Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGTannhvíttun MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 20112 Í öðru sæti. Bros leikkonunnar Bridget Moynahan er talið fullkomna fagra ásjónuna, brún augu og há kinnbein og ýta frekar undir kynþokkann. Í þriðja sæti. Hin brasilíska Gisele Bundchen er ein hæst- launaða fyrirsæta heims og er fallegt bros talið eiga sinn þátt í velgengninni. Tannlýsing eða tannhvítt-un er mjög vinsæl meðferð hjá öllum aldurshópum, en kannski sérstaklega hjá yngra fólkinu,“ segir Gunilla Skapta- son sem á og rekur AB Tann- læknastofuna við Laugaveg 101. Hún hvetur karla jafnt sem konur til að notfæra sér þessa tækni sem hún telur frábæra. Mikilvægt er að tannlýsing fari fram undir handleiðslu tann- læknis þar sem aðgerðin er inn- grip í tönnina. Tannlýsingarefnin sem notuð eru innihalda 22 pró- sent af svokölluðu hydrogen per- oxide geli sem einungis fagfólk á tannlæknastofunni hjá Gunillu ber á tennurnar með sérstakri tækni. „Tennurnar eru fyrst einangr- aðar frá tannholdinu, þar sem efni, sem er samstundis ljóshert, er borið á tannholdið til að verja það. Gelið er þá borið á tennurnar í þrjú skipti af venjulegri meðferð og látið vera í 20 mínútur á tönn- unum í hvert sinn. Hver meðferð tekur því í heild um 60 mínút- ur. Flúor er borinn á tennurnar á eftir, til að verja þær fyrir kuli.“ Brosið verður strax bjartara eftir fyrstu meðferð. „Efnabreyt- ingarnar halda þó áfram eftir að tannlæknastofan er yfirgefin og tennurnar lýsast áfram, jafnvel næstu 24 klukkustundirnar. Því er mjög mikilvægt að fólk haldi sig frá tóbaki, kaffi, kóki, f ljót- andi pensilínvökva, tómatsósu, rauðvíni og öllum sterkum litar- efnum og kryddi í mat og drykk í 48 klukkustundir.“ Til að viðhalda hvíttun að með- ferð lokinni skal nota tannlýs- ingartannkrem á kvöldin á frek- ar þurran tannbursta og skola sem minnst á eftir. Þá ber að nota tannþráðinn á undan burstun- inni. En er tannlýsing örugg? „Já, svo sannarlega!“ segir Gunilla. Hún segir hydrogenperoxidið í lýsing- arefninu orsaka efnabreytingar í glerungi tannanna sem geri það að verkum að steinefni sem sitja í honum brotni niður og þannig myndist lýsingin. Gunilla segir að áður en tann- lýsing fari fram þurfi tannlækn- ir að skoða í hvernig ástand tenn- ur viðkomandi eru. „Það þarf ekki að vera ýkja mikil skoðun en þó nauðsynleg. Ef viðkomandi er með gamlar dökkar fyllingar eða postulínskrónur sem þarf að end- urgera, þá lýsast hvorki fyllingar né postulínskrónur svo nauðsyn- legt er að gera áætlun með tann- lækninum. Ef loka þarf tannbil- um er einnig nauðsynlegt að gera tannlýsinguna áður og plana þá framkvæmdina með tannlækn- inum.“ Ýmsir möguleikar í boði Á AB Tannlæknastofunni við Laugaveg / Snorrabraut er boðið upp á tannlýsingar eða tannhvíttunarmeðferðir hjá Gunillu Skaptason tannlækni og eiganda stofunnar og Aleksöndru Bjelos tanntækni. Gunilla segir meðferðirnar njóta mikilla vinsælda en mikilvægt sé að þær séu gerðar af fagfólki. Gunilla Skaptason, tannlæknir og eigandi AB Tannlæknastofunnar til hægri og henni við hlið er Aleksandra Bjelos tanntæknir. Ef viðkomandi er með eina dekkri tönn, eftir högg og er rótfyllt (sjá framtönn á efri mynd), þarf hún lýsingarmeðferð á undan hinum. Útkoman sést á neðri mynd.Hér var tannbilinu lokað með plastfyllingarefni. Hér er dæmi um hvernig árangurinn er af lýsingarmeðferð. FYRIR FYRIR FYRIR EFTIR EFTIR EFTIR Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Fallegustu brosin í bransanum Fjöldi erlendra vefmiðla hefur tekið saman lista yfir Hollywood-stjörnur sem eiga fallegstu og björtustu brosin. Neðangreindar rötuðu oftar en ekki á blað. ÞESSAR KOMUST LÍKA Á LISTA: Kate Beckinsale Katherine Heigl Jennifer Garner Emma Roberts Megan Fox Í fyrsta sæti. Leikkonan Jessica Alba þykir vera með fallegasta brosið í bransanum. Perluhvítar tennur sem undirstrika vel brún augu og gyllt litaraft. Í fjórða sæti. Bandaríska leik- konan Scarlett Johansson er talin hafa einstaklega fallegt bros og þykkar varir sem mynda flotta umgjörð eru ekki taldar skemma fyrir. Í fimmta sæti. Sérfræðingar eru á því að enda þótt bandaríska leikkonan Rebecca Gayheart sé ekki með fullkomnar tennur sé brosið guðdómlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.