Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 48
19. desember 2011 MÁNUDAGUR32
Þýski listamaðurinn Gert
Hof vill lýsa upp íslenskan
jökul, annað hvort á næsta
ári eða 2013. Framkvæmda-
stjóri verkefnisins segir
öflug samtök í umhverfis-
málum koma að verkinu.
„Hann kolféll fyrir jöklinum,
sem er náttúrulega epískur
eins og grískt svið,“ segir Páll
Ásgeir Davíðsson, en þýski lista-
maðurinn Gert Hof hyggst lýsa
upp Svínafellsjökul, annað hvort
næsta haust eða vorið 2013.
Markmiðið er einfalt; að vekja
fólk til umhugsunar um loftlags-
breytingar, áhrif þeirra á vatn og
þar af leiðandi bráðnun jökla.
Gert Hof heimsótti Ísland í maí
á síðasta ári eins og fram kom í
Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig
um og líta á hentuga jökla. Fram
kom í fréttinni að Snæfellsjökull
kæmi sterklega til greina sem
hentugur staður, Hof var ákaf-
lega hrifinn af honum en niður-
staðan varð að lokum Svínafells-
jökull í Vatnajökulsþjóðgarði.
Páll, sem er framkvæmdastjóri
verkefnisins, segir að verið sé að
vinna í að tryggja grunnfjár-
mögnun verkefnisins og hann
gerir sér vonir um að þeirri vinnu
ljúki á allra næstu vikum. Meðal
annarra sem koma að verkinu
eru Bergljót Arnalds, sem er tón-
listarstjóri verkefnisins, Nort-
hern Lights Energy, Saga Film
og aðilar innan íslensku ferða-
þjónustunnar. „Við höfum fengið
til liðs við okkur öflug alþjóðleg
samtök í umhverfismálum og sér-
fræðinga á heimsmælikvarða.“
Gert Hof er einn merkasti
listamaður samtímans og verk
hans ná til hundraða milljóna
manna hverju sinni. Hann hefur
lýst upp Rauða torgið í Moskvu
Gert Hof langar til að
lýsa upp Svínafellsjökul
MEISTARAVERKIÐ
Gert Hof, einn frægasti samtíma-
listamaður Þjóðverjar, vill lýsa upp
Svínafellsjökul til að vekja fólk til
umhugsunar um hlýnun jarðar
og áhrif hennar á vatn. Páll Ásgeir
Davíðsson er framkvæmdastjóri
verkefnisins, en grunnfjármögnun
þess er langt á veg kominn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Leonardo DiCaprio er kominn
með nýja stúlku upp á arminn og
er sú fyrirsætan Erin Heatherton.
Parið sást nýverið njóta verðursins
og selskaps hvors annars í garði
Vaucluse House í Sydney.
Heatherton er tuttugu og
tveggja ára gömul og fædd og
uppalin í Illinois í Bandaríkj-
unum. DiCaprio er aftur á móti
37 ára gamall og því töluverður
aldurs munur á parinu. Heather-
ton er ekki fyrsta fyrirsætan sem
DiCaprio fellur fyrir því hefur
átt í sambandi við Kristen Zang,
Emmu Miller, Gisele Bündchen og
Bar Rafaeli, sem allar starfa sem
fyrirsætur. Nú síðast átti hann í
stuttu sambandi með Gossip Girl-
leikkonunni Blake Lively.
Féll fyrir fyrirsætu
FANN ÁSTINA Erin Heatherton er ný
kærasta leikarans Leonardo DiCaprio.
Hún starfar sem fyrirsæta.
NORDICPHOTOS/GETTY
Óskarsverðlaunahafinn Reese
Witherspoon mun leika aðalhlut-
verkið í nýjum spennutrylli leik-
stjórans Atom Egoyan, Devil‘s
Knot. Myndin verður byggð á sam-
nefndri bók bandarísku blaðakon-
unnar Möru Leveritt frá árinu
2003 sem fjallar um morð á þrem-
ur ungum skátum í skógarhéraði
Arkansas.
Reese mun leika Pam Hobbs,
móður eins fórnarlambanna, en
hún fer að efast um að mennirn-
ir þrír sem voru dæmdir fyrir
morðið séu hinir seku. Málið vakti
gríðarlega athygli í Bandaríkjun-
um og þótti ákaflega óhugnan-
legt. Hobbs, líkt og aðrir ættingj-
ar drengjanna þriggja, fagnaði
því ákaft þegar meintir morð-
ingjar voru handsamaðir og síðar
dæmdir en fljótlega fóru að renna
á hana tvær grímur. Í nóvember
2007 lýsti hún því síðan yfir að
ný gögn í málinu bentu til þess að
þeir væru saklausir. Þeim þremur
var sleppt í ágúst á þessu ári eftir
sautján ára fangelsisvist.
Reese í nýrri mynd
ERFITT HLUTVERK Reese Witherspoon
leikur aðalhlutverkið í nýjum spennu-
trylli sem fjallar um óhugnanleg morð á
þremur skátum í Arkansas.
og Akrópólishæðina í Aþenu
og verkin vekja iðulega mikla
athygli. „Hann telur að lýsing
Svínafellsjökuls geti orðið sitt
meistaraverk, þetta getur orðið
ákaflega eftirminnileg vitundar-
vakning.“
freyrgigja@frettabladid.is