Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 58

Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 58
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR42 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Bryndís, Sóley og Bryndís Rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir og tónlistarkonurnar Sóley Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir segja frá nýjustu sköpunarverkum sínum og spjalla um jólin. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Var ykkur enn og aftur hent út af fína staðnum? Með bravúr! Af hverju viljið þið eiginlega fara þangað? Borga aðgangseyri og okurverð fyrir bjórinn bara til að vera hafnað af ... fágaðra kvenfólki?! Hér getið þið fengið höfnun alveg ókeypis! Jú, en þessar anorexíu- tískuskvísur lemja ekki eins fast! Það má næstum túlka þessi „högg“ þeirra eins og ástaratlot! Ég held að ég hafi aldrei verið hamingjusamari á lífsleiðinni. Ég held að þetta sé fínn tími til að hætta með Palla. Ég get haldið niðri í mér andanum lengur en þú! Jú, víst. Krakkar. Prófið að keppa. Byrja! Glæt- an! Ónei! Hver vann? Ahhaah Í svona hálfa mínútu var það ég. Aðeins fyrir fólk með geislabaug Almátt- ugur! Ahhaah LÁRÉTT 2. hæfileika, 6. persónufornafn, 8. geymsla, 9. gogg, 11. íþróttafélag, 12. sljóvga, 14. yfirstéttar, 16. ólæti, 17. gagn, 18. flott, 20. búsmali, 21. spyr. LÓÐRÉTT 1. umdæmis, 3. í röð, 4. sýklalyf, 5. dýrahljóð, 7. matarlím, 10. fálæti, 13. vöntun, 15. bakhluti, 16. ái, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. ég, 8. búr, 9. nef, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. at, 17. nyt, 18. fín, 20. fé, 21. inni. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. áb, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. gelatín, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. afi, 19. nn. Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? MELASKÓLI pantar aðstöðu í kirkjunni á hverju ári til að sýna helgileik barna í fjórða bekk. Allir bekkir í þeim árgangi, þrír þetta árið, æfa og sýna jólasöguna. Alltaf hlakka ég til því Melaskólafólkið hefur metnað og dug. Æfingarnar skil- uðu eðlilegu flæði og fumlausum sýningum. Allir kunnu sína rullu og söngva. Hljóðneminn gekk á milli og framsögnin var skýr. Hirðarnir komu fyrstir og síðan englahópur. Æfingarnar tókust svo vel að það var sem fagur- vængjaðir Melaskólaenglarnir flygju. BUMBAN á Maríu stóð út í loftið og draumamaðurinn Jósep var mannalegur þegar þau gengu inn kirkjuganginn. Parið stoppaði við myndarlega jötu nærri altarinu. Fæðingin gekk svo hratt fyrir sig og sárs- aukalaust að það var sem kraftaverk. Ljúf- legir vitringar færðu stórgjafir. Og einn leikskólakúturinn var viss um að barnið sem fæddist hefði verið strákur. ÞAÐ ER flott hjá Melaskóla að vilja almennilega umgjörð um helgileik sinn. Skólinn vill í kirkju! Hátt í átta hundruð manns komu þennan dag. Pabbar, mömm- ur, forráðafólk, afar og ömmur gátu komið vegna þess að plássið er nóg. Þegar leikur- inn hófst kom í ljós að þetta var græjaður ástvinahópur. Tugir myndavéla og síma birt- ust, blossuðu og mynduðu undrið í kirkjunni. ÞÚSUNDIR sem hafa alist upp í vesturbæ Reykjavíkur hafa leikið þennan helgileik. Þau hafa lært að koma fram, unnið innri sigra, sungið söngvana, íklæðst búningun- um, upplifað stemminguna, lært leikögun og mælt fram leiktextann. Þau hafa lært að skilja djúpt, að jól kalla á að við helgum líf okkar því sem máli skiptir. SUMT verður maður að skilja með öðru en heilanum. Í sögunni Litli prinsinn segir refurinn: „Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjart- anu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augun- um.“ Fjórðu bekkingarnir túlkuðu helgisög- una svo vel að við gátum skilið með hjartanu – að þetta er frumsaga, sem tjáir baráttu og þrá fólks á öllum öldum, en líka að himinn kyssir heim. Þá verða gleðileg jól. Jólasaga sem virkar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.