Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 8
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR8 Verslunin Arna KoKo Stíll Belladonna Skóbúð Selfoss – Austurvegi 13–15 Eyjavík Mössubúð Skóbúð Húsavíkur Ozone – Kirkjubraut 12, Akranesi LEÐURSKÓR 1. Hvað seldi Mugison mörg eintök af plötu sinni Hagléli á einni viku? 2. Hvar er rannsóknarstofan sem þróaði stökkbreytta fuglaflensu? 3. Hvað þarf margar nýjar leiguíbúðir í landinu til að anna eftirspurn? SVÖR 1. 3.500. 2. Í Hollandi. 3. 16 þúsund. HÚSNÆÐISMÁL Leiga þarf að vera 30% hærri en þátttakendur í leiguíbúðakönnun Capacent gerðu ráð fyrir að greiða til þess að fjárfestar í leigufélagi sem myndað yrði utan um bygg- ingu nýrra leiguíbúða myndu fá sæmilega ávöxtun. Er þar miðað við að fjárfestar sem eignast í félaginu myndu ekki hagnast á því að virði eignanna myndi hækka á næstu fimm árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg og ber nafnið „Staða, horfur og mögu- leikar á húsnæðisleigumarkaði árið 2011“. Skýrslan var kynnt í borgarráði í síðustu viku. Meginmarkmið skýrslunnar var að „sýna hvernig Reykja- víkurborg getur átt aðkomu að leigufélagi/félögum“. Skoðuð var aðkoma borgarinnar sem lán- veitanda, eiganda og hugsanlega rekstraraðila og hver arðsemi verkefnisins fyrir Reykjavíkur- borg gæti verið. Capacent framkvæmdi könn- un á ýmsum þáttum sem tengj- ast þörf fyrir íbúðarhúsnæði við gerð skýrslunnar. Úrtakið í henni var 1.396, fjöldi svarenda 811 og svarhlutfall því 58,1%. Úr- takið var vegið til að endurspegla betur þýðið, sem eru Íslendingar 18 ára og eldri. Í skýrslu Capacent kemur fram að þeir sem telja líklegt eða öruggt að þeir leigi næstu íbúð sem þeir búa í geri ráð fyrir að greiða um 1.300 krónur á fermetra í leigu. Samkvæmt bygginga lykli Hannarrs, upp- lýsingariti um byggingarmál, er byggingarkostnaður á fermetra hins vegar 247 þúsund krónur á fermetra fyrir 3-4 hæða fjölbýli. Kaupverð á fermetra síðan um 240 þúsund á fermetra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því þurfi kaupverð íbúða að hækka til að jafnvægi náist við byggingar- kostnað, nema að hann lækki á móti. Samkvæmt útreikningum Capacent þarf „leiguverð að vera um 1.695 krónur á fermetra til þess að standa undir kaupverði á 240.000 króna fermetra […]. Af þessu leiðir að ójafnvægi er á húsnæðismarkaðinum. Markað- urinn gerir ráð fyrir að þurfa að greiða 1.300 kr/m² í húsaleigu á mánuði. Um 1.695 kr/m² þarf til að fjárfestir fái sæmilega ávöxt- un“. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrr að kaupverð húsnæðis og byggingarkostnaðar séu í sæmi- legu jafnvægi. Í skýrslunni segir að frá síð- ustu aldamótum og fram til árs- ins 2008 voru fullbyggðar íbúð- ir talsvert umfram áætlaða þörf. því megi gera „ráð fyrir að nokkur forði íbúða sé til staðar á markaðnum. Staðsetning þess- ara íbúða er hins vegar ekki endi- lega í samræmi við óskir markað- arins. Samkvæmt áætlaðri þörf fyrir nýbyggingar og ef miðað er við óbreytt magn nýbygginga verður skortur á íbúðum árið 2014“. thordur@frettabladid.is Leiga þarf að hækka og ójafnvægi ríkir á markaði Leiga þarf að vera þriðjungi hærri em markaðurinn vill borga til að standa undir ávöxtun fjárfesta sem myndu standa að leigufélagi. Kaupverð íbúða þarf líka að hækka til að jafnvægi náist við byggingarkostnað. Fréttablaðið greindi frá því í gær að í skýrslu Capacent hafi komið fram að leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu þarf að fjölga um tæplega níu þúsund á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Til lengri tíma þarf þeim að fjölga um 13 þúsund á svæðinu og 16 þúsund á landinu öllu. Um 94% fjölgunarinnar þurfa að verða í Reykjavík þar sem langflestir framtíðarleigj- endur vilja búa. Um 70% fleiri Íslendingar vilja leigja sér íbúð en gera það í dag. Í atvinnustefnu Reykjavíkurborgar, sem lögð var fyrir borgarráð í lok nóvember, er fjallað um húsnæðismál. Þar segir að Reykjavíkurborg eigi að stuðla „að fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða, hvort sem er í eigu húsnæðissamvinnufélaga, félagasamtaka og/eða einkaaðila, einkum á miðlægum svæðum sem auðvelt er að þjóna með almenningssamgöngum. Liður í framfylgd stefnunnar er að kortleggja möguleikana á því að Reykja- víkurborg komi að uppbyggingu langtímaleigumarkaðar.“ 16 þúsund leiguíbúðir vantar REYKJAVÍK Í atvinnustefnu borgarinnar, sem lögð var fyrir borgarráð í lok nóvember, kemur fram að hún stefni „að fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða“. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞÝSKALAND, AP Seðlabanki Evrópu- sambandsins skrúfaði í gær frá lánakrönum sínum og útvegaði 523 evrópskum bönkum lán upp á sam- tals 489,2 milljarða evra, í von um að geta með þessu liðkað verulega fyrir viðskiptum á evrusvæðinu. Þessi fjárhæð samsvarar 78.000 milljörðum króna. Með þessu vonast bankinn til að rífa efnahagslíf evruríkjanna upp úr lamandi kreppunni, sem ann- ars virðist ætla að stefna framtíð myntbandalags Evrópusambands- ins í voða. Lánin eru á lágum vöxtum og ekki þarf að endurgreiða þau fyrr en í byrjun árs 2015. Búist er við að bankinn bjóði sambærileg lán til þriggja ára aftur áður en langt um líður. Heildarfjárhæðin var þó mun meiri en reiknað hafði verið með, því talið var að seðlabankinn hygðist leggja fram 300 milljarða evra að þessu sinni. Bankarnir geta nú notað þetta fé til að lána áfram til framkvæmda og viðskipta af ýmsu tagi og þann- ig ýtt undir hagvöxt á evrusvæð- inu, sem annars virðist stefna í að minnsta kosti vægan samdrátt á næstunni. - gb Seðlabanki Evrópusambandsins dælir peningum í taugaveiklaða banka: Á að vinna gegn kreppunni MARIO DRAGHI Seðlabankastjóri Evrópusambandsins sagður taka áhættu með nýja útspilinu. NORDIC PHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Afli erlendra ríkja við Ísland var tæplega 31 þúsund tonn árið 2010 miðað við rúm ell- efu þúsund tonn árið 2009. Fær- eyingar stunduðu aðallega veiðar hér við land á síðasta ári og mest var veitt af loðnu eða tæp nítján þúsund tonn, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Heimsaflinn var tæpar 90 milljónir tonna árið 2009 og dróst saman um 809 þúsund tonn frá árinu 2008. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perú-ansjósa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2009 en Íslendingar voru í 19. sæti heimslistans. - shá Afli erlendra ríkja: Veiða mest af loðnu við landið HOLLAND, AP Evrópudómstóllinn hefur hafnað rökum bandarískra og kanadískra flugfélaga, sem kærðu evrópsk stjórnvöld fyrir að leggja kolefnisgjald á flug til Evrópu. Flugfélögin töldu þetta vera brot á alþjóðlegum samningum um millilandaflug og jafnframt brot gegn fullveldi ríkjanna. Þau segjast ósátt við niðurstöð- una og ætla ekki að láta staðar numið með málið. Með þessu ein- angri Evrópusambandið sig enn frekar á alþjóðavettvangi. - gb Bandarísk flugfélög tapa máli: Evrópuríki mega rukka Á FLUGI Deilan snýst um kolefnisgjald á flug til Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI Umhverfisnefnd Eyja- fjarðarsveitar hefur ákveðið að leggja sérstakt gjald á búfjár- eigendur í sveitarfélaginu vegna kostnaðar við förgun dýrahræja. Dýraleifar, sem áður voru urð- aðar í Glerárdal, eru nú sendar til Húsavíkur. Frá þessu er greint í Vikudegi. Þar segir að áætlaður kostnaður kostnaður sveitar- félagsins vegna þessa nemi um 5,3 milljónum króna á næsta ári. Búfjáreigendur munu bera tæp- lega helming kostnaðar við förg- un hræjanna. - sv Kostnaðasamar farganir: Gjald á bændur vegna hræja VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.