Fréttablaðið - 22.11.2011, Page 26

Fréttablaðið - 22.11.2011, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGJólabakstur ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 20116 ALLT VIÐ HÖNDINA Til að létta sér baksturinn er afar gott að undirbúa sig vel. Í fyrsta lagi ætti að lesa yfir uppskriftina áður en haldið er í verslunarferðina og skrifa niður á miða það sem vantar. Vont er að vakna upp í miðjum bakstri við að eggin eru búin. Með því að raða öllum hráefnunum upp á borð sem á að nota verður öll vinnan mun auðveldari. Gott er að vinna sér í haginn með því að skera niður þær hnetur og möndlur sem á að nota eða annað það sem þarfnast einhverrar vinnslu. Einnig er gott að tína til þau áhöld sem á þarf að halda. Með þessum hætti tekur enga stund að henda í eina köku eða smákökuuppskrift. Ekki gleyma að kveikja á ofninum í tíma til að þurfa ekki að bíða eftir því að hann hitni eftir að kökudeigið er tilbúið. Gott í matinn-uppskrifta-vefurinn fór í loftið í apríl 2009 í kjölfarið á markaðs- setningu á Gott í matinn-matar- gerðarlínunni frá MS,“ segir Erna Erlendsdóttir, markaðsstjóri hjá MS. „Vefurinn hefur notið mik- illa vinsælda og fjölgar heimsókn- um stöðugt inn á síðuna. Þar má finna fjöldann allan af uppskrift- um fyrir jólahátíðina, allt frá hug- myndum að jólakökunum og kon- fekti og til jólamatarins, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Erna segir áhugann fyrir jóla- uppskriftunum á síðunni vera mikinn. „Við sjáum umferðina inn á síðuna aukast mikið þegar jólin nálgast og fólk farið að huga að jóla- matseðlinum og jólabakstrinum.“ Notendum síð- unnar býðst einnig að skrá sig inn á eigið svæði, svonefnt „mitt svæði“ og safna uppá- halds uppskriftunum saman á einn stað. „Margir þaul- reyndir kokkar og áhugamenn um matargerð koma að uppskrift- unum á vefnum eins og Nanna Rögnvaldardóttir, Klúbbur mat- reiðslumeistara, Árni Þór Arnórs- son og Inga Elsa Bergþórsdóttir svo einhverjir séu nefndir,“ segir Erna. Hún segir vert að nefna að á næstu vikum verði Gott í mat- inn-vefurinn aðgengilegur á farsímaviðmóti. Það auð- veldi notendum að fara inn á vefinn í símanum sínum og fletta upp í uppskriftum. Frábærar uppskriftir á gottimatinn.is Fjölda jólauppskrifta er að finna á Gott í matinn-vefsíðunni sem nýtur mikilla vinsælda. Þar er að finna hugmyndir að öllu mögulegu, ljúffengum jólakökum, -konfekti og mat. Á vefsíðunni gottimatinn er að finna fjölda spennandi jólaupp- skrifta. Sælkerar koma ekki að tómum kofanum á vefsíðunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.