Fréttablaðið - 22.11.2011, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2011 11
SAMFÉLAGSMÁL Herdís L. Storgaard, verkefna-
stjóri slysavarna hjá Slysavarnahúsinu, hlaut
í gær viðurkenningu samtakanna Barnaheilla
í ár fyrir sérstakt framlag í þágu barna og
mannréttinda. Herdís hefur frá árinu 1991
veitt slysavarnaverkefninu Árvekni forstöðu,
en á þessum 20 árum hefur slysum á börnum
fækkað um helming, úr 22.000 í um 11.000 ári.
„Þróunin hefur verið jákvæð. Foreldrar eru
sjálfir farnir að berjast til þess að tryggja
öryggi barna sinna og stjórnvöld eru meira opin
fyrir því að taka ábendingum en áður. Það er
hins vegar mikið óunnið enn,“ segir Herdís,
sem árlega sinnir rúmlega 2.000 fyrirspurnum
og ábendingum.
Þegar Forvarnahúsinu var lokað um síðustu
áramót gerði hún samning við landlæknisemb-
ættið um verkefnið. „Samningurinn er hins
vegar að renna út um áramótin. Ég er eigin-
lega orðin þreytt á því að vera alltaf að sanna
mig og berjast fyrir því að tryggja smápen-
inga til slysavarna barna sem ég sinni í því
sem ég kalla slysavarnahúsið í Borgartúni 41.
Eftir margra ára reynslu er það skoðun mín að
svona verkefni sé betur borgið sem grasrótar-
verkefni þótt það vinnist með hinu opinbera.
Annars tekst það ekki.“ - ibs
Barnaheill veittu Herdísi Storgaard viðurkenningu fyrir baráttu fyrir börn í 20 ár:
Slysum hefur fækkað um helming
VIÐURKENNING Stefán Sverrisson, nemandi í Linda-
skóla, afhenti Herdísi Storgaard viðurkenninguna ásamt
Helga Ágústssyni, formanni samtakanna Barnaheilla.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FERÐAÞJÓNUSTA Ný íslensk ferða-
skrifstofa, Ferð.is, hefur tekið til
starfa. Ferðaskrifstofan, sem er
í eigu VITA ferðaskrifstofu, er
frábrugðin öðrum netbókunarsíð-
um að því leyti að um ferðaskrif-
stofu er að ræða sem hefur öll til-
skilin leyfi og tryggingar, að því
er segir í fréttatilkynningu frá
rekstraraðilum.
Þar segir jafnframt að verið
sé að svara kalli neytenda eftir
ódýrum en jafnframt öruggum
kosti í skipulagningu ferðalaga.
Ferð.is býður upp á pakkaferð-
ir en einnig flug, eingöngu hótel
og eða bílaleigubíla. - ibs
Ferð.is í eigu VITA:
Ný ferðaskrif-
stofa á netinu
REYKJAVÍK Allir greiðsluseðlar frá
Reykjavíkurborg verða sendir út
rafrænt í heimabanka viðskipta-
vina frá og með næstu mánaða-
mótum. Talið er að þetta muni
spara borginni allt að 45 milljónir
króna á ári. Einstaklingar eldri en
67 ára og fyrirtæki eru einu aðil-
arnir sem fá senda prentaða seðla
senda heim.
Borgin hætti að senda út prent-
aða greiðsluseðla vegna fasteigna-
gjalda í fyrra og hefur það sparað
um 280 þúsund heimsendingar á
prentuðum reikningum. - sv
Tugmilljóna sparnaður:
Greiðsluseðlar
verða rafrænir
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á
Selfossi höfðu nýverið afskipti
af ökumanni bifreiðar. Maður-
inn var grunaður um að hafa
verið undir áhrifum fíkniefna við
aksturinn.
Í framhaldi þessara afskipta
var gerð leit á heimili ökumanns-
ins, að fengnum dómsúrskurði
þar að lútandi. Fíkniefnahundur-
in Buster tók þátt í leitinni. Hann
gaf vísbendingu um að á til-
teknum stað væru fíkniefni. Það
reyndist vera á rökum reist því
lögreglumenn drógu fram nokkra
hassmola sem vógu samtals um
fjörutíu grömm. - jss
Var gripinn glóðvolgur:
Buster benti á
falda hassmola
SAMGÖNGUMÁL Bandaríska flug-
félagið Delta Air Lines mun
fljúga milli Keflavíkurflugvallar
og John F. Kennedy-flugvallar í
New York næsta sumar.
Delta tilkynnti þetta í gær, en
flugfélagið flaug einnig hingað til
lands síðasta sumar. Fimm flug
verða í hverri viku frá og með 2.
júní á næsta ári.
Í tilkynningu frá félaginu
segir að flugleiðin hafi reynst
eftirsóknarverð fyrir bandaríska
ferðamenn í fyrra. Þá geti far-
þegar frá Íslandi náð tengiflug-
um beint frá Kennedy-flugvelli
til 45 áfangastaða innan Banda-
ríkjanna. - þeb
Milli New York og Keflavíkur:
Delta flýgur til
Íslands á ný
FYRSTA FLUGIÐ Delta hóf flug til
Keflavíkur í byrjun júní á síðasta ári og
ætlar að fljúga á ný næsta sumar.