Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 24
Umsjón: nánar á visir.is Meira í leiðinni 6020 LET40T900 HAIER 40” LED SJÓNVARP Almennt verð 139.900 kr. Verð til N1 korthafa 129.900 kr. Almennt verð 94.900 kr. Verð til N1 korthafa 84.900 kr. LET40T900 Full HD: Upplausn 1920 x 1080 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á mynd- bönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 3,7cm LET32T900 HD Ready: Upplausn 1366 x 768 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á myndbönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 4cm 6020 LET32T900 HAIER 32" LED SJÓNVARP Verð 23.900 kr. snúningsfótur og bílfesting. 896 M-965 MUSE DVD FERÐASPILARI 9” Verð 18.900 kr. snúningsfótur og bílfesting. 896 M-745 MUSE DVD FERÐASPILARI 7” N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA HAFNARFIRÐI | KEFLAVÍK | AKRANESI | AKUREYRI EGILSSTÖÐUM | HÖFN | SELFOSS N1 ATH. ATH. GÓÐAR GJAFIR Á GÓÐU VERÐI GÓÐA VIÐSKIPTI Rannsóknir slitastjórn- ar Kaupþings á fjölmörgum málum eru á lokastígi. Þegar hafa verið sendar út allmargar riftunar tilkynningar og þess er að vænta að fyrstu riftunarmálin verði höfðuð mjög fljótlega. Slita- stjórnin vinnur auk þess að rann- sóknum og undirbúningi máls- höfðana gagnvart ýmsum aðilum. Þar er um að ræða skaðabótamál og í einhverjum tilfellum inn- heimtumál. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bank- ans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember síðastliðinn. Endurskoðunarfyrirtækin Price waterhouseCoopers og Grant Thornton í Bretlandi voru ráðin til þess að rannsaka ráðstafanir sem áttu sér stað í bankanum síðustu mánuðina áður en bankinn féll. Í kynningunni kemur fram að slit- astjórnin hafi nú „að mestu lokið skýrslutökum af fyrrverandi starfsmönnum og yfirmönnum Kaupþings. Þó kann, í einstökum tilvikum, að reynast nauðsyn- legt að boða fleiri einstaklinga til skýrslutöku“. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru hugsanlegar niður- fellingar á lánum og/eða ábyrgð- um, skuldskeytingar, breytingar á tryggingum, lánstíma eða öðrum skilmálum lána, uppgreiðsla fyrir efndatíma, viðskipti helstu hlut- hafa og tengdra fyrirtækja við bankann og meðferð eigin hluta- bréfa, og fjármögnun bankans. Feldís L. Óskarsdóttir, sem situr í slitastjórn Kaupþings, segir að ekki sé enn búið að höfða riftunar- málin. „Við höfum sent út riftun- artilkynningar. Sumir hafa þegar svarað og vilja fara í samnings- umleitanir. Það liggur því ekki alveg fyrir hvenær stefnur fara út. Þetta eru 20 til 30 mál. Þetta eru umtalsverðar upphæðir í heildina.“ Auk riftanamálanna vinnur slita- stjórnin að því að höfða skaðabóta- og innheimtumál gagnvart ýmsum aðilum. Að sögn Feldísar munu þau bæði beinast að aðilum sem störf- uðu innan bankans og utan hans. Í kynningunni kom fram að þess væri að vænta að fyrstu málinu yrðu höfðuð á fyrstu mánuðum árs- ins 2012. thordur@frettabladid.is Kaupþing fer að höfða mál Rannsóknum sérfræðinga slitastjórnar Kaupþings nánast lokið. Búið að yfirheyra fyrrverandi yfirmenn bankans. Fyrsta skaðabótamálið höfðað á næsta ári. KAUPÞING Slitastjórnin hefur að mestu lokið skýrslutökum af fyrrverandi starfs- mönnum og yfirmönnum bankans. Hreiðar Már Sigurðsson var forstjóri Kaupþings fyrir bankahrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slitastjórnin hafði áður rift ákvörðun stjórnar Kaupþings frá 25. september 2008 sem heimilaði Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra, að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum sem þeir höfðu tekið til að kaupa hlutabréf í bankanum. Alls hafa sex dómar fallið í héraði í þeim riftunarmálum, sá síðasti í fyrradag þegar Magnúsi Guðmundssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxem- borg, var gert að greiða þrotabúinu 717 milljónir króna. Mest hefur Ingvar Vilhjálmsson, fyrrum framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, verið dæmdur að greiða til baka, eða 2,6 milljarða króna. Í ágúst síðastliðnum hafði mikill meirihluti þeirra starfsmanna sem riftunin beindist gegn þegar samið við slitastjórnina um greiðslu á kröfum sem beint var gegn þeim og um 50 aðilar höfðu þegar gengið frá greiðslu og/eða samningi við slitastjórn. Inn- heimtuaðgerðir hófust síðasta sumar gagnvart þeim sem vildu ekki semja og eignir þeirra kyrrsettar. Hafði áður rift ákvörðun Hreiðars
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.