Morgunblaðið - 10.07.2010, Side 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Grátlega
einstakir þættir
Nú þegar heimsmeist-
arakeppnin í knatt-
spyrnu er senn á enda,
vil ég ekki láta hjá líða
að þakka Ríkissjón-
varpinu fyrir skemmt-
unina. Einkum
skemmtunina sem felst
í hinum einstaklega vel
heppnaða þætti, Allt í
kringum hvern leik, þar
sem sérfræðingarnir
þrír, Pétur, Hjörvar og
Auðun skeggræða leik-
ina undir ágætri stjórn
Þorsteins J. Vilhjálms-
sonar. Þeir þættir bera af öðrum ís-
lenskum sjónvarpsþáttum síðustu
misserin, og eru eiginlega grátlega
einstakir. Hver einasti þátttakandi er
réttur maður á réttum stað. Sérfræð-
ingarnir eru fróðir en einnig bæði
áheyrilegir og skemmtilegir, án til-
gerðar. Sérstaklega er gaman að
Hjörvari Hafliðasyni, sem sýnir aldrei
nokkur svipbrigði sem benda til þess
að hann viti hversu orðheppinn hann
er.
Af hverju segi ég að þættirnir séu
grátlega einstakir? Jú, það er vegna
þess að umræðuþættir í Ríkissjón-
varpinu síðustu árin eru almennt illa
heppnaðir. Hlutdrægir stjórnendur,
sem fylla hvern þátt af
misbiluðum skoð-
anabræðrum sínum,
þykja til dæmis sjálf-
sagðir hlutir í Efstaleit-
inu. Í Kastljósinu virðist
svo sú regla uppi, þegar
kemur að þeim þrautum
að hnýta á sig hálsbindi
eða fallbeygja einföld
orð rétt, að enginn
stjórnandi megi kunna
nema í mesta lagi annað
hvort, helst hvorugt.
Meira að segja karlkyns
veðurfréttamenn mæta
í útsendingu í gallabux-
um, krumpuðum skyrt-
um og undarlegum
peysum. Ekkert af þessu á við um hið
ágæta fótboltaspjall. Þar sitja fróðir,
orðheppnir og hrokalausir menn, sem
hafa raunverulegt vit á því sem þeir
tala um. Og allir eru þeir klæddir eins
og menn, að minnsta kosti ofan mittis.
Fótboltaspjallið er helsta skraut-
fjöður Ríkissjónvarpsins um þessar
mundir. En nú lýkur heimsmeist-
arakeppninni og Efstaleitið skraut-
fjaðralaust. En þeir sem hafa alla
þjóðina í skylduáskrift þurfa líklega
ekki að hafa áhyggjur af því.
Miskátur sjónvarpsáhorfandi.
Ást er…
… að bindast böndum.
VelvakandiGrettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HANN
VILL LÁTA
BREYTA
NAFNINU
SÍNU Í
„HERRA
JARÐEPLI“
ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ GEFA
ÞÉR. GEFÐU MÉR VÍSBENDINGU
Ó, JÓN... ÞÚ ÞARFT
EKKI AÐ GEFA MÉR NEITT
HÚN ER SVO
ÓSANNGJÖRN
ÁSTIN ER GÓÐ
ÍÞRÓTT FYRIR
ÁHORFENDUR
RAKEL SEGIR
AÐ TUNGLIÐ
SÉ ELDRA
EN HÖFIN
VIÐ STELPUR ÞURFUM
OKKAR KVENHETJUR
RAKEL! RAKEL!
RAKEL! RAKEL! RAKEL!
ÞÚ TALAR EKKI UM ANNAÐ
EN ÞESSA KONU!
GUÐ MINN
ALMÁTTUGUR!
HVERNIG HUNDUR
ER ÞETTA?!?
HANN VANN FYRSTU
VERÐLAUN Á HUNDA-
SÝNINGU Í FYRRA
HVAÐA SÝNING
VAR ÞAÐ?
FJÖLSKYLDU-
SÝNING
HRÓLFS
HRÆÐILEGA
ÉG SETTI UPP AUGLÝSINGU
UM AÐ HLJÓMSVEITIN MÍN
SÉ TIL Í AÐ TAKA AÐ SÉR
TÓNLEIKA Í
HEIMAHÚSUM
...OG ÞAÐ KASTAR ENGINN
FLÖSKU Í HÖFUÐIÐ Á OKKUR
GANGI
YKKUR
VEL
HELDUR EINHVER
TÓNLEIKA HEIMA HJÁ SÉR?
JÁ, ÞAÐ ER
ORÐIÐ ANSI
VINSÆLT
ÞAÐ MYNDAST
MJÖG ÞÆGILEG OG
HUGGULEG STEMN-
ING, AUK ÞESS SEM
HLJÓMSVEITIN
HELDUR MEGNINU
AF PENINGUNUM
ÞÁ FER HANN
OG LÆTUR
LÖGGUNA SJÁ
UM RESTINA!
HANN BJARGAÐI
OKKUR, JONAH...
OG ÞÚ VEIST ÞAÐ
NÚNA
GETUM
VIÐ
VERIÐ
SAMAN
MEIRA AÐ SEGJA
KÓNGULÓARMAÐURINN GETUR
GERT EITTHVAÐ RÉTT
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Þegar fregnir bárust af eigna-skiptingu Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og Ingibjargar Pálma-
dóttur á lúxusíbúðum í New York
fóru hagyrðingar á kreik á Leirn-
um. Hjálmar Freysteinsson orti:
Þætti mörgum karli klént
og kynni ei sem best,
að eiga bara 1%
en eiginkonan rest.
Davíð Hjálmar Haraldsson bætti
við:
Sýnist mörgum sama um það
og sinna lítið hinu
en vilja stýra umferð að
eina prósentinu.
Þá Kristján Eiríksson:
Sá hundrað prósent átti áður
einn í mörgu,
víst óskaplega er nú háður
Ingibjörgu.
Hjálmar orti af öðru tilefni:
Meðan endist auður manns
ekki er grafar friður.
Til að gá að genum hans
grafa ’ann upp og niður.
Friðrik Steingrímsson dregur
lærdóm af örlögum Fischers:
Af því læra maður má
mætti kanski segja,
aðeins grafar friðinn fá
sem fátækastir deyja.
Loks kastar Sigrún Haralds-
dóttir fram limru í léttum dúr:
Örlagabyttan hann Bolli
blekaður lá oní polli
er rolla ein grá
rölti þar hjá
og undrandi kinkaði kolli.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af lúxus og gröf Fischers
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
–– Meira fyrir lesendur