Morgunblaðið - 10.07.2010, Side 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Jón Ásgeir Jóhannesson sendi Lár-
usi Welding, fyrrverandi banka-
stjóra Glitnis, tölvupóst fáum dög-
um fyrir hrun bankans þar sem
hann gerði grein fyrir innistæðum á
reikningum í breskum bönkum upp
á 40 milljarða króna. Þetta kom
fram í vitnisburði Steinunnar Guð-
bjartsdóttur, formanns slitastjórnar
Glitnis, fyrir dómstólum vegna lög-
sóknar slitastjórninnar gegn Jóni
Ásgeiri og fleiri fyrri eigendum eða
stjórnendum Glitnis. Breskur dóm-
stóll synjaði í gær beiðni Jóns Ás-
geirs um afléttingu kyrrsetningar á
eignum hans.
Úr 600 milljónum punda í eina
Steinunn lagði fram tölvupósta
sem rannsakendur Kroll höfðu graf-
ið upp í þrotabúi Glitnis. Var þar
um að ræða myndaskjal sem sýndi
innistæður í fimm breskum bönkum
fyrir samtals 202 milljónir punda.
Yfirskrift tölvupóstsins var „For
your eyes only“ eða: „Aðeins fyrir
þig.“ Steinunn tók fram í vitnis-
burði sínum að hún gæti ekki sýnt
fram á hvort reikningarnir til-
heyrðu Jóni Ásgeiri sjálfum eða fé-
lögum í hans eigu. Hún sagðist hins
vegar hafa fulla ástæðu til að trúa
því að Jón Ásgeir væri ennþá auð-
ugur og að hann hefði yfir miklu
reiðufé að ráða. Steinunn benti
einnig á að eigur Jóns Ásgeirs
hefðu á tímabili numið um 600 millj-
ónum punda, en samkvæmt eigna-
yfirliti sem hann skilaði breskum
dómstólum væru eignir hans aðeins
um ein milljón punda eða tæpar 190
milljónir króna miðað við núverandi
gengi krónunnar.
Steinunn benti einnig á að Jón
Ásgeir hefði ekki sýnt fram á með
fullnægjandi hætti að ákveðnar
eignir tilheyrðu eingöngu eiginkonu
hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, en
ekki honum. Þannig kemur fram að
Jón Ásgeir sé skráður fyrir 1% hlut
í tveimur íbúðum í New York, en
Ingibjörg fyrir afgangnum.
Telja Jón Ásgeir eiga
tugi milljarða í banka
Sendi forstjóra Glitnis reikningsyfirlit stuttu fyrir fallið
Morgunblaðið/Kristinn
Eignir Dómstólar féllust ekki á það að hnykkja kyrrsetningu eigna Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar. Slitastjórn Glitnis telur að Jón sé enn í dag auðugur.
Eignir Jóns Ásgeirs
» Formaður slitastjórnar
Glitnis lagði fram tölvupóst frá
Jóni Ásgeiri til Lárusar Welding
þar sem fram kom yfirlit um
40 milljarða króna bankainni-
stæður í Bretlandi.
» Slitastjórnin bendir jafn-
framt á að Jón Ásgeir telji sér
aðeins eina milljón punda til
eigna í dag, en á tímabili námu
eignir hans 600 milljónum.
Hrein eign lífeyr-
issjóðakerfisins
til greiðslu líf-
eyris minnkaði
um 21,9 milljarða
króna í maí-
mánuði eða um
1,2 prósent. Er
þetta í fyrsta
sinn síðan í febr-
úar 2009 sem hrein eign lífeyris-
sjóðanna minnkar á milli mánaða.
Kemur þetta fram í tölum frá
Seðlabanka Íslands.
Helstu hreyfingar á efnahags-
reikningi lífeyrissjóðakerfisins er
að hlutabréfaeign þeirra minnkar
umtalsvert eða um 34,5 milljarða
króna og er þar einkum um að ræða
lækkun í erlendri hlutabréfaeign
þeirra. Eign í erlendum hlutabréfa-
sjóðum lækkaði um 23 milljarða eða
6,7 prósent og í erlendum hluta-
bréfum um 8,4 milljarða eða 9,3
prósent.
Erlendir hlutabréfamarkaðir
lækkuðu mikið í maímánuði í ár og
kemur þessi lækkun hjá lífeyris-
sjóðunum ekki á óvart.
Skuldabréfaeign sjóðanna jókst
aftur á móti um 18,4 milljarða
króna í mánuðinum og er hlutur
ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs þar
stærstur. Jókst eign lífeyrissjóð-
anna í ríkisskuldabréfum um 9,5
milljarða króna.
Eign líf-
eyrissjóða
minnkaði
Lækkun á útlendri
hlutabréfaeign
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Rekstrarfélag skyndibitastaðarins
Metrós, Lyst ehf., sem áður rak
McDonalds á Íslandi, hefur selt
reksturinn frá sér. Félagið Líf og
heilsa keypti reksturinn í maí síðast-
liðnum og tók formlega við honum í
síðasta mánuði.
Eigandi Lífs og heilsu er Ásgerð-
ur Guðmundsdóttir. Hún segist í
samtali við Morgunblaðið aðeins
hafa keypt rekstur Metrós og tól og
tæki sem eru nauðsynleg starfsemi
staðarins. Engar skuldir fylgdu með
í kaupunum. Metró varð til þegar
eigandi Lystar, Jón Garðar Ög-
mundsson, ákvað að segja skilið við
hið heimsþekkta McDonalds-vöru-
merki í fyrra. Breytingin átti sér
stað þann 1. nóvember á síðasta ári.
Segist hafa selt of snemma
Jón Garðar segir í samtali við
Morgunblaðið að Lyst sé á leiðinni í
gjaldþrot, en hann eigi þó ekki von á
öðru en að allar skuldir félagsins
verði greiddar að fullu. Við gengis-
lækkun krónunnar á árinu 2008
hækkuðu langtímaskuldir Lystar úr
100 milljónum króna í rúmlega 205
milljónir, að því er kemur fram í árs-
reikningi fyrir árið 2008.
Jón Garðar segir sig hugsanlega
hafa verið of fljótur á sér að selja
reksturinn, í ljósi niðurstöðu Hæsta-
réttar þess efnis að gengistrygging
lánsfjár væri óheimil: „Ég reikna
ekki með öðru en að ég hefði getað
unnið úr málum Lystar, ef ég hefði
vitað hver niðurstaða Hæstaréttar
hefði orðið,“ segir hann. Til viðbótar
við tvöföldun langtímaskulda við
lánastofnanir hlóðust viðskipta-
skuldir Lystar upp árið 2008. Jón
Garðar segist munu róa öllum árum
að því að greiða upp skuldir Lystar:
„Margir af þessum aðilum sem ég
hef verið að kaupa af eru orðnir vinir
mínir. Ég mun reyna allt til að koma
í veg fyrir að þessir menn tapi á við-
skiptum við mig.“
Skyndibitastaðurinn Metró seldur
Fyrrverandi eigandi Lystar segir all-
ar skuldir félagsins verða greiddar upp
Morgunblaðið/Sverrir
McDonald́s Kvaddi Ísland síðasta
haust með tilkomu Metró.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Breyting hefur orðið á eignarhaldi
Europris á Íslandi undanfarið. Norð-
mennirnir hafa komið með fjármagn
inn í félagið og Petter Christian
Wilskow, Stein-Erik Björnsen og
Kjell Olav Krathe tekið sæti í stjórn
þess. Europris á Íslandi þiggur
einkaumboð (franchise) sitt frá Eu-
ropris í Noregi, sem jafnframt er
stærsti birgir þess. Höfuðstöðvar
Europris eru jafnframt í Noregi.
Félagið rekur sex smásöluverslan-
ir á Íslandi, fjórar á höfuðborgar-
svæðinu, eina á Akureyri og eina á
Selfossi.
Matthías Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Europris á Íslandi,
segir að ekki sé fyrirhugað að gera
breytingar á verslanafjölda. Dagleg-
ur rekstur félagsins verði með ná-
kvæmlega sama sniði og verið hefur.
Reksturinn almennt erfiður
Spurður um ástæðu breytinganna
á eignarhaldi, segir hann Norðmenn-
ina einfaldlega koma að rekstrinum
nú „til þess að standa við bakið á fyr-
irtækinu áfram. Þeir hafa verið að
koma inn í fyrirtækið og styrkja okk-
ur, styrkja fyrirtækið, sem eignarað-
ilar.“ Rekstur á Íslandi hafi almennt
verið erfiður undanfarin tvö ár, og
Europris ekki farið varhluta af þeirri
stöðu mála.
Matthías segir engar breytingar
framundan á rekstrinum. Sömu
stjórnendur komi til með að stýra
fyrirtækinu áfram, bæði í yfirstjórn
þess sem og verslunarstjórn.
Norðmenn styðja við
rekstur Europris á Íslandi
Aðkoma nýrra eignaraðila styrki reksturinn
Morgunblaðið/Arnaldur
Óbreytt Breytt eignarhald er ekki fyrirboði breytinga á rekstri Europris
● Skuldatrygg-
ingarálag á
evruskuldir rík-
issjóðs Íslands
hefur þróast
með töluvert
ólíkum hætti
en almennt
gerist á mark-
aði með evr-
ópskar skulda-
tryggingar frá
upphafi annars
ársfjórðungs, að því er segir í Morg-
unkorni Íslandsbanka.
Á þessu tímabili hafa skuldatrygg-
ingar í Evrópu almennt hækkað í
verði á meðan álagið á ríkissjóð Ís-
lands hefur lækkað um þriðjung.
Kaup Seðlabanka, fyrir hönd rík-
issjóðs, á verulegum hluta útistand-
andi evruskuldabréfa síðarnefnda
aðilans ásamt batnandi lausa-
fjárstöðu í erlendum gjaldeyri eru
helstu ástæður þessa að mati grein-
ingardeildar bankans.
Enn er skuldatryggingarálag á
ríkissjóð til eins árs þó talsvert
hærra en álagið til fimm ára. Á
fimmtudag var fyrrnefnda álagið
4,23 prósent en hið síðarnefnda
3,23 prósent samkvæmt gögnum úr
Bloomberg-gagnaveitunni. „Er það
athyglisvert í ljósi þess að sá gjald-
eyrir sem liggur á lausu í Seðla-
bankanum, þegar frá eru taldar
gjaldeyrisinnstæður, ætti að duga
auðveldlega fyrir útflæði vegna
greiðslna ríkissjóðs næsta árið og
raunar nokkuð lengur,“ segir í Morg-
unkorninu.
Álag á evruskuldir
ríkisins hefur lækkað
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,23 prósent í viðskiptum gær-
dagsins og stendur nú í 192,38 stigum.
Verðtryggður hluti vísitölunnar lækkaði
um 0,29 prósent og sá óverðtryggði
um 0,07 prósent.
Velta á skuldabréfamarkaði nam 6,17
milljörðum króna og þar af voru við-
skipti með óverðtryggð skuldabréf fyrir
4,15 milljarða króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk-
aði um 0,13 prósent og var lokagildi
hennar 906,46 stig. Hlutabréf Marels
lækkuðu um 0,55 prósent, en gengi
bréfa annarra fyrirtækja í vísitölunni
stóð í stað.
Lækkun í kauphöll
Stuttar fréttir…