Fréttablaðið - 22.11.2011, Qupperneq 8
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR8
ALÞINGI Ríkisendurskoðun hefur
hafnað beiðni Alþingis um að
gera úttekt á áætluðum kostn-
aði, forsendum og fleiri þátt-
um sem tengjast fyrirhuguðum
Vaðlaheiðargöngum. Er þetta í
fyrsta sinn sem stofnunin hafnar
beiðni frá Alþingi.
Ástæðan er sú að slíkt er ekki
lögbundið verkefni stofnunarinn-
ar, auk þess sem Sveinn Arason
ríkisendurskoðandi telur sig van-
hæfan vegna fjölskyldutengsla
sinna við Kristján L. Möller
alþingismann, en þeir eru mágar.
Kristján er stjórnarmaður í Vaðla-
heiðargöngum ehf. og fyrrverandi
samgönguráðherra.
Sveinn segir að stofnunin verði
að gæta þess að fara ekki út
fyrir þann ramma sem tilgreinir
lögbundið hlutverk sitt.
„Auðvitað eru markatilvik eins
og í öllum málum og þar verðum
við að velja og hafna,“ segir hann.
„Mál þurfa að vera afgerandi til
að við höfnum beiðnum frá for-
seta Alþingis.“ Sveinn segir að það
sem hafi legið bak við beiðnina um
Vaðlaheiðargöng hafi verið þannig
útfært að augljóst væri að Ríkis-
endurskoðun gæti ekki fram-
kvæmt úttektina.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, segir það hafa
verið nefnt í forsætisnefnd að
þetta gæti orðið niðurstaða ríkis-
endurskoðanda, en niðurstaðan
var að það yrði hans að meta það.
Óski þingmenn eftir því að stofn-
unin geri úttekt á málum sé yfir-
leitt orðið við því, en allar beiðnir
fara í gegnum forsætisnefndina.
Upphaflega kom ósk um úttekt frá
umhverfis- og samgöngunefnd. - sv
Ríkisendurskoðun hafnar beiðni forsætisnefndar um úttekt á arðsemi Vaðlaheiðarganga:
Alþingi neitað um úttekt í fyrsta sinn
ÁSTA RAGNHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
SVEINN ARASON
1. Hvað fékk Bjarni Benediktsson
mörg prósent atkvæða í formanns-
kjöri Sjálfstæðisflokksins um
helgina?
2. Hvað stunda margir nám í Hús-
stjórnarskólanum í Reykjavík?
3. Hvað hefur Heiðar Helguson
skorað mörg mörk fyrir QPR síðan
í október?
SVÖR:
1. 55 prósent 2. 24 3. Fimm
HEILBRIGÐISMÁL Algengasta
verkja- og bólgulyf Íslendinga,
íbúfen, er ófáanlegt í lausasölu.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
skort á samkeppni á lyfjamark-
aðnum en úrvalið hér er minna en
á Grænlandi og í Færeyjum.
Ástæðan er sú að sending frá
Actavis sem kom í síðustu viku af
lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin
koma í hitastýrðum gámum og
voru þeir vitlaust stilltir.
Þessi tímabundni íbúfen-
skortur í landinu undirstrikar
aðeins hluta af stærra vandamáli,
sem er skortur á samkeppni á
lyfjamarkaði.
Í nýútkominni skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um þróun lyfja-
kostnaðar hér á landi kemur fram
að vegna smæðar markaðarins sé
framboð lyfja hér mun minna en
annars staðar á Norðurlöndum.
- þþ
Íbúfen ófáanlegt í lausasölu:
Meira lyfjaúr-
val í nágranna-
löndunum
ÍBÚFEN Lyfið er algengasta bólgulyfið á
Íslandi.
Sveiflaði hnífi í bústað
Lögreglumenn voru kallaðir að
sumarbústað skammt frá Borg
í Grímsnesi í gærmorgun vegna
manns sem lét ófriðlega og sveiflaði
hnífi án þess þó að beina honum
að fólki. Maðurinn var í hópi fólks
sem var í teiti fram á nótt og undir
morgun. Hann var handtekinn og
færður í fangageymslu þar sem hann
var látinn sofa úr sér.
LÖGREGLUFRÉTTIR
EGYPTALAND, AP Bráðabirgða-
stjórnin sem ríkt hefur undan-
farna mánuði í Egyptalandi sagði
af sér í gær í skugga mikillar mót-
mælaöldu sem staðið hefur frá því
á laugardag.
Stjórnin hefur sætt mikilli gagn-
rýni fyrir dugleysi og undirlægju-
hátt í samskiptum við herinn.
Samhliða uppsögninni lýsti hún
því yfir að hún hygðist þó áfram
fara með daglega stjórn lands-
ins þar til ákveðið yrði hvernig
brugðist skyldi við.
Öryggissveitir herforingja-
stjórnarinnar köstuðu táragas-
hylkjum inn á Tahrir-torgið í
Kaíró í gær og börðust þar við þús-
undir mótmælenda þriðja daginn í
röð. Átökin hafa kostað að minnsta
kosti 24 lífið.
Mótmælendur, flestir ungir
aðgerðasinnar, halda til streitu
kröfum sínum um að herforingja-
stjórnin láti völdin í hendur borg-
aralegrar ríkisstjórnar. Harðir
bardagar hafa geisað á torginu,
mótmælendur kasta steinum og
eldsprengjum að svartklæddri lög-
reglunni, sem svarar með gúmmí-
kúlnahríð.
Á sunnudagskvöld gerði lög-
reglan atlögu að mótmælendum
í því skyni að rýma torgið. Það
mistókst. Stanslaus straumur
slasaðra mótmælenda var inni í
bráðabirgðaskýli á gangstéttun-
um umhverfis torgið þar sem sjálf-
boðaliðar gerðu að sárum þeirra.
Mótmælin hófust á laugar-
dag, viku fyrir fyrstu þingkosn-
ingarnar í landinu eftir að Hosní
Múbarak var hrakinn frá völdum í
ársbyrjun. Vonir höfðu staðið til að
kosningarnar yrðu fyrsta skrefið í
átt að því að raunverulegt lýðræði
kæmist á í Egyptalandi.
Þess í stað hafa kosningarn-
ar fallið í skuggann af vaxandi
reiði í garð herforingjastjórn-
arinnar, sem mótmælendur
saka um að þokast óðum í átt að
sams konar einræðistilburðum
og einkenndu stjórnarhætti
Múbaraks. Þeir óttast jafnframt
að herforingjastjórnin muni áfram
ríkja yfir þeirri stjórn sem tekur
við að kosningunum loknum, líkt
og verið hefur með bráðabirgða-
stjórnina undanfarna mánuði.
Herinn hefur sagt að hann muni
ekki draga sig í hlé fyrr en eftir
forsetakosningarnar, sem hefur
verið gefið í skyn að verði haldnar
í lok 2012 eða snemma árs 2013.
Starfsmaður líkhúss í Kaíró
staðfesti í gær að minnst 24 hefðu
látist í mótmælunum, þar af fimm
frá miðnætti á sunnudag. Að sögn
lækna við torgið hafa hundruð
manna leitað sér aðhlynningar.
Einn þeirra kveðst sinna 80 manns
á hverri klukkustund. Mest sé um
fólk með eymsli í augum og hálsi
af völdum táragass og sár í andliti
eftir gúmmíkúlur. Nokkrir hafa
misst augu af völdum slíkra skota.
stigur@frettabladid.is
Bráðabirgðastjórn Egypta
segir af sér vegna mótmæla
Minnst 24 hafa látist í átökum mótmælenda og lögreglu í Kaíró síðan á laugardag. Bráðabirgðastjórnin
sagði af sér í gær. Seint í gærkvöld var óljóst hvort herforingjaráðið hafði fallist á afsögn stjórnarinnar.
DAVÍÐ OG GOLÍAT Mótmælendurnir hafa skotið steinum úr teygjubyssum og kastað eldsprengjum að brynvarinni lögreglu. Á
móti skýtur lögregla táragashylkjum og gúmmíkúlum. Á þriðja tug liggja nú í valnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?