Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 2

Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 2
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR2 Við heyrum stundum hringingar en það er aldrei hægt að svara. FRIÐBJÖRN H. GUÐMUNDSSON BÓNDI Á HAUKSSTÖÐUM Guðbrandur Óli Albertsson, íbúi á Finnbogastöðum á Stöndum, segir það ekki hrjá sig alvarlega að ekkert farsíma- samband náist inni á heimili sínu. „Ef fólk þarf eitthvað virkilega að ná okkur hringir það bara í heimasímann,“ segir hann. Hægt er að ná örlitlu sambandi standi maður úti við einn glugga og segir Guð- brandur það geta verið heldur hvimleitt að þurfa að hlaupa um húsið til að reyna að senda skilaboð. Netsambandið sé að hans sögn sömuleiðis afar lélegt. „Það er ægilegur dagamunur á því,“ segir hann en bætir við að það sé þó mun betra eftir að 3G sendir var settur upp á svæðinu fyrir um tveimur árum. „Áður var þetta bara flöskuskeytanet. Þetta er þó töluvert skárra en það.“ Fólk hringir þá bara í heimasímann „Við heyrum stundum hringingar en það er aldrei hægt að svara,“ segir Friðbjörn H. Guðmundsson, bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði. „Okkur var bent á að við ættum að fá okkur sterkari síma en það virkar ekki heldur.“ Farsímasamband næst á stöku stað utanhúss við bæinn, standi maður á vissum punktum. „Þetta er okkur til vandræða; auðvitað væri mun betra að geta notað gemsann. Það fólk sem hringir í okkur reiknar með því að hér sé samband,“ segir Friðbjörn. „Það hefur verið rætt um að fá fleiri senda hér í kring, en það hefur enn ekki gerst.“ Skapar vandræði fyrir íbúa „Þetta hrjáir mig ekki neitt og að sumu leyti er ég bara ánægður með þetta,“ segir Andrés Hjaltason, bóndi á bænum Njarðvík á Austurlandi. „Maður hefur helst áhyggjur af þessu öryggisins vegna, því það næst ekkert samband hér í Njarðvíkinni, á veginum eða í skriðunum. Það er eini gallinn.“ Andrés hefur ekki reynt að fá fleiri möstur upp á svæðinu og segist sjálfur ekki spá mikið í því, að undanskildum öryggismálunum. „Það kemur oft og tíðum fyrir að bílar lenda hérna út af í hálkunni. Þeir geta þá ekki komið skilaboðum áleiðis,“ segir hann. „En aftur á móti þýðir þetta líka bara ódýrari símreikningar.“ Vont öryggisins vegna en þó ódýrara TÆKNI Ekkert GSM-samband er innanhúss á 64 sveitabæjum hér á landi, eða um 1,3 prósentum af þeim 5.039 bæjum sem eru á land- inu öllu. Á sumum þeirra er þó hægt að ná einhverju sambandi utanhúss í námunda við bæinn. Þetta kemur fram í svari innan- ríkisráðherra við fyrirspurn Sig- mundar Ernis Rúnarssonar, þing- manns Samfylkingar. Á langflestum sveitabæjum, eða 93,4 prósentum, er gott GSM-sam- band innanhúss. Á 5,3 prósentum bæja er tæpt samband. Í svari ráðherra kemur einnig fram að á um 85 prósentum af landinu er gott GSM-samband, en á um 15 prósentum af landinu næst lélegt eða ekkert samband. Þar eru Strandirnar á Vestfjörðum og einstaka staðir á hálendinu þau svæði sem ekkert eða lélegt sam- band er á. Áætlað er að á 99,27 prósentum af þjóðvegi 1 sé gott GSM-sam- band inni í bíl. Á 0,69 prósentum af veginum er samband tæpt inni í bíl og á 0,04 prósentum af þjóðvegi 1 næst ekkert samband, eða á um 500 m kafla samtals. Sigmundur spurði einnig hvar á landinu væru stærstu svæðin nálægt byggð án GSM-sambands. Í svarinu kemur fram að lélegt eða ekkert samband sé á 11,8 prósent- um af öllu landi sem er neðan við 400 m yfir sjávarmáli, þar með eru taldir eyðisandar, afskekktir dalir og hásléttur. sunna@frettabladid.is Ekkert símsamband á 64 sveitabæjum Ekkert GSM-samband er innanhúss á 64 sveitabæjum hér á landi. Bæirnir eru flestir við sjávarsíðuna og dreifðir um land allt. Ekkert samband næst á um það bil fimmtán prósent landsins, er fram kemur í svari innanríkisráðherra. Finnbogastaðir Hauksstaðir Njarðvík VINNUMARKAÐUR Vinnueftirlitið hefur vísað til lögreglu málum fjögurra fiskvinnslufyrirtækja, meðal annars vegna brota á reglu- gerð um vinnu barna og unglinga. Brotin áttu sér stað í fyrrasum- ar, en þrjú fyrirtækjanna eru á landsbyggðinni og eitt á höfuðborg- arsvæðinu. Hin meintu brot felast meðal annars í því að fyrirtækin hafi „skipulagt eða látið það við- gangast“ að börn undir 18 ára aldri hafi unnið næturvinnu, unnið leng- ur en þeim var heimilt og að þau hafi ekki notið lögbundins hvíldar- tíma, segir á vef stofnunarinnar. Samkvæmt nánari upplýsingum frá Vinnueftirlitinu voru ungmenn- in allt niður í 14 ára. Að mati Vinnueftirlitsins er um „umfangsmikil brot“ á lögum og reglum að ræða. Í þremur fyrirtækjanna komu málin upp á yfirborðið í tengslum við vinnuslys hjá börnum og ung- lingum sem unnu þar, en í fjórða tilvikinu var grunur um brot og því var kallað eftir nánari upplýs- ingum. Við brotum sem þessum liggja sektir sem renna í ríkissjóð. - þj Vinnueftirlitið kærir fiskvinnslufyrirtæki fyrir að láta ungmenni vinna of mikið: Þau yngstu einungis fjórtán ára FISKVINNSLA Vinnueftirlitið hefur vísað til lögreglu fjórum fyrirtækjum sem létu ungmenni vinna of mikið. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FINNLAND Tollverðir í Finnlandi fundu 69 Patriot-flugskeyti og 150 tonn af sprengiefni í flutn- ingaskipinu M/S Thor Liberty sem kom til hafnarborgarinnar Kotka í síðustu viku. Skipið, sem siglir undir fána eyjunnar Manar, var stöðvað vegna þess að sprengiefnið var ekki í gámum. Við frekari leit í skipinu fundust flugskeytin, sem einnig innihalda sprengiefni. Skipið hafði ekki leyfi til þess að flytja hergögn um Finnland. Farmurinn var settur um borð í Þýskalandi og til stóð að sækja timbur til Kotka. Síðan átti að sigla til Suður-Kóreu og Shanghai í Kína. Áhöfnin er frá Úkraínu. - ibs Vopnafundur í finnskri höfn: 69 flugskeyti í flutningaskipi Skúli, varstu ekki á léttu nótunum? „Jújú, þær voru svo léttar að þær flugu af nótnaborðinu.“ Nótur þeyttust af píanóinu í Vídalíns- kirkju á dögunum þegar Skúli Z. Getsson, meðlimur hljómsveitarinnar Diktu, spilaði lagið Hátíð í bæ á tónleikum. SAMGÖNGUR Talsverðar seinkanir urðu í gær í inn- anlandsflugi. Að sögn Árna Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var erfiðum brautarskilyrðum í Reykjavík um að kenna. „Í þessari hláku er erfitt að halda bremsuskil- yrðum þannig að þau séu viðunandi. Við þurftum meðal annars að fella niður flug á Ísafjörð,“ segir Árni og útskýrir að á meðan unnið hafi verið að því að koma brautarskilyrðum í lag í Reykjavík hafi dagsbirtan fjarað út á Ísafirði þannig að birtuskilyrðin þar hafi gert útslagið. Reynt var fram á kvöld í gær að vinda ofan af miklum töfum á komum og brottförum milli Reykjavíkur annars vegar og Akureyrar og Egils- staða hins vegar. Seinkanir námu þá í sumum til- vikum þremur klukkustundum. Árni segir Flugfélag Íslands munu halda far- þegum sínum upplýstum með smáskilaboðum ef eitthvað beri frekar út af og hvetur þá til að fylgj- ast vel með öllum breytingum. Fljúga á samkvæmt áætlun fram á hádegisbil á aðfangadag. Flug liggur síðan niðri á jóladag en Árni segir það munuhefjast að nýju á annan í jólum. Aðspurður segir hann bókanir nú á svipuðu róli og í fyrra, þó ívið fleiri en þá. - gar Hlákan í Reykjavík setti talsvert strik í reikninginn í innanlandsfluginu í gær: Umhleypingar tefja farþegaflug REYKJAVÍKURFLUGÖLLUR Vél frá Akureyri lýsti upp snjóskafla við Reykjavíkurflugvöll þegar hún lenti langt á eftir áætlun á níunda tímanum gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG VEÐUR Útlit er fyrir fremur leiðin- legt veður á aðfangadag sam- kvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þann dag er gert ráð fyrir suð- vestan 15 til 20 metrum á sekúndu og slyddu eða rigningu en norð- vestan 13 til 18 og snjókomu norð- vestan til. Síðdegis á aðfangadag hægir þó heldur á vindi og er spáð éljum suðvestan lands og snjó- komu norðanlands um kvöldið með vægu frosti. Á morgun, Þorláksmessu, er spáð slyddu eða snjókomu syðst seint um kvöldið og frosti. - gar Hryssingslegt veður um jólin: Vindasamt á aðfangadag DANMÖRK Tæplega fimmtug kona lést í Danmörku í síðasta mánuði af völdum illvígs krabbameins eftir að hafa gengist undir lungna- ígræðslu á Ríkis spítalanum. Stuttu síðar lést annar sjúklingur sem fengið hafði lifur frá sama líffæragjafa. Þriðji sjúklingur- inn fékk nýra sem krabbamein hefur greinst í. Alls fengu fimm sjúklingar líffæri frá líffæra- gjafanum, sem var með alvarlegt og sjaldgæft krabbamein. Líffæragjafinn hafði fengið heilablæðingu og var úrskurðaður heiladauður. Engin merki voru um að hann væri með nokkurn sjúk- dóm, samkvæmt upplýsingum frá Rigshospitalet. - ibs Létust eftir ígræðslu: Krabbamein í gjafalíffærum Bílvelta við Fljótshlíðarveg Ökumaður missti stjórn á jeppa með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í skurði við Fljótshlíðarveg í gær. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. LÖGREGLUFRÉTTIR NOREGUR Liv Signe Navarsete, ráðherra sveitarstjórnarmála í Noregi, vill að stjórnmálaflokkar ræði möguleikann á að setja fram þá kröfu að fjöldi kvenna og karla á framboðslistum fyrir sveitar- stjórnarkosningar verði jafn. Aðeins 38 prósent sveitarstjórnar- fulltrúa í Noregi eru konur. Sylvi Listhaug, fyrrverandi borgarfulltrúi í Ósló, segir þving- un ekki réttu leiðina. Hún segir nauðsynlegt að stjórnmálin verði þannig að konur vilji halda áfram eftir að kjörtímabili ljúki. Algengt sé að konur hætti eftir fyrsta kjör- tímabil. - ibs Norskur ráðherra: Vill þvinga kon- ur í pólitíkina VÍSINDI Vísindamenn í Bandaríkj- unum hafa fundið tvær reiki- stjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa þær von um að líf sé að finna á fjar- lægum hnöttum. Keplerssjónauki NASA kom auga á pláneturnar tvær, sem eru í um 1.000 ljósára fjarlægð og virðast vera úr bergi, en ekki gas- tegundum eða vökva. Þær eru of heitar til að líf geti þrifist þar, eða um 400 gráður og 750 gráður, en gefa hins vegar góðar vonir um áframhaldandi uppgötvanir. - þj Tvær reikistjörnur fundnar: Gefa von um líf úti í geimnum SVIPAÐAR AÐ STÆRÐ Vísindamenn hafa uppgötvað tvær reikistjörnur að svipaðri stærð og jörðin. Þær sjást hér í samanburði við jörðina og Venus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.