Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 8

Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Víða erlendis tóku menn eftir þvíhve einkennilegur málflutn- ingur Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, var á blaða- mannafundi í Brussel á dögunum.     Vefurinn Evrópuvaktin.is sagði tilað mynda í gær frá frétt í þýska dagblaðinu Stuttgarter Zeitung þar sem fjallað er um fundinn og aug- ljóst er að þýska blaðamanninum fannst Össur hlægilegur.     Annars vegarþótti lof- söngur Össurar um Evrópusam- bandið ganga út yfir öll eðlileg mörk og hins vegar komu ranghugmyndir hans um evruna blaðamönnum sem við- staddir voru í opna skjöldu.     Annað er ekki síður umhugs-unarvert í umfjöllun þýska blaðsins. Þar er vikið að því að Ís- lendingar, ólíkt utanríkisráðherra landsins, hafi ekki verið spenntir fyrir aðild. Svo segir:     Brussel vill hjálpa til við að teljaþeim hughvarf, því að fram- kvæmdastjórn ESB og hinn belgíski Vanackere vonast til að aðild Ís- lands hleypi nýjum krafti í stækk- unarferlið – líka gagnvart Tyrk- landi.“     Þýski blaðamaðurinn velkist ekk-ert í vafa um að Evrópusam- bandið ætlar sér ekki að gæta hlut- leysis í upplýsingagjöf ef og þegar baráttan hefst um hug og hjörtu Ís- lendinga.     Ætlun ESB er að „telja þeim hug-hvarf“ því að sambandið telur mikið í húfi. Áróðurinn verður kyrjaður samtímis frá Brussel og úr utanríkisráðuneytinu íslenska. Össur Skarphéðinsson Össur í augum útlendinga Veður víða um heim 5.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 15 léttskýjað Akureyri 14 skýjað Egilsstaðir 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 14 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 16 þrumuveður Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 20 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skúrir Berlín 25 skýjað Vín 24 skýjað Moskva 35 heiðskírt Algarve 32 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 18 skúrir Montreal 27 skýjað New York 32 heiðskírt Chicago 27 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:52 22:17 ÍSAFJÖRÐUR 4:38 22:40 SIGLUFJÖRÐUR 4:20 22:24 DJÚPIVOGUR 4:16 21:51 Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Skortur á kjúklingakjöti í mat- vöruverslunum virðist ekki ætla að verða langvarandi vandamál. Greina mátti skort í kjölfar þess að Matfugl innkallaði vörur sínar úr verslunum í síðustu viku eftir að upp komst um salmonellusmit í fjórða sinn í ár. Nú er hins vegar ljóst að hinn sívaxandi hópur kjúklinganeytenda þarf ekki að örvænta. „Framleiðslan er komin á fullt og samkvæmt niðurstöðum okkar í dag er okkar fugl í lagi,“ segir Jósep Svanur Jóhannesson, sölu- og mark- aðsstjóri Matfugls. Full afgreiðsla hafi farið í búðir í gær og í dag. Rót vandans er þó ekki bara salm- onellusýking hjá Matfugli. Einnig hefur greinst salmonella hjá Reykja- garði, sem sér um 40% markaðarins fyrir kjúklinga. Þar greindist salmon- ellan áður en smitaði kjúklingurinn var seldur til verslana. Engu að síður hafði það sömu áhrif og innköllunin – minna var af kjúklingi í verslunum en áður. Nokkrir verslunarstjórar mat- vöruverslana segjast hafa fundið fyrir skortinum nú eftir helgina. Sveinn Sigurbergsson, verslunarstjóri Fjarðarkaupa, komst þannig að orði, að tómlegt væri í hillunum. Flestir verslunarstjórar eru þó bjartsýnir á að vandamálið sé liðið hjá. Enginn langvarandi kjúklingaskortur  Salmonellusmit hefur greinst hjá báðum stærstu kjúklingabúunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kjúklingar Eftirsótt neytendavara. Hinn 28. júlí var gjaldþrotaskiptum Björgunarmiðstöðvar Árborgar lok- ið en Íslandsbanki leysti til sín hús- næðið. Í byggingunni átti að vera að- staða fyrir björgunarfélag, sjúkraflutninga og slökkvilið. Að sögn Ármanns Inga Sigurðssonar, formanns björgunarfélagsins, kom hrunið sér illa fyrir björgunarfélagið og framkvæmdirnar stóðu þannig ekki undir kostnaði. Hinn 7. október 2009 var björgunarmiðstöðin því tekin til skipta með héraðsdómi. Sveitarfélagið Árborg stendur nú í viðræðum við Íslandsbanka um kaup á eigninni til að halda úti þjónustu þar. Eyþór Arnalds bæjarfulltrúi segir það markmið sveitarfélagsins að starfseminni verði haldið áfram í húsnæðinu. Hann áréttar þó að hún muni sjálf standa undir öllum rekstr- arkostnaði. jonasmargeir@mbl.is Björgunarmiðstöð í eigu Árborgar  Ætlað að halda uppi starfseminni Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Björgunarmiðstöðin Krafan í þrotabúið nam tæpum 400 milljónum króna. Elliðaárdalur – Gvendar- brunnar Laugardaginn 7. ágúst kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafni Orkuveitunnar í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. Þátttakendur þurfa ekki að koma nestaðir. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 08 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.