Morgunblaðið - 10.07.2010, Page 37
Menning 37FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Bangsarnir Maggi Meiddi, Fjóla
Hlaupabóla og Knútur Kvef eru á
meðal þeirra VEIKYNDA sem
hjálpa börnum að líða betur þegar
þau veikjast. Bangsarnir koma úr
hugmyndabanka grafíska hönnuðar-
ins Hildar Hermannsdóttur, en þeir
eru útskriftarverkefni hennar við
Listaháskóla Íslands.
Hugmyndin fæddist á kaffihúsi
„Ég er búin að vera með skrímsli
á heilanum í tvö ár. Ég var strax bú-
in að ákveða að ég vildi gera
skrímslabangsa, eitthvað litríkt fyr-
ir krakka,“ segir Hildur glöð í
bragði.
Í skólanum var henni sagt að það
tæki yfirleitt heilt ár fyrir tuttugu
manna hóp að koma með hugmynd
og útlit á því verkefni sem hún var
með í huga, en hún lét það sem vind
um eyrun þjóta.
„Ég fór á brainstorm-fund á kaffi-
húsi með kærastanum mínum, Jóa
Kjartans, sem er með ótrúlega fal-
legan huga. Það var krakki á kaffi-
húsinu sem sagði: „Mamma, ég er
búinn að taka vítamínin mín,“ og ég
hugsaði, já vítamín, bangsar sem
hjálpa börnum. Svo fórum við út í
bangsa með algenga kvilla, sem
börn eru vön að fá. Bangsa sem
myndu hjálpa þeim og skilja veik-
indin.“
Að sögn Hildar eru bangsarnir
mjög litríkir og hressa alla við, börn
sem fullorðna.
Svenni Svínaflensa úr
Norðlingaholtinu
Aðspurð segir hún krakka taka
böngsunum einstaklega vel.
„Litla dóttir systur minnar var
lasin um daginn og ég las fyrir hana
bækling um bangsana. Hún vildi að
ég læsi hann aftur og aftur. Svo
benti hún á Möllu Magapínu og
sagði: „Ég er með hana.“ Svo fékk
ég sendar teikningar frá heilum
bekk úr Norðlingaskóla. Kennarinn
þeirra hafði farið á sýninguna mína
og látið krakkana teikna sín eigin
veikindi. Ég var næstum því farin að
gráta. Þær voru ekkert smá flottar.
Ég fer að setja þær inn á heimasíð-
una mína. Þarna er til dæmis Svenni
Svínaflensa, ógeðslega fyndið. Sum-
ir voru að herma eftir mínum og það
sýnir mér að krakkar hafa mjög
mikinn áhuga á þessu.“
Mamma eins og verksmiðja
Hildur var í eilitlu basli með að
finna saumakonu sem gæti saumað
eftir teikningum hennar en þegar
móðir hennar, Guðbjörg S. Mar-
teinsdóttir, heyrði af vandræðum
dóttur sinnar var hún ekki lengi að
rétta henni hjálparhönd.
„Mamma átti inni sumarfrí, tók
það út og var eins og verksmiðja. Ég
fæ listgáfurnar frá henni. Ég bjó til
átta bangsa með með nafni og teikn-
ingum. Þetta var svo mikil vinna að
hún hringdi í mig á fimmta og sagði:
„Já, ég geri ekki fleiri.“ Þetta eru
miklar pælingar, maður gerir sér
ekki grein fyrir því hvað það er erf-
itt að gera teikningu að þrívíðum
hlut. Ef ég hefði fengið saumakonu
úti í bæ og ekki verið við hlið
mömmu þá hefðu bangsarnir ekki
komið svona vel út. Hún skilur mig
þegar ég tala með líkamanum og
leik bangsana fyrir framan hana.
Þeir heppnuðust ótrúlega vel.
Það er svo oft sem maður sér
bangsa úti í búð sem eru gerðir
eftir teiknimyndum, en líkjast svo
ekkert teikningunum sjálfum. Með
böngsunum mínum færðu alveg
sömu tilfinninguna.“
Að sögn Hildar er venjan að
framleiða fyrst myndir eða bækur
og svo bangsa í framhaldinu af
því. Hún sé aftur á móti svo sjúk í
bangsa að þessi röð hafi ekki hentað
henni.
Bangsar fyrst, hitt síðar
„Ég er að vinna að barnabókum.
Pælingin er að gera litlar bækur,
svipaðar og Herrabækurnar. Það
verður fínt að drífa þetta í gegn til
að fá betri karakter í bangsana.
Ég hef líka áhuga á teiknimynda-
gerð, enda er ég alveg sjúk í teikni-
myndir.“
Hildur áætlar að koma böngs-
unum í sölu fyrir næstu jól, en segir
að erfitt sé að vinna að verkefninu í
sumar þar sem þorri manna sé í
sumarfríi. Hún ætlar þó ekki að sitja
aðgerðalaus og segist vera meira en
til í að taka að sér verkefni á borð
við teikningar og myndskreytingar.
Veikir bangsar
fyrir lasin börn
Skrímsli Hildur hefur afar gaman af alls konar skrímslum og teiknimyndasögum.
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Um þessar mundir ferðast hljómsveitin
Fancy Toys um Ísland og heldur tónleika
ásamt íslensku tónlistarkonunni Ragnheiði
Gröndal. Breska hljómsveitin er skipuð þeim
James Duncan sem spilar á slagverk, gítar,
mandólín og syngur, Mickaël Téo sem syng-
ur líka, spilar á gítar og úkúlele og Simon
Robinson á bassa og trompett.
„Við komum til Íslands fyrst fyrir fjórum
árum og urðum ástfangnir af landinu. Fyrir
tveimur árum komum við svo hingað til þess
að spila á góðgerðartónleikum. Við spiluðum
sextán sinnum á þremur dögum og þá tvisv-
ar með Ragnheiði. Okkur líkaði mjög vel að
spila með henni og við það sem hún var að
gera.
Svo þegar hún kom út í september þá
vildum við spila með henni og tónlistar-
samstarfið hefur verið alveg frábært. Hún
spilaði nokkur af okkar lögum og við nokkur
af hennar, þannig að okkur datt í hug að
það gæti verið gott að semja einhver lög
saman. Í júní kom hún til Lundúna og við
sömdum saman „Puppet Dance“ og „Acci-
dental Hero“,“ segir James.
Rokkaðra en Ragnheiður er vön
„Það var frábært og auðvelt að ná góðum
hljómi. Þetta er aðeins rokkaðra og popp-
aðra en það sem hún hefur verið að gera en
ég held að það sé gott fyrir hana að fólk
heyri hvaða vídd hæfileikar hennar hafa og
okkur finnst frábært að fá að vinna með ís-
lenskum listamanni. Við vildum líka ein-
hvern sem myndi draga athygli að sér á Ís-
landi, við vildum halda tónleika utan
Reykjavíkur og það hefur gengið alveg ótrú-
lega vel og við hlökkum til að koma til baka
til borgarinnar. Við þekkjum hana ágætlega.
Við höfum spilað á nokkrum mismunandi
stöðum þar áður, m.a. á Rosenberg. Það er
frábær staður og ætli hann sé ekki nokkuð
virtur í Reykjavík,“ segir James, en á morg-
un spila þeir lögin tvö sem þeir sömdu með
Ragnheiði í júní, svo syngur hún fjögur af
þeirra lögum og þeir taka fjögur af hennar
lögum.
Heimildarmynd eins og Spinal Tap
„Við erum með smá kvikmyndahóp sem er
að gera heimildarmynd um okkur og ferða-
lagið okkar um Ísland með Ragnheiði. Einn
í kvikmyndahópnum fór því miður með okk-
ur þar sem við fórum í heitan pott og datt
mjög illa. Hann fékk slæman skurð á fæt-
inum. Ég auðvitað tók vélina og hélt áfram
að taka það allt saman upp enda mjög gott
efni, en hann er á spítalanum núna að láta
sauma sig. Ég er að fara til hans á eftir.“
Hugmyndin að heimildarmyndinni kvikn-
aði í Bretlandi þar sem ákveðið var að gera
hljómsveit bresku strákanna að umfjöllunar-
efninu, en myndin hefur tekið aðeins aðra
stefnu frá upphaflegri ætlun þegar ljóst var
að strákarnir myndu ferðast um Ísland með
Ragnheiði.
Ætla að vinna meira saman
„Mickaël þekkir þann sem leiðir heimild-
armyndina úr öðru verkefni. Hann vildi gera
heimildamynd um okkur og við sögðumst
ætla að starfa með Röggu og honum fannst
það bara frábært. Svo er skipuleggjandi
túrsins líka að hjálpa okkur með auka-
upptökur. Þetta er svolítil svona ferðaheim-
ildamynd um fallega náttúru landsins og
þetta er líka svolítil rokkheimildamynd eins
og Spinal Tap nema enginn þeirra lenti í
pottaslysi þannig að við erum að brjóta þar
hefðina.“
Hljómsveitinni hefur gengið vel að spila
hérlendis en að sögn James líkar þeim mjög
vel við Rosenberg og að spila á Íslandi yf-
irhöfuð.
„Við höfum enn ekki tekið meira upp með
Röggu en samstarfið hefur verið mjög far-
sælt tónlistarlega séð og ögrandi. Tónlist-
armenn eru alltaf að reyna að ná sem mestu
hver frá öðrum og fólkinu sem þeir starfa
með og við náum rosalega miklu hvert úr
öðru. Við tökum pakkann á Rosenberg og
þegar því er lokið þá ætlum við bara að
skemmta okkur,“ segir James að lokum.
Tónleikaferðalag Fancy Toys um Ísland
tekið upp fyrir heimildarmynd
Fancy Toys Piltarnir bregða á leik í íslenskri náttúru á ferði sinni um landið.
Bangsarnir hennar Hildar hafa vakið mikla athygli, bæði hér á landi og
erlendis, og fyrirspurnum hreinlega rignir inn.
„Það var stelpa sem fjallaði um þetta á veftímaritinu
Coolhunting.com og við það fékk ég gífurleg við-
brögð. Ég er búin að fá netbréf frá fólki í Banda-
ríkjunum og hér heima. Það vilja allir vita hvar
þeir geta keypt bangsana mína. Netverslanir eru
byrjaðar að biðja um að selja þá og þeir eru ekki
einu sinni komnir í framleiðslu,“ segir Hildur og
hlær.
Á Coolhunting er VEIKYNDUNUM, eða SICKNI-
CES eins og þau verða kölluð á ensku, líkt við
„psychedelic“ Kærleiksbirni en það hefur verið
fjallað um þá víðar í netheimum, t.d. á síðunni
Designlaunches.com.
VEIKYNDI verða SICKNICE
FYRIRSPURNUM RIGNIR INN
Eyrún Eyrnabólga.
www.hildurhermanns.com
Morgunblaðið/Jakob Fannar