Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 2
19. desember 2011 MÁNUDAGUR2 REYKJAVÍK Skíðasvæði höfuðborgar- svæðisins stefna að því að koma upp snjóbyssu við skíðasvæðið í Ártúns- brekku. Að sögn Magnúsar Árna- sonar, framkvæmdastjóra skíða- svæðanna, er um tilraunaverkefni að ræða, en tilgangurinn er meðal annars að geta boðið upp á fleiri skíðadaga á vetri og sýna fram á kosti snjóframleiðslu. „Hugmyndin er þannig til komin að síðustu tvo vetur snjóaði lítið þrátt fyrir mikinn kulda, en það voru kjöraðstæður til snjófram- leiðslu,“ segir Magnús í samtali við Fréttablaðið. „Veturinn 2009 til 2010 og í janúar í ár hefði til dæmis verið hægt að framleiða snjó á fullu.“ Magnús bætir því við að ef allt gangi upp sé stefnan að framleiða snjó í Ártúnsbrekku þegar aðstæð- ur eru fyrir hendi og þá sérstaklega ef lokað er uppi í Bláfjöllum. Svæð- ið muni bæði nýtast almenningi og skíðadeildum. „Þannig að við erum að vonast til þess að fá tækifæri til að sýna borgarbúum hversu auðvelt þetta er og hversu vel framleiddur snjór getur haldist. Að vera með eina hvíta brekku í annars snjólausri borg ætti að vekja gott umtal um snjófram- leiðslu.“ Ástæða þess að Ártúnsbrekka verður fyrir valinu fyrir þetta til- raunaverkefni er aðgangur að vatni. Í Bláfjöllum er takmarkað magn af neysluvatni sem myndi klárast afar fljótt ef það yrði tengt við snjóbyss- una. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og fagn- aði þar tillögum um að nýta skíða- svæðið í Ártúnsbrekku betur, en Undirbúa snjófram- leiðslu í Ártúnsbrekku Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins hafa fengið lánaða snjóbyssu og stefna að því að setja tækið upp á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku. Framkvæmdastjóri segist vona að þetta tilraunaverkefni sýni og sanni kostina við snjóframleiðslu. Í ÁRTÚNSBREKKU Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins stefna að því að framleiða snjó í Ártúnsbrekku. Um tilraunaverkefni er að ræða, en reynist tækjabúnaðurinn vel er hugsanlegt að lagt verði í kaup á snjóbyssu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FILIPPSEYJAR, AP Staðfest hefur verið að yfir 650 eru látnir og í það minnsta 900 er saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir suðurhluta Filippseyja á föstudag. Storminum fylgdu mikil flóð sem hrifu heilu þorpin með sér á haf út. Óttast er að enn fleiri hafi far- ist, þar sem heilu fjölskyldurnar hafi látist og enginn sé eftir til að tilkynna að fólksins sé saknað. Flestir sem fórust voru konur og börn að sögn Rauða krossins. Foreldrar Amor Limbago eru meðal þeirra sem er saknað. „Þegar ég kom til baka sá ég að húsið okkar var horfið,“ sagði Limbago, sem er 21 árs gömul. „Það var ekkert eftir nema leðja og vatnið sem náði upp að hnjám.“ Flestir íbúanna voru sofandi þegar stormurinn gekk yfir. Gríðar legar rigningar fylgdu óveðrinu og flæddu ár og lækir yfir bakka sína. Stjórnvöld vör- uðu við storminum og hættu á flóðum, en viðvaranirnar virðast ekki hafa skilað árangri. Þúsund- ir hermanna, lögreglumanna og sjálfboðaliða leituðu um helgina að fólki sem komst lífs af, og grófu hundruð líka upp úr leðjunni. - bj Yfir 650 látnir og 900 saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir Filippseyjar: Flóð hrifu heilu þorpin á haf út TJÓN Gríðarlegt eignatjón varð í flóðunum sem fylgdu hitabeltisstorminum og heilu þorpin hurfu í vatnselginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Róbert, hvernig gengur að þrykkja bolum á markað? „Vonandi betur en að þrykkja boltum í netið.“ Handboltakappinn Róbert Gunnarsson þrykkir myndir á boli í frístundum sínum og selur. Hann spilar nú með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen og gæti vel hugsað sér að gera bolaþrykk að atvinnu þegar handboltaferlinum lýkur. LÖGREGLUMÁL Ekið var á ungan dreng á Akranesi á laugardags- kvöld. Ökumaður bílsins stakk af, án þess að athuga ástand drengs- ins, en gaf sig fram við löregluna á Akranesi skömmu síðar. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann gisti um nóttina. Hann var útskrifaður þaðan í gær, óbrotinn en tölu- vert marinn og skrámaður eftir atvikið. Málið er á frumstigi rannsókn- ar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi. Þar er það litið alvarlegum augum að ökumaðurinn skyldi aka á brott, en öllum ber skylda til að veita hjálp á vettvangi umferðarslysa. - hhs Alvarlegt brot á Akranesi: Ók á barn og stakk svo af INDÓNESÍA, AP Meira en 200 er saknað eftir að skip með flótta- fólk sökk í stormi undan ströndum Jövu í gær. Talið er að skipið hafi verið ofhlaðið af flóttamönnum sem vildu komast frá Indó nesíu til eyja sem tilheyra Ástralíu. Björgunarmenn höfðu í gær bjargað 33 úr sjónum, þar af tveimur átta og tíu ára börnum sem höfðu haldið sér í rekald úr bátnum í fimm klukkustundir. Einn þeirra sem bjargaðist sagði að aðeins hefðu verið 25 björgun- arvesti um borð og áhöfnin hafi tekið níu af þeim. Talið er að flóttamennirnir séu flestir frá Afganistan, Íran, Írak og Tyrklandi. - bj Skip með flóttamenn sökk: Um 200 saknað BJARGAÐ Margir þeirra sem björguðust voru örmagna eftir sjávarháskann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND Að minnsta kosti fjórir létu lífið og fimmtíu er saknað eftir að rússneskur olíuborpallur sökk í hafið við Sakhalin-eyju í gær. Fjórtán hafa fundist á lífi. Verið var að draga pallinn þegar honum hvolfdi í stormi. Alls voru sextíu og sjö manns á pallinum en óttast er að ekki hafi allir náð í björgunarbátana. Tveir af fjórum björgunarbátum pallsins hafa fundist mannlausir í sjónum en ölduhæð var um það bil fjórir metrar og frostið um sautján stig þegar slysið varð. Rannsakað verður hvort öryggis- reglur hafi verið brotnar með því að flytja pallinn í svo slæmu veðri. - rat Olíuborpallur sökk í fárviðri: Björgunarbátar finnast tómir LÖGREGLUMÁL Tveir erlendir karl- menn sem voru handteknir með fölsuð greiðslukort í úra- og skartgripabúð á föstudag voru um helgina úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Mennirnir reyndu að kaupa Rolex-úr að andvirði rúmlega fimm milljóna króna í verslun- inni. Starfsfólkið grunaði að ekki væri allt með felldu, og kallaði til lögreglu sem handtók mennina. Mennirnir voru með tugi fals- aðra kreditkorta á sér og verður rannsakað hvort þeim tókst að nota þau í öðrum verslunum. - bj Tveir grunaðir um kortasvindl: Handteknir í skartgripabúð DÓMSMÁL Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fyrir stórfelld umboðs- svik. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða þá Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, og Guðmund Hjaltason, fyrr- verandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis. Ekki er útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir aðkomu sína að sama máli. Þeir eru ákærðir fyrir að misfara með fé bankans í lánveitingum tengdum félaginu Svartháfi. Bankinn lánaði 10 milljarða króna til félagsins snemma á árinu 2008, en daginn áður en lánin voru veitt, varð breyting á eignarhaldi Svartháfs þannig að Werner Ívar Rasmusson, faðir Karls og Steingríms hjá Milestone, varð eini eigandi félagsins. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis segir að þessi lánveiting virðist hafa verið til þess fallin að hún komi ekki fram hjá raunverulegum lántakanda, Milestone, sem var með mjög háa skuldastöðu við bankann. Þannig kæmi það ekki fram undir Milestone í uppgjörum á útreikningi á áhættugrunni útlána gagnvart eigin fé bankans. Eftir því sem heimildir Frétta- blaðsins herma gætu fleiri verið ákærðir í framhaldinu en enn þá hefur ekki verið tekin afstaða til þess. Lárus var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna annarra mála sem tengjast störfum hans hjá Glitni. Guðmundur Hjaltason lét af störfum hjá Glitni rúmum tveimur mánuðum eftir að lánið til Svartháfs var afgreitt og hóf störf hjá Mile- stone. Hann stofnaði svo ráðgjafafyrirtæki sem vann meðal annars fyrir fjármálaráðu- neytið að endurskipulagningu sparisjóð- anna. Það gekk svo inn í Sögu fjárfestinga- banka og þaðan inn í MP banka þar sem Guðmundur er starfsmaður í dag. - þj, sh, þsj Sérstakur saksóknari ákærir tvo fyrir umboðssvik í máli Svartháfs og Milestone-bræðra: Enn fleiri gætu fengið ákæru í málinu LÁRUS WELDING ÁKÆRÐUR Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur verið ákærður fyrir umboðssvik í störfum sínum fyrir bankann. LÖGREGLUFRÉTTIR Rúta valt í Melasveit Rútubílstjóri slapp með lítil meiðsl þegar bifreiðin, sem hann var einn í, valt á hliðina á gatnamótum Vestur- landsvegar og Akrafjallsvegar í gær. Mikil hálka og hvasst var á svæðinu. ■ Miðað er við að hægt sé að framleiða 2,5 rúmmetra af snjó úr einum rúmmetra af vatni. ■ Gera má ráð fyrir að 1.350 rúmmetra af snjó þurfi til að þekja skíðasvæð- ið í Ártúnsbrekku. ■ Samkvæmt því þyrfti til þess um 543 tonn af vatni en snjóbyssan ætti að geta þakið brekkuna á um 30 klukkustundum, en það er háð aðstæðum. Brekkan þakin á rúmum sólarhring lagði ríka áherslu á að vatnstaka úr ánni muni ekki hafa náttúruspjöll í för með sér. Samkvæmt greinargerð Magnús- ar verður vatnið tekið úr hyl í Ell- iðaám þar sem enginn lax er. Frá dælunni verður lögð 300 metra lögn ofanjarðar upp í brekkuna. Dælan flytur 8,3 lítra vatns á sekúndu. Veiðimálastofnun hefur þegar gefið jákvæða umsögn um verkefnið þar sem segir að verði öllum reglum framfylgt, muni það ekki hafa áhrif á lífríki ánna. Engin íblöndunarefni eru notuð í framleiðsluna, en snjór sem er búinn til með þessum hætti er lengur að bráðna en náttúrulegur snjór. Það er vegna þess að snjókorn frjósa út á við, en tilbúinn snjór frýs inn á við. Snjóbyssan er fengin að láni, án endurgjalds, frá framleiðanda en Magnús segir að ef þessi til- raun heppnist vel á næstu miss- erum, sé hugsanlegt að lagt verði í kaup á snjóbyssu. Slíkt tæki kostar hins vegar á milli 30 og 40 þúsund evrur, fyrir utan virðisaukaskatt og aðflutningsgjöld. Málið liggur nú hjá ÍTR sem ákveður hvort lagt verður út í verk- efnið. thorgils@frettabladid.is SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.