Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 14
Runólfur gegndi stöðu um- boðsmanns skuld- ara aðeins í einn dag. Fáir geta stært sig af svo stuttum starfs- ferli í opinberri stöðu. Þó er eitt nafn sem kemur til hugar í þessu sambandi. Auðun Georg Ólafsson var gerður að fréttastjóra Ríkissjónvarpsins ár- ið 2005 en var ekki til setunnar boð- ið. Auðun mætti mikilli andstöðu starfsmanna fréttastofunnar sem þótti skipun hans ófagleg og pólitísk. Skemmst er frá því að segja að í lok fyrsta vinnudags Auðuns í nýrri stöðu ákvað fréttastjórinn að skrifa ekki undir ráðningarsamning við Ríkissjónvarpið. Auðun og Runólfur voru því báðir embættismenn í einn dag. Komu öllum í opna skjöldu Morgunblaðið/RAX Ríkisstjórn Samstarfi Steingríms, Þorsteins og Jóns Baldvins lauk skyndilega í beinni. Auðun Georg Ólafsson BAKSVIÐ Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Afsögn Runólfs Ágústssonar í beinni útsendingu síðastliðinn þriðjudag á sér fá fordæmi. Svo virðist sem af- sögnin hafi komið öllum í opna skjöldu, meira að segja spyrli Kast- ljóss. Leita verður aftur til ársins 1988 til að finna jafn óvænta opinberun í beinni útsendingu. Þá voru ráðherr- arnir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson gestir í sjónvarpssal Stöðvar 2. Þar ræddu þeir opinskátt um samstarf sitt og Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra og ljóst var á orðum þeirra að samstarfinu væri lokið. Daginn eftir baðst Þorsteinn lausnar og komst þannig að orði að stjórnin hefði verið „sett af í beinni útsendingu“. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hefur verið passað upp á þessa muni og er ómetanlegt að þeir séu enn til. Svo kemur það til að margir hafa verið í notkun fram undir þetta við nýtingu hlunnindanna,“ segir Þor- kell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði. Hann starfrækir Lax- veiði- og sögusafnið. Ferjukot var lengi í þjóðbraut. Þar var ferjustaður á Hvítá sem klauf héraðið í tvennt þar til Hvítárbrúin var smíðuð 1928. Verslun var í Ferju- koti og þar var alltaf til nýr neta- veiddur lax og þar gátu stang- veiðimenn sem annars fóru með öngulinn í rassinum úr veiðiferðinni bætt úr vandræðum sínum á leiðinni í bæinn. Í versluninni eru ýmsir munir frá þessum tíma og einnig munir sem tengjast laxveiðunum. Forfeður Þorkels voru frum- kvöðlar í nýtingu þeirra hlunninda sem felast í laxinum sem gengur um Hvítá upp í laxveiðiár héraðsins. Langafi hans, Andrés Andrésson Fjeldsted á Hvítárvöllum, var fyrsti Borgfirðingurinn sem veiddi lax á stöng. Stöngina fékk hann frá Eng- landi 1852 og er hún enn til í Ferju- koti. Þegar laxveiðar á stöng hófust fyrir alvöru og hingað fóru að koma erlendir menn í þeim tilgangi varð Ferjukot miðstöð starfseminnar. Veiðimennirnir fóru á hestum upp um héraðið. Tjöld og koffort sem þeir notuðu undir lax og viskí eru meðal muna í safninu. Laxveiðin var stóriðja í Borgarfirði á nítjándu öld. Hingað kom skoskur maður, James Ritchie, og hóf nið- ursuðu á laxi í Borgarnesi. Nið- ursuðan var fljótlega flutt að ármót- um Grímsár og Hvítár og síðar var lax soðinn niður í Ferjukoti. Áhöldin sem notuð voru við niðursuðuna eru enn til, meðal annars koparpotturinn. Þúsund laxar á dag Bændur stunduðu netaveiðar til að útvega hráefni til niðursuðunnar og þar hafa Ferjukotsbændur ekki legið á liði sínu. Þeir voru alla tíð stórtækir í veiðunum. Þorkell nefnir að 23. júní 1958 hafi komið um 500 laxar úr morgunvitjun netanna og því megi búast við að nærri þúsund laxar hafi veiðst þann dag. Laxinn var settur á ís í íshúsi sem byggt var í Ferjukoti, þangað til hann var unninn eða fluttur á markað á Ís- landi eða Evrópu. „Það má ímynda sér hvernig hráefnið hefur verið orðið þegar það var komið til kóngafólksins í Englandi eftir að hafa legið í kössum á þilfari Gullfoss í sumarhitum,“ segir Þorkell. Í safninu eru munir sem sýna sögu netaveiðanna, meðal annars net frá ýmsum tímum. Þorkell vekur athygli á því hvað möskvarnir hafi minnkað mikið. Hann segir að það sýni þró- unina, laxarnir hafi sífellt verið að minnka. Algeng meðalstærð hafi ver- ið 8-9 pund en sé nú komin niður und- ir 4 pund þótt eitthvað meira af stærri laxi hafi veiðst í sumar. Nokkr- ir bátar frá netaveiðitímanum eru varðveittir í Ferjukoti. Mikil umsvif voru í Ferjukoti á árinu 1928 þegar Hvítárbrúin var smíðuð. Brúargerðarmenn höfðu smiðju í Ferjukoti og þar eru enn varðveitt ýmis áhöld sem notuð voru. Heimili á herragarði Margt breyttist í Ferjukoti eftir að Borgarfjarðarbrúin var vígð 1981 og ekki síst þegar hætt var að veiða lax í net í Hvítá. Þorkell viðurkennir að hann sjái eftir þessum tímum en allt- af taki eitthvað nýtt við. Hann hefur gaman af því að sýna gestum þessar gömlu minjar og svo er veiddur sil- ungur vor og haust. Raunar kvartar Þorkell yfir veiðinni, segir að miklu minna sé af bleikju en áður. Í staðinn er að vaxa upp flatfisktegund í ánum, svokölluð ósaflundra. Íbúðarhúsið í Ferjukoti var byggt 1890 og er með húsgöngum og mun- um frá því á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þórdís móðir Þorkels á enn heimili sitt þar þótt hún búi á Dval- arheimilinu í Borgarnesi. „Gestir tala um hvað það sé gaman að sjá gamalt heimili, eins og var á herragörðum er- lendis á þessum tíma,“ segir hann. Passað vel upp á munina  Þorkell Fjeldsted rifjar upp sögu laxveiðanna og sýnir gestum minjar frá umsvifunum í Ferjukoti  Einstakir munir eru í Laxveiði- og sögusafninu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bóndinn Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti. Laxinum var landað, hann unninn eða ísaður og gengið frá honum til flutnings á markað í húsunum við árbakkann. Netaveiðar Þorkell Fjeldsted vitjar um netin fyrir allmörgum árum. Iceland Express hyggst færa út kvíarnar næsta sumar og fljúga daglega til New York frá og með júníbyrjun. Fé- lagið mun líka fjölga áfanga- stöðum í Banda- ríkjunum og fljúga fjórum sinnum í viku til Boston. Einnig verður flogið til Chicago. Þessi auknu umsvif Iceland Express kalla á fjölgun starfsmanna hjá félaginu, samkvæmt fréttatilkynningu. Fé- lagið segir fjölgun hafa orðið á ferðamönnum frá N-Ameríku til Ís- lands og sætanýting verið góð. Iceland Express bætir við sig fólki Express Bæta við Ameríkuflugið. Um 17 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi í veg fyrir söluna á HS Orku til einkaaðila og að fram fari þjóð- aratkvæðagreiðsla um orkuauð- lindirnar. Björk Guðmundsdóttir mun á næstunni afhenda stjórn- völdum áskorunina með nöfnum þeirra sem hafa skrifað undir, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar. Morgunblaðið/Ómar Söfnun Björk mun fljótlega af- henda undirskriftir fólks. Björk fengið 17 þúsund manns Fjölskylduhjálp Íslands var á dög- unum gefin heimasíða, hún er: fjolskylduhjalpin.net. Jón Hjörtur Sigurðarson hjá Markaðssýn hann- aði síðuna. Heimasíðan gerir fólki kleift að vera í beinu sambandi við starfið auk þess sem sagt verður frá því sem 40 sjálfboðaliðar sam- takanna vinna að. Á myndinni t.v. eru Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, Jón Hjört- ur frá Markaðssýn og Matthías Ims- land, formaður Fjölskylduhjálp- arinnar. Fjölskylduhjálpin fær heimasíðu STUTT Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Billund í Dan- mörku og Gautaborgar í Svíþjóð næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku til Billund og tvisvar í viku til Gautaborgar á tímabilinu júní til september. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Icelandair, að sala á far- miðum til þessara áfangastaða hafi hafist fyrir nokkru. Unnið hafi ver- ið að undirbúningi þessa flugs um skeið og tengist það auknu flugi Icelandair til New York og Boston, sem kynnt var á dögunum. Icelandair bætir við tveimur leiðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.