Morgunblaðið - 10.07.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
ÍMorgunblaðinu í gær var sagt fráþví að 97% af dagblaðaauglýs-
ingum verslanarisans Haga hefðu
farið til Fréttablaðsins á fyrri hluta
ársins. Í hinu dagblaðinu, Morgun-
blaðinu, birta Hagar aðeins 3% aug-
lýsinga sinna. Hjá öðrum stórum
auglýsendum eru þessi hlutföll 60/
40, en ekki 97/3 eins og hjá Högum.
Sömu sögu erað segja um
sjónvarpsauglýs-
ingar á fyrri helm-
ingi ársins, eins og
lesa má um í
Morgunblaðinu í
dag. Verslanir
Haga birta 95%
auglýsinga sinna
í miðlum 365 en
aðeins 3% hjá
RÚV og 2% hjá Skjá einum. Hagar
halda sig við þessa auglýsinga-
stefnu þrátt fyrir að mun meira sé
horft á RÚV en á stöðvar 356 miðla.
Engin eðlileg skýring getur veriðá þessari auglýsingastefnu
Haga og hana er ekki hægt að
skýra með öðrum hætti en þeim, að
Hagar séu notaðir til að styrkja fyr-
irtækið 365 miðla.
Svo vill til að sömu aðilar stjórnaHögum og 365 miðlum, en eiga
aðeins 365 miðla eftir að hafa misst
Haga vegna glæfralegs reksturs.
Högum stjórna þessir aðilar ískjóli Arion banka, sem á Haga
en lætur viðgangast að fé sé áfram
fært frá Högum til fyrirtækis fyrr-
um eigenda Haga, 365 miðla. Þeim
megin fá þessir aðilar þar að auki
stuðning ríkisbankans, Landsbank-
ans, við að fjármagna fyrirtækið.
Bankarnir láta sem þeim komiþetta ekki við, en með stuðn-
ingi þeirra endurreisa hinir föllnu
útrásarvíkingar veldi sitt. Stjórn-
völd telja sig líka stikkfrí. Ætli aðr-
ir séu sammála því?
Misnotkunin heldur áfram
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Um 200 athugasemdir bárust Húna-
vatnshreppi vegna aðalskipulags
hreppsins, en frestur til að gera at-
hugasemdir rann út fyrir tveimur
dögum. Aðalskipulagið gerir ráð
fyrir að þjóðvegurinn liggi óbreytt-
ur um hreppinn þrátt fyrir vilja
Vegagerðarinnar til að breyta leið-
inni.
„Það komu margar athugasemd-
ir,“ segir Jens Pétur Jensen sveit-
arstjóri. „Um 200 athugasemdir
bárust vegna Húnavallaleiðar.
Menn vilja fá þessa vegstyttingu
inn á aðalskipulagið milli Akureyrar
og Reykjavíkur.“
Flestar komu athugasemdirnar
frá fólki utan sveitarfélagsins og
langstærstur hluti þeirra var frá
Akureyri. Jens segir fjöldann ekki
koma sér á óvart. „Sérstaklega í
ljósi þess að það voru komin stöðluð
athugasemdaform á Akureyri sem
menn gátu skrifað undir.“
Ekkert hefur verið fjallað um
málið, en fundað verður 14. júlí nk.
„Þá verður aðeins farið yfir þetta,
en það verður engin endanleg
ákvörðun tekin þá að ég tel. Ég held
að menn verði að fá meiri tíma.“
Frestur til að skila inn at-
hugasemdum vegna aðalskipulags
Blönduóss, sem einnig gerir ráð fyr-
ir óbreyttri legu hringvegarins,
rennur út 12. júlí. Að sögn bæj-
arskrifstofunnar hafa einhverjar at-
hugasemdir borist vegna aðal-
skipulagsins, en heildarfjöldi þeirra
verður ekki tekinn saman fyrr en
fresturinn rennur út.
Húnavatnsleið, sem einnig hefur
verið nefnd Svínavatnsleið, styttir
hringveginn um 12,6 kílómetra með
lagningu 16,7 kílómetra langs
vegarkafla. Búið er að hanna veg-
inn.
Blönduósbær hefur sett sig upp á
móti framkvæmdinni enda myndi
umferðin ekki lengur liggja í gegn-
um bæinn með tilheyrandi tekjutapi
þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem
byggja afkomu sína á ferðamönn-
um.
Sigurbjörn Nökkvi Björnsson
fjallaði um arðsemi vegastyttinga í
lokaverki sínu frá HR. Var niður-
staða hans sú að arðsemin væri
20,8%, sem er með því mesta sem
reiknað hefur verið út fyrir utan
höfuðborgarsvæðið.
Svínavatnsleið
Ný veglína 1
Ný veglína 2
Ný veglína 3
Vegir sem tengjast Svínavatnsleið
Þjóðvegur 1
Blönduós
Svínavatn
731. Svínvetningabraut
728.Auðkúluvegur
724.Reykjabraut
Auðkúla
H
ún
af
jö
rð
ur
Laxárvatn
LANGIDALUR
Blanda
Ti
lR
ey
kj
av
ík
ur
Til Akureyrar
Margir vilja stytta hringveginn
Um 200 athugasemdir vegna áforma um vegstyttingu í Húnavatnssýslu
Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00
Reykjavík 17 skýjað
Bolungarvík 10 alskýjað
Akureyri 9 skýjað
Egilsstaðir 11 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skýjað
Nuuk 9 heiðskírt
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 24 skýjað
Helsinki 25 léttskýjað
Lúxemborg 31 heiðskírt
Brussel 31 heiðskírt
Dublin 17 súld
Glasgow 17 skýjað
London 31 heiðskírt
París 31 heiðskírt
Amsterdam 28 heiðskírt
Hamborg 34 heiðskírt
Berlín 33 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 30 heiðskírt
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 30 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 23 léttskýjað
Montreal 30 alskýjað
New York 29 léttskýjað
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 32 heiðskírt
10. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:28 23:40
ÍSAFJÖRÐUR 2:44 24:33
SIGLUFJÖRÐUR 2:24 24:19
DJÚPIVOGUR 2:47 23:20
Ferðafélagið Útivist hefur sett upp
nýjar göngubrýr á Krossá á Þórs-
merkursvæðinu. Brýrnar leysa úr
brýnni þörf hjá göngufólki sem þarf
að komast milli Goðalands og Þórs-
merkur, en síðustu ár hafa göngu-
menn þurft að vaða eina eða fleiri
kvíslar Krossár til að komast þar á
milli.
Fyrir er göngubrú undir Vala-
hnjúki, en jökulsár eins og Krossá
breyta gjarnan farvegi sínum og síð-
ustu ár hefur áin að mestum hluta
runnið framhjá brúnni. Með þessum
nýju göngubrúm er þetta vandamál
leyst með því að hafa þær á hjólum
og er því hægt að færa þær til eftir
því sem áin breytir sér. Undirstöður
þeirra eru gerðar úr bómum af
byggingakrönum og eru því sterk-
byggðar og traustar.
Brýrnar eru á Krossáraurum,
gegnt Básum á Goðalandi og Stóra-
enda í Þórsmörk, og nýtast fyrir fjöl-
margar gönguleiðir á svæðinu. Má
þar nefna Fimmvörðuháls yfir í
Langadal og Húsadal, Laugaveg yf-
ir í Bása, úr Básum inn að Kross-
árjökli, Rjúpnafell og aðrar leiðir í
Þórsmörk, úr Langadal og Húsadal í
Goðaland og að gosstöðvunum á
Fimmvörðuhálsi. Með tilkomu
brúnna opnast því margvíslegir
möguleikar til gönguferða í Þórs-
mörk og Goðalandi.
Á hjólum
yfir
Krossá
Þórsmörk Margar góðar gönguleiðir opnast með nýju brúnum sem Útivist
hefur komið upp yfir Krossá á Þórsmerkursvæðinu.
Starfsmenn veitingastaðarins
Nítjándu hæðarinnar hafa tekið
höndum saman og ætla að bjóða
þeim sem hingað til hafa reitt sig
á aðstoð Fjölskylduhjálparinnar
upp á súpu, brauð og drykkjar-
föng á mánudögum í júlí.
„Hér innanhúss kviknaði sú hug-
mynd að við gætum lagt okkar af
mörkum til þess að létta undir
með þeim einstaklingum og fjöl-
skyldum sem á þurfa að halda,“
segir Þórey Ólafsdóttir, markaðs-
stjóri fyrirtækisins, í tilkynningu.
Þórey segir að verkefnið sýni
einnig að með því að snúa bökum
saman geti bæði einstaklingar og
fyrirtæki lagt sitt af mörkum til
þess að hjálpa þeim sem á þurfa að
halda.
Fyrsta súpukvöld Nítjándu verð-
ur nk. mánudag. Ekki verður tekið
við pöntunum heldur eingöngu
tekið á móti gestum á meðan hús-
rúm leyfir. Opið er á milli 17-19.
Súpa og brauð
á mánudögum