Fréttablaðið - 18.11.2011, Side 72

Fréttablaðið - 18.11.2011, Side 72
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR52 sport@frettabladid.is R áð st ef n a G S Í Ráðstefna fyrir stjórnendur og starfsmenn golfklúbba Í dag föstudaginn 18. nóvember heldur Golfsamband Íslands ráðstefnu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Ráðstefnan mun fjalla um rekstur golfklúbba á Íslandi. Í lok ráðstefnu verða opnar umræður. Ráðstefnan hefst kl. 16:00 og mun standa til kl. 19:00. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar má finna á www.golf.is BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON bætti sig um þrjú högg á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina, sem fram fer á Flórída þessa dagana. Birgir Leifur lék á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann er í 34.-37. sæti en líklega fara um 20 kylfingar áfram á lokamótið. Birgir er því þremur höggum frá öruggu sæti eftir annan daginn. N1-deild karla: Fram-FH 34-33 Fram - Mörk (skot): Ingimundur Ingimundarson 8 (8), Einar Rafn Eiðsson 6/1 (7/1), Ægir Hrafn Jónsson 5 (6), Arnar Birkir Hálfdánsson 3 (4), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (4), Sigurður Egg- ertsson 3 (4), Róbert Aron Hostert 3 (6), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (2), Jóhann Karl Reynisson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon (1). Varin skot: Magnús Erlendsson 10/1 (29/3, 34%), Sebastian Alexandersson 5 (19, 26%), Hraðaupphlaup: 3 ( Einar 2, Stefán ) Fiskuð víti: 1 ( Ægir ) Utan vallar: 10 mínútur. FH - Mörk (skot): Andri Berg Haraldsson 9 (13), Þorkell Magnússon 8/2 (11/3), Ólafur Gústafsson 7 (11), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (3), Halldór Guðjónsson 3 (4), Sigurður Ágústsson 1 (1), Ísak Rafnsson 1 (1), Hjalti Þór Pálmason 1 (3), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6 (30/1, 20%), Pálmar Pétursson 1 (11, 9%), Hraðaupphlaup: 7 ( Þorkell 3, Ólafur 2, Halldór, Sigurður ) Fiskuð víti: 3 ( Atli 2, Hjalti) Utan vallar: 2 mínútur. Akureyri-Afturelding 34-26 Akureyri - Mörk (skot): Oddur Gretarsson 11 (12), Bjarni Fritzson 11/3 (15/3), Guðmundur H. Helgason 4 (8), Bergvin Þór Gíslason 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2), Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22 (48/1, 46%), Hraðaupphlaup: 11 (Oddur 6, Bjarni 3, Heimir, Heiðar ) Fiskuð víti: 3 (Oddur , Bjarni, Hörður) Utan vallar: 8 mínútur. Afturelding - Mörk (skot): Sverrir Hermannsson 6 (17), Þorlákur Sigurjónsson 5 (7), Jóhann Jóhannsson 5/1 (7/1), Þrándur Gíslason 4 (7), Böðvar Páll Ásgeirsson 2 (4), Daníel Jónsson 1 (1), Chris McDermont 1 (2), Mark Hawkins 1 (2), Hrannar Guðmundsson 1 (2), Helgi Héðinsson (1), Hilmar Stefánsson (2), Varin skot: Davíð Svansson 8 (19/2, 42%), Hafþór Einarsson 5 (28/1, 18%), Hraðaupphlaup: 13 (Þorlákur 5, Sverrir 3, Jóhann 3, Mark, Hrannar) Fiskuð víti: 1 ( Helgi ) Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Höfðu góð tök á leiknum. Valur-Grótta 34-26 Valur - Mörk (skot): Anton Rúnarsson 12/2 (16/2), Magnús Einarsson 6 (6), Sturla Ásgeirs- son 6/1 (9/2), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Harðarson 2 (2), Einar Örn Guðmundsson 2 (3), Finnur Ingi Stefánsson 2 (3), Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist 1 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 13/2 (37/5, 35%), Sigurður Ingiberg Ólafsson 1 (3/1, 33%), Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 2, Anton, Gunnar, Gunnar Kristinn ) Fiskuð víti: 4 (Magnús 2, Anton, Sturla ) Utan vallar: 4 mínútur. Grótta - Mörk (skot): Jóhann Gísli Jóhannsson 7 (17), Þorgrímur Smári Ólafsson 4 (9), Ágúst Birgisson 3 (3), Þórir Jökull Finnbogason 3/2 (8/4), Hjálmar Þór Arnarsson 2 (2), Ólafur Ægir Ólafsson 2/2 (2/2), Friðgeir Jónasson 2 (3), Árni B. Árnason 2 (5), Benedikt R. Kristinsson 1 (2), Varin skot: Magnús Sigmundsson 5/1 (22/3, 23%), Lárus Helgi Ólafsson 4 (21/1, 19%), Hraðaupphlaup: 4 ( Hjálmar, Friðgeir, Árni, Benedikt ) Fiskuð víti: 4 (Jóhann 2, Þorgrímur, Ágúst, Hjálmar, Árni ) Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn frábærlega og það er gaman að sjá handboltadómara fá svona mikinn vinnufrið. STAÐAN: Fram 8 6 0 2 208-201 12 Haukar 6 5 0 1 162-140 10 FH 7 4 1 2 199-184 9 HK 7 4 1 2 194-182 9 Valur 8 3 2 3 210-202 8 Akureyri 8 3 1 4 224-200 7 Afturelding 8 2 0 6 182-216 4 Grótta 8 0 1 7 184-216 1 NÆSTU LEIKIR: Sun. 20. nóv. Haukar - HK kl. 15.45 Mið. 23. nóv. FH - Akureyri kl 18.30 Fim. 24. nóv. Afturelding - Valur kl. 19.30 Fim. 24. nóv. Grótta - HK kl. 19.30 Fim. 24. nóv Fram - Haukar kl. 19.30 ÚRSLIT HANDBOLTI Akureyringar unnu öruggan sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í handbolta í gær, 34-26. Góð byrjun í seinni hálfleik skilaði sigrinum. Akureyri komst í 4-0 en Mosfell- ingar komust svo í 8-9. Akureyri beit aftur frá sér og leiddi 17-13 í hálfleik. Oddur Gretarsson skor- aði 8 af 11 mörkum sínum í gær í fyrri hálfleik. Með frábærri vörn í byrjun seinni hálfleik komst Akureyri svo í 25-15 og gerði út um leikinn. Góð barátta Mosfellinga skilaði þeim nálægt Akureyri, þeir minnkuðu muninn í 30-26. Það var þó of seint, Akureyri gaf í og kláraði leikinn. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar og vörnin var ágæt, raunar frábær í byrjun seinni hálfleiks. Liðið spilaði svo fína sókn fyrir utan kæruleysisleg skot og sendingar á stuttum köflum. Mosfellingar spiluðu ágætlega og barátta liðsins var góð. Augljós getumunur var á liðunum og vörn- in og markvarslan voru ekki nægi- lega góð til að taka tvö stig. „Ég er ánægður með sóknina í fyrri hálfleik og vörnina í þeim seinni. Vörnin small frábærlega og við fengum mikið af auðveld- um mörkum. Svo slökuðum við aðeins á og þeir börðust frábær- lega og komust inn í leikinn. En átta marka sigur er gott og ég þakka áhorfendum fyrir frábær- an stuðning,“ sagði Atli Hilmars- son, þjálfari Akureyringa. „Við þurftum að svara fyrir okkur eftir síðasta leik sem var mjög slakur. Það tókst ágætlega og nú horfum við fram á veginn. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur næst því við ætlum okkur að komast í úrslita- keppnina, ekkert annað kemur til greina,“ sagði Atli sem hló að þeim sögusögnum að hann væri að hætta með liðið. Kollegi hans, Reynir Þór Reynis- son, var sáttur við ýmislegt í leik sinna manna. „Þetta var kafla- skiptur leikur. Vörnin okkar leið fyrir góðan hraða og margar góðar sóknir. Við spiluðum á háu tempói sem við réðum kannski ekki alveg við. Byrjun seinni hálfleiks fór með okkur en með meiri hlaupa- getu og meiri þolinmæði getum við betur,“ sagði Reynir. - hþh Akureyri átti ekki í teljandi vandræðum með baráttuglaða Mosfellinga þegar liðin mættust á Akureyri: Verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ODDUR GRETARSSON Átti frábæran leik fyrir Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Valsmenn unnu örugg- an átta marka sigur á Gróttu, 34-26, á Hlíðarenda í gær. Valslið- ið, með Anton Rúnarsson í farar- broddi, var með góð tök á leiknum en losnaði samt aldrei almenni- lega við baráttuglatt Gróttulið. Valsmenn voru með yfirhönd- ina frá upphafi og ætluðu greini- lega ekki að misstíga sig öðru sinni gegn Seltirningum í vetur en Grótta náði óvænt jafntefli gegn Val er liðin mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Gróttumenn gáfust aldrei upp, frekar en venjulega, en mótherj- inn var einfaldlega of sterkur fyrir botnliðið sem bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við landsliðið að undan- förnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort það dugi fyrir lands- liðið,“ sagði Sigfús. „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekk- inu eða varaforðanum eins og maður segir. Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið með landsliðinu,“ sagði Sigfús og skellihló. - óój Sigfús meiddist í sigurleik: Væri til í þriðja tækifærið VARADEKKIÐ AF Sigfús ætlar að koma sér í betra form. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Öflugur varnarleikur hefur verið aðalsmerki Fram það sem af er leiktíð en í gær var það sóknarleikurinn sem gerði það að verkum að sigur vannst gegn FH. „Það sýnir okkur að við getum þetta. Við megum vera hrika- lega ánægðir með þetta í heild- ina,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leik. Lokatölur urðu 34-33 í kafla- skiptum leik. Á lokamínútunni skoraði Róbert Aron Hostert sigurmarkið en FH-ingar settu aukamann í síðustu sóknina en það dugði ekki. Skot Andra Bergs Haraldssonar, fyrrum leikmanns Fram, hitti ekki markið. „Við vorum ekki góðir gegn Aftureldingu en vorum góðir í dag, sérstaklega sóknarlega. Það var liðsheildarbragur á liðinu og við sýndum geysilegan karakter þrátt fyrir mikið mótlæti. Það voru allir að leggja í púkkið,“ sagði Einar en Fram tapaði óvænt fyrir Aftureld- ingu fyrir viku. Þrátt fyrir að sigur hafi unnist var Einar alls ekki sáttur við dóm- gæslu þeirra Gísla Hlyns Jóhanns- sonar og Hafsteins Ingibergsson- ar. Honum fannst oft hallað á sitt lið og hefur nokkuð til síns máls. „Ég fer ekkert í grafgötur með það að dómgæslan í kvöld var léleg. Þeir kórónuðu hana með því að gefa mér tvær mínútur eftir mistök trekk í trekk hjá þeim sjálf- um. Þetta er eitt okkar besta dóm- arapar en það var lélegt í dag. Ég tel mig hafa fullan rétt á að vera ósáttur við dómgæsluna eins og ég get verið ósáttur við leikmenn hjá mér, umgjörðina eða hvað sem það er,“ sagði Einar. Markverðir beggja liða voru ekki í stuði í fyrri hálfleik en stað- an var 19-17 eftir 30 mínútur. Ingi- mundur Ingimundarson fékk nokk- uð lausan tauminn frá gestunum og nýtti sér það vel en hann var sjóðheitur í leiknum í gær þó að eðlilega hafi dregið undan honum í seinni hálfleiknum. Fram byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fimm mörkum yfir áður en gestirnir komust á skrið og voru skyndilega tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir. Það voru heimamenn sem höfðu betur á gríðarlega spennandi lokakafla. Þar verður að nefna innkomu hins unga Arnars Birkis Hálf- dánarsonar sem var algjörlega óhræddur við að skjóta. Hann skoraði nokkur stórglæsileg og um leið óhemju mikilvæg mörk með þrumuskotum. „Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik fyrst við kom- umst inn í leikinn. Þetta voru alveg sanngjörn úrslit en svona er þetta,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „Þetta var nokkuð furðulegur leikur þar sem allt lak inn í fyrri hálfleik en svo komu meiri varnir og spenna í seinni hálfleik. Þetta var hörkuleikur toppliða. Við bjuggumst við hörkuleik og sú varð raunin. Framarar spila góða vörn en við náðum ágætlega að höndla hana.“ Markvörðurinn Pálmar Péturs- son er kominn aftur í FH-búning- inn og spilaði hluta leiksins en leikformið er ekki komið og hann fann sig ekki. Kristján segir að hann sé þó kominn til að vera. „Hann var aðeins óöruggur í sínum fyrsta leik en það var gott að vera með hann. Þetta er langur vetur og fínt að hafa þrjá markverði,“ sagði Kristján. - egm Sókn getur unnið leiki Það var ótrúleg spenna í Safamýrinni þar sem Framarar tóku á móti FH. Heimamenn töpuðu óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar í síðustu um- ferð en náðu báðum stigunum í gær. Leikur liðanna var afar sveiflukenndur. EKKI BARA VARNARTRÖLL Ingimundur Ingimundarson sýndi í gær að hann getur meira en spilað vörn. Hann skoraði átta glæsileg mörk úr átta skotum gegn FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.