Morgunblaðið - 10.07.2010, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Námið er mjög markvisst og ef maður er sjálfur skipulagður á ekki að vera neitt tiltökumál að ljúka stúdentsprófi á tveimur ár- um,“ segir Klara Lind Gylfadóttir sem í dag brautskráist með stúdentspróf frá Menntaskólanum Hraðbraut. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema af því að hún er sextán ára gömul eða á þeim aldri þegar margir eru að byrja í framhalds- skóla. Klara var strax harðákveðin í því að taka námið föstum tök- um. Hún gat flýtt fyrir sér með því að taka nokkrar námsgreinar í grunnskóla með eldri bekkjum og náði þannig að ljúka sam- ræmdum prófum strax eftir 9. bekk. Þá fór hún í Hraðbraut og hefur náð níu námseiningum eftir hverja námslotu. Hver þeirrar spannar fjórar vikur og svo koma próf sem taka fimmtu vikuna. Sjöttu vikuna eru upptökupróf en þeir sem staðist hafa öll próf fá frí. Nám til stúdentsprófs er fimmtán slíkar lotur og fyrir vik- ið er framvindan mun hraðari en í öðrum framhaldsskólum þar sem nemendur ljúka stúdentsprófi yfirleitt á fjórum árum. „Fyrir marga hentar ábyggilega vel að taka námið á fjórum árum. Ég vildi hins vegar taka þetta á skemmri tíma og þá er mikilvægt að sá valkostur sé fyrir hendi,“ segir Klara Lind sem er frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Í efri bekkjum grunnskólans var hún í Hvolsskóla á Hvolsvelli þar sem hún segir mikið lagt upp úr því að nemendur vinni sjálfstætt. Eldgosið jók á námsáhuga „Ég bjó mjög að þeirri ögun þegar ég byrjaði í Hraðbraut. Námið lá opið fyrir mér og þegar til kom féll ég alveg fyrir jarð- fræðinni. Systir mín er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands og það vakti áhuga minn á jarðvísindum. Og það svo sem dró ekki úr áhuga að fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli í vetur sem blasti við út um eldhúsgluggann heima í Fljótshlíðinni,“ segir Klara Lind sem hefur innritað sig til náms í jarðfræði við HÍ og byrjar í haust. Utan námsins kveðst hún eiga mörg áhugamál, svo sem útiveru, ferðalög, skemmtanir og að vera með kærasta sínum, Óla Val Ólafssyni, sem hún kynntist í Hraðbraut. Hjá Háskóla Íslands man fólk ekki til þess að sextán ára nem- andi hafi áður innritast þar til hefðbundins náms. Sautján ára stúlka var þar í námi fyrir fáum misserum – en jarðfræðineminn Klara Lind er væntanlegur methafi sem fulltrúi ungu kynslóðar- innar. sbs@mbl.is Sextán ára stúdent stefnir í jarðfræði  Klara Lind Gylfadóttir er yngsti nemandi sem innritaður er í hefðbundið nám í Háskóla Íslands  Tók nokkrar námsgreinar með eldri bekkjum í grunnskóla og brautskráist frá Hraðbraut í dag Stúdent Valkostir í námi eru mikilvægir, segir Klara Lind. Morgunblaðið/Jakob Fannar Þótt sólin sé hátt á lofti í júlí varpa ferðalangar skugga sínum hvert á land sem þeir fara. Íslend- ingar eru ferðaglaðir á sumrin og lögðu margir land undir fót í gær til að njóta helgarinnar fjarri heimaslóðum. Eins og verða vill hér á norðurhjara er veðrið óútreiknanlegt en víðast hvar á landinu er því spáð að skiptast muni á skin og skúrir. Þó er reiknað með þurrviðri á Norðvesturlandi og í Vestmannaeyjum. Skuggalegur ferðalangur þeysist áfram veginn Morgunblaðið/hag Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fyrirtækið Skipti og dótturfélag þess, Tæknivörur, hafa viðurkennt brot á samkeppnislögum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við fyrirtækið Hátækni. Tæknivörur hafa fallist á að greiða 400 milljónir króna í stjórnvalds- sekt vegna brotanna og Skipti skuldbundið sig til að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Stjórnendur fyrirtækjanna verða þó ekki dregnir til ábyrgðar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Skiptum og dótturfélögum þeirra, Símanum og Tæknivörum, og gögn sem þar fundust leiddu til þess að húsleit var einnig gerð hjá Hátækni og móðurfélagi þess, Olíuverslun Ís- lands. Skipti og Tæknivörur leituðu til Samkeppniseft- irlitsins og aðstoðuðu við rannsókn málsins. Tæknivörur og Hátækni eru helstu keppinautar í innflutningi og heildsölu á farsímum og tengdum búnaði. Það sem vekur athygli er að Samkeppniseftirlitið hyggst ekki sækja stjórnendur fyrirtækjanna til saka þar sem fyrirtækin aðstoðuðu við að upplýsa málið. Stjórnendur fyrirtækj- anna ekki sóttir til saka Morgunblaðið/Heiddi Samkeppniseftirlitið hlífir stjórnendum fyrirtækjanna  Tæknivörur og Hátækni hafa átt í ólögmætu samráði Ekki náðist sam- komulag milli Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna og launa- nefndar sveitar- félaga á fundi hjá ríkissátta- semjara sem fram fór í gær. Finnur Hilm- arsson, varaformaður sambandsins, sagði fundinn hafa gengið ágætlega en allt sé enn í járnum. Málið sé þó á viðkvæmu stigi og því best að segja sem minnst um það. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir helgi. Samningar slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna hafa verið lausir frá 31. ágúst á síðasta ári og boðað hefur verið til verkfalls í lok þessa mánaðar. Þeir munu þó áfram sinna hvers kyns bráðaþjónustu. Síðast fóru slökkviliðsmenn í verk- fall árið 1984. Finnur vonast til að samningar náist fyrir verkfall, enda það allra síðasta sem nokkur vill. Viðræður þokast í rétta átt Finnur Hilmarsson Munu fara í verkfall í lok júlí ef ekki semst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.