Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Laxveiðimenn í ám á vestanverðu
landinu hafa margir hverjir átt erf-
itt á síðustu vikum sökum þurrka,
eins og vitað er. Það er þó ekki al-
gilt, þótt ástandi margra ánna megi
lýsa þannig að þær renni varla sök-
um þess hve þurrar þær eru. Einn
veiðimaður sem rætt var við reyndi
að sjá jákvæða hlið á ástandinu.
„Veiðistaðirnir héldu engum fiskum
og þeir tóku ekki en ég notaði þá
bara tækifærið til að vaða í öllum
pollunum til að skilja betur hvar
laxinn lægi, næst þegar ég kæmi í
góðu vatni,“ sagði hann.
Ekki þurfti þó mikla úrkomu á
sunnanverðu Snæfellsnesi til að
hleypa lífi í Hafralónsá í vikunni, en
það var fyrsta rigningin þar í fimm
vikur. Veiðimenn settu þá strax í
marga laxa og suma verulega stóra,
að sögn Einars Sigfússonar, annars
eiganda árinnar.
„Þá veiddist einn hnausþykkur
við Gömlu brú sem mældist 105 cm,
23 punda lax samkvæmt kvarð-
anum,“ sagði hann. „Daginn eftir
veiddist síðan metralangur fiskur,
tuttugu pundari. Það er gríðarlega
mikið af laxi í ánni og mikið af
stórum fiski.
Við erum lukkuleg með þessa úr-
komu, þótt hún hafi ekki verið mik-
il.“
Nálægt 1300 löxum hafa nú veiðst
í Haffjarðará, en það er um 300 löx-
um meira en á sama tíma í fyrra.
Ævintýri í Hnausastreng
Það er sama sagan að þar sem
eitthvað hefur rignt eftir viðvarandi
þurrka í júlímánuði hefur veiðin
tekið kipp. Svo mun vera í Vatns-
dalsá þar sem fleiri tugir laxa hafa
veiðst á þremur síðustu dögum og
þar á meðal allnokkrir 18, 19 og 20
punda nýgengnir laxar. Blaðamaður
ræddi við hina kunnu bresku veiði-
konu Lillu Rowcliffe sem var í
Vatnsdalsá í vikunni og sagðist hún
hafa lent í einstöku ævintýri í
Hnausastreng síðasta morguninn,
þar sem hún var við veiðar ásamt
Sigurði Árna Sigurðssyni.
„Ég var að veiða á litla hits-túpu
og þá kom þetta risastóra bak upp
þegar laxinn tók flugunna. Þetta
var þung og hljóð taka og laxinn
sigldi hægt og rólega niður allan
strenginn. Það skipti engu máli
hvað hert var á bremsunni, ég vissi
að ég myndi aldrei ráða við þessa
skepnu, enda fór svo að lokum að
hann sleit úr sér. En þetta var ógn-
arstór fiskur og mikið ævintýri,“
sagði Rowcliffe sem er komin hátt á
níræðisaldur en veiðir engu að síður
í tvær vikur hér á landi í sumar.
Hún hefur glímt við marga metlaxa,
eins og greint hefur verið frá í bók-
um, en sagði að Vatnsdalsártröllið
hefði án efa verið einn þeirra
stærstu.
Frábær veiði í Þverá og Kjarrá
Athyglisvert er að rýna í veiðitöl-
ur aflahæstu laxveiðiánna, sem sjá
má hér til hliðar. Tölurnar úr
Blöndu eru vikugamlar en þar er
engu að síður þegar komin metveiði,
um eða yfir 2.500 laxar. Blanda er
hinsvegar að fara á yfirfall og dreg-
ur því eflaust úr veiði núna. Frábær
veiði hefur áfram verið í Þverá og
Kjarrá, árnar sitja efstar á listanum
og gaf síðasta vika þar efst í Borg-
arfirðinum um 200 laxa.
Hörkuveiði er í Rangánum, hátt í
100 laxar veiðast á dag í hvorri ánni.
Að sögn Einars Lúðvíkssonar um-
sjónarmanns Eystri-Rangár hefur
áin oft verið skoluð á morgnana
undanfarið, vegna ösku sem skolast
niður ána. Hún er orðin tærari þeg-
ar líður á daginn og þá er takan oft
ævintýraleg. Einn veiðimaður sem
blaðamaður frétti af fékk þannig ell-
efu laxa á seinni vaktinni í vikunni
og setti í fleiri. Hann sagði mikið af
laxi vera á öllum veiðistöðum.
„Ógnarstór
fiskur og mik-
ið ævintýri“
Laxveiðin glæddist um leið og rigndi
Stórlaxar Bubbi Morthens lyftir gríðarþykkri hrygnu við Knútsstaði í Laxá í Aðaldal. Vó laxinn tæp 22 pund.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
1.345
1.767
2.593
1.242
1.661
1.445
1.020
727
1.039
1.045
620
486
793
430
485
Staðan 4. ágúst 2010
2.445
2.453
1.536
1.281
1.652
1.327
1.108
1.123
865
939
808
615
545
530
545
Þverá + Kjarará (14)
Blanda (12)
Ytri-Rangá & Hólsá (18)
Eystri-Rangá (18)
Norðurá (14)
Miðfjarðará (10)
Haffjarðará (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Selá í Vopnafirði (7)
Langá (12)
Elliðaárnar (6)
Laxá í Aðaldal (18)
Víðidalsá (6)
Laxá í Leirársveit (6)
Laxá í Kjós (10)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
2.641
2.453
2.111
1.726
1.724
1.606
1.262
1.233
1.105
998
897
765
650
638
590
Á sama
tíma í fyrra
Veiðin
28. júlí
Vinnumálastofnun, Háskólann á Bif-
röst og Keili, svonefnda miðstöð vís-
inda, fræða og atvinnulífs.
Hann var metinn hæfastur um-
sækjenda um embætti skuldara. Fór
félags- og tryggingamálaráðherra
eftir hæfismatinu og birti í fyrradag
rökstuðning fyrir ákvörðuninni að
beiðni Ástu.
Hún var metin næsthæfust um-
sækjenda en vildi ekki tjá sig um
matið eða rökstuðning ráðherra en
hvort tveggja hefur verið birt. Hún
hefur áður sagt að hún hafi efast um
að faglega hafi verið staðið að ráðn-
ingu Runólfs.
Ásta stýrði Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna frá árinu 2003
þar til embætti umboðsmanns skuld-
ara tók við verkefnum hennar. Er
embætti umboðsmanns skuldara ætl-
að að taka yfir öll verkefni stofunnar
og að auki að sinna öðrum verkefnum
í þágu skuldara. Í niðurstöðunni er
hún sögð hafa staðgóða þekkingu og
reynslu sem nýst geti í starfi emb-
ættisins en fleira er ekki talið til.
Sama orðalag er notað um reynslu
Runólfs.
Fram kemur að viðtal við Ástu hafi
ekki bætt neinu við umsókn eða und-
irstrikað burði hennar til að gegna
embætti umboðsmanns skuldara.
Viðtal við Runólf er hinsvegar sagt
hafa undirstrikað burði hans til starf-
ans og bætt við umsókn hans. Run-
ólfur fékk 23 stig í matinu en Ásta 21.
Enginn biðlaunaréttur
Samkvæmt upplýsingum frá
félagsmálaráðuneytinu nýtur
Runólfur hvorki réttar til bið-
launa né launa á uppsagnar-
fresti samkvæmt lögum um
réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. Hann
mun þó fá laun fyrir þá
þrjá daga sem hann
gegndi starfinu, 1.-3.
ágúst. Þar af var einn
virkur dagur.
Umboðsmaður eftir jaml og fuður
Ásta metin næsthæfust og hefur störf 9. ágúst Þriðji umboðsmaður skuldara á jafnmörgum dögum
Viðtal Runólfs undirstrikaði burði hans, viðtal Ástu bætti engu við Runólfur fær þriggja daga laun
Morgunblaðið/Kristinn
Umboðsmaður Ásta Sigrún Helgadóttir var í gær skipuð í embætti umboðs-
manns skuldara en hún stýrði áður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Stiklað á stóru
» Félagsmálaráðherra fór eftir
hæfismati ráðningarskrifstofu
þegar hann skipaði Runólf.
» Að sögn ráðherra sagði Run-
ólfur sig frá embættinu eftir að
ráðherra tjáði honum að hon-
um væri ekki stætt á að gegna
því hefði hann notið skuldafyr-
irgreiðslu sem almenningi byð-
ist ekki.
» Hlutverk umboðsmanns
skuldara er að veita fólki í
verulegum greiðsluerfiðleikum
endurgjaldslausa aðstoð og
ráðgjöf.
Trausti Fannar Valsson, lektor í
stjórnsýslurétti við HÍ, segir að í
ljósi eðlis og hlutverks umboðs-
manns skuldara sé ekki útilokað
að það teljist málefnalegt að líta
til fjárhags- og skuldastöðu um-
sækjanda. Matið um þetta sé
ekki svarthvítt og erfitt að slá
því föstu. Þegar skilyrðum laga
sleppir tekur málefnalegt mat
stjórnvalda við.
Þar sem tiltekin fjárhagsstaða
geti rýrt traust umsækjanda í
starfi og heimild sé í lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins til að víkja mönnum úr
embættum fyrir athafnir sem til
þess eru fallnar telur Trausti að
þessi sjónarmið geti komið til
greina við mat á umsækjendum.
Ekki er öðrum lagaákvæðum fyr-
ir að fara um þetta.
Trausti segir þó óskýrt, í ljósi
þess hvernig starfslok Runólfs
bar að, hvort hægt sé að líta
svo á að fjárhagsstaða
hans hafi komið inn í mál-
ið sem sjónarmið í sam-
bandi við matið.
Getur talist
málefnalegt
MATIÐ OG SKULDASTAÐAN
Runólfur
Ágústsson
FRÉTTASKÝRING
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„Ég er bara mjög sátt,“ segir Ásta
Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður
skuldara, um skipan hennar í emb-
ættið. Hún vill ekki tjá sig um að-
draganda ráðningarinnar og kveðst
vilja horfa til framtíðar; segist hún
hlakka til að takast á við starfið og
verkefni sem fyrir liggja.
Hún telur að sviptingar í aðdrag-
anda ráðningar hennar muni ekki
hafa neikvæð áhrif á embætti eða
rýra traust fólks til þess. Þá kveður
hún engan kala á milli sín og Árna
Páls Árnasonar, félags- og trygg-
ingamálaráðherra, vegna málsins.
Milli þeirra ríki traust og trúnaður.
Árni Páll skipaði Ástu í embætti
umboðsmanns skuldara í gær eftir
miklar sviptingar í aðdraganda ráðn-
ingarinnar. Hún er þriðji umboðs-
maður skuldara á jafnmörgum dög-
um en hún hefur störf hinn 9. ágúst.
Gegndi Runólfur Ágústsson embætt-
inu í einn virkan dag en sagði sig frá
því á þriðjudag. Daginn eftir tók Ingi
Valur Jóhannsson, deildarstjóri í fé-
lagsmálaráðuneyti, við þar til skipað
væri í stöðuna til frambúðar.
Runólfur 23, Ásta 21
Í niðurstöðu hæfnismats ráðning-
arstofunnar STRÁ MRI er töluvert
lagt upp úr reynslu Runólfs af upp-
byggingu stofnanastarfsemi og er
um það vísað til starfa hans fyrir