Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 82

Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 82
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR66 Það verður stuð í kvikmyndahúsum á næsta ári. Christian Bale klæðist búningi Leðurblökumannsins í síðasta sinn og allar Avengers-hetjurnar koma saman í fyrsta sinn. Rykið verður dustað af James Bond og sígild Schwarzenegger-mynd verður endurgerð. Freyr Gígja Gunnarsson rýndi í komandi kvikmyndár. OFURHETJUSTUÐ OG GEIMVERUSTRÍÐ DJANGO UNCHAINED Leikstjóri: Quentin Tarantino Stjörnum prýdd kvikmynd sem verður vonandi á pari við það besta frá leikstjóranum sérvitra. Leikarahópurinn er óvenju þéttur og lofar góðu með Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx í burðar- hlutverkunum. THE GREAT GATSBY Leikstjóri: Baz Luhrman Ástralski leikstjórinn gerði síðast hina skelfilegu Australia og vill eflaust gleyma þeim fjáraustri sem fyrst. Hann snýr aftur með kvikmyndaútfærslu af The Great Gatsby með DiCaprio og Carey Muligan í aðalhlutverkum. BRAVE Leikstjóri: Mark Andrews Nýjasta þrekvirki Pixar og Disney er hulið miklum ævintýrablæ og segir frá prinsessu sem ögrar hefðum og siðum í litla konungs- ríkinu sínu. Smáfólkið er hins vegar kröfuhart og lætur vita ef því líkar ekki hlutirnir. ÞESSAR GÆTU SLEGIÐ Í GEGN DARK KNIGHT RISES Leikstjóri: Christopher Nolan Aðalhlutverk: Christian Bale, Tom Hardy og Anne Hathaway Söguþráður: Fyrsta stikla myndar- innar, sem var frumsýnd á netinu í vikunni, lofar mjög góðu. Kvikmyndin tekur upp þráðinn átta árum eftir að Leðurblökumaðurinn hrakti Jókerinn á brott. Þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að færast yfir hetjuna og kraftarnir farnir að þverra verður hann enn á ný að taka fram búninginn til að kljást við sinn mesta óvin. Frumsýnd: 20. júlí THE AMAZING SPIDERMAN Leikstjóri: Marc Webb Aðalhlutverk: Emma Stone, Rhys Ifans og Andrew Garfield. Söguþráður: Eftir að Sony tilkynnti að fyrirtækið hygðist ekki gera fjórðu Spiderman-myndina með Sam Raimi var fljótlega ákveðið að gera ekki fram- hald með nýjum manni í brúnni heldur hverfa aftur til upprunans. The Amazing Spiderman fjallar því um unglingsár Peters Parker og hvernig hann nær að þróa ofurkrafta sína. Frumsýnd: 3. júlí THE DICTATOR Leikstjóri: Larry Charles Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen, Anna Faris og John C. Reilly. Söguþráður: Ólíkindatólið Sacha Baron Cohen getur brugðið sér í líki hvaða kvikindis sem er og að þessu sinni leikur hann einræðisherra í Mið-Austur- löndum sem heimsækir New York. Myndin skartar Megan Fox í bráðskemmtilegu aukahlutverki. Frumsýnd: 11. maí THE AVENGERS Leikstjóri: Joss Whedon Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Chris Evans og Scarlett Johansson Söguþráður: S.H.I.E.L.D-stofnunin ákveður að kalla til helstu ofur- manneskjur heims til að verjast innrás geimvera. Og þar koma meðal annars við sögu Iron Man, Hulk, Þór, Captain America og fleiri góðir. Frumsýnd: 4. maí PROMETHEUS Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Noomi Rapace og Charlize Theron Söguþráður: Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hugsuð sem forleikur að Alien-myndaflokknum vinsæla. Hópur vísinda- manna finnur vísbendingar um uppruna mannsins og rekst í kjölfarið á svörtustu afkima alheimsins. Frumsýnd: 8. júní SKYFALL Leikstjóri: Sam Mendes Aðalhlutverk: Daniel Craig, Javier Bardem, Naomie Harris og Judi Dench Söguþráður: Lítið er vitað um söguþráð Bond- myndarinnar sem á að marka hálfrar aldar afmæli kvikmyndabálksins. Hins vegar er vitað að Quantum- glæpaflokkurinn verður víðsfjarri og að Craig er sannfærður um að myndin eigi eftir að verða betri en síðasta mynd. Frumsýnd: 26. október THE HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY Leikstjóri: Peter Jackson Aðalhlutverk: Martin Freeman, Ian McKellen og Evangeline Lilly Söguþráður: Bilbo Baggins, þá ungur að árum, fer í ferðalag að Einmana fjallinu ásamt nokkrum dvergum til endurheimta fjársjóð úr höndunum á drekanum Smeyginn. Fyrsta stikla myndarinnar kom á netið í gær. Frumsýnd: 14. desember. BATTLESHIP Leikstjóri: Peter Berg Aðalhlutverk: Liam Neeson, Alexander Skarsgård og Rihanna Söguþráður: Eins og nafnið gefur til kynna eru orrustuskip í aðal- hlutverki í þessari rándýru hasarmynd sem er byggð á samnefndum tölvuleik frá Hasbro. Orrustuskipin eru ógnarstór en þurfa á öllu sínu að halda til að kljást við óþekktar verur sem eru ekkert sérstaklega vinveittar jarðarbúum. Frumsýning: 18. maí MEN IN BLACK III Leikstjóri: Barry Sonnenfeld Aðalhlutverk: Will Smith, Tommy Lee Jones og Josh Brolin Söguþráður: Will Smith snýr aftur sem hroka- gikkurinn J hjá MIB-stofnuninni. Að þessu sinni þarf hann að fara aftur til ársins 1960 og koma í veg fyrir að geimvera brjóti sér leið inn í samtökin og ógni þar með tilveru jarðarbúa. Frumsýning: 25. maí TOTAL RECALL Leikstjóri: Len Wiseman Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, Colin Farrell og Jessica Biel. Söguþráður: Löndin Euromerica og New Shanghai kljást um yfirráðin í náinni framtíð. Verksmiðju- starfsmaðurinn Doug er ekki viss um að hann sé á réttum stað og fer að gruna að hugsanlega sé hann njósnari. Hann veit hins vegar ekki fyrir hvorn aðilann hann starfar. Frumsýning: 3. ágúst THE HUNGER GAMES Leikstjóri: Gary Ross Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson Söguþráður: Myndin gerist í náinni framtíð og segir frá framtíðarríkinu Capitol. Einn strákur og ein stelpa úr hverju fylki eru valin til að berjast upp á líf og dauða í raunveruleikasjónvarpi. Frumsýning: 23. mars THE TWILIGHT SAGA: BREAKING DAWN 2 Leikstjóri: Bill Condon Aðalhlutverk: Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner Sögurþráður: Eftir fæðingu Renesmee safnar Cullen-fjölskyldan saman öðrum vampíruættbálkum til að verja barnið gegn fölskum ásökunum. Þetta er síðasti hlutinn í Twilight-seríunni og á valda brjál- æðislega miklu miðasöluæði í Bandaríkjunum og víðar. THE EXPENDABLES II Leikstjóri: Simon West Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger Söguþráður: Mr. Church snýr aftur til The Expendables og fær þá til að taka þátt í auðveldu verkefni. En þegar einn liðsmanna flokksins er myrtur ákveða félagarnir að hefna sín. Og þá verður bæði sprengt og skotið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.