Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 48
19. desember 2011 MÁNUDAGUR32 Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmda- stjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfis- málum koma að verkinu. „Hann kolféll fyrir jöklinum, sem er náttúrulega epískur eins og grískt svið,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, en þýski lista- maðurinn Gert Hof hyggst lýsa upp Svínafellsjökul, annað hvort næsta haust eða vorið 2013. Markmiðið er einfalt; að vekja fólk til umhugsunar um loftlags- breytingar, áhrif þeirra á vatn og þar af leiðandi bráðnun jökla. Gert Hof heimsótti Ísland í maí á síðasta ári eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig um og líta á hentuga jökla. Fram kom í fréttinni að Snæfellsjökull kæmi sterklega til greina sem hentugur staður, Hof var ákaf- lega hrifinn af honum en niður- staðan varð að lokum Svínafells- jökull í Vatnajökulsþjóðgarði. Páll, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins, segir að verið sé að vinna í að tryggja grunnfjár- mögnun verkefnisins og hann gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki á allra næstu vikum. Meðal annarra sem koma að verkinu eru Bergljót Arnalds, sem er tón- listarstjóri verkefnisins, Nort- hern Lights Energy, Saga Film og aðilar innan íslensku ferða- þjónustunnar. „Við höfum fengið til liðs við okkur öflug alþjóðleg samtök í umhverfismálum og sér- fræðinga á heimsmælikvarða.“ Gert Hof er einn merkasti listamaður samtímans og verk hans ná til hundraða milljóna manna hverju sinni. Hann hefur lýst upp Rauða torgið í Moskvu Gert Hof langar til að lýsa upp Svínafellsjökul MEISTARAVERKIÐ Gert Hof, einn frægasti samtíma- listamaður Þjóðverjar, vill lýsa upp Svínafellsjökul til að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar og áhrif hennar á vatn. Páll Ásgeir Davíðsson er framkvæmdastjóri verkefnisins, en grunnfjármögnun þess er langt á veg kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leonardo DiCaprio er kominn með nýja stúlku upp á arminn og er sú fyrirsætan Erin Heatherton. Parið sást nýverið njóta verðursins og selskaps hvors annars í garði Vaucluse House í Sydney. Heatherton er tuttugu og tveggja ára gömul og fædd og uppalin í Illinois í Bandaríkj- unum. DiCaprio er aftur á móti 37 ára gamall og því töluverður aldurs munur á parinu. Heather- ton er ekki fyrsta fyrirsætan sem DiCaprio fellur fyrir því hefur átt í sambandi við Kristen Zang, Emmu Miller, Gisele Bündchen og Bar Rafaeli, sem allar starfa sem fyrirsætur. Nú síðast átti hann í stuttu sambandi með Gossip Girl- leikkonunni Blake Lively. Féll fyrir fyrirsætu FANN ÁSTINA Erin Heatherton er ný kærasta leikarans Leonardo DiCaprio. Hún starfar sem fyrirsæta. NORDICPHOTOS/GETTY Óskarsverðlaunahafinn Reese Witherspoon mun leika aðalhlut- verkið í nýjum spennutrylli leik- stjórans Atom Egoyan, Devil‘s Knot. Myndin verður byggð á sam- nefndri bók bandarísku blaðakon- unnar Möru Leveritt frá árinu 2003 sem fjallar um morð á þrem- ur ungum skátum í skógarhéraði Arkansas. Reese mun leika Pam Hobbs, móður eins fórnarlambanna, en hún fer að efast um að mennirn- ir þrír sem voru dæmdir fyrir morðið séu hinir seku. Málið vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjun- um og þótti ákaflega óhugnan- legt. Hobbs, líkt og aðrir ættingj- ar drengjanna þriggja, fagnaði því ákaft þegar meintir morð- ingjar voru handsamaðir og síðar dæmdir en fljótlega fóru að renna á hana tvær grímur. Í nóvember 2007 lýsti hún því síðan yfir að ný gögn í málinu bentu til þess að þeir væru saklausir. Þeim þremur var sleppt í ágúst á þessu ári eftir sautján ára fangelsisvist. Reese í nýrri mynd ERFITT HLUTVERK Reese Witherspoon leikur aðalhlutverkið í nýjum spennu- trylli sem fjallar um óhugnanleg morð á þremur skátum í Arkansas. og Akrópólishæðina í Aþenu og verkin vekja iðulega mikla athygli. „Hann telur að lýsing Svínafellsjökuls geti orðið sitt meistaraverk, þetta getur orðið ákaflega eftirminnileg vitundar- vakning.“ freyrgigja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.