Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.11.2011, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGJólabakstur ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 20112 BAKSTUR MÖNDLU FLÖGUR PECAN HNETUR MÖNDLUR HAKKAÐAR MÖNDLUR AFHÝDDAR HESLIHNETUR HAKKAÐAR HESLIHNETU FLÖGUR FÍNT KÓKOSMJÖL VALHNETU KJARNAR HESLIHNETUR Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is | s. 512 5462. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Til að byrja með skiptir öllu máli hvort tiltekinn jólabakstur eigi að fara fram með börnum eða einungis fullorðn- um. Margir kjósa að eiga sérstaka stund þar sem stórfjölskyldan bakar saman, ömmur, afar, barnabörn, jafnvel móður- og föðursystkini og eiga svo aðra stund þar sem foreldrar baka með börnum sínum. Þá getur það orðið að góðri kvöldstund að hitta vinkonur eða vini og skella í sörur yfir ljúfri jólatónlist. Til að jólabaksturinn heppn- ist sem best er sniðugt að undirbúa hann á fleiri vegu en að kaupa hráefnin inn og þrífa eldhúsborðin. Gleði og líf við baksturinn Það er ekki aðeins ávinningur að ljúka bakstri og njóta þess að borða smákökurnar með fjölskyldunni heldur er sú stund sem maður eyðir í vinnuna, baksturinn sjálfan, ekki síður það sem gerir hann þess virði að gefa sér tíma í. ● Veljið það eldhús til bakstursins sem hefur hvað mest borðpláss. Þarna skiptir stærðin ekki endilega mestu því minni eldhús eru stundum rýmri og betur skipulögð fyrir margmenni til að vinna í. ● Ef svuntur eru af skornum skammti á bakstursheimilinu skuluð þið muna eftir að safna fleiri saman og ekki gleyma barnastærð- unum. Þær fást ódýrar á ýmsum stöðum en svo eiga margir einhverjar svuntur og hægt að biðja stór- fjölskylduna um að tína saman hvað hver og einn á í skápnum. ● Fyrir bakstur þar sem meðlimir af öllum stærðum og gerðum eru þátttakendur er gott að velja tónlist sem fjör er í og mjög blönduð. Þannig má bæði velja lög sem eru sérstök barnajólalög og búa til lagalista sem inniheldur jólalög frá öllum tímabilum, eldri jólasmelli, með Ellý Vilhjálms og Ragga Bjarna, Jólahjól Sniglabandsins og fleiri. ● Sniðugt er að gera eitthvað sérstakt fyrir börnin eins og að leyfa þeim öllum að vera með jólasveina- húfur við baksturinn og ekki síður er það gott hreinlætisráð. ● Ef öldungurinn í hópnum treystir sér svo til, getur hann sagt yngri kynslóðum frá eldri jólum og foreldrar jafnvel deilt sínum minningum yfir bakstrinum. ● Séu börnin í yngri kantinum er ágætt að fá einhvern einn fullorðinn til að hafa yfirumsjón með einu til tveimur börnum, passa að þau hafi verkefni að moða úr, hjálpa til við að fletja út og skera deigið og sinna þeirra helstu þörfum meðan á bakstri stendur. ● Ef eldri bakarar ætla að takast á við einhverja verulega bakstursáskorun er nauðsynlegt að hafa aðrar léttari upp- skriftir, þarf jafnvel ekki að vera fleiri en ein, fyrir yngstu kynslóðina og þar koma piparkökurnar sterkt inn. Munið að gera þarf piparkökudeigið með fyrirvara. Börn endast mun lengur við baksturinn ef úr fjöl- breyttum formum er að velja með dýrum, jólasveinum, stjörnum og öðru slíku. ● Ekki hika við að gera hlé á bakstrinum þreytist krakkarnir og leyfið þeim að leika eða fara aðeins út. Þeir koma oftast endur- nærðir til baka og vilja halda áfram. Það er engin ánægjustund falin í því að pressa á börnin að halda áfram. STÓRFJÖLSKYLDA Í BAKSTRI:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.