Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 9
FRÉTTASKÝRING Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er haldið í 27. sinn nk. laugardag. Nokkrar nýjungar verða í hlaupinu á borð við boðhlaup og örlitla breytingu á hlaupaleið. Einnig stefnir í metþátt- töku í ár en í gær höfðu 5.155 manns skráð sig sem er fjölgun um tæp 9% frá því á sama tíma í fyrra. Hins veg- ar hefur það sýnt sig að flestar skrán- ingar koma síðustu daga fyrir hlaup og er búist við að um 8.000 manns skrái sig í hlaupið næstu daga en skráning fer fram á www.mar- athon.is. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons, segir hlaupið fara sívaxandi með ári hverju og njóti gríðarlegra vinsælda meðal Íslendinga sem og annarra. „Hlauparar í Reykjavíkurmara- þoni Íslandsbanka geta eins og fyrri ár hlaupið til góðs með því að safna áheitum fyrir ýmis góðgerðarfélög,“ segir Svava Oddný en Íslandsbanki stendur fyrir nýjum áheitavef, www.hlaupastyrkur.is, þar sem hlauparar maraþonsins geta safnað áheitum fyrir ýmis góðgerðarfélög. Nýjungar í hlaupinu Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hlaupinu í ár. Hlaupaleiðinni í heilu og hálfu maraþoni hefur verið breytt og munu hlauparar nú ekki hlaupa um gámastöðvarnar í Sunda- höfn heldur fara aðra leið. Einnig hefur boðhlaup bæst við þær vegalengdir sem í boði eru en þá taka tveir til fjórir hlauparar þátt og geta skipt á milli sín heilu mara- þoni sem er sama leið og aðrir maraþonhlauparar fara. Þá hefur Latabæjarhlaupið verið lagað að- eins til og bætt við fleiri aldurs- hópum en í fyrra var yngsti hóp- urinn of fjölmennur og erfitt fyrir alla að njóta þess að hlaupa og að sjálfsögðu geta foreldrar hlaupið með börnunum. Konur fengu ekki að taka þátt Það var ekki fyrr en 1972 að kon- ur fengu að taka þátt í maraþoni og ekki fyrr en 1984 að konur fengu að keppa í maraþoni á Ólympíuleikum. Árið 1967 skráði Kathrine Switzer, ung háskólastúlka, sig í Boston- maraþonið undir nafninu K.V. Swit- zer. Enginn spurði hana að kyni, enda þótti þess ekki þurfa. Stjórn- andi hlaupsins tók eftir henni inni á brautinni eftir að hlaupið var hafið, veittist að henni og reyndi að þvinga út úr hlaupinu. Vinir Switzer komu henni til bjargar og gat hún fyrir vikið náð að klára maraþonið. Með þessu móti var athygli vakin á jafnrétti kynjanna og fóru reglur að breytast sem í kjölfar- ið gáfu konum réttindi til að hlaupa maraþon. Ótrúlegt, en satt. Breytt hlaupaleið í maraþoninu  Hlaupa til að safna áheitum og styrktarsjóðir stofnaðir Morgunblaðið/Kristinn Fjölmennt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur notið gríðarlegra vinsælda og fer sívaxandi með árunum. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Vinir íþróttamannsins Hrafnkels Kristjánssonar heitins hafa stofnað íþrótta- og afrekssjóð Hrafnkels og eru þeir að leggja drög að stofnun sjóðs sem styð- ur við bakið á börnum hans en vilja jafnframt að þetta verði sjóður sem getur veitt stóra og smáa styrki til barna sem vilja stunda íþróttir. Þeir hafa sett upp Facebook- síðu þar sem nánari upplýsingar um málefnið er að finna ásamt upplýsingum um reikningsnúmer styrktarsjóðsins. Hrafnkell lést í hræðilegu bíl- slysi í desember í fyrra. Á Face- book-síðunni kemur fram að hann hafi verið mikill íþróttaáhugamaður og æft knattspyrnu, hand- knattleik og fleiri íþróttir frá unga aldri. Með þessu móti vilja vinir Hrafnkels styðja börn hans og næstu kynslóð ungra íþróttamanna og hvetja því sem flesta til þess að hlaupa. Styrktarsjóð- ur Hrafnkels ÁHEITUM SAFNAÐ Kathrine Switzer Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur óskað eftir því að vera færður úr starfi yf- irmanns. Lögreglustjóri hefur fallist á þá beiðni. Kemur beiðnin í kjölfar ummæla hans sem birtust í DV á mánudag. Björgvin hefur beðist af- sökunar á ummælum sínum. Hann hefur starfað við þennan málaflokk um árabil. Harmar ummælin „Í DV birtust í gær ummæli höfð eftir yfirmanni kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þau ummæli endurspegla á eng- an hátt afstöðu eða viðhorf emb- ættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota. Harmar embættið þessi ummæli og biðst jafnframt afsökunar á þeim,“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í gær. „Það er jafnframt mat yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar að um- mælin séu til þess fallin að skaða trú- verðugleika rannsókna lögreglunnar á þessu við- kvæma og mik- ilvæga sviði og það harmi hann,“ segir ennfremur. Rannsóknir kyn- ferðisbrota hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu munu framvegis heyra beint undir yfirmann rann- sóknardeilda LRH, Friðrik Smára Björgvinsson yfirlögregluþjón. Í DV var fjallað um nauðganir og fjölgun þeirra á síðustu misserum. Var m.a. haft eftir Björgvin, að oftar en ekki væru þessi mál tengd mikilli áfengisdrykkju og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem væri út- settur fyrir að því að lenda í ein- hverjum vandræðum. „Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér,“ hafði blaðið eftir Björgvin. Yfirmaður lætur af störfum að eigin ósk Björgvin Björgvinsson „Það verða engar uppsagnir vegna fyrirhugaðs nið- urskurðar,“ sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri Rík- isútvarpsins, á fundi með starfs- fólki í gær. Tekjur RÚV verða enn skertar um 9% á þessu ári en þær voru skornar niður um 10% í fyrra. Um 290 manns starfa nú hjá stofnuninni en voru hátt í 350 fyrir tveim árum. „Við höfum gengið mjög hart fram í niðurskurði síðustu tvö árin, m.a. fækkað starfsfólki um nálægt 50 manns,“ segir Páll. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til á síðustu 18 mánuðum hafa skilað sér mjög vel og reksturinn er réttum megin við strik- ið, hefur verið það í alllangan tíma. Við þurfum því ekki að sækja inn í reksturinn allan þann 9% niðurskurð á tekjum sem gert er ráð fyrir. En við gerum ýmislegt. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum að við vorum m.a. að leggja af Spaug- stofuna. Það eru ýmsar almennar að- haldsaðgerðir í farvatninu en þar sem rekstrarstaðan er góð þurfum við í þessari lotu ekki að grípa til uppsagna vegna niðurskurðarins.“ Páll segir að hver þáttur Spaug- stofunnar hafi kostað um þrjár millj- ónir króna í framleiðslu en þá þarf að vísu að hafa í huga að þættirnir höl- uðu inn mikið af auglýsingatekjum. Árlegar tekjur RÚV af auglýsingum eru um 1200-1400 milljónir á ári en framlag ríkisins nær þrír milljarðar. Þurfa ekki að segja upp neinu fólki Páll Magnússon  Rekstur RÚV réttum megin við strikið • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Verðhrun 60-80% afsláttur af öllum vörum www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 GARÐLJÓSIN KOMIN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.