Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 42

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 42
19. desember 2011 MÁNUDAGUR26 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. þungi, 6. hljóm, 8. þvottur, 9. athygli, 11. tveir eins, 12. öðruvísi, 14. rabb, 16. í röð, 17. fiskur, 18. tæki, 20. samtök, 21. frumeind. LÓÐRÉTT 1. kennimark, 3. strit, 4. frumtala, 5. æðri vera, 7. afsökun, 10. tæfa, 13. bar, 15. rekald, 16. svif, 19. fíngerð líkamshár. LAUSN LÁRÉTT: 2. farg, 6. óm, 8. tau, 9. gát, 11. ðð, 12. ólíkt, 14. skraf, 16. áb, 17. áll, 18. tól, 20. aa, 21. atóm. LÓÐRÉTT: 1. lógó, 3. at, 4. raðtala, 5. guð, 7. málsbót, 10. tík, 13. krá, 15. flak, 16. áta, 19. ló. Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldr- arnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sér- kennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. ÆTLI það sé í alvörunni nokkuð mál að spila fallega lágstemmda tónlist áður en sakleysisleg teiknimynd er sýnd eða bara sleppa henni alveg? Þótt farið sé á myndina um krúttið hann Bangsímon og vini hans rétt upp úr hádegi á sunnudegi þarf maður að afplána háværa tónlist þar sem einhver popparinn ryður út úr sér bölsótinu svo maður hrósar happi yfir því að hann skuli þó tala tungumál sem börnin geta ekki haft eftir – ekki enn að minnsta kosti. Alltaf sést eitt- hvert barnið grípa í ofboði fyrir eyrun og foreldrarnir reyna að róa það. EKKI tekur betra við þegar auglýsing- arnar birtast og upplýsingum um megr- andi skó og fitandi skyndibita er öskrað yfir kvikmyndahúsgesti. Alltaf kemur mér þessi vanvirðing við börnin jafn- mikið á óvart. Ég hélt nefnilega að kvik- myndahúsunum væri akkur í því að við- skiptavinum þeirra liði vel, þeir væru afslappaðir og rólegir og vildu þá jafn- vel koma sem fyrst aftur. Mörgum okkar finnst ferð í kvikmyndahús líka hluti af jólastemmningunni. Ég man eftir því að hafa farið sem barn í Regnbogann að sjá jólamynd með Prúðuleikurunum og eitt- hvað rámar mig í leikna mynd um ramm- villt stúlkutetur sem óð djúpan snjó um myrkan skóg. NÚ bjóða sum kvikmyndahúsin upp á sérstakar jólamyndir fyrir börn og því finnst mér enn undarlegra að þau skuli ekki grípa tækifærið og leika skemmti- leg jólalög á undan sýningunum. Líklega er alltaf sniðugast að bíða bara eftir því að myndirnar verði gefnar út á disk og geta þá skapað þá rólegheitastemmningu sem maður þráir mest heima hjá sér. Af þeim móttökum sem íslensk börn fá í kvikmyndahúsunum get ég ekki annað séð en að eigendum þeirra sé nákvæm- lega sama. Bíóbörn Smá breytingar vegna efnahags- ástandsins, þegar þið talið við Guð verður það að vera á ykkar kostnað! Ég er búinn að pæla mikið í þessu og... ég þarf að mennta mig frekar! Mennta þig? Já! Ég get ekki farið í gegnum lífið á gömlu Kiss-plötunum! Ég verð að komast lengra! Já! Hvað ætlarðu að læra? Ensku! Ég byrja á Deep Purple og Status Quo grunn- námi á morgun! Margar plötur sem ég þarf að komast í gegnum! Almáttug- ur! Þú ætlar ekkert að komast inn í nú- tímann Jói? Sú hugsun hefur hvarflað að mér! Þess vegna geymi ég Iron Maiden og Saxon fram á haust! Dísa! Af hverju segirðu að Palli sé ekki sá rétti fyrir mig? Hvað er að honum? Hann er góður. Hann er öruggur. Hann er... Hann er traustur. GVUÐMINN- GÓÐUR! Ég er búin að vera að deita Labradorhund! Jú, einmitt... Pabbi! Taktu tímann á mér! Pabbi! Taktu tímann á mér! Pabbi! Taktu tímann á mér! Pabbi! Taktu tímann á mér! Ég hefði aldrei átt að segja honum að það væri skeið- klukka á úrinu. Félagsþjónustan óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa í 100% starf hjá Atvinnutorgi bæjarins. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð • Vinna að þróun Atvinnutorgsins. • Vinna að aukinni virkni ungs fólks með framfærslustyrk. • Aðstoða einstaklinga við að fylgja eftir starfsendur- hæfingaráætlunum sínum. • Annast ráðgjöf og eftirfylgd við einstaklinga og vinna í samstarfi við ráðgjafa Félagsþjónustunnar og fulltrúa Vinnumálastofnunar. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi. • Góð þekking og reynsla af vinnu með ráðgjöf við einstaklinga. • Færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Frekari upplýsingar Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2011. Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri í síma 570-1500. Einnig má senda fyrir- spurnir á adalsteinn@kopavogur.is Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is www.kopavogur.is Atvinnuráðgjafi KÓPAVOGSBÆR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.