Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Yfir fimm milljarðar farsímanúmera eru nú í notkun í heiminum og hefur þeim fjölgað um milljarð á aðeins 18 mánuðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu gagnamiðlunar- innar Wireless Intelligence. Er notkunin sums- staðar orðin svo útbreidd að fleiri en eitt númer eru á hvert manns- barn, að því er fram kemur á vef breska útvarps- ins, BBC. Útbreiðslan er hraðari en flesta óraði fyrir og hefur BBC eftir Ben Wood, greinanda hjá fyrirtækinu CCS Insight, að árið 1987 hafi sér- fræðingar spáð því að eftirspurnin eftir farsímum á Englandi næði há- marki við 10.000 síma markið. Nú, tæpum aldarfjórðungi síðar, seljist árlega 30 milljón símar í Bretlandi. Afrísk smáskilaboð Annað sem athygli vekur er að 52% Afríkubúa eiga nú farsíma en til samanburðar kemur fram á vef The Philadelphia Inquirer að aðeins 73% Bandaríkjamanna sem lifa undir fá- tæktarmörkum eigi farsíma. Gæti því svo farið að innan nokk- urra ára nái Afríka jafnstöðu við þennan hóp en til samanburðar er landsmeðaltalið vestanhafs um 90%. Notkun farsíma sem bjóða upp á netnotkun sækir hratt á í Bandaríkj- unum en fram kemur í nýrri skýrslu PEW, bandarískrar rannsóknar- stofnunar, að hlutfallið hafi aukist úr 25% í fyrra í 38% í ár. Ennfremur hlusti 33% Bandaríkjamanna á tón- list í símunum, miðað við 21% í fyrra. Sú niðurstaða er óvænt enda segir í skýrslu Forrester Research að hlutfall svokallaðra snjallsíma, far- síma sem bjóða upp á ýmsa kosti einkatölvu, sé 17% vestanhafs. Veröldin farsíma- væðist Meira en helmingur Afríkubúa á nú síma Hvernig fór leikurinn? Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvikið á alþjóðaflugvellinum í Vín- arborg var eins og í reyfara. Tvær þotur lentu með stuttu milli- bili en lögðu ekki við einhvern land- ganginn heldur biðu. Tíu rússneskir njósnarar héldu kyrru fyrir í annarri þotunni þar til þeir fengu grænt ljós á að ganga til hinnar. Það sama gerðu fjórir njósn- arar Bandaríkjanna. Einni og hálfri klukkustund síðar voru flugvélarnar á bak og brott. Það var eins og að þær hefðu aldrei komið til landsins. Það var enda tilgangurinn. Með því að halda sig í flugvélunum var litið svo á að farþegarnir hefðu aldr- ei komið til landsins. Á flugbrautinni voru þeir á hlutlausu svæði. Löngum kafla lokið Frá því kalda stríðinu lauk með hruni Sovétríkjanna fyrir tæpum tveimur áratugum hafa gömlu kalda stríðs fjendurnir ekki skipst á jafn mörgum njósnurum og í gær. Lýkur þar með löngum kafla þar sem hæst hefur borið mikil fjöl- miðlaumfjöllun um rússneska njósn- ara í Bandaríkjunum og aðferðir þeirra til að blandast inn í mann- mergðina. Gerði Bandaríkjastjórn njósnur- unum tíu að yfirgefa landið en á hin- um endanum náðaði Dmítrí Medve- dev Rússlandsforseti fjóra banda- ríska njósnara að fenginni játningu. Stórveldin hafa áður skipst á njósnurum og túlkar New York Times aðgerðina svo að hún sé til merkis um gagnkvæman áhuga ríkjanna á að styrkja samskiptin á ný, eftir frostakafla síðustu missera. Rússnesku njósnararnir eru sem fyrr segir taldir hafa beitt slægð til að blekkja bandarísk yfirvöld með það að augnamiði að mynda tengsl við fulltrúa bandarísks stjórnkerfis. Komu nokkrir þeirra þannig fram sem hjón eða sambýlisfólk, þar með talin „Richard“ og „Cynthia Murphy“ en þau heita í raun Vla- dímír og Lýdía Gurjev. Ekki tilefni til harðra dóma Fram kom í rökstuðningi Banda- ríkjastjórnar að hún teldi ekki tilefni til að dæma fólkið til langrar fang- elsisvistar. Robert Baum, lögfræð- ingur Önnu Chapman, gerði lítið úr meintum njósnum hópsins, með þeim orðum að allar þær upplýsing- ar sem hann hefði miðlað til Moskvu væru þegar aðgengilegar á vefnum. Rússnesku njósnararnir mega ekki snúa aftur til Bandaríkjanna nema með leyfi dómsmálaráðherra landsins en nokkrir þeirra afsöluðu sér eignum sínum vestanhafs til að komast hjá harðari refsingu. Eðlisfræðingurinn Igor Sutyagin, sérfræðingur í kjarnavopnabúri Rússlands, var í hópi njósnaranna sem unnu á laun fyrir Bandaríkin en hann var handtekinn árið 2004 vegna gruns um njósnir fyrir hönd bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fornir fjendur skiptast á njósnurum  Útsendarar Rússa og Bandaríkjanna aftur til síns heima eftir reyfarakennda atburðarás  Njósnarar þóttust hjón Reuters Spæjarar Greiðlega gekk að flytja njósnarana á milli vélanna. Hann kunni vel að meta kalda bununa rússneski björninn Buyan sem hefur heimilisfang í dýragarðinum í Krasnoyarsk. Buyan er skógarbjörn, ætt- aður úr Síberíu en ekki fylgir sögunni hvort kalda baðið sé bara lúxus. Reuters Hristir af sér molluna Rússneskur björn í köldu vatni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sá dagur rann upp í Evrópu í gær að álfan var ekki lengur sjálfri sér næg um fisk með vísan til hás hlutfalls innflutts fisks til að anna eftirspurn. Minnir dagurinn á þá hefð bar- áttumanna gegn auknum álögum ríkisvaldsins að halda upp á þann dag ársins sem launafólk byrjar að fá sjálfsaflafé beint í vasann. Það er hugveitan New Economics Foundation (NEF) sem stendur að baki deginum en markmið hans er að draga athyglina að ósjálfbærni fisk- veiða í Evrópu, veruleika sem komi fram í því að dagsetningin færist stöðugt framar á dagatalinu. Þannig er þessi dagur nú um mán- uði fyrr en þegar stofnunin setti hug- takið fyrst fram fyrir 10 árum. Tækifæri til breytinga Aniol Esteban fer fyrir auðlinda- hagfræði hjá NEF en hann telur nauðsynlegt að búa betur um stjórn fiskveiða: „Innan Evrópusambands- ins er að finna mörg af stærstu og gjöfulustu fiskveiðisvæðum heims en nú um stundir stjórnum við veiðun- um ekki skynsamlega. Fyrirhuguð endurskoðun á sameiginlegri fisk- veiðistefnu sambandsins býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja verndun þessara vistkerfa fyrir komandi kynslóðir.“ Til að snúa þróuninni við leggur stofnunin til að dregið verði úr veið- um og eftirlit með stofnstærðum ein- stakra tegunda eflt. Upplýsa þurfi neytendur betur um ósjálfbærni veiðanna og styrkja viðeigandi stofn- anir til að sinna eftirliti betur. Leiðir til ofveiði Þannig segir í skýrslu NEF: „Með hliðsjón af því að auðlindin er tak- mörkuð og stöðugt bætist í mann- hafið er ljóst að núverandi fyrir- komulag fiskveiða innan Evrópu- sambandsins er ósjálfbært. Aukin þörf sambandsins fyrir inn- fluttar fiskafurðir hefur áhrif á stofnstærðir í öðrum lögsögum, þar sem ber á ofveiði, og þar af leiðandi á byggðir sem treysta á miðin.“ Telja skýrsluhöfundar að núver- andi fyrirkomulag sé frá samfélags- legu sjónarmiði ósanngjarnt í garð þeirra ríkja sem horfi upp á þverr- andi fiskistofna á heimamiðum. Evrópa ekki sjálfri sér næg  Álfan þarf að ganga á fiskistofna ann- arra heimshluta til að anna eftirspurn Reuters Auðlind Netin dregin á land á ströndinni í Caparica í Portúgal. HUGVEITA » Skýrslan sem vísað er til er aðgengileg á vefnum neweconomics.org. » Á vef hugveitunnar kemur fram að daginn beri upp á 10. maí á Spáni, 2. apríl í Portúgal, 20. júní í Frakklandi, 5. maí í Þýskalandi, 6. maí á Ítalíu og 4. ágúst í Bretlandi. » Þá kemur fram að vöxtur í fiskeldi hafi ekki haldið í við eftirspurn frá öðrum svæðum. Þótt götublöðin hafi ef til vill verið duglegust við að grennslast fyrir um ástarlíf rússneska njósnarans Önnu Chapman fer ekki á milli mála að áhuginn nær inn á virðulegri ritstjórnir. Dæmi er þessi forsíða breska dagblaðsins Daily Tele- graph þar sem titill skáldsögu Ians Flemm- ing, föður James Bond, er fenginn að láni. Lýsir Bretinn Alex Chapman, sem er þrítugur og tveimur árum eldri en Anna, þar því hvernig hann hafi orðið ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Hún hefði verið fallegasta konan sem hann hefði augum litið. Þau giftu sig aðeins nokkrum vikum síðar og lýsir Alex því í sam- tali við Daily Telegraph hvernig Anna hafi breyst úr glaðlyndri stúlku yfir í leyndardómsfulla og hrokafullu konu undir lok hjónabandsins, líklega vegna þrýstings föður hennar, Vasilys Kushchenko, fyrrverandi KGB-njósnara. Stúlkan sem unni hinu ljúfa lífi hafi orðið heltekin af efnishyggju og þráð að flytjast búferlum til Bandaríkjanna. Anna, sem lauk meistaraprófi í hagfræði með fyrstu einkunn, var í tygjum við Michel Bittan, milljarðamæring frá New Jersey, þegar upp komst um njósnirnar. Anna er talin hafa notast við dulmálskerfi í skeytasendingum en hún er sögð hafa 162 í greindarvísitölu. Hún hafði í hyggju að stofna bandarísk-rússneskan fjárfestingarsjóð. Njósnarinn sem elskaði mig BRÁÐGREIND OG MEÐ TÖK Á KARLPENINGNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.