Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 24

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 24
19. desember 2011 MÁNUDAGUR24 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Jóhönnu Valdimarsdóttur áður til heimilis að Haðalandi 15, Reykjavík, sem lést mánudaginn 21. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýju. Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir Benóný Eiríksson Svanhildur Agnarsdóttir Hafliði S. Magnússon Agnar Rúnar Agnarsson Guðlaug Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, Sigurðar Ólafssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar og krabbameinsdeilda Landspítalans. Dóra Thorsteinsson Matthías Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Hjördís Smith Ólafur Sigurðsson Sverrir Ólafsson Hulda Stefánsdóttir Björk Ólafsdóttir Hörður Már Gylfason Geir Thorsteinsson Halldóra Æsa Aradóttir Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Jón Freyr Finnsson Ráðagerði, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 13. desember á deild B-2 Landspítalanum Fossvogi. Útför hans verður gerð frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 19. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á SOS barnaþorpin og líknarfélög. Jónína Ragnarsdóttir Finnur Jónsson Grétar Elías Finnsson Hildur Elín Geirsdóttir Freyja Finnsdóttir Henrik Andersen og systkinabörn Móðir okkar, tengdamóðir,amma og langamma, Ólafía Guðmundsdóttir frá Böðmóðsstöðum, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. desember. Jarðsungið verður frá Grensáskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Inga K. Guðmundsdóttir Bjarni Guðmundsson Þórdís K. Guðmundsdóttir Pálmar Guðmundsson Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæra Ágústa R. Júlíusdóttir áður til heimilis að Fornhaga 17, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju mánu- daginn 19. desember kl. 15. Starfsfólki Sóltúns eru færðar þakkir fyrir frábæra umönnun. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á hjúkrunarheimilið Sóltún. Sigurður Júlíusson Hulda Sigurðardóttir Hólmfríður Júlíusdóttir Elín Pálmadóttir Sólveig Pálmadóttir Helga Pálmadóttir Helgi G. Samúelsson frændsystkin og ömmubörn. timamot@frettabladid.is „Þetta er óbeint framhald fyrri bók- arinnar, Galdrasteinsins, sem kom út fyrir tveimur árum,“ segir Harpa Dís Hákonardóttir, höfundur barna- bókarinnar Fangarnir í trénu, sem komin er út hjá Sölku. „Sögurnar ger- ast báðar í Álfheimum og fjalla um mennska stelpu sem fer til Álfheima og uppgötvar að álfarnir þurfa hjálp frá henni.“ Harpa Dís er aðeins 18 ára, byrjaði að skrifa um tíu ára aldur en segist ekk- ert endilega hafa ætlað að verða rithöf- undur þegar hún yrði stór. „Ég hef lesið mikið af ævintýrum og hef mjög gaman af þeim. Finnst gaman að skálda eitt- hvað upp og sögurnar hafa bara orðið til í framhaldi af því. En það sem eigin- lega ýtti mér af stað í alvöru var að ég byrjaði snemma að senda smásögur í keppnir fyrir börn og þegar ég var tólf ára lenti ég í öðru sæti í ljóða- og smá- sagnakeppni sem Æskan og RÚV stóðu fyrir. Skriftirnar voru samt áfram bara áhugamál alveg þangað til ég var búin að klára Galdrasteininn. Þá langaði mig að fara lengra með hana og sjá hvort maður gæti fengið gefna út sögu þótt maður væri bara sextán ára.“ Galdrasteinninn fékk góðar viðtök- ur og Harpa Dís vonast til þess sama með Fangana í trénu. Ætlar hún að halda áfram að skrifa um þessar pers- ónur? „Já, ég er komin með hugmynd að þriðju bókinni, þannig að þetta verður þríleikur,“ segir hún. „Ég er ekki byrjuð að skrifa hana en er með söguþráðinn í huganum og ætla að setjast niður núna í jólafríinu og byrja að skrifa.“ Rithöfundarstarfinu fylgir mikill erill í kjölfar útgáfu og Harpa Dís hefur lesið upp úr Föngunum í trénu í sjö grunnskólum undanfarna viku, stund- um fyrir fimm bekki í hverjum skóla. Er hún ekkert orðin þreytt á þessu? „Nei, nei, þetta er oftast bara mjög skemmtilegt,“ segir hún. „En það verð- ur samt gott að komast í jólafrí. Ég ætla að byrja á því að baka smákökur og svo bara hvíla mig og lesa góðar bækur.“ Hverjir eru uppáhaldshöfundarn- ir? „Ég er mjög hrifin af Astrid Lind- gren, Guðrúnu Helgadóttur og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Ég er lítið farin að lesa bækur fyrir fullorðna, en er að lesa Ungfrúna góðu og húsið eftir Hall- dór Laxness núna og nýbúin með Sjálf- stætt fólk. Mér finnst Laxness mjög góður höfundur.“ Heldurðu að þú farir að skrifa fullorðinsbækur þegar þú ert búin með þríleikinn úr Álfheimum? „Já, ég get alveg hugsað mér það ef það kemur einhver góð hugmynd til mín.“ Bróðir Hörpu Dísar er Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður, og hann og pabbi þeirra, Hákon Sigur- grímsson, lesa yfir handrit bókanna áður en hún sendir þær til útgefenda. Breytir hún miklu eftir yfirlesturinn? „Ég breyti því sem ég er sammála um að þurfi að breyta, en Grímur vill stundum breyta of miklu og þá segi ég stopp.“ fridrikab@frettabladid.is HARPA DÍS HÁKONARDÓTTIR: SENDIR FRÁ SÉR BÓK NÚMER TVÖ ÁTJÁN ÁRA Er komin með hugmynd að þriðju bókinni um Álfheima ÞRIÐJA BÓKIN Í KOLLINUM Harpa Dís Hákonardóttir, höfundur Fanganna í trénu, er þegar komin með hugmynd að lokabók þríleiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARIANNE FAITHFULL söngkona er 65 ára „Uppreisn er það eina sem heldur í manni lífinu.“ Forsætisráðherrar Bretlands og Kína, þau Margaret Thatcher og Zhao Ziyang, skrifuðu undir samkomulag í Peking 19. desember 1984, um að Bretar afsöluðu sér yfirráðum yfir Hong Kong. Frá og með 1. júlí árið 1997 myndu borgin og þær sex millj- ónir sem þar bjuggu tilheyra Kínverska alþýðulýðveldinu. Samkomulagið markaði endalok 155 ára yfirráða Breta í Hong Kong og Thatcher sagði við þetta tilefni að það væri við hæfi að fyllast stolti og bjartsýni á framtíðina á þessu sögulega augnabliki. Athöfnin fór fram í Höll fólksins í Peking að viðstöddum forseta Kínverska alþýðulýðveldisins, Deng Xiaoping, sem lengi hafði barist fyrir endurheimt Hong Kong. ÞETTA GERÐIST: 19. DESEMBER 1984 Bretar afsala sér Hong Kong Merkisatburðir 19. desember 1821 Eldgos hefst í Eyjafjallajökli, sem aldrei hafði gosið fyrr á sögulegum tíma. 1901 Stórbruni verður á Akureyri. Fimmtíu manns verða heimilis lausir er tólf hús brenna. 1943 B-25 sprengiflugvél lendir á hvolfi skammt sunnan við Grandaveginn í Reykjavík í aðflugi að flugvellinum í Vatns- mýrinni. Þrír hermenn farast. 1969 Alþingi samþykkir að Ísland gangi í EFTA frá og með 1. mars 1970. 1992 Kvikmyndin Karlakórinn Hekla er frumsýnd. 65

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.