Morgunblaðið - 18.09.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 218. tölublað 98. árgangur
EKKI EINFALT MÁL
AÐ TALA FYRIR
GEIT OG HUND
AMIINA OG
MARÍA,
HJÓLAGARÐUR
NÝ HEIMILDARMYND
UM RAGGA BJARNA
FRUMSÝND
SUNNUDAGSMOGGINN KVIKMYNDAHÁTÍÐ 46PRUFUTÍMINN 10
Upplausn varð á Alþingi í gær
eftir að á daginn kom að enginn
pólitísk sátt var um það hvort og
þá hvernig aðgangur þingheims
yrði að lögfræðilegum álitum sem
unnin voru fyrir þingmannanefnd-
ina, sem gjarnan hefur verið
kennd við Atla Gíslason, formann
nefndarinnar og annan tveggja
fulltrúa VG í henni.
Niðurstaðan varð sú, eftir fundi
með formönnum þingflokka og
fund með þingmannanefnd Atla,
að þingheimur fengi aðgang að
álitum lögspekinganna, í sér-
stökum trúnaðarmöppum á Al-
þingi, yfir helgina.
Helsta gagnrýni viðmælenda
Morgunblaðsins úr röðum þing-
manna felst í því, að almenningur
á Íslandi eigi ekkert að fá að vita
um lögfræðiálitin. Var ekki annað
að heyra á þingmönnum sem rætt
var við í gær og fram eftir kvöldi
en þeir teldu að vandanum hefði
einungis verið slegið á frest. Jafn-
framt var ljóst að flestir viðmæl-
endur töldu að djúp gjá hefði
myndast á milli stjórnarflokkanna
í meðförum þeirra á þessu mjög
svo viðkvæma og erfiða máli. »2
Þingmenn segja
vanda vegna lands-
dóms slegið á frest
Nýr valkostur
» Dímetýl-eter (DME) er litar-
laust gas sem hægt er að nota
sem eldsneyti í lítið breyttum
dísilvélum en það er þá fljót-
andi og undir þrýstingi.
» Fjármögnun er ekki lokið en
gasið er jafndýrt og dísilolía ef
það ber ekki skatt.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árið 2014 er stefnt að því að ný verk-
smiðja sem framleiðir dímetýl-eter,
litarlaust gas sem hægt er að nota
sem eldsneyti, verði komin í gagnið á
Grundartanga og að framleiðslan,
um 500 tonn á dag, sjái íslenska
skipaflotanum fyrir eldsneyti.
Um er að ræða svokallað gervi-
eldsneyti, en gasið verður framleitt
með því að blanda saman koldíoxíði
frá Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga og vetni sem sótt yrði
með rafgreiningu í verksmiðjunni.
Gasið hentar vel í skip, en það má
nota í lítið breyttum dísilvélum.
Þriðjungur eldsneytisnotkunar
Jafnan er miðað við að eldsneytis-
notkun landsins skiptist nokkuð
jafnt á milli samgangna á lofti, láði
og legi og mun framleiðslan því
draga stórlega úr þörfinni fyrir inn-
flutt eldsneyti. Notkun í flugi kemur
ekki til greina á þessu stigi en síðar
stendur til að flytja út eldsneyti. Hi-
roaki Takatsu, aðstoðarforstjóri
Mitsubishi Heavy Industries, móð-
urfélags Mitsubishi, staðfestir að
undirbúningsvinnan sé langt komin.
Eftir um ár geti framkvæmdir
hafist við verksmiðju sem kosta
muni um um 58 milljarða króna í
uppsetningu. Verkefnið er unnið í
samvinnu við íslensk stjórnvöld.
Skv. heimildum Morgunblaðsins
skapar verksmiðjan 150-250 störf.
Risaverksmiðja í pípunum
Mitsubishi undirbýr stórfellda framleiðslu á gervieldsneyti á Grundartanga
Framkvæmdir upp á 58 milljarða Mun sjá skipaflotanum fyrir eldsneyti
MFlytji út eldsneyti »20
Óvissa ríkir um stöðu sjómanna og
bænda, sem tekið hafa gengistryggð
lán, í kjölfar dóms Hæstaréttar í vik-
unni og þeirrar lagasetningar sem
boðuð var í kjölfarið. Árni Páll Árna-
son boðaði það að hin nýju lög, sem
fela það í sér að gengistryggingar-
ákvæði lánasamninga skuli gerð
ólögmæt og í þeirra stað miðað við
lægstu óverðtryggða vexti Seðla-
bankans, nái einungis til einstak-
linga. Talsmaður Bændasamtakanna
undrast það að gert sé að aðalatriði
hver lánþeginn sé. Annaðhvort séu
lánasamningar einfaldlega löglegir
eða ólöglegir.
Héraðsdómur hefur fengið til um-
fjöllunar mál þar sem bóndi deilir við
Arion banka um lögmæti gengis-
tryggingar á láni sínu. Allar fjárhæð-
ir þess eru tilgreindar í íslenskum
krónum. Jafnframt deilir sjómaður á
Vestfjörðum við slitastjórn Icebank
um lögmæti lánasamnings síns. Fyr-
irhuguð löggjöf nær til hvorugs
þessara aðila. »16
Mannamunur gerður með löggjöf?
Segja dóm Hæstaréttar ekki aðeins
ná til gengistryggðra lána einstaklinga
Þegar Þórunn Mayer kom hingað til lands á ní-
ræðisafmæli sínu hét hún því að koma aftur að
tíu árum liðnum og halda upp á 100 ára afmælið
hér. Við það stóð hún og fagnaði tímamótunum
með sínu fólki í gær. Þórunn, sem er fyrir miðju
á myndinni, fæddist í Bandaríkjunum og hefur
búið þar alla sína tíð en hefur haldið góðum
tengslum við landið í norðrinu og er bundin því
sterkum böndum. »4
Íslandsheimsókn til að fagna aldarafmælinu
Morgunblaðið/Eggert
„Við erum afar sátt við það að
þessi skýrsla sé komin fram með
þessa niðurstöðu og teljum að hún
hreinsi loftið,“ segir Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóri Magma á Íslandi.
Nefnd um orku- og auðlindamál,
sem falið var að fjalla um kaup
Magma Energy á HS Orku, komst
að þeirri niðurstöðu að engir aug-
ljósir annmarkar væru á þeim. »4
Segir skýrslu nefnd-
ar „hreinsa loftið“
Morgunblaðið/Ómar
Umdeilt Afdrif HS Orku skýrast.
Heildarvirði erlendra lána ein-
staklinga hjá bönkunum er 186
milljarðar króna, eða 18% af heild-
arvirði allra erlendra lána. Afleið-
ingar hæstaréttardómsins, sem
féll í fyrradag, og boðaðrar laga-
setningar eru því ekki meiri en svo
að bankakerfið ætti að ráða vel við
þær. Fjármálaeftirlitið hefur gert
þá kröfu til viðskiptabankanna að
eiginfjárhlutfall þeirra fari ekki
niður fyrir 16%. Í tilkynningum Ís-
landsbanka og Arion banka kemur
fram að eiginfjárhlutfall þeirra fari
ekki niður fyrir það viðmið. Í til-
kynningu frá NBI segir að áhrif
dómsins á efnahag bankans séu
óveruleg. »22
Áhrifin á bankana óveruleg
LAGASETNING UM GENGISBUNDIN LÁN
Óvenjulegir viðskiptahættir með
ríkisskuldabréf rétt fyrir lokun
markaða í gær, í svokölluðum upp-
boðsglugga, eru til rannsóknar í
Kauphöllinni samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Málsatvik voru
þau að stór sölutilboð voru lögð inn
í fjórum skuldabréfaflokkum, sam-
tals að andvirði um 400 milljónir
króna, í uppboðsglugganum, sem
einungis er opinn í nokkrar mín-
útur. Talið er að öll tilboðin hafi
borist frá sama aðila. Þegar mót-
aðilar gáfu til kynna að þeir vildu
kaupa skuldabréfin voru sölu-
tilboðin skyndilega dregin til baka,
áður en gengið hafði verið frá við-
skiptunum. einarorn@mbl.is
Markaðsmisnotkun
til rannsóknar