Morgunblaðið - 10.07.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 10.07.2010, Síða 26
26 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Íslandsstofa tók til starfa 1. júlí sl. og sam- einar undir einn hatt starfsemi Útflutnings- ráðs Íslands, Fjárfest- ingarstofunnar og er- lent markaðsstarf Ferðamálastofu. Í lög- unum um Íslandsstofu segir að markmið henn- ar sé að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjár- festingu til landsins. Útflutningsráð hefur sl. 24 ár veitt útflutningsfyrirtækjum marg- háttaða þjónustu í því skyni að efla erlent markaðsstarf þeirra. Má þar nefna þekkingarmiðlun í formi ráð- gjafar og námskeiða, sýningahald og ferðir viðskiptsendinefnda á er- lenda markaði. Fjárfestingarstofan hefur unnið markvisst að því að laða til landsins beina erlenda fjárfest- ingu og markaðsstarf Ferða- málastofu er einn af hornsteinum þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hefur í ferðaþjónustu hér á landi síðustu árin. Samein- ing þessara aðila svar- ar kallinu um mark- vissari nýtingu fjármuna og öflugri þjónustu við alla þá er skapa erlendan gjald- eyri fyrir þjóðarbúið. Íslandsstofa verður þó annað og meira en einföld samlagning þeirrar starfsemi sem þegar var fyrir hendi, því henni er ætlað víð- tækara hlutverk s.s að styrkja ímynd og orðspor Íslands og styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis. Orðspor og ímynd lands og þjóðar eru mik- ilvægir þættir í öllum viðskiptum okkar við erlenda aðila. Þeir sem kaupa íslenskar vörur, koma hingað sem ferðamenn eða huga að fjár- festingum hér á landi eru líklegri til að vilja eiga hér viðskipti ef gott orð fer af landsmönnum og því sem hér er að finna. Orðsporið verður hins vegar ekki byggt upp á einni nóttu og ímyndin verður ekki búin til. Hvorutveggju eru birtingarmyndir athafna okkar allra – því sem við segjum og gerum frá degi til dags. Íslandsstofa getur ekki búið til ímynd landsins, en hún getur miðlað henni á jákvæðan og kröftugan hátt út í hinn stóra heim. Aukinn útflutningur, fleiri erlend- ir ferðamenn og erlendar fjárfest- ingar hér á landi skapa nauðsyn- legan vöxt gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Því er mikilvægt að stuðla að aukinni þátttöku íslenskra fyr- irtækja í alþjóðlegum viðskiptum og auðvelda þeim að ná til erlendra neytenda og notenda. Íslandsstofa ætlar sér lykilhlutverk í þessari þróun og mun verða öflugur og upp- byggilegur samstarfsaðili fyr- irtækja og einstaklinga sem starfa á þessu sviði. Íslandsstofa – kall tímans Eftir Jón Ásbergsson » Aukinn útflutningur, fleiri erlendir ferða- menn og erlendar fjár- festingar hér á landi skapa nauðsynlegan vöxt gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Jón Ásbergsson Höfundur er starfandi fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu. Það er orðið langt síðan ég vann að dip- lóma í lífefnafræði við að rannsaka einfrum- unginn, micrococcus halofilus, sem lifir í Dauðahafinu m.a. Verkefnið var að skýra hvernig líf gæti átt sér stað við hinn gífurlega osmótíska þrýsting í söltu Dauðahafinu, þrýsting sem legði flestar frumur saman. Þetta er hagnýtt við rot- vörn matvæla með salti. En lítum okkur nær og skoðum mannslíkamann, þá er líka byrjað á frumunni, en í honum eru um 200 mismunandi gerðir frumna sem mynda vefi og þeir síðan líf- færin. Upp að 25 ára aldri virðist næstum jafnvægi á aðgengi að næringu og útskilnaði niðurbrots- efna hverrar frumu en þá hefur vöxtur líkamans og afköst hans náð hámarki. Þetta skýrir m.a. lág- an aldur knattspyrnukappanna í heimsmeistarakeppninni sem fæst- ir eru yfir þrítugu. Eftir það fer að aukast verulega safn gulbrúnna korna í frymi allra frumna lík- amans og fyllir það pláss frymisins meir og meir með aldrinum. Þetta lífræna litarefni er lípíð, gulbrúnt fituefni og kallast lipofuscin. Það myndast við oxun ómettaðra fitu- sýra innan frumunnar sem efna- bindast síðan sykrum og efnum sem losna við upplausn lýsósóm- anna auk þess að bindast frumefn- unum Hg, Cu, Fe, Al og Zn. Þessi fituefni brotna ekki niður í frum- unni en mynda korn eða klasa sem þrengja fryminu burt og hindra að lokum eðlilega starfsemi hennar og fruman fer smán saman í hæga- gang ef hún ekki deyr og leysist upp. Það er eins og náttúran hafi bara tryggt vöxt og þróun lík- amans að hámarki líkamsvaxtar við 25 ára aldur. Eftir það fara líffærin að rýrna mismunandi hratt er frumum þeirra fækkar vegna þessarar upp- söfnunar þessara fituefna nema helst hjartað sem lítilega þyngist. Það eru lífsnauðsyn- legir hlutar frumn- anna sem hægt hverfa en stoðvefir (t.d. æð- ar) líkamans þykkna og harðna. Sjötugur maður þarf t.d. bara 75 – 85% þeirrar mat- arorku sem áður var og þar sem lungun hafa líka rýrnað fer minna súrefni til lík- amsstarfseminnar allrar. Þetta á líka við kyrtlana sem framleiða hvatana og hormónana. Og þrekið þverr meir og meir vegna hægari starfsemi frumnanna með næsta lítið frymi vegna söfnunar þessara fituefna á kostnað þess og minna og minna verður af forða næringarefna til orkuvinnslu og efnaskipta innan frumunnar í minna og minna frymi en meðan frymið var eðlilegt. Þetta virðist vera gangur öldr- unar í okkur. Hvort sem ellin er sjúkdómur eða ekki þá má hugga sig við það að hún er verkjalaus. Mestu skiptir þó að reyna að örva brennslu í frumunum og þar með afköst líffæranna.Talið er að hægja megi á þessari uppsöfnun óniðurbrotnanlegrar fitu í frum- unum með því að borða ekki of mikið (fækka orkueiningum) og þá neyta helst matar með miklu af líf- hvötum, vítamínum og steinefnum. Sérstaklega ku E-vítamín vera gott í þessu sambandi. Þá eru göngur, íþróttir (t.d. sund) og nudd lífsnauðsynlegt gömlu fólki því þetta allt örvar frumustarfsem- ina og þar með afköst líkamans og um leið lífsgæðin. Eftir Pálma Stefánsson » Við skoðun á starfsemi frumna líkamans má reyna að skýra öldrunina og af hverju líkamsþrótt- urinn þverr jafnt og þétt frá hámarki við 25 ára aldur. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur Örlítið um Elli kerlingu og öldrun líkamans BRÉF TIL BLAÐSINS ✝ Kjartan Bjarna-son fæddist í Vest- mannaeyjum 30. apríl 1920 og lést á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 27. júní 2010. Foreldrar Kjartans voru Bjarni Árnason, f. 10.7. 1880, d. 19.3. 1943 og María Snorradóttir, f. 14.6. 1877, d. 26.4. 1944. Bróðir Kjartans var Sigurður Bjarnason, f. 17.9. 1918, d. 7.3. 1941. Kjartan ólst upp hjá for- eldrum sínum í Djúpadal, Vest- urvegi 15a, og lauk hefðbundnu námi frá Barnaskóla Vest- mannaeyja. Hann tók vélstjórnar- námskeið í Vestmannaeyjum árið 1943 en fór síðan til Reykjavíkur og lauk vélstjóraprófi hinu meira árið 1946. Kjartan lærði einnig vél- virkjun í Iðnskóla Vestmannaeyja og hlaut sveinsbréf 1952 og meist- araréttindi í þeirri grein árið 1958. Á unglingsárum hóf Kjartan störf hjá Kaupfélagi verkamanna (Bolsabúðinni) og vann þar í all- mörg ár. Hann starfaði í Vélsmiðju Þorsteins Steinssonar (Steina- smiðju) og var verkstjóri í vél- smiðju Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja. Sumarið 1967 starfaði hann hjá Vatnsveitu Vest- mannaeyja undir Vestur- Eyjafjöllum, þegar hafist var handa við lögn vatns- veitu til Eyja. Í eld- gosinu 1973 bjó Kjartan um skamman tíma í Reykjavík og starfaði hjá Olíufé- laginu Skeljungi. Hann réðst síðan til Áhaldahúss Vest- mannaeyjabæjar og vann þar m.a. við hitaveitulagnir, hraunhitaveitu bæj- arins og síðustu árin við ýmis viðhalds- störf. Þegar Lúðrasveit Vestmanna- eyja var stofnuð árið 1939 var Kjartan einn stofnfélaga hennar. Þessir frumkvöðlar eru nú allir fallnir frá. Hann lék með sveitinni í um 45 ár, lengst af á trommur og sinnti ýmsum mikilvægum störfum fyrir hana. Þessi félagsskapur var honum afar mikils virði. Kjartan bjó lengstan hluta ævi sinnar í Djúpadal. Hann tengdist Oddgeiri Kristjánssyni og fjöl- skyldu hans sterkum böndum og hélst sú vinátta alla tíð. Haustið 1991 fluttist Kjartan á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum, en síðustu sjö árin dvaldist hann á Heilbrigðisstofn- uninni í Vestmannaeyjum. Kjartan verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 10. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Hann Daddi í Djúpadal var einn af okkur þótt ekki tengdist hann fjöl- skyldunni blóðböndum. Hann hét Kjartan en mér litlu barni gekk illa að koma nafni hans til skila. Því var það einfaldað og útkoman varð Daddi. Þetta nafn festist við hann innan fjöl- skyldunnar og einnig meðal vina og kunningja. Þeir kynntust fyrst, pabbi minn Oddgeir Kristjánsson og hann, þegar þeir unnu saman í Bolsabúðinni á sín- um tíma. Þegar pabbi ásamt fleirum stofnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja árið 1939 var Daddi einn af stofn- félögum og er hann sá síðasti þeirra sem yfirgefur þessa jarðvist. Hann varð fyrir þeirri miklu sorg sem ungur maður að missa foreldra sína og bróður á aðeins þremur árum. Vinátta hans við foreldra mína styrktist mjög á árunum sem á eftir komu og fór svo að þau tóku hann til sín í fæði alla daga ársins og varð hann þannig fljótlega einn af heim- ilisfólkinu. Daddi hafði mikinn áhuga á bók- um, las mikið og átti gott bókasafn. Það var erfitt að ætla sér að gefa hon- um bækur því hann var oftast búinn að kaupa bækurnar sem honum þóttu áhugaverðar um leið og þær komu út. Daddi var í eðlinu félagslyndur og hafði gaman af því að taka þátt í um- ræðum um bækur, þjóðmál eða önnur þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni. En hann var fáorður um eigið líf. Hugsanlega hefur áðurnefnd líf- reynsla hans er hann missti fjöl- skyldu sína haft þar sín áhrif. Daddi reyndist mér mikill og örlát- ur velgjörðarmaður í gegnum lífið. Sem barn man ég eftir því að við frændsystkinin vorum alltaf mjög spennt á aðfangadagskvöld þegar Daddi birtist með stóra hvíta lérefts- pokann fullan af jólagjöfum. Pokinn var settur upp á hillu í forstofunni og var þar oft fulllengi fram eftir kvöldi að okkur fannst. En niður kom hann á endanum og það brást ekki að gjaf- irnar glöddu litlar sálir. Þegar Lúðrasveit Vm fór í Norð- urlandaferð sumarið 1964 ætluðu nokkrir félaganna að taka börnin sín með. Ég hafði mikinn hug á að fara en foreldrar mínir voru ekki á sama máli því ferðin var kostnaðarsöm. Þá bauðst Daddi til að lána mér fyrir ferðinni og einnig fyrir gjaldeyri. Aldrei þurfti ég að greiða skuldina til baka því á fermingardaginn minn vorið eftir afhenti hann mér umslag og sagði að skuldin væri greidd. Eftir lát pabba 1966 þrengdist fjár- hagur heimilisins nokkuð og því leit ekki vel út með að ég gæti hafið menntaskólanám eins og hugurinn stóð til. Enn sýndi Daddi örlæti sitt og stuðning í verki með því að kosta mig til náms og gerði mér þannig kleift að ljúka stúdentsprófi og leggja traustan grunn undir lífið. Þegar fjölskylda mín flutti til Nor- egs komu reglulega sendingar frá Dadda. Í þeim var íslenskt sælgæti, bæjarblöðin úr Eyjum og pakkar til drengjanna minna. Ávallt fylgdi ítar- legt bréf þar sem helstu fréttir voru tíundaðar. Þetta gladdi okkur inni- lega og bar vott um umhyggju hans og vinarhug í okkar garð. Ég vil þakka starfsfólki Hraun- búða og sjúkradeildar Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja fyrir ein- staka umhyggju og hlýju í hans garð. Dadda þakka ég samfylgdina í nær sextíu ár. Hildur. Kjartan Bjarnason, kenndur við Djúpadal í Vestmannaeyjum, kom í heiminn 30. apríl 1920, hann kveður á sumri, 27. júní 2010. Veturinn er oft fallegur, stillur, svalt, norðurljós og svo getur hann verið grimmur með nístingskulda og byl. Hvaða Íslendingar ræða ekki veðr- ið og árstíðirnar. Það gerðum við Kjartan svo oft þegar við tókum bryggjurúntinn og þræddum eyjuna. Lyktin af vorinu svo góð og lömbin í túnunum. Hvað er fallegra? Sumarið er hápunktur ársins. Kjartan Bjarnason Vegna sum- arlokana inn- lendrar neyð- araðstoðar. Hugarafl kallar stjórnvöld í þessu landi til ábyrgðar til að aðstoða fólk sem hefur nákvæm- lega ekkert sér til hnífs og skeiðar. Fjölskylduhjálpin, Mæðrastyrksnefnd og Hjálp- arstofnun kirkjunnar eru sem kunnugt er að loka fyrir þjónustu sína um þessar mundir og stendur sú lokun fram í miðjan næsta mán- uð. Hvert á fólk að leita sem hefur ekki fé til að kaupa mat og hefur þurft að reiða sig á þessa aðila? Og hefur ekki peninga fyrir einu né neinu. Hugarafli er mjög umhugað um þessa einstaklinga og krefst úr- lausnar. Við leggjum áherslu á að líkamleg og andleg heilsa fer sam- an og nauðsynlegt er fyrir góða andlega heilsu að líða ekki hungur og skort. Við fögnum framtaki Reykjavíkurborgar en miklu betur má ef duga skal. HERDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, notendafulltrúi hjá Hugarafli. Opið bréf til stjórnvalda frá Hugarafli Frá Herdísi Benediktsdóttur Herdís Benediktsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar Dregið í þriðju umferð bikarkeppninnar Dregið hefur verið í þriðju umferð Bikarkeppni BSÍ, þ.e. 16 liða úrslit, en síðasti spiladagur er 15. ágúst. Eftirtaldar sveitir mætast: Garðsapótek – Sparisjóðurinn í Keflavík Gylfi Baldursson – Katla næst Úlfurinn – Rúnar Einarsson Nammi – Verðbréf VÍS – Lilli eða Siglósveitin Eiríkur Hjaltason – Júlíus Sigurjónsson Kristján Snorrason – Símon Símonarson Sigurður Vilhjálmss. – Eðvarð Hallgrímss. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.