Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Sudoku
Frumstig
7 9 5
4 1 2
2
8 9 4 7 1
7
2 6
1 2 9 4 7
6 5 1
4 5 9 2
2 1 6 7
3 9
6 1
3 6
9 2 7 3
3 5 9
1 9 4 5
6 5 7 4 2
5 6 1
9 3 8
3 5
4 7
8 1 7 4
6 4
1 3
1 7 2 9 8
6 1 8 3 9 4 5 2 7
2 7 3 6 5 8 1 4 9
5 9 4 7 1 2 3 8 6
9 3 5 2 4 1 6 7 8
7 4 1 8 3 6 9 5 2
8 6 2 5 7 9 4 3 1
1 5 9 4 8 7 2 6 3
4 2 7 1 6 3 8 9 5
3 8 6 9 2 5 7 1 4
4 8 2 9 6 7 5 1 3
3 6 7 1 4 5 2 8 9
9 5 1 3 8 2 7 4 6
6 9 8 5 7 1 3 2 4
5 7 3 4 2 8 9 6 1
1 2 4 6 9 3 8 7 5
7 4 6 8 3 9 1 5 2
2 3 5 7 1 4 6 9 8
8 1 9 2 5 6 4 3 7
9 5 3 2 1 4 7 8 6
4 7 2 6 8 5 9 1 3
6 8 1 3 7 9 5 4 2
5 1 6 4 9 3 8 2 7
3 9 7 1 2 8 6 5 4
8 2 4 5 6 7 3 9 1
2 4 8 9 3 6 1 7 5
7 3 5 8 4 1 2 6 9
1 6 9 7 5 2 4 3 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 10. júlí, 191. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út
fara frá bústað sínum, mun ofan stíga
og ganga eftir hæðum jarðarinnar.
(Mík. 1, 3.)
Eins og dyggir lesendur Víkverjavita er hann mjög vinveittur
Norðmönnum og tekur ábendingum
þeirra ætíð sem bæði mikilvægum
og nauðsynlegum.
x x x
Um daginn sat Víkverji meðnokkrum Norðmönnum að
snæðingi. Skyndilega skiptist hóp-
urinn í tvennt í umræðum og þjóð-
arbrotin við borðið fóru að ræða sín
á milli á sinni tungunni hvort. Í einu
vetfangi þögnuðu Norðmennirnir þó
og fóru að hlusta á Íslendingana.
Svo fór einn þeirra að herma eftir
Íslendingunum með því að segja:
„Já! Jaaaá! Jájá! Jájájá!“ Þetta vakti
mikla kátínu í herbúðum olíu-
furstanna.
x x x
Norðmaðurinn góði var auðvitaðekki sá fyrsti sem bendir á ást
Frónbúa á þessu ágæta orði. Sagt er
að í Færeyjum séu Íslendingar
stundum kallaðir Jáarar. Svo er
þetta auðvitað miklu skárra en ef öll
þjóðin væri með orðið „nei“ á heil-
anum og segði fátt annað en það.
Japanir fara svo hófstillta millileið
og segja aldrei nei ef þeir vilja ekki
gera eitthvað sem þeir eru beðnir
um, heldur segja þeir „það er mjög
erfitt“. Ekki veit Víkverji þó til þess
að þeir segi sérstaklega mikið já.
x x x
En Norsarinn hafði greininlegaoft hlustað á eyjarskeggja
ræða saman. Hann hélt áfram:
„Jájá. Já! Héddna … haddna …
eeeee. Jájájá. Sko, svona héddna.
Héddna svona. Jájá. Ha? Jájá. Sko.“
Svona eru Íslendingar í eyrum
hans og sem Norðmanni getur hon-
um ekki skjátlast. Svona hljóta Ís-
lendingar að vera. Víkverji gerði sig
reyndar líklegan til að taka til and-
svara fyrir þjóð sína, með því að
benda á syngjandann í norskri
tungu eða saka þá um linkind gagn-
vart enskuáhrifum. Í þann mund
hringdi hins vegar síminn og Vík-
verji svaraði: „Já? Já, sæll … já …
já … jájá … já … já …“ Og Norð-
maðurinn hafði unnið.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 vökvi, 4
truflar, 7 horskur, 8
hroki, 9 gríp, 11 yf-
irsjón, 13 sarga, 14 trú
á Allah, 15 þvaður, 17
rándýr, 20 sár, 22
málmur, 23 blómið, 24
gorta, 25 þunn skífa.
Lóðrétt | 1 slóttugur, 2
varkár, 3 magurt, 4 dugn-
aðarmann, 5 pokaskjattar,
6 illa, 10 æviskeiðið, 12
blett, 13 muldur, 15
kroppur, 16 krumlu, 18
leika illa, 19 starfsvilji, 20
kvendýr, 21 mannvíg.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 flækingur, 8 lubbi, 9 tuska, 10 pól, 11 karpa,
13 aumur, 15 hrúts, 18 strák, 21 kot, 22 endir, 23 asnar,
24 fiðringur.
Lóðrétt: 2 lúber, 3 keipa, 4 netla, 5 ufsum, 6 flak, 7 saur,
12 pot, 14 urt, 15 hret, 16 úldni, 17 skrár, 18 stafn, 19
runnu, 20 karm.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O
9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12.
Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5
16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2
h5 20. Bg5 Be7 21. Bh6 Bf8 22. Bg5 Be7
23. Be3 Rfd7 24. Rg5 Bf6 25. Hf1 De7
26. Re2 Rb6 27. Bxc5 dxc5 28. h4 Hf8 29.
De3 Dc7 30. Had1 Hae8 31. axb5 axb5
32. d6 Dc6 33. Hd2 Hd8 34. Hfd1 Bg7 35.
f4 exf4 36. Dxf4 Rd7 37. Rf3 Hfe8 38.
Hf1 He6
Staðan kom upp á hollenska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Einhoven. Stórmeistarinn Friso Nijboer
(2567) hafði hvítt gegn alþjóðlega meist-
aranum Robin Van Kampen (2481). 39.
Rfd4! cxd4 40. Dxf7+ Kh7 41. Rxd4
Db6 42. Dxe6 Rc5 43. Dh3 Bxe4 44. Hf7
Bxc2 45. Hxc2 Rb3 46. De3 Rxd4 47.
Hd2! og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Spurning um sagnir.
Norður
♠ÁD854
♥7
♦ÁD6542
♣2
Vestur Austur
♠G6 ♠K9732
♥ÁD10853 ♥64
♦3 ♦KG1087
♣10943 ♣5
Suður
♠10
♥KG92
♦9
♣ÁKDG876
Suður spilar 3G.
Úrvinnslan í 3G er lítið vandamál –
jafnvel Hérinn hryggi gæti sloppið einn
niður á góðum degi, eins og Mollo léti
Göltinn segja. Nei, vandinn hér er að
stoppa í 3G. Í EM-viðureign Íslands og
Englands hóf vestur leikinn á báðum
borðum: Townsend vakti á Multi 2♦, en
Magnús Magnússon á 2♥, veikum.
Við Multi-opnuninni sagði Jón Bald-
ursson í norður rólega 2♠. Austur pass-
aði, Þorlákur Jónsson sagði 3♣, Jón 3♦
og Þorlákur 3G. Málið afgreitt. Hac-
kett-bræður voru í N-S á hinu borðinu.
Þar stökk Jason í 4♦ við 2♥ Magnúsar
til að sýna tígul og spaða. Þetta er góð
sagnvenja, en álitamál hvort norður eigi
nægan styrk. Alla vega reiknaði Justin
með betri spilum og sagði 6G. Sig-
urbjörn Haraldsson í austur hafði ekki
trú á þeim samningi og dró upp do-
blmiðann.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þeir eru margir sem eru á verði
gagnvart þér svo þér hefur ekki tekist að
koma málstað þínum á framfæri skýrt og
skorinort.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur sterka löngun til þess að
ræða við yfirmenn þína eða aðrar mikil-
vægar persónur í dag. Kannski iðar þú í
skinninu að kaupa ótilgreindan hlut.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú gætir fundið fyrir óþol-
inmæði snemma dags í dag. Gefðu þér
tíma til að hafa samband við þá sem málið
varðar. Drífðu endilega í því.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það liggur í augum uppi að þú
þarft að sleppa tökunum á ákveðnum
hlutum lífi þínu. Efastu ekki um hæfileika
þína.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú mega fjölskyldumálin ekki sitja á
hakanum lengur. Lærðu að þekkja tak-
mörk þín og stattu vörð um sjálfan þig því
það gerir enginn annar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er mikill ábyrgðarhluti að gefa
öðrum ráð sem þeir eiga að fara eftir.
Frekari undanlátssemi gæti gert þig bitr-
an. Misskilningur getur margan hlutinn
skemmt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Láttu ekki hanka þig á því að verða
tvísaga. Nálgastu því þá sem þig langar
til að læra af, jafnvel þótt það kosti pen-
inga.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér ætti að ganga flest í hag-
inn í dag. Byrjaðu á því að reyna að gera
þér grein fyrir stöðunni. Frá og með deg-
inum í dag ætti umbrotatímunum þó að
vera lokið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Mundu að þú ert ekki einn í
heiminum og það á ekki síst við um vinnu-
stað þinn. Haltu þig á mottunni því ann-
ars muntu iðrast síðar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þarft að finna jafnvægi milli
vinnunnar og heimilisins. Einhver er af-
brýðisamur, en þú kemst ekki að því fyrr
en þú deilir góðum tíðindum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Vatnsberinn skynjar slúður um
sjálfan sig. Láttu sjálfan þig ekki sitja á
hakanum og það ríður á miklu að geta
haldið uppi tjáskiptum við aðra.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Spennandi breyting á umhverfi er
það sem þú þarft til þess að hleypa lífi í
rómantíkina. Finndu þér einhvern góðan
stað þar sem þú finnur frelsi og frið.
Stjörnuspá
10. júlí 1815
Hið íslenska biblíufélag var
stofnað í Reykjavík. Það er
elsta félag landsins og hefur
einkarétt á útgáfu Biblíunnar
hér á landi.
10. júlí 1875
Haglél gerði í Biskupstungum
og stóð það í þrjá tíma. Élinu
fylgdi ofsastormur með
þrumum og eldingum. „Hagl-
kornin voru á stærð við tit-
lingsegg og mörg þrjú föst
saman,“ að sögn Þjóðólfs.
10. júlí 1951
Íslendingar sigruðu með yf-
irburðum í norrænni sund-
keppni sem stóð í tæpa tvo
mánuði. Fjórði hver lands-
maður hafði þá synt tvö
hundruð metra.
10. júlí 1970
Ráðherrabústaðurinn á Þing-
völlum brann. Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra,
Sigríður Björnsdóttir kona
hans og Benedikt Vilmund-
arson dóttursonur þeirra fór-
ust í brunanum. Tæpu ári síð-
ar var reistur minnisvarði á
staðnum.
10. júlí 2009
Hótel Valhöll á Þingvöllum
eyðilagðist í eldsvoða. „Alveg
hrikaleg sjón,“ sagði forsætis-
ráðherra í samtali við Mbl.is.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Hrafnhildur
Laxdal, Minni
Grund, Hring-
braut 50, verður
sjötíu og fimm
ára á morgun,
sunnudaginn 11.
júlí. Hún verður
að heiman á af-
mælisdaginn.
75 ára
Sigurður Jónsson, fyrrum sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, verður 65 ára í dag. Sigurður
er vinsæll bloggari á mbl.is og tjáir hann sig þar
aðallega um stjórnmál.
Aðspurður segist hann ekki ætla að halda mikla
veislu í tilefni dagsins. Það hafi hann gert þegar
hann varð sextugur.
„Ég verð nú bara í rólegheitum heima og ætla
að passa eitt barnabarnið,“ segir Sigurður sem
ætlar að bjóða nánustu fjölskyldu heim við betra
tækifæri, þegar allir verða komnir úr fríi.
Barnabarnið er það nýjasta í röð fimm barna-
barna Sigurðar. „Það er þjóðhátíðarbarn, fætt 17. júní síðastliðinn,“
segir stoltur afinn.
Hann kveðst ekki eiga í nokkrum vandræðum með barnfóstra-
hlutverkið. „Þetta gefur lífinu gildi, að eignast barnabörnin.“
Þessa dagana nýtur Sigurður þess að taka því rólega, en sinnir
ýmsum sérverkefnum þess á milli.
„En það helsta sem ber að fagna á 65 ára afmælisdegi eru auðvitað
full eftirlaun,“ segir Sigurður og hlær. gislibaldur@mbl.is
Sigurður Jónsson fagnar 65 ára afmæli
Verður barnfóstra í dag
Nýirborgarar
Nýja-Sjáland Aron Hugi
fæddist 5. júlí kl. 6.44.
Hann vó 2.970 g og var 50
cm langur. Foreldrar
hans eru Lára Skærings-
dóttir og Hjörtur Krist-
jánsson.
Reykjavík Atli Freyr
fæddist 13. apríl kl. 23.37.
Hann vó 3.825 g og var 52
cm langur. Foreldrar
hans eru Katrín Hilmars-
dóttir og Haraldur Ísleif-
ur Cecilsson.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is