Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 4

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 4
19. desember 2011 MÁNUDAGUR4 DÓMSMÁL Tveir bæjarfulltrúar í Kópavogi sem ákærðir eru fyrir brot í starfi sem stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópa- vogsbæjar ætla ekki að víkja sæti þrátt fyrir ákæruna. Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrverandi framkvæmdastjóra og fimm fyrrverandi stjórnar- menn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir að veita Kópavogsbæ ólögmætt lán og að veita Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. Ákærð eru þau Sigrún Braga- dót t ir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi stjórn- arformaður, og stjórnarmennirn- ir fyrrverandi Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundardóttir. Gunnar og Ómar sitja sem bæjarfulltrúar, en ætla ekki að víkja sæti þrátt fyrir ákæruna. „Það er ekki búið að dæma mig, ég er ekki sekur, en fyrst ákveðið var að ákæra bíð ég eftir því að því ferli ljúki,“ segir Gunnar. Óma r seg i r ekki hafa komið til greina að v í k j a s e m bæjar fulltrúi á þessu stigi málsins. „Ekki fyrr en dómur er fallinn, þá skoða ég hvern- ig staðan er.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Ákæran snýst um lánveitingar frá haustinu 2008 til Kópavogs- bæjar sem námu 500 til 600 millj- ónum króna þegar mest var. Lánin fóru á þeim tíma upp í allt að 20 prósent af eigum sjóðsins, en sam- kvæmt lögum mátti hlutfallið ekki vera hærra en tíu prósent. „Við vorum einfaldlega að bjarga fjármunum sjóðsins og skattborgaranna í ástandi sem átti engan sinn líka í íslenskri efnahagssögu. Við vorum ekki að gera neitt annað en aðrir líf- eyrissjóðir og bankakerfið á þess- um tíma,“ segir Gunnar I. Birgis- son. „Við geymdum peningana í bæjarsjóði meðan þetta fárviðri gekk yfir.“ „Þetta er með ólíkindum, við vorum ekki að fela neitt í málinu,“ segir Gunnar. Hann segir Fjár- málaeftirlitið hafa lagt blessun sína yfir lánið til bæjarins í ljósi ástandsins. Það kannast stjórn- endur eftirlitsins ekki við. Í yfirlýsingu sem Flosi sendi fjölmiðlum á föstudagskvöld viður kennir hann að lánin hafi verið „á svig við reglur“, en segir að hagsmuna sjóðsfélaga hafi verið gætt og engir fjármunir tapast. „Á þessum tíma, vikurnar eftir bankahrunið, var ekki mörg- um öruggum valkostum til að dreifa og lán til Kópavogs- bæjar voru eins trygg og hugsast gat,“ segir Flosi. Hann segir rangar fullyrðingar í bréfi til Fjármálaeftir- litsins hafa verið á ábyrgð stjórnar- formanns og framkvæmda- stjóra sjóðs- i n s , o g hvorki sett- a r fra m með v it- u n d n é vilja ann- arra stjórn- armanna. brjann@ frettabladid.is Við vorum einfaldlega að bjarga fjármunum sjóðsins og skattborgaranna í ástandi sem átti engan sinn líka í íslenskri efnahagssögu. GUNNAR I. BIRGISSON BÆJARFULLTRÚI Í KÓPAVOGI Bæjarfulltrúar víkja ekki þrátt fyrir ákæru Fyrrverandi stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs eru ákærð fyrir að hafa veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán. Einnig ákærð fyrir að veita FME rangar upplýsingar. Vorum að bjarga fjármunum segir einn ákærðu. ÓMAR STEFÁNSSON GUNNAR I. BIRGISSON FLOSI EIRÍKSSON LÖGREGLUMÁL Ungur drengur varð viðskila við foreldra sína í Jólaskóginum í Heiðmörk seinnipartinn í gær. Drengurinn gekk alls sex kílómetra leið að húsi á Vatnsenda þar sem hann knúði dyra og lét vita af sér. Alls urðu þrjú börn viðskila við foreldra sína í jólatrésleit í Heiðmörk í gær. Hin börn- in tvö fundust áður en kallað var til aðstoðar lögreglu og leitarsveita. „Þetta hefur ekki komið fyrir áður að börn týnist. Svo voru þau þrjú í dag,“ sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur, í gær. Aðstæður voru slæmar í Heiðmörk í gær; slydda, rok og erfið færð. Starfsmaður Skóg- ræktarinnar, sem er vanur björgunarsveitar- maður, fann slóð drengsins utan við þekktar leiðir í skóginum og hafði rakið hana rúman kílómetra þegar drengurinn lét vita af sér. „Vanur björgunarsveitarmaðurinn átti í vissum erfiðleikum með leiðina sem drengur- inn gekk,“ bætti Helgi við. Björgunarsveitinni var gert viðvart og setti hún af stað víðtæka leit að drengnum vegna slæmra aðstæðna. „Það er gott að ekki fór verr,“ sagði Helgi að lokum. - bþh Björgunarsveit leitaði að dreng sem varð viðskila við foreldra sína í skógræktarlandi í gær: Þrjú börn týndust í Jólaskóginum í Heiðmörk JÓLASKÓGURINN Fólki býðst að fella sín eigin jólatré í skógræktarlandinu í Heiðmörk og gera úr því góðan dag með fjölskyldunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fullt verð: 69.900 kr. Öflugur 700 W mótor. Blandari og grænmetiskvörn fylgja með. GENGIÐ 16.12.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,1696 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,87 122,45 189,40 190,32 158,79 159,67 21,359 21,483 20,363 20,483 17,562 17,664 1,5636 1,5728 187,47 188,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 3° 3° 4° 2° 0° 5° 5° 22° 7° 13° 7° 22° -2° 5° 14° 1°Á MORGUN Víða 10-15 m/s, hægari inn til landsins. MIÐVIKUDAGUR Hvasst við S-ströndina , hægari N-til. 1 -1 -2 -3 -4 1 1 2 0 4 -6 9 10 6 7 5 7 4 6 5 13 5 0 -3 -6 -5 -4 2 -4 -5 -2 3 JÓLASNJÓR? Margir vonast eftir hvítum jólum en veðurspáin næstu daga dregur því miður úr þeirri von hjá íbúum S- og SV-lands. En skjótt skipast veður í lofti og enn er von! Í öðrum landshlut- um er nokkuð víst að jólin verði hvít enda spáir áfram frosti þar. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SAMGÖNGUR Herjólfur siglir til Þorlákshafnar mánudag til fimmtudags, 19. til 22. desember, vegna óhagstæðrar ölduspár fyrir Landeyjahöfn. Þetta kemur fram á vefsíðu Eimskips. Brottför frá Vestmannaeyj- um er klukkan 8.00 og 15.30 og frá Þorlákshöfn klukkan 1.45 og 19.15. Þá er vakin athygli á að hálka er víða á Hellisheiði og í Þrengslum og að fólk skuli ætla sér góðan tíma í akstur til og frá viðkomustöðum Herjólfs. - rat Of mikil ölduhæð: Herjólfur til Þorlákshafnar SKÓGRÆKT Dorrit Moussaieff for- setafrú valdi jólatré Tinnu Otte- sen sem best skreytta jólatréð í gær. Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir keppninni og fékk sex myndlistarmenn og hönnuði til að taka þátt. Tré Tinnu er skreytt rauðu vaxi og þótti Dorrit það fallegast úr hópi fimm trjáa. Trén verða til sýnis á jólatrés- markaði Skógræktarfélagsins í dag og á morgun. Trén verða svo gefin til góðgerðarfélaga í vik- unni. - bþh Tré skreytt vaxi best skreytt: Dorrit valdi flottasta tréð LYKTAR VEL Tré Tinnu var skreytt rauðu vaxi á endum greinanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Tuttugu og fjórir einstak- lingar hlutu íslenskan ríkis- borgararétt á föstudaginn þegar Alþingi samþykkti frumvarp alls- herjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Fjörutíu og tvær umsóknir höfðu borist nefndinni á haustþingi. Meðal þeirra sem hlutu ríkis- borgararétt er Siim Vitsut, rúm- lega tveggja ára sonur Hannesar Þórs Helgasonar, sem féll fyrir morðingjahendi á síðasta ári, og sonarsonur Helga Vilhjálmssonar í Góu. Þá hlaut Mehdi Kavyan- poor, sem fæddur er árið 1958 í Íran, ríkisborgarrétt. - rat Alþingi samþykkti frumvarp: 24 fengu ríkis- borgararétt DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir umfangsmikil fjár- svik upp á rúmlega hálfa milljón króna. Á árinu 2008 sveik maðurinn eða reyndi að svíkja út vörur og þjónustu hjá fjarskiptafyrirtæki í 23 skipti að andvirði tæplega 170 þúsund. Stolið greiðslukort notaði hann í 27 skipti til viðbótar í „við- skiptum“ sínum við ýmis fyrir- tæki og verslanir. Með því sveik hann út tæplega 230 þúsund krón- ur. Svo mætti áfram telja. Að auki var hann dæmdur fyrir að stela slatta af nautalundum og öðru kjöti. - jss Stal slatta af nautalundum: Í fangelsi fyrir fjársvik og stuld HERJÓLFUR Vegna óhagstæðrar öldu- spár fyrir Landeyjahöfn siglir Herjólfur til Þorlákshafnar næstu daga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.