Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 62
19. desember 2011 MÁNUDAGUR46
BenQ 24” LCD skjár
Tilboð 34.900 kr.
HP 63 ,5 15 6”
Tilboð 69.900 kr.
- Við þekkjum tölvur
REYKJAVÍK Ármúli 11
REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES
Tölvuhjálp
- engar áhyggjur!
Við komum heim til þín með nýju tölvuna og
etjum hana upp fs yrir þig fyrir aðeins 4.990 kr.
ef keypt með nýrri tölvu.
Samsung Galaxy Tab 8,9”
Tilboð 99.900 kr.
HP borðtölva og 21,5” skjár
Tilboð 139.900 kr.
MacBook Air 11”
Tilboð 169.900 kr.
Vörunúmer: BL2400 Vörunúmer: Galaxy-WiFi-8.9
Vörunúmer: Z0MFVörunúmer: HP G5470sc + HP s2231a
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Ég mundi segja að það væri
klassíkin Mad Men. Búningarnir
eru fallegir og fólkið líka. Svo er
kvikmyndatakan flott og þætt-
irnir ná að fanga tíðarandann
vel.“
María Björg Sigurðardóttir, búningahönn-
uður og annar stofnenda fatamerkisins
Klukku.
„Ég sé ekki alveg mig, konuna og litlu
borða heilan kalkún. Samt, maður veit
aldrei, dóttirin virðist hafa erft matarlyst
föðurins,“ segir Ólafur Darri Ólafsson.
Leikarinn hefur fengið lofsamlega dóma
fyrir þátt sinn í uppfærslu Royal Shake-
speare-leikhússins á Hróa hetti og mun
halda upp á jólin með fjölskyldunni í Lond-
on, enda að sýna átta sýningar yfir jóla-
hátíðina sjálfa. Ólafur viðurkennir að þetta
takið eilítið á, það braki í kroppnum og
röddinni fram yfir hádegi á hverjum degi.
Ólafur kvartar hins vegar ekki því leik-
húsið virðist hafa yfir töluverðum fjár-
munum að ráða; raddþjálfarar, sjúkraþjálf-
arar, nuddarar og hreyfiþjálfarar eru á
launum hjá því allt árið til að fylgjast með
leikurum og hjálpa þeim í vinnunni. „Mér
er því farið að líða svolítið eins og knatt-
spyrnumanni eða veðhlaupahesti vegna
þjónustunnar.“
Ólafur hefur verið í Englandi síðan í lok
september, fyrst í London en svo í Strat-
ford þar sem leikhúsið er. Til að byrja
með var sýningin hálfgerð Íslendinganý-
lenda; Gísli Örn Garðarsson var leikstjóri,
Högni Egilsson sá um tónlistina, Selma
Björnsdóttir var aðstoðarleikstjóri og
Börkur Jónsson hannaði leikmyndina. „Við
buðum samstarfsfólki okkar upp á íslenska
matarveislu. Ég þurfti aðeins að skreppa
til Íslands vegna Djúpsins og kom heim
klyfjaður af brennivíni og hákarli. Ég var
stoltur af meðleikurum mínum þegar þeir
kyngdu hverjum hákarlsbitanum á eftir
öðrum.“ - fgg
Ólafur eldar kalkún í Englandi
FER Á KOSTUM Ólafur Darri hefur fengið lofsamlega dóma fyrir
leik sinn í sýningu Royal Shakespeare-leikhússins á Hróa hetti.
Hann verður í Englandi yfir jólin með fjölskyldunni.
„Hann var virkilega ljúfur maður og gaf okkur
geisladiska og plaköt,“ segir Craig Murray,
ástralskur aðdáandi Páls Óskars Hjálmtýssonar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu hefur
Páll Óskar lengi verið í uppáhaldi hjá Murray sem
ásamt sambýlismanni sínum, Daryl Brown, er stadd-
ur hér á landi til að drekka í sig jólastemninguna og
fara á tónleika með Frostrósum á Akureyri.
Craig og Daryl vöktu mikla athygli þegar þeir
óskuðu eftir því að fá að hitta Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra, eins og Fréttablaðið greindi
frá. Forsætisráðuneytið varð ekki við bón þeirra en
Páll hikaði ekki eitt andartak þegar Craig lýsti því
yfir að hann vildi mjög gjarnan hitta hann og bók-
aði stefnumót við þá félaga í anddyri 1919-hótels-
ins við Pósthússtræti. Að sögn Craigs kom Páll þeim
verulega á óvart og var nýbúinn að kveðja þá félaga
þegar Fréttablaðið náði tali af Craig eftir rúmlega
klukkutíma langan fund. „Þetta hefði aldrei gerst
í Ástralíu, að einhver gæfi sér svona langan tíma í
að sinna aðdáendum. Páll sagðist hafa verið búinn
að skipuleggja ferð til Ástralíu þegar bankahrunið
varð og að það væri á dagskránni í náinni framtíð að
heimsækja landið,“ segir Craig sem heldur af landi
brott þann 22. desember. - fgg
Fengu geisladiska og plaköt
GOTT ÞRÍEYKI Darryl Brown, Páll Óskar og Craig Murray áttu
góðan fund í anddyri 1919-hótelsins við Pósthússtræti. Páll gaf
þeim félögum bæði plaköt og geisladiska. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég hef engar róttækar hugmynd-
ir en samt einhverjar, ég á bara
eftir að leggjast yfir þær og ræða
við Ásgrím Sverrisson [dagskrár-
stjóra],“ segir Hrönn Sveinsdóttir,
nýráðinn framkvæmdastjóri lista-
bíósins Bíó Paradísar.
Hrönn hefur undanfarin ár
starfað sem siðameistari hjá sendi-
ráði Bandaríkjanna í Reykjavík, en
starfið felst meðal annars í því að
sjá til þess að öllum starfsreglum
sé framfylgt varðandi samskipti á
alþjóðavettvangi.
Hrönn tekur við af Lovísu Óla-
dóttur um áramótin og segist ekki
geta hugsað sér betra starf. Amma
hennar hafi unnið í Austurbæjar-
bíói í þrjátíu ár og þar hafi hún
nánast alist upp. „Þetta er eitt það
skemmtilegasta sem ég gæti gert.
Og þetta er náttúrulega ekki bara
eitthvert bíó heldur Bíó Paradís,“
segir Hrönn. Amma hennar var
orðin það órjúfanlegur hluti af
starfi Austurbæjarbíós að hún var
fengin til að leika í stuttu atriði,
sem gerðist í bíóinu, í kvikmynd-
inni Punktur, punktur, komma,
strik.
Nafn Hrannar var á allra vörum
í kringum heimildarmynd hennar
Í skóm drekans, sem var frum-
sýnd 2002 og fjallaði um þátttöku
hennar í Ungfrú Ísland.is. Myndin
vakti miklar deilur og Hrönn fékk
hálfpartinn nóg af öllu moldviðr-
inu. Hún flutti til vesturstrandar
Bandaríkjanna til systur sinnar.
„Þetta varð allt svo tryllt, allir
voru annaðhvort brjálæðislega
miklir stuðningsmenn eða alfarið
á móti. Mér sjálfri stóð hins vegar
eiginlega alveg á sama.“ Hún eyddi
nokkrum árum í flakk og flandur,
fór meðal annars til Indlands, en
ákvað loks að setjast að í New York
þar sem hún lærði meðal annars
kvikmyndagerð og tók BA-próf
í stjórnmálafræði með áherslu á
alþjóðastjórnmál. Auk þess vann
hún á lögfræðistofu í Suður-Brook-
lyn fyrir fólk sem hefur ekki efni
á lögfræðingum. „Það var mjög
skrautlegur tími með mjög skraut-
legu fólki.“
Hrönn kynntist bandarískum
manni og saman fluttu þau til
Íslands árið 2007, með vasana fulla
af dollurum sem þá voru eiginlega
verðlaus pappír. „Korteri eftir að
við lentum á Íslandi komst ég að
því að ég var ólétt og við keypt-
um okkur íbúð á erlendum lánum.
Þetta er sennilega það gáfulegasta
sem ég hef gert.“
freyrgigja@frettabladid.is
HRÖNN SVEINSDÓTTIR: AFTUR Í HEIM KVIKMYNDANNA EFTIR ÚTLEGÐ
Siðameistari bandaríska
sendiráðsins til Paradísar
SNÝR AFTUR Í KVIKMYNDIR Hrönn Sveinsdóttir segist ekki geta hugsað sér betra starf
en að reka bíó. Hún á ekki langt að sækja þann hæfileika því amma hennar vann í
Austurbæjarbíói í þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýjasta bók Arnaldar Indriðason-
ar, Einvígið, hefur verið seld til
Þýskalands, Frakklands og Hol-
lands. Það þarf ekki að koma nein-
um á óvart því lesendur í þessum
löndum hafa haldið mik-
illi tryggð við íslenska
glæpasagnakóng-
inn og bækur hans
sitja iðulega í efstu
sætum metsölulista
þar. „Sem dæmi
má nefna að Myrká
var vikum saman í
efsta sæti franska
listans fyrr á
árinu og
nú
um daginn átti sama bók sæti ofar-
lega á þýska kiljulistanum,“ segir
Erla Björg Gunnarsdóttir, kynn-
ingarstýra Forlagsins.
Einvígið er fimmtánda bók Arn-
aldar en að þessu sinni fær Erlend-
ur Sveinsson, lögreglumaðurinn
snjalli, frí. Hins vegar er sjón-
um beint að Marion Briem
sem er nokkurs konar læri-
meistari Erlendar og í bak-
grunni er hið sögufræga ein-
vígi Boris Spassky og Bobby
Fischer í Laugardalshöll árið
1972. - fgg
Einvígið selt út
VINSÆLL
Nýjasta bók
Arnaldar
Indriðasonar
kemur út í
Þýskalandi,
Frakklandi
og Hollandi.