Morgunblaðið - 06.08.2010, Page 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
✝ Ingólfur Hjart-arson fæddist 7.
september 1942 á
Eyri við Ingólfsfjörð.
Hann lést þann 29.
júlí 2010.
Foreldrar hans
voru Hjörtur Hafliða-
son, húsasmíðameist-
ari í Reykjavík, f.
13.7. 1913, d. 28.4.
2010 og Guðbjörg
Hólmfríður Ein-
arsdóttir, húsfreyja í
Reykjavík, f. 8.12.
1916, d. 21.4. 1998.
Bræður Ingólfs eru: 1) Hafliði,
húsasmíðameistari, kvæntur Jón-
ínu B. Sigurðardóttur, skrif-
stofustjóra. 2) Hjörtur, kerfisfræð-
ingur, kvæntur Steinunni
Káradóttur, leiðbeinanda. 3)
Gunnar Ingi, viðskiptafræðingur,
kvæntur Ragnheiði Torfadóttur,
kennara. Eftirlifandi eiginkona
Ingólfs er Lára Björnsdóttir, fé-
lagsráðgjafi MA og fyrrverandi fé-
lagsmálastjóri Reykjavík-
urborgar, f. 25.10. 1943 á
Stöðvarfirði. Foreldrar hennar
voru Björn Stefánsson, kaup-
félagsstjóri, f. 7.4. 1910, d. 5.8.
1997 og Þorbjörg Einarsdóttir, f.
1975. Ingólfur stundaði einnig
nám í félaga- og vátryggingarrétti
við Leeds University í Englandi
1985-1986.
Ingólfur varð hdl. 1970 og hrl.
1991. Hann var formaður Orators
1967-1968 og í stjórn Lögmanna-
félagsins 1993-1995. Ingólfur var
hótelstjóri á Hótel Garði sumrin
1967 og 1968. Skrifstofustjóri hjá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar frá 1.12.1969 og fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnunar
stúdenta frá 1973 til 1976. Ing-
ólfur kenndi félagsfræði við
Fóstruskóla Sumargjafar frá 1970
til 1974. Hann kenndi einnig við
Kvennaskólann í Reykjavík 1973-
1974 og við félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands (félagsráðgjafarsvið)
1981-1983. Hann rak lögmanns-
stofu í Reykjavík frá 1976 og
stofnaði Lögheimtuna hf. með Ás-
geiri Thoroddsen hrl. 1981 og
Lögfræðiþjónustuna hf. 1987
ásamt William Thomas Möller hdl.,
Kristjáni Ólafssyni hdl., Láru
Hansdóttur hdl. og Ingibjörgu
Bjarnardóttur hdl. Ingólfur var
aðaleigandi hugbúnaðarfyrirtæk-
isins Outcome frá árinu 2004 og
rak lögmannsstofu til loka ársins
2009.
Útför Ingólfs fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti föstudag-
inn 6. ágúst 2010 og hefst athöfnin
kl. 11.
16.8. 1915, d. 11.6.
2005. Börn Ingólfs og
Láru eru: 1) Jón,
tölvunarfræðingur, f.
6.12. 1967, kvæntur
Fjólu Gunnarsdóttur,
nema, f. 5.2.19 68.
Börn þeirra eru Hall-
dór Rúnar Jónsson, f.
1991, Iðunn Andr-
ésdóttir, f. 1997 og
Elísabet Jónsdóttir,
f. 2007. 2) Hildur
Björg, læknir, f. 5.8.
1973. Dóttir hennar
er Rebekka Lára
Rósantsdóttir, f. 2003. 3) Björn
Freyr, viðskiptafræðingur, f. 5.12.
1977, kvæntur Birnu Hlín Kára-
dóttur, lögfræðingi, f. 30.4. 1978.
Synir þeirra eru Húni Ingólfur
Björnsson, f. 2005 og Birnir Kári
Björnsson, f. 2008.
Ingólfur ólst upp í Reykjavík og
var átta sumur frá sex ára aldri í
sveit á Helgastöðum í Hítardal á
Mýrum. Hann varð stúdent frá
Verzlunarskóla Íslands 1963 og
cand. juris frá Háskóla Íslands
1969. Ingólfur kynnti sér sveit-
arstjórnarlöggjöf Norðmanna í
Osló 1971 og lagði stund á fé-
lagarétt við Oslóarháskóla 1974-
Ég get ekki lýst pabba. Hvað hann
var mér. Hvað hann hefur gert fyrir
mig. Stoltur, lífsglaður, atorkusamur,
bjartsýnn, réttsýnn, heiðarlegur, dug-
legur, praktískur, veiðifélagi, náttúru-
barn, fjölskyldumaður, traustur,
traustastur. Hann hafði ástríðu fyrir
veiðiflugum og bindum. Hann skrifaði
lista. Hann sagði sögur. Hann elskaði
Mólæk. Hann var allt þetta. Hann var
miklu meira. Það er ekki möguleiki á
að vera föðurbetrungur með pabba
eins og hann. Óteljandi sögur. Ótelj-
andi minningar. En samt ekki nógu
margar. Ekki nógu margar fyrir
strákana mína. Ég hélt alltaf að pabbi
yrði hundrað ára. Við erum staddir í
Norðurá, byrjun júní. Vorveiði. Þrír
dagar. Áin er mikil og laxinn vantar.
Það er norðangarri en þó sól. Við lemj-
um ána. Farnir út fyrir sjö. Komnir
inn eftir tíu. Sjáum ekki lax. Ég er
byrjaður að örvænta. Vil fara inn í hús
að horfa á HM. Sofa kannski smá út.
Pabbi heldur áfram með bros á vör.
Hann er sannfærður um að sá silfraði
taki í næsta kasti.
Björn Freyr Ingólfsson.
Ingólfur tengdafaðir minn var af-
burðamaður bæði í leik og starfi. Það á
ekki við um alla en það átti svo sann-
arlega við um hann. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast honum og
njóta samvista með honum síðastliðin
8 ár. Ég á jafnframt erfitt með að
sætta mig við fráfall hans sem bar að
allt of snemma. Það er sorglegt að
hugsa til þess að nú hafa synir mínir
og hin barnabörnin misst besta afa
sem hægt er að hugsa sér.
Aldrei hef ég kynnst fullorðnum
manni sem er jafn þolinmóður,
skemmtilegur og góður við barna-
börnin sín. Hann var alltaf tilbúinn í
leik með krökkunum, hvort sem það
var feluleikur eða bara að liggja á gólf-
inu með kubba eða púsl. Húni Ingólfur
sá ekki sólina fyrir afa sínum og bað
ósjaldan um að fá einfaldlega að búa
hjá honum. Það var heldur ekkert
meira spennandi en þegar afi Ingólfur
kom að sækja hann í leikskólann og
ekki var verra ef förinni var heitið í
sumarbústaðinn. Birnir Kári var að
sama skapi búinn að uppgötva þennan
góða afa og orðinn hændur að honum
eins og bróðirinn. Þeir tveir fengu
góðar stundir saman í síðustu sum-
arbústaðarferð Ingólfs nú í sumar þar
sem Ingólfur kubbaði og púslaði með
þeim stutta með þessari yndislegu þol-
inmæði og ástúð sem var svo einstök.
Erfið veikindi höfðu þar engin áhrif.
Þrátt fyrir að drengirnir eigi marga
góða að þá er vandséð að fyllt verði í
það skarð sem afi Ingólfur hefur skilið
eftir.
Fyrir mína hönd og sona minna vil
ég þakka Ingólfi fyrir ógleymanlegar
stundir og stuðning í einu sem öllu.
Hvíl í friði, elsku Ingólfur.
Birna Hlín.
Myrkrið hrekur hann á braut,
hjálpar vel í sorg og þraut.
Hvert sem leiðin liggur þín
lýsir hann þér heim til sín.
(Kristján Valur Ingólfsson)
Elsku afi. Takk fyrir að vera afi
minn og vera svona góður afi. Takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig.
Takk fyrir að vilja alltaf leika við mig.
Takk fyrir að byggja sumarbústaðinn.
Takk fyrir að fara svona oft með mér
upp í sumarbústað og fara með mér
niður að læk og vaða með mér og fara
með mér í pottinn. Takk fyrir að
kenna mér að smíða.
Viltu vera engillinn minn og passa
mig?
Þín
Rebekka Lára.
Mágur minn, Ingólfur Hjartarson
er látinn. Eftir að Lára, systir mín og
Ingólfur felldu hugi saman voru þau
alltaf nefnd í sama orðinu í fjölskyld-
unni. Í nærri fjóra áratugi hafa þau,
ásamt börnum og barnabörnum, verið
fastur punktur í tilverunni. Samgang-
ur var mikill milli fjölskyldna okkar,
enda við Lára náin frá fyrstu tíð. Þau
hjón voru afar gestrisin og nutum við
Anna þess ríkulega, ásamt börnum
okkar og barnabörnum. Ógleyman-
legar eru allar heimsóknirnar á fal-
legu heimilin þeirra, hvort sem var í
Laugarásnum, á Meðalbrautinni, Æg-
isíðunni eða Ólafsgeislanum. Alltaf var
jafn vel á móti okkur tekið hvernig
sem á stóð og voru þau Ingólfur og
Lára boðin og búin að veita alla þá
hjálp sem stóð í þeirra valdi ef vandi
steðjaði að.
Ég vil nú að leiðarlokum þakka Ing-
ólfi, mági mínum innilega alla þá vin-
semd og hjálpsemi sem hann og fjöl-
skylda hans auðsýndu okkur Önnu og
börnum okkar alla tíð.
Ingólfur Hjartarson var vandaður
maður til orðs og æðis. Rólegur í fasi
og kastaði ekki höndunum til neins.
Hafði tamið sér stillingu og varfærni í
tali og framkomu. Slíkir eiginleikar
eru dýrmætir og skipta oft sköpum í
mannlegum samskiptum. Aldrei lét
hann styggðaryrði falla í minn garð
eða neins úr fjölskyldu minni, né
reyndar nokkurs manns svo ég heyrði.
Handgenginn íslenskri náttúru frá
unga aldri og veiðimaður svo af bar.
Áttum við það sameiginlegt að byrja
snemma í skammdeginu að bolla-
leggja útivist, veiðiferðir og náttúru-
skoðun, hlökkuðum báðir alltaf jafn
mikið til vorsins.
Mér þótti mikil reisn yfir því hvern-
ig Ingólfur lifði síðasta árið sitt. Vissi
þó vel að hverju fór. Æðrulaus, já-
kvæður og brosandi til hinstu stundar
gaf hann fjölskyldu sinni allt sem hann
gat. Betri viðskilnaðar gætum við
dauðlegir menn ekki óskað okkur.
Elsku Lára, orð eru lítils megnug á
stund sem þessari, ég get aðeins þakk-
að í auðmýkt allt hið góða sem þið Ing-
ólfur létuð mér og mínum í té. Þér,
elsku systir mín, votta ég mína dýpstu
samúð, svo og börnum ykkar og
barnabörnum.
Eysteinn Björnsson.
Það er með söknuði og trega að ég
kveð mág minn, Ingólf Hjartarson. Í
huga mínum er einnig þakklæti og
gleði yfir að hafa kynnst honum og átt
hann að. Hann skilur eftir sig fallegar
minningar, sem mig langar að þakka
fyrir. Fjölskylda mín og ég minnumst
hlýju hans við okkur frá fyrstu tíð.
Hann tók okkur alltaf opnum örmum
þegar við komum til Íslands og ekki
ósjaldan gistum við á heimili hans og
Láru systur minnar. Þar fór traustur
og góður maður sem ég dáðist að. Ing-
ólfur hafði fallega framkomu og um-
gekkst alla með ró, virðingu og hlýju
og það var gott að vera í nærveru
hans. Hann hlustaði með eftirtekt á
börn og fullorðna og sýndi mönnum og
málefnum þeirra áhuga og virðingu.
Ég er mjög þakklát fyrir allt sem Ing-
ólfur gerði fyrir mig og fjölskyldu
mína og margt væri hægt upp að telja.
Það er mynd, sem ég hef varðveitt af
Ingólfi í hjarta mínu, sem lýsir honum
svo vel. Ég hafði sótt um starf við Staf-
holtsprestakall í Borgarfirði vorið
2008 og viðtalið átti að vera að Bifröst.
Ingólfur og Lára voru að fara í sum-
arbústað sinn í Borgarfirði og buðu
mér að koma með sér og að keyra mig
að Bifröst næsta dag. Samveran með
þeim þessa helgi reyndist mér hin
mesta gjöf og ég skildi eftir á hvað
hafði verið aðalatriði erindis míns.
Hvílík fegurð var í landinu þeirra í
Borgarfirði, loftið var tært, ilmur úr
jörðu, himinninn fagur og blár, kyrrð-
in var heilög og aðeins fuglarnir kvök-
uðu. Ég sá að Ingólfi leið vel á þessum
stað. Hann var glaður og einstakur
friður var yfir honum. Það fyrsta sem
hann gerði var að taka fram íslenska
fánann og gekk út til að reisa hann við
hún. Ég fylgdi honum eftir og stóð við
hlið hans. Ég sá í svip hans kærleik-
ann til þessa fagra lands og þá virð-
ingu og þökk sem fáninn bar merki
um. Þegar við gengum til baka sýndi
hann mér hvar maríuerlan hafði byggt
hreiður við húsið og síðan benti hann
mér á litlu hagamúsina, sem trítlaði
um og sinnti búi sínu. Ingólfur brosti
mildu og fallegu brosi og það var
greinilegt að þessir litlu vinir hans
fundu sig örugga í nærveru hans. Ég
naut mikils kærleika, stuðnings þeirra
og gleði í þessu óspillta og undurfagra
umhverfi. Ég hafði sett mig í stelling-
ar fyrir viðtalið. Við þrjú keyrðum af
stað í áttina að Bifröst. Ingólfur sat við
stýrið og réð ferðinni. Ég sat og hugs-
aði um hvaða spurningar yrðu lagðar
fyrir mig að Bifröst. Ingólfur stöðvaði
bílinn. Við vorum komin að Stafholts-
kirkju. Að hans mati hlaut það að
skipta meginmáli að við færum fyrst í
kirkjuna. Við gengum upp tröppurnar
og ég reyndi að opna dyrnar en tókst
það ekki. Ingólfi voru þó allir hlutir
færir. Með ró sinni og handlagni opn-
aði hann og leiddi síðan okkur systur
inn í helgidóminn. Ég fann að Ingólfur
var trúaður maður og hafði til að bera
andlegan styrk. Ég fann líka hve inni-
lega mér þótti vænt um hann og Láru
og hversu mjög ég naut þess að vera
með þeim.
Takk, elsku Ingólfur, fyrir að þú
komst inn í fjölskyldu okkar!
Guðs blessun fylgir þér inn í fyr-
irheitna landið, þar sem okkur öllum
er búinn staður gleði og kærleika.
Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir.
Ingólfur mágur og svili okkar er lát-
inn um aldur fram. Hans verður sárt
saknað úr laufabrauðsbakstri, jóla-
boðum og afmælum þar sem gaman
var að spjalla við hann um hvaðeina.
Hann hafði gott skopskyn og sagði
skemmtilega frá en var einnig góður
hlustandi. Ingólfur starfaði síðustu
áratugina sem lögmaður og stofnaði
fyrst Lögheimtuna og síðar Lögfræði-
þjónustuna þar sem undirrituð vann
með honum um margra ára skeið. Ing-
ólfur hafði mikið vinnuþrek, vann
langan vinnudag og naut þess að
vinna. Alltaf gaf hann sér þó tíma til að
ræða lögfræðileg álitamál við sam-
starfsmenn sína.
Laxveiðin var Ingólfi mikil ástríða
en jafnframt kærkomin hvíld frá lög-
mannsstörfunum. Hann var einn af
þessum laxveiðimönnum sem var
fyrstur á árbakkann og síðastur í
veiðihús. Bjartsýni hans á veiði var
hreint óbilandi og þó að áin væri talin
fisklaus og allir búnir að gefast upp þá
hélt Ingólfur áfram að reyna. Hann
komst á bragðið við laxveiðar með föð-
ur sínum í Laxá í Kjós og í áratugi fóru
þeir feðgar saman á hverju ári í Elliða-
árnar. Hjörtur var andstæða Ingólfs í
veiðiskap, alltaf sannfærður um í upp-
hafi hverrar veiðiferðar að þeir fengju
ekkert.
Oftar en ekki hafði bjartsýnin betur
og þeir náðu að landa einum góðum og
þannig bjarga veiðiferðinni. Vorið
2009 fann Ingólfur fyrir þrekleysi og
þegar hann fékk blóðtappa í fót var
hann sendur í rannsóknir. Við glödd-
umst með fjölskyldunni þegar ekkert
óeðlilegt fannst en síðar um sumarið
fengum við þá hörmulegu fregn að
hann hefði greinst með krabbamein.
Ingólfur tók þessari frétt eins og hetja
og gerði grín að öllu saman. Sagði að
hann væri feginn að þetta þrekleysi
væri ekki bara elli. Hann svaraði með-
ferðinni ágætlega til að byrja með og
átti marga góða mánuði sem hann not-
aði vel, gekk frá óloknum málum á
Lögfræðiþjónustunni, kom gömlum
kvikmyndum sem hann hafði tekið af
fjölskyldunni yfir á stafrænt form, las
mikið, veiddi mikið, fór í badmínton og
sund eins og hann var vanur og naut
þess að vera með fjölskyldunni. Þá
heyrði Ingólfur dótturdóttur sína
segja við frænda sinn: „Hann afi er
ekkert veikur, hann er bara með
krabbamein og fer meira segja í Kola-
portið að kaupa harðfisk.“
Ingólfur var góður eiginmaður sem
bjó við ástríkt hjónaband þó að þau
hjónin gætu rökrætt ýmis málefni af
ákefð og festu. Þau upplifðu margt
skemmtilegt saman, eignuðust þrjú
mannvænleg börn og sex barnabörn.
Þau lifðu við góð efni en voru jafn-
framt einstaklega gestrisin og gjaf-
mild. Ingólfur var mikill fjölskyldu-
maður sem kaus að verja frítímanum
að miklu leyti í faðmi fjölskyldunnar
annaðhvort heima í þeirra glæsilega
húsi í Grafarholti, í sumarbústaðnum
eða í utanlandsferðum. Við munum
sakna þess að heyra ekki svarað í sím-
ann: „Ingólfur“ eða að finna þétt
handtak/faðmlag og sjá brosið sem
fylgdi með. Minningar um góðan
dreng lifa. Megi Lára og börnin öðlast
þann styrk sem þarf til að takast á við
sorgina.
Björn Björnsson og
Lára G. Hansdóttir.
Það er alltaf ánægjulegt þegar
vinnufélagar og samstarfsmenn á
stórum vinnustöðum bindast vináttu-
og tryggðaböndum. Og enn skemmti-
legra verður það þegar makarnir
blandast í hópinn. Þannig varð það
með okkur sem þá vorum fram-
kvæmdastjórar hinna svonefndu
„mjúku mála“ hjá Reykjavíkurborg.
Við vorum ekki einungis samstarfs-
félagar, heldur urðum vinir í starfi og
leik. Í gríni var hópurinn síðan kall-
aður „fimm fræknu“. Þrátt fyrir að
nokkrir úr hópnum hafi látið af störf-
um hjá borginni fyrir allnokkru hitt-
umst við reglulega nokkrum sinnum á
ári, eigum samverustundir, göngum
saman og höfum í leiðinni kynnst nýj-
um hverfum og stöðum í borgarland-
inu. Einnig höfum við ferðast saman
innanlands sem erlendis. Ingólfur
varð einn af þessari kjarnafjölskyldu.
Frásagnargleði hans, þekking á fólki
og mannlífi olli oftar en ekki hlátri og
jafnvel gráti. Það skipti ekki máli
hvort gengið var um miðborgina,
Þingholtin, Vesturbæinn, Ægisíðuna,
Grafarholtið, umhverfis Elliðavatn,
um kirkjugarðinn við Suðurgötu,
bakka Rangár eða stræti stórborga,
Ingólfi varð aldrei orða vant. Hann
hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu
að segja sem tengdist mannlífi og fólki
á þeim svæðum sem gengið var um –
með sinn notalega glettnissvip. Ingólf-
ur fylgdist af áhuga með störfum okk-
ar hjá borginni. Hann var í okkar huga
mikill „séntilmaður“ sem bar virðingu
fyrir fólki og vildi öllum vel.
Heimsókn okkar á síðasta sumri í
sælureit Láru og Ingólfs að Mólæk og
í sveitina hans Ingólfs var ein af þess-
um unaðsstundum sem við höfum átt
saman og líður okkur seint úr minni.
Skömmu eftir þessa sæludaga fréttist
af veikindum Ingólfs, sem hann hefur
barist við síðan af krafti og reisn, en
varð á endanum að játa sig sigraðan.
„Um vinsamlegt viðmót eða gott
skap er því svo farið, að því meira sem
við notum af því, þeim mun meira er
eftir“ (Emerson).
Við erum sannfærð um að eftir
þessum jákvæðu spakmælum hafi
Ingólfur lifað. Í minningunni eigum
við öll myndir af Ingólfi í góðra vina
hópi þar sem sögur hans af mönnum
og málefnum eru ljóslifandi.
Láru og fjölskyldu sendum við sam-
úðarkveðjur um leið og við kveðjum
einstakan félaga og vin sem verður
sárt saknað í hópnum.
Bergur og Inga,
Gerður,
Signý og Árni,
Ómar og Guðný.
Ég ætla að minnast vinar míns Ing-
ólfs Hjartarsonar með nokkrum orð-
um.
Við kynntumst í Versló á sjötta ára-
tug síðustu aldar ásamt fleiri góðum
vinum.
Við vorum öll unglingar og bundust
með okkur sterk vinabönd. Við, sem
vorum í skólanum öll skólaárin 6 og
lukum honum með stúdentsprófi, vor-
um ekki mörg en stóðum því þéttar
saman. Fræ vináttunnar voru lífseig
og þróuðust út í sterk vinatengsl, sem
aldrei hefur borið skugga á. Það er því
sárt að sjá nú á eftir góðum vini, þeim
fyrsta í okkar litla hópi.
Mig langar til að rifja það upp þegar
ég sá mig knúinn til að hætta námi í 5.
bekk vegna krefjandi aðstæðna. Eftir
umhusun ákvað ég þó að halda áfram
náminu og fór þess á leit við skóla-
stjórann að fá að sækja tíma eftir
hengtugleikum. Hann sá á því öll tor-
merki þar sem það stríddi gegn prin-
sippum skólans. Fyrir þrýsting skóla-
systkina minna varð þó úr að
Doktorinn gaf eftir og heimilaði mér
að sækja tíma að vild. Þetta skipti
sköpum með það að ég náði að ljúka
námi með bekknum mínum. Ég veit
með vissu að skólasystkini mín stóðu
að þessu einhuga, enda hefði það aldr-
ei tekist án þess. Ég tel þó ekki á neinn
hallað þó ég segi, að þar hafi Ingólfur
verið fremstur meðal jafningja. Fyrir
þetta er ég ævinlega þakklátur.
Við Ninný þökkum góða vináttu og
vottum Láru og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð.
Blessu sé minning hans.
Böðvar Valgeirsson.
Góður og kær vinur er nú fallinn
frá, langt fyrir aldur fram. Ingólfi
kynntist ég árið 1969 þegar Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar tók
til starfa í Vonarstræti 4, þar sem
hann var skrifstofustjóri og við fé-
lagsráðgjafarnir Lára Björnsdóttir,
síðar eiginkona hans, vorum deildar-
Ingólfur Hjartarson