Fréttablaðið - 22.11.2011, Síða 12
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
* Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar.
Komdu í kaffi og spjallaðu við okkur. Segðu okkur
hvað þú ert að pæla og við finnum örugglega
hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.
Notaðu sérþjónustu atvinnubíla Ford
Fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD)
Komdu
í kaffi
Euro5Reglugerð Evrópu-
sambandsins um
hámarksútblástur
gildir frá 01. 01. 2012.
Með Euro 5 er sérstök áhersla
lögð á að draga úr myndun
koldíoxíðs og annarra gróður-
húsalofttegunda.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is
FordTransit
Stilltu klukkuna að kvöldi og þú
byrjar daginn heitur að morgni.
Tímastillanleg olíumiðstöð er
staðalbúnaður í Transit. Vertu í
hópi þeirra bestu. Kauptu Ford.
Standard heitur alla morgna
Ford Transit sendibíll
Ford Transit Connect sendibíll
Verð án vsk frá 2.541.833 kr.
Verð án vsk frá 3.577.690 kr.
Verð með vsk frá 4.490.000 kr.
Verð með vsk frá 3.190.000 kr.
VIÐSKIPTI Vodafone og Síminn
hafa bæði tapað viðskiptavinum
í farsímaþjónustu það sem af er
ári. Nova heldur áfram að bæta
við sig viðskiptavinum og er nú
komið með 24% markaðs hlutdeild.
Þetta kemur fram í nýrri töl-
fræðiskýrslu Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS) um íslenskan fjar-
skiptamarkað á fyrri helmingi
ársins 2011.
Vodafone var með 116.065 við-
skiptavini um síðustu áramót og
30,9% markaðshlutdeild. Þeim
fækkaði um tæp fjögur þúsund á
fyrri helmingi þess árs og voru
112.392 í lok júní síðastliðins. Þar
af voru 103. 493 í farsímaþjónustu
og 8.899 með 3G internet-nettengla
(punga). Markaðshlutdeild Voda-
fone á farsímanetinu var 29,8%.
Vodafone hagnaðist um 55 milljón-
ir króna á fyrri hluta ársins 2011.
Framtakssjóður Íslands á 79% hlut
í Vodafone.
Áskriftum hjá Símanum held-
ur áfram að fækka. Heildarfjöldi
þeirra sem kaupa þjónustu í far-
símaneti fyrirtækisins var 154.416
um mitt þetta ár. Þeim hafði
fækkað um tæplega 2.500 það sem
af er ári. 136.483 eru með farsíma-
þjónustu hjá Símanum og 17.933
með 3G-punga. Markaðshlutdeild
Símans er nú 41%. Fyrirtækið er
með sterkustu stöðuna í föstum
áskriftum þar sem það er með
48,5% af markaðinum. Fastar
áskriftir skila mun meiri tekjum
en frelsisáskriftirnar.
Í árslok 2007 var Síminn
drottnandi á farsímamarkaði.
Heildarmarkaðshlutdeild fyrir-
tækisins innan farsímanetsins var
þá 60%. Síðan þá hefur viðskipta-
vinum Símans fækkað um rúm-
lega 30 þúsund. Og þeim hefur
ekki tekist að ná inn nokkrum af
þeim tæplega 65 þúsund viðskipta-
vinum sem bæst hafa við markað-
inn síðan þá. Skipti, móðurfélag
Símans, tapaði 1,9 milljörðum
króna á fyrri helmingi þessa árs.
Klakki, sem áður hét Exista, er
eigandi Skipta.
Nova heldur enn áfram að bæta
við sig viðskiptavinum. Í lok árs
2010 voru heildarviðskiptavinir
fyrirtækisins samtals 82.545 tals-
ins. Þeir eru nú 90.560. Af þeim
eru 80.242 í farsímaþjónustu og
10.318 með 3G-punga. Markaðs-
hlutdeild Nova var komin upp í
24% um mitt þetta ár.
Þorri viðskiptavina Nova er
svokallaðir frelsisviðskiptavinir,
sem greiða fyrirfram fyrir notkun
sína. Vert er að taka fram að við-
skiptavinir Nova greiða ekki fyrir
símtöl innan kerfis.
Þar er Nova stærst með 40,4%
markaðshlutdeild. Einungis um
fimmtungur allra viðskiptavina
Nova er með fastar áskriftir.
Á tveimur árum hefur
fyrirtækið rúmlega tvöfaldast á
þeim markaði. Nova tapaði 160
milljónum króna á árinu 2010.
Alls hefur fyrirtækið tapað 2,2
milljörðum króna á þremur árum.
Novator, félag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, er eigandi Nova.
Tal var með 16.798 viðskipta-
vini um síðustu áramót. Fyrir-
tækið hefur bætt við sig um 1.200
viðskiptavinum það sem af er ári
og er með 4,8% markaðs hlutdeild.
Rúmlega 97% allra farsíma-
viðskiptavina Tals eru í farsíma-
þjónustu.
Tal tapaði 99 milljónum króna
í fyrra og hefur samtals tapað
um 900 milljónum króna á síð-
ustu þremur árum. Eigið fé
fyrirtækisins var neikvætt um
síðustu áramót þrátt fyrir að nýir
eigendur þess hafi sett 80 milljónir
króna inn í nýtt eigið fé í fyrra. Tal
er í eigu Auðar 1, fjárfestingar-
sjóðs í vörslu Auðar Capital, og
Kjartans Arnar Ólafssonar.
Alterna, sem hóf starfsemi á
Íslandi vorið 2010, virðist vera
á útleið af íslenska farsíma-
markaðinum. Einungis 1.257
áskriftir voru skráðar hjá fyrir-
tækinu í lok júní og markaðs-
hlutdeild þess var 0,3%. Eigandi
Alterna er bandaríska fyrirtækið
World Cell. thordur@frettabladid.is
Nova með fjórðungshlutdeild
á íslenskum farsímamarkaði
Einungis fimmtungur viðskiptavina Nova er með fastar áskriftir. Vodafone tapaði viðskiptavinum á þessu
ári eftir að hafa bætt við sig í fyrra. Síminn hefur misst tugþúsundir úr viðskiptum á undanförnum árum.
VIÐSKIPTI Gert er ráð fyrir því að
söluferli Pennans hefjist í febrúar
2012 þegar ársreikningur fyrir
árið 2011 liggur fyrir. Áætlanir
gera ráð fyrir að söluferlinu ljúki
í maí eða júní. Þetta kemur fram
í skriflegu svari Þórdísar Úlfs-
dóttur, framkvæmdastjóra Eigna-
bjargs sem heldur á 100% hlut í
Pennanum. Eignabjarg er dóttur-
félag Arion banka sem tók Penn-
ann yfir fyrir um 32 mánuðum.
Í gær var tilkynnt að Jóhanna
Waagfjörð hefði verið ráðin for-
stjóri Pennans í stað Helga
Júlíus sonar sem gegnt hafði
starfinu frá árinu 2009. Jóhanna
hefur verið framkvæmdastjóri
fjármála og rekstrar hjá Penn-
anum frá því í febrúar. Hún var
áður fjármálastjóri Haga um
árabil.
Þórdís segir að ákveðin kafla-
skipti séu hjá Pennanum nú þegar
endurskipulagningu félagsins sé
lokið. „Staða Pennans er sterk og
rekstur í samræmi við áætlanir.
Fyrrverandi forstjóri hefur
ákveðið að stíga til hliðar, og
aðrir að taka við keflinu í sölu-
ferlinu sem fram undan er.“
Arion banki stofnaði nýtt félag
utan um rekstur Pennans á árinu
2009. Félagið hefur alls tapað
rúmum milljarði króna frá því
að það var sett á fót. Arion banki
setti 200 milljónir króna í reiðufé
inn í Pennann í september síðast-
liðnum. Sú hlutafjáraukning var
hluti af fjárhagslegri endurskipu-
lagningu félagsins. - þsj
Forstjóraskipti hjá Pennanum:
Fer í söluferli í
febrúar 2012
FORSTJÓRI Jóhanna Waagfjörð hefur
tekið við forstjórastarfinu hjá Penn-
anum.
Íslenskir farsímanotendur sendu samtals 91,7 milljónir SMS-smáskilaboða
á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Það er um 10% aukning frá sama tímabili
árinu áður og tæplega 25% aukning frá fyrstu sex mánuðum ársins 2009.
Viðskiptavinir Nova send langflest sms-skilaboð allra, eða rúmlega 50
milljónir. Þeir sendu mun fleiri skilaboð en viðskiptavinir allra hinna fyrir-
tækjanna til samans. Frítt er að senda öll skilaboð innan kerfis hjá Nova.
Þá voru send 789 þúsund MMS-myndskilaboð á fyrri hluta ársins 2011.
Þeim fjölgaði um rúm 30% á milli ára. Viðskiptavinir Vodafone og Nova voru
langduglegastir við þessa iðju. Þeir sendu samtals 90% allra MMS-mynd-
skilaboða sem send voru hérlendis frá janúarbyrjun til júníloka.
92 milljónir SMS send á sex mánuðum
Markaðshlutdeild fjarskiptafyrirtækja
Síminn
41%
Vodafone
29,8%
Nova
24%
Tal
4,8%
Alterna
0,3%
Heimild: tölfræðiskýrsla
Póst- og fjarskiptastofnunar
Myndin sýnir
heildarfjölda áskrifta
innan farsímanets.
BREYTINGAR Staðan á
farsímamarkaði hefur
breyst mikið á undan-
förnum árum með
tilkomu Nova inn á hann
og gríðarlegri aukningu
í notkun snjallsíma á
borð við iPhone.
800 MILLJÓNA hagnaður varð af rekstri Eimskips á þriðja fjórðungi þessa árs. Alls hefur Eimskip hagnast um tvo milljarða á árinu.