Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Ný og endurbætt útgáfa Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Vegahandbókin sími: 562 2600Eymundsson metsölulisti 30.06.10-06.07.10 1. Sæti Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Listhópar Hins hússins hafa staðið fyrir gjörningum annan hvern föstudag í sumar og flakkar þá hópurinn um bæinn í mikilli sköpunargleði og heillar gesti og gangandi með ýmiss konar uppákomum. Meðal annars settust ungar stúlkur í veðurblíðunni við Stjórnarráðshúsið og gæddu sér á tei. Eft- irtektarvert var stellið enda einstaklega lekkert. Um var að ræða síðasta föstudag í sumar sem Föstudags-fiðrildin svo- kölluðu flögruðu um borgina og óhætt að segja að þau hafi haft töluvert meira pláss í dag en oft áður enda Austurstræti, Pósthússtræti og hluta Hafnarstrætis lokað fyrir umferð. Borgaryfirvöld samþykktu nýverið lokunina sem stendur út ágústmánuð. Líf og fjör á sólríkum degi í Reykjavík Morgunblaðið/Jakob Fannar Föstudags-fiðrildin mála miðborgina rauða Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Á fyrri helmingi þessa árs auglýstu verslanir í eigu Haga í 19 sekúndur á sjónvarpsstöðvum 365 miðla fyrir hverja eina sem auglýst var saman- lagt í Ríkissjónvarpinu og á Skjáein- um. Þetta kemur fram í samantekt auglýsingamarkaðs Capacent Gall- up. Á sama tímabili var meðaláhorf á Ríkissjónvarpið rúmlega helmingur af öllu innlendu áhorfi, eða 50,6 af hundraði. Könnun Capacent Gallup nær til aldurshópsins 12-80 ára. Sjónvarpsstöðvar 365 miðla sem um ræðir eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Extra. Sam- anlagt meðaláhorf á þessar fjórar rásir á fyrstu sex mánuðum ársins var 32 af hundraði í sama aldurs- flokki. SkjárEinn rekur síðan lestina með 6,7 af hundraði. Áhorfstölur eru fengnar frá Capacent Gallup. Nær allt hjá stöðvum 365 Líkt og sjá má í meðfylgjandi töflu kaupa þessar verslanir Haga, sem eru 10-11, Hagkaup, Bónus, Útilíf og Debenhams, 95% af innlendum sjón- varpsauglýsingum sínum af stöðvum í eigu 365 miðla. Svipaða sögu er að segja af prentmiðlum, en frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að dag- blaðaauglýsingar Haga eru nánast eingöngu keyptar í Fréttablaðinu, sem einnig er í eigu 365 miðla, eða 97 af hundraði. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, eiganda Haga, sagði í samtali við blaðið að sér þætti sú tölfræði „afgerandi og sérstök.“ Meðvitað hjá stjórnendum Höskuldur sagðist gera ráð fyrir því að þessi stefna væri meðvituð hjá stjórn Haga. Arion banki hefði hins vegar ekkert með hana að gera þar sem bankinn kæmi ekki að dagleg- um rekstri Haga. Hlutfallið meðal 100 stærstu fyrirtækja landsins, annarra en þeirra sem eru í eigu Haga, er öllu jafnara, eða 60% í Fréttablaðinu og 40% í Morgun- blaðinu. Viðskiptalegar forsendur Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við blaðið að tölur Capacent kæmu sér undarlega fyrir sjónir. Hann segir að auglýsinga- kaup fyrirtækja í eigu Haga réðust alfarið af viðskiptalegum forsendum, það sé ekkert leyndarmál hvar þau kaupi sínar auglýsingar. „Auglýsingar ráðast af verði og dreifingu fjölmiðlanna sem þær birt- ast í. Þegar verðið er rétt eru auglýs- ingar keyptar,“ segir Finnur, og bætir því við að Hagar séu að reka fyrirtæki og hafi ekki efni á því að kaupa auglýsingar „þar sem þær sjáist ekki.“ Hann tekur dæmi af góðu gengi Hagkaupa upp á síðkast- ið. „Þeir sem sjá um auglýsingar hvers fyrirtækis fyrir sig standa sig vel í rekstrinum,“ segir Finnur. Auglýsa nánast bara hjá 365  Um 95% sjónvarpsauglýsinga fyrirtækja Haga voru keyptar af stöðvum 365  Meðaláhorf er hins vegar langmest á Ríkissjónvarpið af íslenskum stöðvum Auglýsingar Haga í sjónvarpi* * Mælt í sekúndum. Fyrri hluti árs 2010. 10-11 Hagkaup Bónus Útilíf Debenhams Samtals Samtals 90 804 672 1.231 194 2.991 3% 0 1.496 0 0 471 1.967 2% 67.609 10.052 10.911 40 446 89.058 95% 67.699 12.352 11.583 1.271 1.111 94.016 100% Gosmökkur reis frá eldstöðvum í gær og sást hann vel einkum vegna þess að loftið var tært og frekar létt- skýjað. „Þetta var svo áberandi í morgun því það var svo gott veð- ur,“ segir Sigþrúður Ármanns- dóttir, landfræðingur á Veðurstof- unni. „En þegar líða tók á daginn fór að þykkna upp, þannig að mað- ur hætti í sjálfu sér að sjá gufu- strókinn.“ Aðspurð hvort hún sjái fram á nýtt gos segist Sigþrúður ekki útiloka neitt, sérstaklega í ljósi sögunnar, en síðast stóð gosið yfir í um tvö ár. Að sögn Sigþrúðar verður Ár- mann Höskuldsson, fræðimaður, ásamt föruneyti á jöklinum í rann- sóknum um helgina. „Eins og er þá eru engin merki um aukna gos- virkni. Það sést ekkert í mæla- kerfunum og það eru engin merki um eldsumbrot,“ segir hún. „En ég myndi alls ekki þora að útiloka neitt.“ gunnthorunn@mbl.is Útiloka ekki að gosið hefjist á ný Eyjafjallajökull. Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segist telja að laga- grundvöllur tilmæla eftirlitsins og Seðlabanka Íslands um hvernig skuli haga uppgjöri gengistryggðra lána sé traustur. Umboðsmaður Alþingis sendi stofnununum bréf þann 7. júlí þar sem þær eru inntar eftir skýringu á lagagrundvelli tilmælanna. Er hún send í tilefni af formlegri kvörtun lán- taka gengistryggðs láns til umboðs- manns og ábendinga sem honum hafa borist. Óskar umboðsmaður einnig skýr- inga á í hverju óvissa um lánakjör fel- ist. Telur hann að ekki verði ráðið af dómum Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar að þeir haggi vaxta- ákvæðum eða öðrum ákvæðum lána- samninga að því er kemur fram í fyr- irspurnarbréfi hans. „Við reiknuðum ekki sérstaklega með því en það má alltaf búast við svona löguðu. Það er ekkert sem kem- ur okkur á óvart hér lengur,“ segir Gunnar um það hvort fyrirspurn um- boðsmanns sé óvænt. Hann segir að leitast verði við að svara fyrirspurn- inni fyrir 16. júlí en umboðsmaður óskaði svara fyrir þann dag. Segir Gunnar að ekki hafi verið tek- in nein ákvörðun um að draga tilmæl- in til baka, það hafi ekki enn komið til umræðu. Í fyrirspurn umboðsmanns segir að komi til þess verði ekki þörf á að svara spurningum hans. FME telur lagagrundvöll gengislánatilmæla traustan  Ekki hefur komið til umræðu að draga tilmælin til baka Dæmdu ekki um vexti » Úr fyrirspurn umboðs- manns: „Af lestri dóma Hæstaréttar […] verður ekki annað ráðið en að […] dómarnir lúti eingöngu að úrlausn um gildi ákvæða þessara samninga um verð- tryggingu skuldar samkvæmt þeim miðað við gengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.