Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 80

Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 80
DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Mest lesið FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Rammíslenskt barnalán Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og handrits- höfundurinn Marteinn Þórsson eignuðust sitt fyrsta barn, stúlku, á Degi íslenskrar tungu. Guðrún Eva hefur verið í miðri kynningar- herferð fyrir bók sína Allt með kossi vekur en hefur nú dregið sig út úr henni. Árið hefur því verið æði viðburðaríkt hjá Guðrúnu, því ofan á allt þetta gekk hún í það heilaga og flutti eina af opnunarræðum bókamessunnar í Frankfurt. - mþl, fgg Sendiherra á ferð og flugi Luis E. Arreaga hefur gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því í fyrra. Arreaga virðist kunna vel við sig á Íslandi og hefur bloggað um líf sitt og störf allt frá því að hann fluttist hingað, en hann hefur verið afar iðinn við að sækja hina ýmsu viðburði á Íslandi. Í vikunni heimsótti hann metanólverksmiðju Carbon Recycl- ing International nærri Grindavík, en sendiráðið festi nýverið kaup á tveimur bílum sem geta gengið fyrir metanóli. Á sunnudag var hann viðstaddur minningarstund um fallna breska hermenn í Foss- vogskirkjugarði og á mánudag sótti hann tónleika bandaríska gítarleikarans Manuels Barrueco í Salnum í Kópavogi. Þá er hann búinn að kaupa Neyðarkallinn og er sérstaklega hrifinn af uppfærslu íslensku óperunnar á Töfraflautinni í Hörpu og einnig af rokk- hljómsveitinni Ham sem hann sótti nýlega tónleika með. 1 Breivik er bara lítill maður - ekki skrímsli 2 Harmur á Siglufirði - kyrrðarstund í kvöld 3 Banaslys á Siglufirði 4 Forlagið fargar þrjú þúsund bókum 5 Hægt að skila iPod Nano til Epli.is - fyrirspurnum rignir inn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.