Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 27

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 27
TANNHVÍTTUN MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 Kynningarblað Meðferðir, möguleikar, algeng vandamál, fróðleikur og góð ráð.. Hvað hefur tannhvíttun verið lengi til?Sú aðferð sem er mest notuð í dag er rúmlega 20 ára gömul. Hún hefur vissulega verið þróuð og endurbætt á þessum tíma. Geta allir búist við mikilli breyt- ingu? Rannsóknir hafa sýnt að mik- ill meirihluti þeirra sem hvítta er ánægður með meðferðina. Ein rannsókn frá 2003 sýndi fram á að 98% voru ánægð með árangurinn. Þetta á við þau tilfelli þar sem um hefðbundnar „öldrunar“-litabreyt- ingar er að ræða. Það geta einnig verið aðrar sjaldgæfari orsakir fyrir dökkum lit á tönnum og er tann- hvíttun þá ekki jafn árangursrík í sumum tilvikum. En þá er hægt að grípa til annarra ráða. Fylgja einhverjar aukaverkan- ir meðferðinni? Getur tannhvíttun skaðað glerunginn? Algengasta vandamálið er við- kvæmni í tönnum. Það er oftast vægt en getur í einhverjum tilvik- um verið tímabundið vandamál. Það eru samt til leiðir til að minnka líkurnar á að þetta gerist og einn- ig er hægt að draga úr óþægindun- um með ákveðnum efnum. Ekki er talið að glerungurinn sjálfur geti skaddast ef farið er eftir fyrirmælum og meðferðin er framkvæmd með réttum hætti. Hins vegar ber að varast að ofnota heimahvíttunina. Best er að einstaklingurinn prófi að hvítta fyrst um sinn í stutta stund, ef til vill klukkutíma eða svo í fyrsta sinn. Ef það geng- ur vel má lengja tímann þangað til viðkomandi treystir sér til að sofa með skinnurnar. Það gefur besta árangurinn. Einnig ber að hafa í huga að yngra fólk er yfirleitt með viðkvæmari tennur og því ekki talið æskilegt að hvítta fyrr en fólk er komið yfir tvítugt. En það geta verið undantekningar frá þessu. Algengt er að fólk fari í sína fyrstu hvíttun eftir þrítugt. Sumir byrja þó fyrr og fer það að sjálfsögðu eftir tannlit og þeim kröfum sem fólk gerir til útlitsins. Ef sjúklingur verður var við ein- hver vandamál er best að hafa sam- band við sinn tannlækni og meta stöðuna. Hvernig virkar tannhvíttun? Talið er að virka efnið, sem er oftast karbamíð-peroxíð eða vetn- is-peroxíð, sundrist í smærri sam- eindir og gangi inn í tennurn- ar með því að smeygja sér inn um glufur sem eru í glerungnum og sundri efnasameindum sem orsaka litabreytingar í tönnum. Hvort er betra að hvítta með skinnum eða að fara í hraðhvíttun í tannlæknastól? Í langflestum tilvikum er hægt að ná mjög góðri hvíttun með heimahvíttun einni og sér. Hins vegar er mjög áhrifaríkt að byrja með hraðhvíttun og síðan að halda áfram með lýsingarskinnur til að klára meðferðina. Nýlega hefur verið þróuð ein- föld aðferð sem gerir hraðhvíttun bæði þægilegri fyrir sjúkling og árangursríkari. Við höfum boðið viðskiptavinum okkar upp á að sameina þessar tvær leiðir í einn pakka til að ná góðum og hröðum árangri. Stundum hefur hraðhvíttun með ljósum verið áberandi í um- ræðunni. Eins og Tannlæknafé- lagið hefur bent á er ekkert sem- bendir til þess að það sé árangurs- ríkari meðferð en sumir hafa samt trú á þessu. Eru til aðrar leiðir til að hvítta tennur? Við höfum margar aðferðir til að breyta lit og útliti tanna. Stundum er nauðsynlegt að setja plastfyll- ingar, postulínsfacettur eða jafn- vel krónur á framtennurnar til að ná þeim árangri sem sjúklingur óskar. Hvað þarf að hvítta oft til að ná góðum árangri? Ef heimahvíttun er notuð er oft- ast þörf á 7-14 skiptum. Í sumum tilvikum þarf enn lengri tíma. Það fer einnig eftir því hversu lengi efnið er notað í hvert skipti. Hrað- hvíttun eina og sér þarf oftast að endurtaka oftar en einu sinni til að ná sambærilegum árangri. Þarf að endurtaka meðferðina með vissu millibili? Algengt er að fólk eigi efni til að hvítta og endurtaki meðferðina í nokkra daga í senn einu sinni á ári. Vegna þess er gott að eiga þess- ar skinnur og grípa til þeirra ef lit- urinn fer að færast í fyrra horf. Þá dugar oftast að hvítta í 2-4 skipti. Skinnurnar sjálfar endast afar vel. Geta allir hvíttað? Ekki er mælt með tannhvíttun ef konur eru ófrískar eða með börn á brjósti. Einnig getur verið varasamt að hvítta ef fólk er með mjög við- kvæmar tennur eða með meðfædda glerungs- eða tannbeinsgalla. Mikil ánægja með skínandi bros Þórður Birgisson rekur tannlæknastofuna Hvítt bros í Ármúla 23 og Breiðumörk 18 í Hveragerði. Áhugamál hans þegar kemur að tannlækningum eru tannhvíttun, fegrunartannlækningar og Cerec-postulínsfyllingar. Þórður segir flesta afar ánægða með úkomuna. MYND/ANTON Dæmigerð breyting eftir hvíttun. Hér sést hvernig tannhvíttun í tannlæknastól er framkvæmd. Talsverð breyting fæst með hraðhvíttun en meðferð er síðan lokið með Algengt er að silfurfyllingar í jöxlum eða forjöxlum gefi tönnunum gráleitari blæ. Þá er eina ráðið til að bæta brosið að skipta þeim út fyrir plast- eða postulínsfyllingar. Eftir að fyllingarnar voru fjarlægðar sést vel hversu mikilar tannskemmdir voru þar. Eftir að tannskemmdir voru hreinsaðar voru í þessu tilviki settar Cerec- postulínsfyllingar og krónur. Kosturinn við þessa aðferð er sá að hægt er að klára meðferðina í einni heimsókn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.