Fréttablaðið - 22.11.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 22.11.2011, Síða 10
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn mun setja á fót nefnd sem kanna á framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi, samkvæmt ályktun landsfundar flokksins í efnahags- og skattamálum. Íslendingar verði að geta skipt um gjaldmið- il eftir þrjú til fimm ár ef þeim sýnist svo og skoða þurfi for- dómalaust alla kosti í gjaldmiðla- málum sem Íslendingum standi til boða. Þá vill flokkurinn þjóðarsátt og samræmda stefnu um skil- yrði hliðstæð Maastricht-skil- yrðunum, sem notuð eru í mynt- bandalagi Evrópusambandsins. Það þýðir að „verðbólga, lang- tímavextir, afkoma ríkissjóðs og heildarskuldir eiga að vera sam- bærileg og þekkist í helstu við- skiptalöndum Íslands,“ að því er segir í ályktun. Með agaðri efna- hagsstjórn verði unnt að draga úr vægi verðtryggingar. Flokkurinn segir núverandi peningastefnu hafa beðið skip- brot. Hann vill að lögð verði fram tímasett áætlun um hratt afnám gjaldeyrishafta. Tilvist haftanna sendi þau skilaboð að gjaldmið- illinn þjóni ekki hlutverki sínu og þau fæli frá erlenda fjárfesta. Landsfundurinn vill að unnið verði markvisst að því að hrein skuldastaða hins opinbera við útlönd verði orðin jákvæð innan fimmtán ára. Á sama tíma ættu heildarskuldir ríkisins að vera innan við 35 prósent af lands- framleiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði sérstaklega um fjármál heimil- anna og kemur þar fram að hann vilji færa niður höfuðstól verð- tryggðra og gengistryggðra hús- næðislána. Það sé forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðar- uppbyggingu. Flokkurinn legg- ur áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum, gera verði fólki kleift að búa í eigin hús- næði „með það að markmiði að treysta fjárhagslegt sjálfstæði þess með tilheyrandi eigna- myndun og auknum ráðstöfun- artekjum“. Þá verði að tryggja virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðiskaupa, en verð- trygging neytendalána eigi ekki að vera valkostur. „Yfirlýsingar ráðherra um þjóðnýtingar og stórfelld- ar skattahækkanir ber að for- dæma,“ segir í ályktun um atvinnumál. Flokkurinn vill auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í atvinnulífinu og ályktar að efla eigi kynningar- og markaðsstarf tengt því. Landsfundur vill einnig að skoð- að verði með opnum hug að skrá hluta af hlutabréfum Landsvirkj- unar á markað. Þá megi stjórn- völd ekki leggja stein í götu þess að orkuauðlindir í nýtingarflokki verði nýttar. Gera á heildstæða dreif- býlisþróunarstefnu og samning við bændur til að stuðla að öfl- ugu atvinnulífi í sveitum. Jafn- framt verði áfram stuðst við afla- markskerfi í sjávarútvegi, gerðir afnotasamningar við núverandi fiskveiðiréttarhafa og fyrir afnotarétt renni gjald til ríkisins. thorunn@frettabladid.is Yfirlýsingar ráðherra um þjóðnýtingar og stórfelldar skattahækkanir ber að fordæma. ÚR LANDSFUNDARÁLYKTUN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS MENNING Meira en helmingur landsmanna hefur komið í tón- listarhúsið Hörpu og þriðjungur hefur sótt þar tónlistarviðburð. Eru þetta niðurstöður nýrrar könnunnar MMR á aðsókn Íslend- inga í húsið, sem opnað var í júní. Fólk á aldrinum 18 til 29 ára hefur farið í Hörpu í meiri mæli en eldra fólk, 56 prósent í yngsta aldursflokknum en 50 prósent eldra fólks. Þá virðast tekjur skipta einhverju máli í þessu samhengi þar sem aðsóknin er minnst í tekjuminnsta hópnum, 43 prósent, en mest í tekjuhæsta hópnum, 65 prósent. - sv Mikil aðsókn í tónlistarhúsið: Rúm 50 prósent komið í Hörpu HARPA Rannsókn MMR sýnir að aðsókn landsmanna í Hörpu hefur verið töluverð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsnet opnar vef Landsnet hefur opnað upplýsingavef um háspennuloftlínur og jarðstrengi. Markmiðið er að þar geti allir sem áhuga hafa fundið á einum stað helstu staðreyndir um kosti og galla lína og strengja, stefnumótun í þessum efnum, bæði heima og erlendis, sem og fjölmiðlaumfjöllun hérlendis. UPPLÝSINGAMÁL KJARNORKU MÓTMÆLT Þessari fuglahræðu komu mótmælendur upp í Norður-Þýskalandi til að mótmæla fyrirhuguðum flutningi á kjarnorku- úrgangi um landsvæðið. NORDICPHOTOS/AFP Setja á fót nefnd um fram- tíðarskipan gjaldeyrismála Íslendingar eiga að skoða alla kosti í gjaldeyrismálum fordómalaust og geta skipt um gjaldmiðil. Þá á að skapa þjóðarsátt um skilyrði hliðstæð Maastricht-skilyrðunum, samkvæmt landsfundi Sjálfstæðisflokksins. AF LANDSFUNDI Fjölmargar ályktanir litu dagsins ljós á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Ályktað var í sjö málaflokk- um auk þess sem almenn stjórnmálaályktun var samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNING Alþjóðleg tungumálamiðstöð Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands hefur fengið samþykki Menningarmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um að starfa undir formerkjum hennar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur og mun efla starf hennar og gera henni kleift að rækja betur alþjóðlegar skyldur sínar,“ segir í til- kynningu. Í gær var einnig sagt frá því að efna eigi til opinnar hönnunarsamkeppni um byggingu tungumálamiðstöðvarinnar. Ætlunin sé að hefja framkvæmdir eftir eitt til eitt og hálft ár og að byggingin verði tekin í notkun árið 2014. Þá segir í tilkynningu að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hafi í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og íslensku UNESCO-nefndina kappkostað að miðstöðin hlyti viðurkenningu sem UNESCO-stofnun. Erindi um þetta hafi verið samþykkt sam- hljóða á allsherjarráðstefnu Menningar- málastofnunarinnar 4. nóvember síðastlið- inn. Viðurkenningin sé kærkomin. „Standa vonir til að hún muni auðvelda stofnun Vigdísar að eflast enn frekar og rækja alþjóðlegt hlutverk sitt en það er öðru fremur að stuðla að fjöltyngi og skiln- ingi á ólíkri menningu þjóða og varðveislu tungumála.“ - gar Tungumálamiðstöð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum: Stofnun Vigdísar fær viðurkenningu UNESCO ÁFANGA NÁÐ Vigdís Finnbogadóttir, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, á blaðamannafundi í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.