Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 58

Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 58
19. desember 2011 MÁNUDAGUR42 FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is . www.fonix.is Enska úrvalsdeildin QPR - MAN. UTD 0-2 0-1 Wayne Rooney (1.), 0-2 Michael Carrick (56.) ASTON VILLA - LIVERPOOL 0-2 0-1 Craig Bellamy (11.), 0-2 Martin Skrtel (15.). TOTTENHAM - SUNDERLAND 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (61.). MAN. CITY - ARSENAL 1-0 1-0 David Silva (53.). BLACKBURN - WBA 1-2 0-1 James Morrison (51.), 1-1 Scott Dann (71.), 1-2 Peter Odemwingie (88.). EVERTON - NORWICH CITY 1-1 0-1 Grant Holt (27.), 1-1 Leon Osman (80.). FULHAM - BOLTON WANDERERS 2-0 1-0 Clint Dempsey (31.), 2-0 Bryan Ruiz (33.). WIGAN ATHLETIC - CHELSEA 1-1 0-1 Daniel Sturridge (58.), 1-1 Jordi Gomez (87.). WOLVES - STOKE CITY 1-2 1-0 Stephen Hunt (16.), 1-2 Peter Crouch (69.) NEWCASTLE - SWANSEA 0-0 STAÐAN: Man. City 16 13 2 1 50-15 41 Man. United 16 12 3 1 37-14 39 Tottenham 15 11 1 3 31-18 34 Chelsea 16 10 2 4 34-19 32 Arsenal 15 9 2 4 31-23 29 Liverpool 16 8 5 3 20-13 29 Newcastle 16 7 6 3 21-19 27 Stoke City 16 7 3 6 18-25 24 Norwich City 16 5 5 6 25-29 20 Aston Villa 16 4 7 5 18-21 19 Fulham 16 4 6 6 18-18 18 Swansea City 16 4 6 6 16-20 18 WBA 16 5 3 8 16-24 18 Everton 15 5 2 8 16-19 17 QPR 16 4 4 8 15-28 16 Sunderland 16 3 5 8 18-19 14 Wolves 16 4 2 10 17-30 14 Wigan Athletic 16 3 4 9 15-30 13 Blackburn 16 2 4 10 23-36 10 Bolton 16 3 0 13 20-38 9 ÚRSLIT FÓTBOLTI Eftir að hafa spilað hundleiðinlegan fótbolta í marg- ar vikur sýndi Man. Utd loksins í gær hvað í liðinu býr. Það spil- aði hraðan og leiftrandi sóknar- fótbolta. Reyndar vann liðið aðeins 2-0 sigur en mörkin hefðu hæglega getað verið mikið fleiri enda óð United í færum og skaut meðal annars í þrígang í markstangir QPR-liðsins. Fyrra mark leiksins kom eftir aðeins 51 sekúndu. Rooney og Valencia léku vel sín í milli. Val- encia gaf fyrir og Rooney stang- aði knöttinn í netið. Michael Carrick átti síðan sjaldséðan sprett upp allan vall- arhelming QPR og skoraði með slöku skoti sem markvörður QPR hefði átt að verja. Reyndar var þetta ekki mikill sprettur. Meira gott hlaup en markið taldi. „Mér fannst frammistaða liðs- ins góð en ég var ekki ánægður með nýtinguna á færunum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn. „Við hefðum í raun átt að klára leikinn á fyrsta hálftímanum. Við óðum hreinlega í færum. Í heild var þetta samt flott frammi- staða.“ Ferguson hrósaði Michael Carr- ick sem var að skora sitt fyrsta mark í 70 leikjum. „Carrick klárar leikinn fyrir okkur og hann stóð sig frábær- lega. Hann er kominn í virkilega gott form og ég er verulega sátt- ur við hans frammistöðu. Hann og Phil Jones réðu algjörlega miðj- unni.“ - hbg Manchester United sýndi loksins flottan fótbolta er liðið sótti Heiðar Helguson og félaga í QPR heim: Stórskotahríð hjá United en aðeins tvö mörk FLJÓTUR AÐ SKORA Rooney kom Man. Utd yfir eftir aðeins 51 sekúndu með góðu skallamarki. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Jólin komu snemma hjá Wigan um helgina. Petr Cech, markvörður Chelsea, brá sér þá í gervi jólasveinsins og gaf Wigan mark sem skilaði þeim einu stigi gegn Chelsea. Hann hélt ekki frekar lausu skoti, Wigan náði frákastinu og skoraði. Andre Villas-Boas, stjóri Chel- sea, vildi ekki kenna markverð- inum alfarið um markið. „Það var röð mistaka sem leiddi til marksins. Wigan nýtti sér einbeitingarleysi okkar til þess að skora,“ sagði Villas-Boas sem vildi augljóslega ekki brjóta markvörðinn meira niður. - hbg Chelsea missteig sig: Cech gaf Wigan jólagjöf SVEKKTUR Cech gaf Wigan mark sem kostaði Chelsea tvö stig. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Liverpool vann mjög auð- veldan sigur á Aston Villa á Villa Park í gær. Liverpool réði lögum og lofum frá upphafi og 0-2 sigur ekki í neinni hættu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en líkt og áður í vetur voru markstangirnar að þvælast fyrir leikmönnum liðsins. Sigurinn engu að síður góður og bæði mörkin komu eftir horn- spyrnur. „Mér fannst þetta vera afar verðskuldaður sigur. Ekki bara skoruðum við mörk heldur vorum við einnig að láta markstangirnar hafa fyrir því eins og venjulega,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liver- pool, eftir leikinn. „Hjá okkur snýst allt um liðs- heild. Við sækjum saman og verj- umst saman. Það vinnst ekkert með því að annaðhvort vörn eða sókn sé góð. Við gerum allt saman hjá þessu liði.“ Stewart Down- ing, leikmaður Liverpool, lék sinn fyrsta leik gegn sínu gamla félagi og fékk heldur kaldar móttökur. „Það sem fór aðallega í taugarn- ar á þeim er hvað hann var góður. Stewart er frábær leikmaður.“ - hbg Aston Villa veitti Liverpool afar litla mótstöðu á heimavelli sínum í gær: Markstangirnar fyrir en samt sigur BENSÍNIÐ EKKI BÚIÐ Bellamy átti fínan leik með Liverpool í gær og skoraði annað marka liðsins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Man. City var búið að hrista af sér tapleikinn gegn Chel- sea í gær er það tók á móti sjóð- heitu liði Arsenal. Skytturnar frá Lundúnaborg hafa verið í miklu stuði síðustu vikur en mark Davids Silva slökkti á þeim. Leikurinn var mjög líflegur og bæði lið sóttu af miklum krafti. Þrátt fyrir nokkur álitleg færi tókst liðunum ekki að skora mark í fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik kom síðan markið sem réði úrslitum leiksins. Mario Balotelli átti fínt skot að marki sem Szczesny náði ekki að halda. Hann varði boltann út í teiginn og eftir smá hark um boltann féll hann fyrir fætur Silva sem mokaði honum yfir línuna af stuttu færi. Arsenal lagði allt undir til þess að jafna í lokin og þeir áttu klár- lega að fá vítaspyrnu þegar bolt- inn fór í hönd Micah Richards inni í teig. Phil Dowd dómari var full- komlega staðsettur en hann virt- ist skorta kjark til þess að dæma vítið. Í uppbótartíma átti Thomas Ver- maelen þrumuskot að marki City en Joe Hart varði vel. Þá var orðið ljóst að Arsenal myndi ekki skora í leiknum og það varð líka raunin. „Þetta er risasigur fyrir okkur. Við vanmátum ekki mikilvægi þessa leiks og erum gríðarlega sáttir við sigurinn,“ sagði Vincent Kompany, hinn sterki varnarmað- ur Man. City. „Við erum vanir að sækja mikið og skora mikið en það gekk ekkert að klára færin að þessu sinni. Við vörðumst líka vel og það var ánægjulegt að halda hreinu.“ Joe Hart, markvörður Man. City, hefur leikið vel með City í vetur og hann stóð svo sannarlega fyrir sínu í gær. „Það var pressa á okkur þar sem hið frábæra lið Man. Utd vann fyrr um daginn. Við náðum að ýta vonbrigðunum gegn Chelsea og í Meistaradeildinni til hliðar og náðum að komast aftur á toppinn. Þetta var mjög góður dagur,“ sagði brosmildur Hart eftir leik. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum svekktur yfir að fá ekkert úr leiknum en hans menn voru ansi nálægt því. „Það er erfitt að sætta sig við tap eftir mikla sigurhrinu. Sér- staklega þar sem við fengum tæki- færin til þess að skora. Við getum huggað okkur við að það voru mikil gæði í okkar leik að þessu sinni,“ sagði Wenger. „Það er gríðarlega svekkjandi að tapa svona leik en við megum ekki tapa trúnni á okkur sjálfa. Liðið sýndi framúrskarandi baráttu- anda í þessum leik og við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er ekkert annað í boði.“ Roberto Mancini, stjóri Man. City, sagði sigurinn hafa verið afar mikilvægan. „Eftir tapið gegn Chelsea mátti þessi leikur ekki tapast. Þetta var frábær leikur fyrir alla sem sáu og ég tel að sigur okkar hafi verið verðskuldaður.“ henry@frettabladid.is David Silva slökkti á skyttunum Spánverjinn David Silva skoraði eina mark leiks Man. City og Arsenal í gær. Leikurinn var hraður og skemmtilegur. Arsenal hefði hæglega getað fengið eitthvað úr leiknum. Arsenal átti að fá víti. ENDURKOMA SVEFNPOKANS Arsene Wenger, stjóri Arsenal, dró svefnpokann fram á nýjan leik en það skilaði ekki neinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HETJAN FAGNAR David Silva leyfði sér að fagna sigurmarkinu innilega í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.