Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Jóhanna og Steingrímur hafastimplað framgöngu Gylfa Magn- ússonar. Þau telja hana falla vel að verklagi ríkisstjórnarinnar. Ekki er hægt að neita því að þar hafa þau mikið til síns máls. Úrslitin 3:0. Þrjú fyrir þau þrjú. Núll fyrir sannleikann, gegnsæið og virðingu þingsins.     Þá hefur Seðla-bankinn svarað því hvers vegna hann sendi ekki Jóhönnu for- sætis lögfræðiá- litið, sem öll ósannindin sner- ust um. Seðla- bankinn lítur ekki þannig á lengur að hann sé sjálfstæð stofnun, þótt lög standi enn til þess. Er hann í góðri sátt við stjórnvöld í því.     Tvö atriði standa upp úr í svaribankans. Lögfræðiálitið kom fyrir ári og þá þegar var orðið á allra vitorði að gengisbundin lán væru sennilega ólögleg! Svo? Ekki kom það fram í svari Gylfa á Al- þingi. Hann segist nú ekki hafa log- ið að þinginu heldur svarað annarri spurningu en spurt var um. Og hann hefur sagt að álitið hafi verið svo eldfimt að það hafi verið algjört leyniskjal í ráðuneytinu að kröfu S.Í.     Þegar dómur Hæstaréttar féll árisíðar stóðu allir landsmenn á öndinni, svo fleiri komust ekki fyrir þar og þó enginn jafn furðu lostinn og ríkisstjórnin, Seðlabankinn og FME sem sendu út neyðartilmælin frægu. Og nú segir S.Í. í bréfi til for- sætis að allir hafi vitað fyrir ári um lögleysuna!     Hitt atriðið er að S.Í. segir að enguhefði breytt þótt Jóhanna hefði fengið álitið. Það er rétt hjá bank- anum. Hún hefði vísast ekki lesið það frekar en Icesave-samninginn. Jóhanna Sigurðardóttir Sátt við ósannindin Veður víða um heim 17.8., kl. 18.00 Reykjavík 18 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 10 rigning Egilsstaðir 11 rigning Kirkjubæjarkl. 16 skýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 10 súld Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 16 skúrir Stokkhólmur 17 skúrir Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Brussel 16 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 skýjað París 18 skýjað Amsterdam 16 súld Hamborg 20 skýjað Berlín 18 skýjað Vín 17 skýjað Moskva 27 þoka Algarve 25 skýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 33 heiðskírt Winnipeg 12 skúrir Montreal 23 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:29 21:35 ÍSAFJÖRÐUR 5:21 21:53 SIGLUFJÖRÐUR 5:04 21:36 DJÚPIVOGUR 4:55 21:08 „Það þarf að gera stórátak í öryggismálum í ferða- þjónustu og kynningarátak samhliða því. Þetta ferða- sumar hefur tekið allt of stóran toll,“ segir Hrefna Hilmisdóttir, sem sendi Morgunblaðinu myndina hér að ofan. „Við hjónin vorum á ferðalagi um helgina og kom- um við m.a. að Dettifossi,“ skrifar Hrefna. „Við geng- um niður að fossinum hvort með sína myndavél. Það skemmdi hins vegar fyrir okkur áhugann á mynda- töku að erlendur (franskur) fjölskyldufaðir var alger- lega fram á blábrúninni með myndavél. Konan hans stóð nokkrum metrum neðar og á að giska 50 cm fjær brúninni með sína myndavél og voru börnin tvö nær henni. Ég skil ekki frönsku en ég skildi að börn- in voru að biðja föður sinn að gæta sín. Hann sinnti því engu en það kom hik á móðurina. Börnin gripu fyrir andlit sér og sneru frá og fóru enn fjær brún- inni, dauðhrædd um foreldra sína. Maðurinn var bara óður, ég þorði ekki að skipta mér af því, hann hefði einfaldlega getað horfið.“ Ljósmynd/Hrefna Hilmisdóttir Á ystu nöf Franski ferðamaðurinn var ansi glannalegur við myndatökur á blábrúninni við Dettifoss. Stórhættulegt athæfi við Dettifoss Morgunblaðið birtir á ný töfl- ur um flóð og fjöru. Er þetta gert að eindreginni beiðni les- enda. Töflurnar munu birtast á dagbókarsíðum og í dag er þær að finna á bls. 25. Flóðatöflur Röng dagsetning Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að næsta verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna yrði næst- komandi föstudag. Hið rétta er að verkfallið verður föstudaginn 27. ágúst, ef ekki semst fyrir þann tíma. Ásthildur bæjarstjóri Vesturbyggða Rangt var farið með nafn nýs bæj- arstjóra í Vesturbyggð í frétt un laun bæjarstjóra í blaðinu í gær. Rétt nafn bæjarstjórans er Ásthild- ur Sturludóttir. Hún er beðin vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Stefnt er að því að útboð vegna bólusetningar allra ungbarna gegn pneumókokkasýkingum verði auglýst ekki síðar en 29. ágúst næstkomandi. Heilbrigð- isráðuneytið áformar að hefja bólusetningarnar 1. apríl á næsta ári og að öll börn, sem fæðast ár- ið 2011, verði bólusett. Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra kynnti áformin um bólusetninguna á ríkisstjórn- arfundi í gær. Að sögn heilbrigð- isráðuneytisins er áætlaður kostnaður vegna bólusetninganna á bilinu 100-140 milljónir króna á ári. Álfheiður segir á vef ráðuneyt- isins að þótt þetta hafi í för með sér útgjöld sé ávinningurinn gríð- arlegur. Bólusetningin dragi strax úr eyrnabólgum og notkun sýklalyfja minnki en helmingur af sýklalyfjanotkun á Íslandi sé af völdum eyrnabólgu og lungna- bólgu. Þá dragi úr fjölónæmum bakteríum með bólusetningu. Ætlar að bjóða út bólusetningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.