Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGTannhvíttun MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 20114
GEGN
TANNKULI
COLGATE SENSITIVE PRO-RELIEF VIRKAR
STRAX OG KEMUR Í VEG FYRIR TANNKUL.
SPURÐU TANNLÆKNINN ÞINN
TENNURNAR HVÍTTAÐAR
HEIMA
● Margt hefur verið reynt til að hvítta tennur á nátt-
úrulegan hátt. Sumar aðferðirnar virka ágætlega á
meðan aðrar eru beinlínis varhugaverðar.
● Að bursta tennur upp úr sítrónusafa hefur verið
nefnt sem árangursrík leið til hvíttunar tanna, en sú
leið þykir einnig sú versta því súr safinn fer illa með
glerung tannanna.
● Maukuð jarðarber hafa einnig verið nefnd góð til
hvíttunar en þeim fylgir sami skaði og
sítrónum.
● Blanda af matarsóda og salti hefur
lengi verið vinsælust til hvítunnar í
heimahúsum og getur raunverulega fjar-
lægt bletti af tönnum, ásamt því að drepa
tannsýkla og draga úr sýru sem skaðað getur
glerunginn.
● Þá virkar grænmeti eins og sellerí, gulrætur,
spergilkál og agúrkur sem náttúrulegur fægilögur
og virka eins og litlir tannburstar sem skrúbba burtu
bletti af tönnum.
HVAÐ RÆÐUR LIT TANNA
Litur tannanna ræðst upp-
haflega af lit tannbeinsins og lit
glerungsins. Tannbeinið er ljóst
á litinn, beinhvítt eða gráhvítt en
glerungurinn hylur þann hluta
tannbeinsins sem stendur upp
úr. Hann getur verið í allt frá
ljósgulum lit og yfir í gráhvítan.
Glerungurinn er hálfgagnsær svo
litur tannbeinsins hefur einnig
áhrif á það hvernig tönnin er á
litinn. Þá dökkna tennur með
aldrinum og svo getur það sem
við borðum litað tennurnar, svo
sem bláber, rauðvín, kaffi te og
tóbak. Litinn má bursta af en
með tímanum berst hann inn
í glerunginn og litur tannanna
dökknar.
Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands.
Kaffi og tedrykkja getur litað tenn-
urnar.
MIKILVÆG FORVÖRN
Notkun tannþráðar er
verulega ábótavant hjá Íslend-
ingum en einungis 24 prósent
kvenna og 12 prósent karla nota
tannþráð daglega samkvæmt
niðurstöðum rannsóknarinnar
Heilsa og líðan Íslendinga frá
árinu 2007. Notkun hans er
samt sem áður afar mikilvæg og
spornar gegn tannskemmdum
og slæmri lykt.
Tannbursti nær jafnan ekki til
nema þriggja af fimm hliðum
tannanna og því er nauðsynlegt
að nota tannþráð. Að öðrum
kosti er hætt við bólgum í tann-
holdi og tannskemmdum. Með
því að nota tannþráð á hverjum
degi er hægt að draga umtals-
vert úr hættu á tannskemmdum
og spara sér háar fjárhæðir. Góð
venja er að nota tannþráðinn
fyrst og bursta svo. Brosið verður
samstundis hreinna og frísklegra.
Brosið verður skínandi og frísklegt.