vitnisburði
sínum telja að Jón Ásgeir væri enn
auðugur maður. »22
Greiddi þrotabúinu
15 milljónir dollara
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Af sjónvarpsauglýsingum versl-
ananna 10-11, Hagkaupa, Bónuss,
Útilífs og Debenhams, sem allar eru
í eigu Haga, birtust 95 af hundraði
á sjónvarpsstöðvum í eigu 365
miðla, samkvæmt samantekt Capa-
cent Gallup sem nær yfir fyrri
helming þessa árs. Samanlagt
áhorf á rásirnar sem um ræðir er
rúmlega 30 af hundraði, einnig
samkvæmt tölum frá Capacent
Gallup. Samanlagt meðaláhorf á
Ríkissjónvarpið fyrstu sex mánuði
ársins, í aldurshópnum 12-80 ára,
er yfir helmingur áhorfs á innlent
efni í þeim aldurshóp. Áðurnefnd
fyrirtæki Haga keyptu 3% af sínum
auglýsingum hjá RÚV. »4
Hagar auglýsa nán-
ast bara hjá 365
Sjónvarpsauglýsingar
verslana Haga
Fyrri hluta árs 2010
3% 2%
95%
„Þetta er spennandi riðill með
hörkuleikjum og síðan tekur við
hrikalegur milliriðill. Framundan
er svo sannarlega skemmtilegt og
erfitt verkefni,“ sagði Guðmundur
Þórður Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, eftir að
ljóst var hverjir andstæðingar Ís-
lands verða á heimsmeistaramótinu
sem fram fer í Svíþjóð 13.-30. jan-
úar á næsta ári en dregið var í riðla
í Gautaborg síðdegis í gær.
Ísland dróst í riðil með Austur-
ríki, Ungverjandi, Noregi, Brasilíu
og Japan. Þrjú lið fara upp í milli-
riðil þar sem Frakkar, Spánverjar
og Þjóðverjar eru líklegustu mót-
herjarnir. » Íþróttir
Spennandi riðill og
hrikalegur milliriðill
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Gengisstyrking síðustu mánaða gef-
ur tilefni til frekari verðlækkana á
matvælum að mati forsvarsmanna
matvöruverslana. Könnun á vegum
ASÍ sýnir að verð hefur farið lækk-
andi síðan í febrúar.
„Það er full ástæða til að búast
við frekari verðlækkunum og þá
sérstaklega hvað varðar innfluttar
vörur,“ segir Eysteinn Helgason,
framkvæmdastjóri Kaupáss, sem
meðal annars rekur Nóatún, Krón-
una og 11-11-verslanirnar. Hann
segist einnig búast við einhverjum
lækkunum á innlendum fram-
leiðsluvörum en í kjölfar styrkingar
krónunnar hafi aðföng orðið ódýrari
fyrir innlenda framleiðendur. Það
ætti svo að hafa áhrif til lækkunar
vöruverðs. Eysteinn segir þetta þó
allt háð stöðugri gengisþróun.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, tekur í sama
streng og Eysteinn. Verðlækkanir
hafi þegar gert vart við sig vegna
styrkingar krónunnar og býst hann
allt eins við frekari lækkunum.
Eysteinn Helgason segir verð á
kjöti hafa lækkað undanfarna mán-
uði og nú sé það lægra en það var
fyrir tveimur árum. Það megi
þakka svokallaðri iðnaðarfram-
leiðslu, svo sem á kjúklingum og
svínum.
MMatarverð fer að líkindum » 14
Matarkarfan á að lækka
Jákvæð gengisþróun hefur áhrif á matvöruverð
Full ástæða til að búast við frekari verðlækkunum
Verðkönnun sem ASÍ birti í vik-
unni sýnir fram á lækkun mat-
vöruverðs. Á því tímabili hafa
virðisaukaskattur og vörugjöld
hækkað. Þær hækkanir hafa
ekki teljandi áhrif á matarkörf-
una að sögn hagfræðings ASÍ.
Áhrif skattahækkana sjást hins
vegar á sælgæti og drykkjar-
föngum.
Áhrif skatta
VERÐHÆKKUN Á SÆLGÆTI