Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 32
32 22. desember 2011 FIMMTUDAGUR
Um þessar mundir standa bandarískir þingmenn
frammi fyrir ákvörðunum sem
gætu markað tímamót í sögu
Bandaríkjanna. Þessi mál hafa
furðu litla umfjöllun fengið
hérlendis og er full ástæða til
að bæta úr því. Á Bandaríkja-
þingi er svokallað varnarlaga-
frumvarp til umræðu, en þar
er að finna óhugnanleg ákvæði
sem margir telja að tengist
þeirri mótmælaöldu sem nú fer
um landið.
Undanfarna mánuði hafa hin
svokölluðu Occupy Wall Street-
mótmæli undið upp á sig og
breiðst út til fjölmargra borga í
landinu. Mótmælin eru að mestu
friðsamleg og er þeim fyrst og
fremst beint gegn þeirri mis-
skiptingu sem ríkir í Banda-
ríkjunum, en auk þess hafa
mótmælendur vakið athygli á
óeðlilegum tengslum stjórnmála
og fjármálalífs þar í landi.
Bandarísk lögregla hefur
beitt mótmælendur gríðarlegri
hörku. Myndskeið af hrotta-
legu lögregluofbeldi gagn-
vart körlum og konum, eldri
borgurum og unglingum, hafa
vakið athygli um heim allan.
Eftir hryðjuverkaárásirnar 11.
septem ber 2001 var sett á fót
svokallað Heimavarnaráðu-
neyti í þeim yfirlýsta tilgangi
að sporna gegn hryðjuverkum
innanlands.
Nú hefur fengist staðfest að
síðustu mánuði hefur ráðu neytið
unnið að því að kveða niður
Occupy-mótmælin. Heima-
varnaráðuneytið hefur tekið að
sér að samræma aðgerðir lög-
regluyfirvalda gegn mótmæl-
endum og má þá nefna þátttöku
ráðuneytisins í átján borga ráð-
stefnu þar sem lögregluyfirvöld
allra borganna voru, að sögn
fjölmargra embættismanna,
hvött til að sýna mótmælend-
um hörku. Þetta og fleira vekur
óhjákvæmilega upp þá spurn-
ingu hvort bandarísk yfir-
völd líti á mótmælendurna sem
hryðjuverkamenn.
Varnarlögin, sem nefnd voru
hér í upphafi, verða að skoðast
í þessu ljósi. Nýlega var frum-
varpið samþykkt í fulltrúadeild
þingsins og auk þess hafa tals-
menn Hvíta hússins tilkynnt
að Bandaríkjaforseti hygg-
ist undir rita lögin. Í þeim er
að finna ákvæði sem heimila
stjórnvöldum að beita hernum
gegn almennum borgurum ef
grunur leikur á að þeir tengist
hryðjuverkahópum með ein-
hverjum hætti.
Ákvæðin gera yfirvöldum
kleift að handtaka hina grunuðu,
pynta þá og hafa í haldi eins
lengi og þurfa þykir án nokkurs
dómsúrskurðar. Stjórnvöld eru
ekki skyldug til að leggja fram
nein sönnunargögn og grunað-
ir hryðjuverkamenn eiga engan
rétt á lögfræðiaðstoð. Lögmenn,
fræðimenn og mannréttinda-
samtök á borð við Amnesty
International og Bandaríska
mannréttinda sambandið hafa
bent á að þessi ákvæði samrým-
ist hvorki bandarísku stjórnar-
skránni né grundvallarreglum
réttarríkisins.
Það er engin tilviljun að lögin
eru sett um þessar mundir.
Occupy-mótmælin færast sífellt
í aukana og nú stendur yfir
skipulagning á „amerísku vori“
í Washington þar sem Occupy-
hreyfingar úr ýmsum ríkj-
um landsins munu sameinast.
Breska blaðakonan Naomi Wolf
lýsti mótmælaöldunni í nóvem-
ber sem fyrstu orrustunni í
borgarastyrjöld þar sem aðeins
annar aðilinn beitir ofbeldi.
Ástæðan er einföld: bandarísk
yfirvöld eru logandi hrædd við
almenning.
Ekki er loku fyrir það
skotið að boðskapur Occupy-
hreyfingarinnar í Banda-
ríkjunum eigi erindi við Íslend-
inga, enda er erfitt að neita
því að hér á landi hafa stjórn-
mál og fjármálalíf lengi tengst
nánum böndum. Óskandi væri
að íslenskir fjölmiðlar gerðu
atburðunum í Bandaríkjun-
um betri skil. Hér er um stór-
tíðindi að ræða sem Íslending-
ar mega ekki láta framhjá sér
fara. Svo virðist sem valda-
mesta lýðræðisríki heims sigli
hraðbyri í alræðisátt og amer-
íski draumur inn sé að breytast
í martröð.
Heimavarna-
ráðuneytið hefur
tekið að sér að samræma
aðgerðir lögregluyfir-
valda gegn mótmælend-
um...
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera
stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta.
Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu.
Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til
dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.
is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða
á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Sendið okkur línu
Niðurstaða samninga um aðild Rússlands að Alþjóðavið-
skiptastofnuninni (World Trade
Organisation – WTO) var sam-
þykkt á ráðherrafundi föstudag-
inn 16. desember sl. Þar með lauk
erfiðum og flóknum samningum
en undirritaður hafði það hlutverk
að leiða þessar viðræður síðustu
átta árin af alls átján sem við-
ræðurnar tóku.
Innganga Rússa er markvert
skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rúss-
land er síðasta stóra hagkerfið sem
enn stendur fyrir utan WTO en við
aðild munu um 97% heimsviðskipt-
anna heyra undir reglur stofnun-
arinnar. Aðildarríkin fá mun betri
og tryggari aðgang að mörkuðum
Rússlands á jafnræðisgrundvelli
og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til
jafns við fyrirtæki annarra aðild-
arríkja á erlendum mörkuðum í
samræmi við reglur WTO. Í þessu
felst gagnkvæmur hagur.
Sæti við borðið
Í WTO undirgengst Rússland
eins og önnur ríki stofnunar innar
ýmsar skyldur en einnig felast í
aðild ýmis réttindi og ávinning-
ur. Rússland fær sæti við borð-
ið við hlið Íslands og annarra
aðildarríkja þar sem alþjóðleg-
ar viðskiptareglur eru mótaðar
og ákvarðanir eru teknar. Leik-
reglur WTO miða að því að skapa
festu, öryggi og fyrirsjáanleika í
heimsviðskiptum, stuðla að auknu
frelsi í milliríkjaverslun og sam-
keppni með opnun markaða
fyrir vörur og þjónustu. Mark-
miðið er að örva þannig fjárfest-
ingu, atvinnu sköpun og viðskipti
almennt og stuðla að sjálfbærri
þróun. Að þessu er unnið með
samningum og reglum sem setja
t.d. vissar skorður við álagn-
ingu tolla, notkun ríkis styrkja og
tæknilegra viðskiptahindrana auk
þess sem stuðlað er að vernd hug-
verka. Jafnræðisregla og gagnsæi
eru grunnreglur sem koma í veg
fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé
mismunað að geðþótta. Aðildar-
ríki skal veita öllum aðildar-
ríkjum sama markaðsaðgang
fyrir vöru og þjónustu (svonefnd
bestu-kjara regla), enda þótt ríkj-
um sé jafnframt heimilt að gera
fríverslunar samninga sín í milli
sem veiti betri aðgang.
Síðast en ekki síst geta aðildar-
ríkin leitað úrlausnar WTO á við-
skiptadeilum og fengið niðurstöðu
sem er bindandi fyrir aðila máls.
Með því er stuðlað að aðhaldi og
festu á viðskiptasviðinu þar sem
allar þjóðir sitja við sama borð
og alþjóðareglur gilda í stað afls-
munar. Það er afar mikilvægt
fyrir ríki eins og Ísland.
Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar
vörur og þjónustu
Viðskipti Íslands og Rússlands
byggja á gömlum merg og hefur
Ísland einkum flutt út sjávar-
afurðir, en síðari ár einnig
iðnaðar vörur og landbúnaðar-
vörur, þó í mun minna mæli.
Heildar útflutningur til Rússlands
nam um 11,6 milljörðum króna
árið 2010. Þar af var um helm-
ingur makríll og fjórðungur síld
og karfi. Hvað varðar þjónustu-
viðskipti nam útflutningur frá
Íslandi til Rússlands árið 2009
alls rúmlega 4,2 milljörðum króna
og innflutningur 460,8 milljónum
króna.
Aðild Rússlands að WTO hefur
margvísleg jákvæð áhrif á við-
skipti Íslands og Rússlands. Svo
dæmi séu tekin þá lækka toll-
ar á ýmsar sjávarafurðir um
70%. Tollur á heilfrystum mak-
ríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á
heil frystum karfa úr 10% í 6% og
tollar á heilfrystri síld, frystum
síldarflökum og samflökum úr
10% í 3%. Þetta eru mikil vægustu
útflutningsvörur Íslands til Rúss-
lands í dag. Tollar á aðrar sjávar-
afurðir munu í flestum tilfellum
verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö
til fjögur ár til að framkvæma
þessar tollalækkanir.
Hvað iðnaðarvörur varðar þá
lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til
matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7%
og í einhverjum tilvikum í 3%, á
tveggja til þriggja ára aðlögunar-
tímabili. Tollur á fiskikerum
lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur
mun Rússland skuldbinda sig til
þess að lækka tolla á lyfjum, sem
nú eru almennt á bilinu 10-15%,
niður í 3-6,5%, en fær tveggja til
fjögurra ára aðlögunar tímabil til
að framkvæma þá lækkun. Toll-
ar á öllum öðrum iðnaðarvörum
lækka einnig verulega.
Landbúnaðarvörur fara ekki
varhluta af tollalækkunum en t.d.
munu tollar á lambakjöti lækka
um 40% (úr 25% í 15% að loknu
aðlögunartímabili).
Hvað varðar þjónustuviðskipti
tekur Rússland á sig skuldbind-
ingar m.a. á sviði viðskiptaþjón-
ustu (t.d. verkfræðiþjónustu),
fjarskiptaþjónustu, byggingar-
þjónustu, umhverfisþjónustu,
fjármálaþjónustu, ferðaþjón-
ustu, sjóflutninga o.fl. Með því
er aðildar ríkjum WTO, þ. á
m. Íslandi, tryggður markaðs-
aðgangur til Rússlands á ýmsum
sviðum þjónustuviðskipta á
grundvelli reglna WTO sem veitir
þjónustuveitendum aukið réttar-
öryggi á rússneska markaðnum.
Einnig má nefna að við aðild
gengst Rússland undir samning
WTO um hollustuhætti og heil-
brigði dýra og plantna. Samn-
ingnum er ætlað að torvelda að
heilbrigðisreglum sé beitt sem
duldum viðskiptahindrunum en
slíkt er mikilvægt hagsmunamál
fyrir útflutningsríki á matvælum
eins og Ísland.
EFTA-ríkin hafa þegar hafið
fríverslunarviðræður við Rúss-
land og þegar þeim lýkur mun
rússneski markaðurinn opnast
enn frekar fyrir íslenskar útflutn-
ingsvörur. ESB-ríkin horfa einn-
ig hýru auga til frekara samstarfs
við Rússland.
Litið til framtíðar
Við aðild Rússlands að WTO lýkur
18 ára samningaferli sem reyndi
oft og tíðum á alla aðila. Um leið
markar aðildin upphaf að nýjum
og spennandi tímum þar sem
Rússland og rússneskt efnahagslíf
verða fullir þátttakendur í alþjóð-
lega viðskiptakerfinu. Það verð-
ur fróðlegt að sjá í framkvæmd
hvaða áhrif þetta skref mun hafa
í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á
erfiðum tímum í efnahagsmálum
er afturhvarf til verndarhyggju
freisting sem erfitt getur verið
að standast. Hvað Rússlandi við-
víkur þá er ljóst að landið hefur
veðjað gegn þeirri leið út úr vand-
anum. Þvert á móti heldur Rúss-
land ótrautt áfram í átt að auknu
frjálsræði í viðskiptum.
Sögulegt skref í heimsviðskiptum
Alþjóðaviðskipti
Stefán Haukur
Jóhannesson
formaður nefndar
Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar um
aðild Rússlands
Bandaríkin á
alræðisbraut?
Mannréttindi
Jóhann Páll
Jóhannsson
nemandi við
Menntaskólann í
Reykjavík