Morgunblaðið - 18.09.2010, Page 23

Morgunblaðið - 18.09.2010, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun- unum bendir flest til þess að banda- lag borgaralegu flokkanna beri sigurorð af rauðgræna bandalaginu í þingkosningum, sem fram fara í Sví- þjóð á morgun, og verði í fyrsta skipti við völd í tvö kjörtímabil í röð. Ný könnun, sem Aftonbladet birti í gær, bendir til þess að forskot borgaralegu flokkanna hafi minnkað síðustu daga, þeir fái um það bil 48% atkvæðanna en rauðgræna banda- lagið 43,2%. Áður höfðu þrjár aðrar kannanir bent til þess að stjórnarflokkarnir undir forystu Fredriks Reinfelds fengju 50,1-51,2% atkvæðanna. Rauðgræna bandalaginu var spáð 42,2-43,7% fylgi í þingkosningunum. Allar kannanirnar benda til þess að þjóðernisflokkurinn Svíþjóðar- demókratarnir fái nógu mikið fylgi, eða minnst 4%, til að fá þingmenn kjörna. Reinfeldt hefur sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötunum og kveðst vilja mynda minnihlutastjórn fái bandalag borgaralegu flokkanna ekki meirihluta. Talið er líklegt að Reinfeldt myndi þá einkum leita eft- ir stuðningi Umhverfisflokksins. bogi@mbl.is  Óvíst hvort flokkarnir fá meirihluta 200 km ÞINGIÐ Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu (Riksdag). Sjö flokkar fengu þingmenn kjörna í síðustu kosningum Hægriflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn Miðflokkurinn Kristilegir demókratar Jafnaðarmannafl. Vinstriflokkurinn Umhverfisflokkurinn Óháðir 2 Skipting þingsæta í síðustu kosningum 130 96 28 28 24 22 19Sæti alls: 349 Bandalag stjórnarflokka Rauðgræna bandalagið KOSNINGAR Í SVÍÞJÓÐ Heimild: Riksdagen.se, CIAWorld Factbook Teikning: Brice Hall SVÍÞJÓÐ NOREGUR FINNL. Stokkhólmur Eystra- salt Íbúafjöldi: 9,2 milljónir Flatarmál: 450.295 ferkm. Þjóðartekjur á mann: 5,9 millj. Vinnuafl: 4,91 millj. Atvinnuleysi: 8,3% SVÍÞJÓÐ Í TÖLUM Stefnir í sigur hægriflokka Dánartíðni vegna þungunar eða barnsburðar hefur lækkað um 34% á tæpum tveimur áratugum, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF. Stofnunin segir þó að baráttunni gegn dauðsföll- um kvenna af barnsförum miði ekki nógu vel og ríki heims séu enn langt frá því að ná því markmiði að dán- artíðnin lækki um 75% ekki síðar en árið 2015. Um 546.000 konur dóu af barnsförum árið 1990 en um 358.000 árið 2008, samkvæmt skýrslu UNICEF. Um 87% dauðsfallanna voru í Afríku sunnan Sahara og Austur-Asíu. Dauðsföllunum fækkaði hlutfallslega mest í Asíu þar sem dánartíðnin lækkaði um rúman helming, úr 315.000 árið 1990 í 139.000 árið 2008. Er það einkum rakið til bættrar heilsugæslu og fjölgunar ljósmæðra. 1990 2008 2015 Markmið 1990 2008 2015 Markmið ÞÚSALDARMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Heimild: Sameinuðu þjóðirnar Teikning: Kinyen Pong/RNGS lækka dánartíðni barna og dánartíðni vegna barnsburðar Au stu r-A sía Au stu r-A sía Ró ma ns ka Am erí ka & Ka ríb ae yja r Ró ma ns ka Am erí ka & Ka ríb ae yja r No rðu r-A frík a No rðu r-A frík a Mi ð-A us tur lön d Mi ð-A us tur lön d Su ða us tur -A sía Su ða us tur -A sía Su ðu r-A sía Su ðu rA sía Afr íka su nn an Sa ha ra Af rík a s un na n Sa ha ra Dánartíðni vegna barnsburðar á hver 100.000 börn sem fæðast Markmið: Lækka dánartíðni vegna þungunar eða barnsburðar um 75% á tímabilinu 1990-2015 184 121 74 144 73 38 66 32 80 29 52 23 45 21 110 590 380 230 140140 870 41 640 280 160 928568 Afríka sunnan Sahara Suður Asía Suðaustur-Asía Mið-Austurlönd Norður- Afríka Rómanska Ameríka & Karíbaeyjar Austur-Asía Markmið: Lækka dánartíðni barna undir fimm ára aldri um tvo þriðju milli áranna 1990 og 2015 Dánartíðni barna undir fimm ára á hverjar þúsund fæðingar Betur má ef duga skal Kvenkyns hermenn taka þátt í hersýningu í Mexíkóborg í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá uppreisn Mexíkómanna gegn spænsku nýlenduherr- unum. Um 600 hermenn frá sautján löndum tóku þátt í hersýningunni í fyrrakvöld, meðal annars þessir kvenkyns hermenn í búningum bænda- kvenna sem tóku þátt í uppreisninni árið 1810. Ellefu árum síðar lýsti land- ið yfir sjálfstæði. Reuters 200 ára uppreisnarafmæli Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fimm menn voru handteknir í Lond- on í gær vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk. Lögreglan telur áformin tengjast sögulegri heimsókn Benedikts XVI páfa til Bretlands. Mennirnir fimm eru allir starfs- menn fyrirtækis sem annast hreins- un gatna í Westminster, en þar eru m.a. þinghúsið, Westminster Abbey og Buckingham-höll. Breskir fjöl- miðlar sögðu að mennirnir væru frá Alsír, 26-50 ára að aldri. Lögreglan sagði að mennirnir hefðu verið handteknir þegar sveit lögreglumanna réðist inn í húsa- kynni fyrirtækis í miðborg London um klukkan 5.45 að staðartíma. Til- högun öryggisgæslunnar vegna heimsóknar páfa hefði verið breytt eftir handtökuna en ferðaáætlun páfa væri óbreytt. Síðar um daginn tók páfi þátt í messu í Westminster Abbey ásamt Rowan Williams, erkibiskupi af Kantaraborg. Hann ræddi einnig við Williams í Lambeth-höll, aðsetri erkibiskupsins í Lundúnum. Páfi flutti ennfremur ræðu í þinghúsinu. Mikill öryggisviðbúnaður Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn páfa til Bretlands frá því að Hinrik áttundi sleit sambandinu við kaþólsku kirkjuna og stofnaði ensku biskupakirkjuna árið 1534. Yfirvöld eru með mikinn öryggisviðbúnað vegna heimsóknar- innar sem stendur í fjóra daga. Áætl- að er að kostnaður lögreglunnar nemi sem svarar 180-270 milljónum króna. Taldir hafa áformað hryðjuverk í London  Fimm menn handteknir í tengslum við heimsókn páfa Reuters Heimsókn Erkibiskupinn af Kantaraborg heilsar páfa við Lambeth-höll. Danska lögreglan segir að maður, sem handtekinn var eftir sprengingu inni á baðherbergi hótels í Kaup- mannahöfn fyrir rúmri viku, hafi verið að búa til bréfsprengju sem hann hafi að öllum líkindum ætlað að senda blaðinu Jyllands-Posten. Danskir fjölmiðlar höfðu í gær eft- ir Svend Foldager, lögregluforingja í Kaupmannahöfn, að maðurinn, Lors Doukaev, hefði notað sprengiefnið TATP og einnig ætlað að nota litlar stálkúlur í sprengjuna. Foldager bætti við að lögreglan teldi „mjög líklegt“ að Doukaev hefði ætlað að senda sprengjuna til höfuð- stöðva Jyllands-Posten í Viby, út- hverfi Árósa. Blaðið vakti mikla reiði meðal múslíma þegar það birti um- deildar skopmyndir af Múhameð spámanni árið 2005. Lögreglan sagði að sprengjan hefði verið álíka öflug og hand- sprengja. Áður en Doukaev fór inn í baðherbergi Hotel Jørgensen á Norðurbrú til að búa til sprengjuna hefði hann keypt fjölda lítilla stál- kúlna. Hugðist senda Jyllands- Posten bréfsprengju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.