Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 42
NÆG BÍLASTÆÐI Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið frá 10-22 alla daga til jóla www.topphusid.is margvíslega kosti fylgja tökum eins og fyrir the journal. „Yfirleitt setja myndatökur fyrir tískuþætti manni skorður. Þarna var hins vegar eng- inn, hvorki stílistar né hárgreiðslu- fólk að þvælast fyrir okkur. Ég hafði þess vegna frjálsari hendur og vegna vinskapar okkar Elisu varð myndatakan miklu persónulegri,“ segir hann ánægður með útkomuna. Ekki er úr vegi að spyrja í lokin hvernig stjörnunni hafi líkað dvöl- in. „Henni fannst veran bara mjög skemmtilegt og það sem hún sá af landinu fallegt,“ segir Magnús Unnar en myndirnar er hægt að skoða á netinu. roald@frettabladid.is Dóra í slá sem hún hannaði og prjónaði sjálf. MYND/JÓN LINDSAY „Ég prjóna hana úr léttlopa en ég nota íslenska lopann í allt sem ég prjóna. Ég hef reynt að fara aðrar leiðir en að prjóna hefðbundnar lopapeysur og hef gert aðeins af barnafötum, en aðallega kvenföt- um,“ segir Dóra. „Oft fæ ég hug- myndir út frá einhverri flík sem er kannski ekki einu sinni prjónaflík, svo vindur hún upp á sig og útkom- an verður allt öðruvísi.“ Dóra segist vera orðin forfall- inn prjónafíkill þó að prjónafer- illinn sé ekki langur í árum talið. Hún lærði að prjóna sem krakki en þá hafi frammistaðan ekki lofað miklu. „Ég prjónaði kannski hálf- an sokk í skóla,“ segir hún hlæj- andi. „Ég fór reyndar á prjóna- námskeið fyrir átta árum en hætti alveg að prjóna þegar ég fór í hjúkrunarnámið. Eftir að ég prjónaði svo fyrstu lopapeysuna í fyrrasumar hafa prjónarnir ekki stoppað og ég er alls ekki hætt.“ heida@frettabladid.is Framhald af forsíðu Myndir ljósmyndarans Magnús- ar Unnars af ítölsku ofurfyrirsæt- unni Elisu Sednaoui prýða forsíðu og blaðsíður bandaríska listatíma- ritsins the journal í mánuðinum. Tökur fóru fram á Íslandi þar sem Magnús notaði meðal annars heimili foreldra sinna á Seltjarnarnesi sem umgjörð. Magnús Unnar segir ritstjóra the journal, Michael Nevin, hafa átt hugmyndina að myndaþættinum. „Ég var þegar búinn að láta í ljós við hann þá löngun að mynda vini eða félaga í kringumstæðum sem ég þekkti og þar sem hann vissi að okkur Elisu er vel til vina fól hann mér það verkefni að mynda hana á Íslandi.“ Sednaoui hefur setið fyrir í helstu tískutímaritum heims, komið fram í kvikmyndum og sýnt fyrir Roberto Cavalli, Giorgio Arm- ani, Dior og Versace meðal annarra. Þá hefur sjálfur Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, kallað hana sína helstu músu. Íslandsferðin var því viss við- brigði fyrir fyrirsætuna sem er vön að vera umkringd aðstoðarfólki og stjörnum; Magnús Unnar eini ferða- félaginn og tökustaðirnir eins lágstemmdir og hugsast getur. Þar á meðal Seljavallalaug, inni í bíl þar sem Sednaoui teygir úr sér í framsætinu með íslenskt landslag í bak- grunni og heimili foreldra Magnúsar Unnars sem segir að þeim hafi þótt gaman að taka á móti stjörnunni. Magnús Unnar hefur myndað fyrir ýmis virt og þekkt tímarit á borð við Vogue, Harper´s Bazaar og V Magazine. Hann segir Myndaði músu Lager- felds í foreldrahúsum Elisa Sednaoui er guðdóttir tískugoðsins Christian Louboutin. Hér er hún ásamt Karl Lagerfeld sem kallar hana músu sína. NORDICPHOTOS/GETTY Sednaoui hefur setið fyrir í fjölda virtra tímarita. Forsíða the Journal sýnir hana í bíl með íslenskt landslag í bakgrunni. Marc Jacobs (f. 1963) er bandarískur tísku- hönnuður. Hann er yfirhönnuður hjá merkjum sínum Marc Jacobs og Marc by Marc Jacobs. Hann hefur verið listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton frá 1997. Ljósmyndarinn Magnús Unnar myndaði ofurfyrirsætuna Elisu Sednaoui á Íslandi fyrir listatímaritið the journal. Sednaoui hefur sýnt fyrir Chanel, Dior og Versace og setið fyrir í helstu tískutímaritum heims. wikipedia.org Opið til kl 22:00 til jóla Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 588 4499 mostc@mostc.is 30 % afsláttur af öllum vörum fram að jólum Verð 9.900 kr. Nú 6.900 kr. Verð 10.900 kr. Nú 7.600 kr. Söngkonan Adele er talin líkleg forsíðustúlka bandaríska tímaritsins Vogue í mars. Sagan segir að fötin sem hún mun klæðast í myndatökunni verði hönnuð sérstaklega fyrir tilefnið. Adele er ekki hin týpíska forsíðustúlka enda hefur hún mjúkar og fallegar línur og notar föt í stærðinni 16.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.