Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 88
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR72 MUTV, Liverpool TV og Chelsea TV fylgja frítt með áskrift að Stöð 2 Sport 2 Þú færð meirafyrir peningana 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Misstu ekki trúna um jólin! Sjá! Ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Sex heilar umferðir í desember og meira til! Hvaða jólastjarna blikar skærast í ár? Finnur Liverpool galdrana í gömlu skónum hans Kennys? Nær þjálfarinn með rauða trýnið að koma drengjunum sínum til himna á ný? Og minnstu þess að halda sunnudaginn heilagan. Þá koma vitringarnir tveir og færa þér gjafir sínar – bull, ergelsi og firru! Þrjár umferðir um hátíðarnar. Öll toppliðin leika annan í jólum og aftur sitt hvorum megin við áramótin. Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 Sport 2 í jólagjöf. Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni! Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ÞJÁLFARI RHEIN-NECKAR LÖWEN HANDBOLTI Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuð- um. Engu að síður er hann byrj- aður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skil- ið við veikindin. „Ég er búinn með þennan hluta lífsins. Ég lærði mikið af þessu en þetta er hluti af fortíðinni. Ég lít til framtíðarinnar,“ sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. Myr- hol er einn allra besti línumaður heimsins og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar er hann í samkeppni við Róbert Gunnars- son um stöðu í byrjunarliðinu. Endurheimti handboltalífið „Ég hef endurheimt mitt venju- lega handboltalíf,“ bætti hann við. Hann greindist með meinið í ágúst á þessu ári, en hann er 29 ára gam- all. Hann gekkst undir aðgerð og fór í lyfjameðferð. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir veikindin hinn 22. október síðastliðinn og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Reyndar var ekki áætlað að hann myndi spila á ný fyrr en í janúar næstkomandi en í október síðastliðnum bankaði hann upp á hjá Thorsten Storm, framkvæmda- stjóra félagsins, og bað um að fá að vera með á ný. Storm var gáttaður en sagði síðar við þýska fjölmiðla: „Bjarte er gríðarmikill keppnis- maður og afar sérstök manneskja.” Mikið áfall fyrir hann og liðið Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Löwen, segist seint gleyma því er hann komst að veikindum Norð- mannsins. „Það var mikið áfall fyrir allt liðið er það fékk tíðindin af veik- indum Bjarte. Mesta áfallið þó að sjálfsögðu fyrir hann sjálfan,“ segir Guðmundur, en Myrhol sneri aftur í herbúðir liðsins eftir stífa lyfjameðferð. „Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. Líkam- inn hafði látið mikið á sjá eftir meðferðina. Þessi hrausti maður var orðinn mjög veiklulegur. Þetta tók greinilega sinn toll á honum.“ Bati Myrhol hefur verið vonum framar og hann er að spila mun meir en búist var við á þessum tíma. Batinn með ólíkindum „Hann er auðvitað ekki orðinn alveg góður og getur því ekki spil- að bæði vörn og sókn. Hann spil- ar nær eingöngu sókn núna og hefur staðið sig frábærlega. Hann er samt ekki orðinn jafn öflugur og hann var. Batinn er samt með ólíkindum og í fyrstu þrem leikj- unum eftir að hann sneri til baka var hann með 23 mörk í 25 skotum. Það er ótrúlegur árangur.“ Myrhol segist þó þurfa 6-9 mán- uði til að koma sér í jafn gott stand og hann var í áður en hann veiktist. „Ég er nokkuð kröftugur en skortir aðallega úthald,“ sagði hann. Gengi Rhein-Neckar Löwen hefur þó ekki verið frábært að undanförnu. „Við höfum ekki náð þeim árangri sem við óskuðum okkur. En ég er sannfærður um að við náum okkur á strik á nýjan leik. Við viljum og ætlum okkur að gera það,“ sagði Myrhol. - esá, hbg Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi Norðmaðurinn Bjarte Myrhol er kominn aftur af stað með Rhein-Neckar Löwen þrátt fyrir að hafa greinst með krabbamein í ágúst síðastliðnum. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari hans hjá þýska félaginu. MYRHOL Mættur aftur á línuna hjá Guðmundi og félögum í Rhein-Neckar Löwen. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, John Terry, var í gær ákærður fyrir kynþátta níð og hann mun þurfa að svara til saka fyrir dóm- stólum. Málið verður tekið fyrir 1. febrúar. Terry er kærður fyrir kynþáttaníð í garð Antons Ferd- inand, leikmanns QPR, í október síðastliðnum. Málið er einnig á borði enska knattspyrnusambandsins. Yfir- völd eru á undan enska sam- bandinu að kæra og enn er óvíst hvað enska knattspyrnusamband- ið gerir. Ljóst að það er mikil pressa á sambandinu eftir að það dæmdi Luis Suárez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í fyrradag. Saksóknarinn í London segir að sönnunargögnin sem hann hafi undir höndum veki bjartsýni um að ná sigri í málinu. Terry neitar allri sök. - hbg Fyrirliði enska landsliðsins: John Terry ákærður JOHN TERRY Neitar staðfastlega sök og ætlar að berjast fyrir því að nafn hans verði hreinsað. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.