Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VARÚÐ! HUNDUR FRÁBÆR SKEMMTUN ÞÚ ÞARFT AÐ VERA SVONA HÁR TIL AÐ VERÐA BITINN MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ ÞIÐ SÉUÐ HÉRNA AÐ TALA OG HLÆJA SAMAN AF HVERJU SEGIRÐU OKKUR EKKI BARA AÐ EINBEITA OKKUR AÐ ÆFINGUNUM EINS OG VIÐ ÆTTUM AÐ GERA? ÉG ER ROSALEGA ÁNÆGÐUR MEÐ LIÐSANDANN HJÁ YKKUR! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA SVONA KURTEIS KANNSKI ÆTTUM VIÐ BARA AÐ SLEPPA ÞESSU NÚ? AF HVERJU? ÞAU TÓKU DYRAMOTTUNA INN. NÚNA GETUM VIÐ EKKI ÞURRKAÐ AF OKKUR ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ HAFIR SETT ÞÚSUNDIR GARÐÁLFA Í GARÐANA HJÁ FÓLKI SVO ÞÚ GETIR FYLGST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST Í HVERFINU! FÓLK HEFUR HRINGT HINGAÐ BRJÁLAÐ Í ALLAN DAG! ALLT Í LAGI! ALLT Í LAGI! ÉG SKAL FJARLÆGJA GARÐ- ÁLFANA! ENGIR GARÐÁLFAR! AHHH! ER ÞAÐ? ÉG EYÐI NÆSTUM ÖLLUM MÍNUM TÍMA Í AÐ LÆRA. ÉG Á EKKI MJÖG MARGA VINI ERTU EKKI ALLTAF Á FACEBOOK? HVAÐ ÁTTU EIGINLEGA MARGA VINI ÞAR? NOKKUR ÞÚSUND MAMMA HANS LALLA LEIGIR MEÐ HÁSKÓLANEMA... ÞAÐ ER GÓÐ BYRJUN ÞÚ GETUR EKKI LEYFT HÁSKÓLANUM AÐ HÆKKA GJÖLDIN! ÞÚ VERÐUR AÐ BERJ- AST GEGN ÞESSU! JÁ, SAFNAÐU SAMAN VINUM ÞÍNUM MAX DILLON MINNIST ÞESS HVERNIG HANN VARÐ ELECTRO... HA? ÞAÐ FER STRAUMUR UM LÍKAMA MINN OG Í GEGNUM HERÐATRÉN! ÞAÐ KOMA NEISTAR ÚR FINGRUNUMHVERNIGFESTUST ÞESSI HERÐATRÉ VIÐ HAND- LEGGINN Á MÉR? ELDINGIN SEM ÉG VARÐ FYRIR Í GÆR HEFUR FYLLT LÍKAMA MINN AF RAFMAGNI Hugleiðingar Það fer ekki hjá því að ýmislegt fer í taugarnar á manni eins og gengur, en fátt hefur truflað mig eins mikið á und- angengnum vikum eins og þessi aðferðafræði sem notuð hefur verið á fólkið í Reykjadal þar sem á að svipta það möguleikum að fá notið sín um helgar að vetr- inum. Ég veit ekki hvað er að íslenskri þjóð. Hvernig vogar fólk sér að leggjast á garðinn þar sem hann er lægst- ur og ætla sér að loka að hluta til vist- heimili sem er fyrst og fremst hannað til að styðja og gleðja þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi? Ég neita því alfarið að þetta fólk, þótt duglegt sé, sé látið ganga sig upp fyrir haus að safna 15 milljónum. Ég krefst þess sem Íslendingur með vott af siðferð- iskennd og sómatilfinningu að við för- um í vasa þeirra sem mest mega sín, ekki síst þeirra sem hafa átt þátt í því að setja heila þjóð á hausinn. Síðan að öðru, ég veit ekki hvort það er almennt heyrnarleysi ofan á annað sem plagar mig, en ég álít mig hafa séð í fjölmiðlum frétt af því að í einu aðalfangelsi landsins væru út- lendingar búnir að koma sér upp til- tekinni aðferðafræði til að ná sér niðri á þeim sem yfir þeim eru. Hvað í þremlinum fær fólk til þess að bæta utan á sig kylfum og ýmsu öryggisdóti til að kljást við þessa útlend- inga? Við eigum bara að senda þetta fólk úr landi. Við eigum alveg nóg með að kljást við okkar eigin landa og þeirra axarsköft þó við séum ekki að halda uppi í fæði, klæði og jafnvel skemmtun innfluttum glæpamönnum. Ég vil líka benda á að 80% af þeim útlendingum sem búa á Íslandi eru frá- bært fólk en alltaf eru einstaklingar sem eru að hella yfir þjóðina við- líka glæpum að vart á sér hliðstæðu nema í mjög illa stöddum þjóð- félögum. Eins og flestir vita þá hef ég verið neydd til að sitja á stól í töluverðan tíma og sjónvarpsgláp er hluti af minni afþreyingu. Mér finnst fyndið að sjá kokka landsins. Þeir eldri eru að mínu skapi, dálítið íturvaxnir og þreknir. En yngra liðið er þveng- mjótt, svo mjótt að það kæmist í ermi á kjól. Hvet ég Íslendinga til að kynna sér þennan mismun og gera athugasemdir ef þurfa þykir. En upp með fallegu karlmennina sem eru með svona 10-15 auka. Jóna Rúna Kvaran. Ást er… … þegar hversdagurinn verður sérstakur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16. Árskógar 4 | Handavinna, smíði/ útskurður kl. 9, heilsugæsla kl. 10-11.30. Dalbraut 18-20 | Félagsmiðstöðin er op- in kl. 9-16.45, kl. 9 verður vinnustofan hjá Halldóru opnuð aftur eftir sum- arleyfi, verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Farþegar ferðar í Langasjó 20.-22. ágúst: fundur á morgun, fimmtudag 19. ágúst, kl. 11. Eigum enn laus sæti í ferðina. Far- ið verður að Langasjó, Eldgjá, Lakagíg- um, ekið um Þjórsárdal til Hrauneyja um Fjallabak nyrðra til Landmannalauga, komið að Eldgjá, Klaustri o.fl. Gist í Geir- landi, uppl. s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin; leiðb. við kl. 10-17, fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Brids og bútasaumur kl. 13. Sala á mið- um í ferð FEBG í Landmannalaugar 31. ágúst fer fram á skrifstofu félagsins kl. 13-15 í dag og næsta miðvikudag, verð kr. 9.000, ekki er tekið við greiðslukort- um. Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Farið verður til Vestmannaeyja mið- vikud. 25. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 9 f.h. Skráning til 20. ágúst í síma 586-8014 e.h. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna. Leikfimi kl. 10. Spilasalur opinn frá hádegi. Mánud. 23. ágúst kl. 13.30 verður lagt af stað í fræðslu- og kynnisferð um Reykjavík, leiðsögn Magnús Sædal byggingafulltr., skrán. hafin á staðnum og í síma 575- 7720. Háteigskirkja | Kaffi kl. 10 og fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 11, súpa/brauð, brids kl. 13. Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin opin kl. 9-16. Handavinna kl. 9. Panta þarf mat fyrir kl. 9.30. Hraunsel | Opið virka daga kl. 9-16.30. Morgunrabb kl. 9, billjard í kjallara, gler- bræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30. Uppl. s. 555-0142. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, aðstoð v/böðun kl. 9-12, sund kl. 10-12, hádegisverður kl. 11.30, verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.10-14, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund, handavinnustofan opin, framh.- sagan kl. 12.30, verslunarferð kl. 12.15, dönsum kl. 14 með Vitatorgsbandinu. Byrjað er að skrá í námskeið vetrarins, uppl. og skráning í síma 411-9450. Leikar eru farnir að æsast fyrirBragaþingið, landsmót hagyrð- inga, sem haldið verður 28. ágúst. Þar verður Þórarinn Eldjárn heiðursgestur, kveðnar verða rímur, fluttar stökur og snæddir dýrindis réttir á Grand hóteli. Þessa vísu orti kerling á Skólavörðuholtinu, sem varð á vegi Sigrúnar Haraldsdóttur: Gulli á mig og glingri hleð, gjörð um belginn spenni kring, geiflunum í túlann treð og tölti kát á Bragaþing. Karlfauski í Skuggahverfinu líst reyndar ekkert á einn dagskrárlið- inn, nefnilega einvígi milli Húnvetn- inga og Þingeyinga. Hann sagði Jóni Ingvari Jónssyni í óspurðum fréttum að lið úr póstnúmeri 105 hefði verið nær: Alltaf verð ég voða súr á vorum Bragaþingum er ég heyri hneggið úr Húnaþingeyingum. Og spennan magnast dag frá degi. Sigrún rakst aftur á kerlinguna á Skólavörðuholtinu, sem hló eins og fífl og tautaði: Spennt ég hlæ af þrótti því þrusu verður gaman er karlfauskana kveð ég í kútinn alla saman. Flýgur fiskisagan. Karlfausk- urinn í Skuggahverfinu hefur enga trú á kerlingu úr Skólavörðuholtinu og gaukaði þessari vísu að Jóni Ingv- ari: Fyrir hátíð Braga brátt bursta ég nú skóna þar sem karlar kveða hátt en kerlingarnar prjóna. Ekki er ólíklegt að framhald verði á yrkingum karls og kerlingar. Vísnahorn pebl@mbl.is Af karli og kerlingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.