Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Það þarf að vera hægt að opna og loka mynni Landeyjahafnar. Opnað er fyrir skipum sem sigla inn og út. Annars er mynni hafnarinnar lok- að með hlerum á hjörum og þús- undir tonna af gosösku og sandi úr Markarfljóti streyma framhjá. Komast þar ekki inn en rekur á haf út undan roki úr austri eða suðaustri. Lítil á er látin renna efst í höfnina til að skapa þrýsting út úr höfninni. Hjálpar til með að verjast sand- inum. Setja má brimgarða út í sjó- inn austan við Landeyjahöfn sem beina ösku úr gosinu á haf út. Þetta getur verið ódýrt en gerir sama gagn. Höfnin er flott og dýr. Kostar mikla peninga. Finna þarf ódýr efni í brimvarnargarða sem verja höfn- ina og ýta sandi og gosefnum frá og á haf út, sérstaklega í austan- og suðaustanátt. Ef búið er að smíða lokur á mynni Landeyjahafnar og þær virka vel, þá komast sandur og gos- efni ekki inn heldur rekur á haf út. Allt batnar. Lítið þarf að dæla. Ger- um Landeyjahöfn betri og full- komnari. Lúðvík Gizurarson, hæstaréttarlögmaður. Lokur eða hurðir á Landeyjahöfn Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Þingmannanefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, hefur komist að þeirri niðurstöðu að kalla fyrir landsdóm ráðherra úr ríkisstjórn Geirs Haarde. Þessi sjónhverfing er ekk- ert annað en pólitískt útspil vinstri stjórnarinnar til að beina athygli al- mennings og fjölmiðla frá bágri stöðu núverandi stjórnar í end- urreisn þjóðfélagsins og um leið að slá ryki í augu kjósenda fyrir næstu kosningar. Þetta er samt sem áður grafalvarlegt mál og kallað er eftir því að alþingismenn samþykki ekki þessa leið sem gæti stórskaðað þjóð- félagið í náinni framtíð. Það er ekki fræðilegur möguleiki að Geir Haarde, né aðrir íslenskir ráðamenn, hefði getað afstýrt hruni íslensks bankakerfis í kjölfar hruns hins alþjóðlega fjármálakerfis. Þetta alþjóðlega hrun var domino-þeorían í sínum fulla skrúða. En Geir Haarde þarf ekki að óttast neitt því ef þetta nær fram að ganga þá er lagalega hliðin honum í hag, því hann á rétt til að andmæla og svo seinna að lögsækja kærendur fyrir mannréttindabrot á alþjóðavett- vangi. Vonandi verður stutt í það að leikhúsi kommúnistanna á Íslandi verði lokað vegna dræmrar miðasölu og hér verði kosið fólk sem kann til verka í því erfiða verkefni sem er endurreisn þjóðfélagsins. BALDVIN BERNDSEN, Kópavogi. Landsdómur: Leikhús kommúnistanna Frá Baldvin Berndsen Í febrúar árið 2008 birtist í blaði þessu grein eftir tvo af þá- verandi stjórn- armönnum Ung- mennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Greinin bar fyrirsögnina „Siðferð- isboðskapur óskast“ og fjallaði um fordóma Íslendinga gagnvart innflytjendum enda höfðu íslensk nýnasistafélög og rasískir klúbbar þá mikið verið í umræðunni. Nú, tveimur og hálfu ári síðar virðist því miður sem fátt hafi breyst í þessum málum. Á sama tíma og Íslendingar samein- ast á bakvið ein hjúskaparlög auk þess að fussa og sveia yfir for- dómum lítils hóps nágranna okkar í Færeyjum bendir margt til þess að við eigum nokkuð í land með að uppræta óforsvaranlega og tilefn- islausa fordóma hér heima fyrir. Fordómar gagnvart innflytj- endum hafa verið til umræðu und- anfarna daga en umræðan opnaðist þegar fréttir bárust af feðgum sem flúðu land. Um var að ræða ís- lenska ríkisborgara af erlendum uppruna sem yfirgáfu Ísland í lög- reglufylgd vegna ofsókna. Margir spyrja sig, er til einföld lausn á fordómum? Flest vitum við að fordómar stafa af vanþekkingu og oftar en ekki ótta við hið óþekkta. En með því að þekkja rótina, getum við þá ekki unnið bug á vandanum? Jú, það má vera – en til þess þurfum við augljóslega öll að vinna saman því auðvelt er að taka fleiri dæmi um fordóma og mismunun úr íslenskum samtíma. Í vikunni komu fram hjón í fjöl- miðlum og ræddu um fordóma sem maðurinn hefur orðið fyrir, en hann er dökkur á hörund. Þau nefndu meðal annars að fyrirtæki sem auglýsti eftir starfsfólki hefði sagt allar stöður fullmannaðar þeg- ar maðurinn gekk á þeirra fund. Að sama skapi má í þessu sam- hengi minnast á nýlega rannsókn sem sýnir að börn af erlendum uppruna verða mun frekar fyrir einelti en önnur börn í íslenskum grunnskólum. Þar kom sérstaklega fram að gert er grín að litarhætti, trúarbrögðum, matarvenjum og fleiru. Einnig má nefna dæmi frá bæj- arfélagi nokkru. Þar bauð Rauði krossinn nú fyrir skemmstu uppá fjölmenningarlegt ungmennastarf. Starfið gekk vel í fyrstu eða allt þar til bornir og barnfæddir Ís- lendingar fóru að verða fyrir að- kasti af hálfu skólafélaga sinna fyr- ir að „hanga með útlendingunum“ eins og skólafélagar þeirra orðuðu það. Þessi atlaga kippti fótunum undan starfinu. Þar sem Rauði krossinn stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga getum við ekki annað en spurt okkur hvernig standi á því að það að lifa saman í sátt og sam- lyndi reynist okkur svo flókið sem dæmin sanna? Hvað þarf að gerast til að við sjáum samskipti við Ís- lendinga af erlendu bergi brotna sem forréttindi og hæfileika til að kynnast nýjum og fjölbreyttum menningarheimum? Umræða, fræðsla og þekking- aröflun eru þrír þættir sem geta komið nauðsynlegri vegferð okkar af stað. Markmiðið er augljóst; að eyða tilhæfulausum fordómum og gera Ísland að ákjósanlegum bú- setustað fyrir alla. Íslendingar af erlendum uppruna hafa án efa að geyma fleiri sögur í svipuðum dúr og þær sem nefndar hafa verið hér á undan. Við hvetjum þá aðila til að stíga fram og segja sínar sögur til að halda umræðunni vakandi og hjálpa okkur þannig að ná áð- urnefndu markmiði. Jafnframt hvetjum við Íslendinga alla til að ræða þessi mál, inni á heimilum, skólum og á vinnustöðum – hvort kjósum við fjölmenningarlegt sam- félag eða áframhaldandi einsleitni og einangrun? Nú skerum við upp herör gegn slíkri fáfræði og for- dómum því það er jú okkar allra að standa saman að þessum málum og sýna í eitt skipti fyrir öll að Íslend- ingar eru víðsýn þjóð sem hvorki líður kynþáttafordóma né annað misrétti. Í þessari vegferð er gott að hafa hugsjón Rauða krossins í huga. Rauði kross Íslands er hluti af al- heimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Í hreyfingunni eru 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða og 300 þúsund starfs- menn sem allir starfa með sama markmið í huga; mannúð. Leiðir okkar til að ná markmiðinu er meðal annars óhlutdrægni, en hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, upp- runa, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Á sama tíma er einnig gott fyrir okkur að minnast Genfarsaming- anna sem kveða á um líkn án manngreinarálits sem og Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en hún kveður skýrt á um að öll erum við borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og rétt- indum. Með því að gera okkur grein fyr- ir eigin fordómum vinnum við gegn þeim. Kæri lesandi – vegferðin hefst hjá þér! Fjölmenning eða einsleitni og einangrun? Eftir Ágústu Ósk Aronsdóttur og Gunnlaug Braga Björnsson » ...fordómar stafa af vanþekkingu og oft- ar en ekki ótta við hið óþekkta. Ágústa Ósk Aronsdóttir og Gunnlaugur Bragi Björnsson Höfundar eru formaður og varafor- maður Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ) „Svo var mikill sat- ans kraftur að salt- aðir þorskar gengu aftur.“ Svona kváðu menn áður fyrr um draugaganginn og eitt er víst að frásagnir Biblíunnar bera þess vitni að andaheim- urinn sé raunverulegt virkt afl. Margir þekkja þann „leik“ að fara í andaglas, en við það tæki- færi grípa fjölskyldubundnir and- ar tækifærið og koma í glasið og sanna sig með ýmsum hætti. Heyrt hef ég frásagnir af andsetn- um munum, sem fólk hefur eign- ast og oft eru fengnir að gjöf, t.d. mynd eða hlutur sem gjarnan er smíðisgripur ætlaður til skrauts, oft gerður erlendis. Með tilkomu þeirra verður stundum merkjanleg breyting til hins verra á heimilum, barn gerist óróleg í svefni og fer jafnvel að væta rúmið á nóttunni eða ósætti myndast milli hjóna o.fl. í þeim dúr. Þegar svo „hlut- urinn“ er fjarlægður úr íbúðinni lagast allt. Oft eru höfundar til- tekinna hluta í kukli af einhverju tagi og andaverur sem höfund- arnir eru helteknir af eigna sér smíðisgripinn og vitja hans og skapa þannig vonda nærveru, en flestallir hafa tilfinningu fyrir slík- um áhrifum. Biblían skilgreinir í grófum dráttum þrjá heima, sem móta and- legt líf manna; jarð- vist, andaheimur og himnaríki. Helvíti er svo vistarvera þeirra sem glatast og hafnað hafa hjálpræðinu í Jesú Kristi. Anda- heimurinn er vígvöll- ur góðs og ills þar sem barist eru um sálir mannanna og bænir fylgjenda Jesú sem trúa á hann sem frelsara og Guð sinn eru vopn himnaríkis en bænir hinna eru vopn andstæðinga hans. Jesús segir: „Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir“ (Mt 12:30). „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föð- urins, nema fyrir mig“ (Jh 14:6). „Því að baráttan sem við eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völd- in, við heimsdrottna þessa myrk- urs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (Ef 6:12). Þau trúarbrögð sem viðurkenna ekki Jesúm sem frelsara manna frá syndum en eru eitthvað að nudda sér upp við hann eftir ann- arri skilgreiningu eru Jesú Kristi einskis virði. Sá Guð sem gaf Jes- úm Krist sem frelsara hefur ekk- ert samneyti við Þór eða Óðin og þaðan af síður við Búdda eða Alla. Það „himnaríki“ sem hýsir hryðju- verkamenn sem gera sjálfsmorðs- árásir í krafti fyrirheita um verð- laun fyrir „vel unnin störf“ er ekki sá dvalarstaður sem Jesús Kristur býður fylgjendum sínum. Mér skilst að múslímar séu inn- an við 1% þjóðarinnar, en ef marka má fréttir hafa þeir þegar komið ár sinni svo vel fyrir borð að nú iðka þeir „andlega lög- gæslu“ sína í sláturhúsunum undir yfirskini viðskipta en í anda Alla. Standa vaktir og þylja bænir yfir hverjum kjötskrokki. Trúfrelsi? Nú er eins gott fyrir kristna menn að gleyma ekki borðbæninni og biðja til Jesú Krists fyrir lamb- asteikinni því Biblían varar við neyslu kjöts sem helgað er „skurðgoðum“. Vondir eru and- settir hlutir en verri er andsetin fæða. Ekki vil ég „kúka púka“ og enn síður melta. Sláturleyfishafar, ómengað dilkakjöt, takk! Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Andaheimurinn Eftir Ársæl Þórðar- son » Biblían skilgreinir í grófum dráttum þrjá heima, sem móta andlegt líf manna; jarð- vist, andaheimur og himnaríki. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. Jón Kr. Óskarsson, formaður EB í Hafnarfirði, hugar að nýjum bar- áttuaðferðum í kjarastríði eldri borgara í grein Mbl. 14. september. Niðurstöður Jóns eru löngu tíma- bærar og sýna að langlundargeð aldraðra hefur verið úr hófi mikið, en nú skuli svipan að Alþingi við Aust- urvöllinn borin. Í heildstæðri löggjöf um mál- efni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang laganna: Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt. Er jafnrétti að innheimta með frekju og dónaskap bætur sem lát- inn maki hefur fengið frá tryggingakerfinu á síðasta ævi- skeiði? Makinn var svo sannarlega tryggður sem einstaklingur. Eða var það ekki? Ekki fellur þetta undir virðingu fyrir sjálfstæði aldr- aðra. Er það jafnrétti að innheimta allt að 260 þ. kr. fyrir hvern mánuð fyrir dvöl á sjúkrahúsi á ævikvöldi, bara með nafnbreytingu á sjúkra- húsi yfir í hjúkrunarheimili? Er það jafnrétti að nota trygg- ingakerfið sem tekjujöfnunarkerfi? Samræmis það lagaskilningi á ákvæðum stjórnarskrár um eign- arrétt og skattkerfið að fram- kvæma eignarnám með ákvæðum reglugerða? Hafa reglugerðarsmiðir laga- grunn til að skilgreina verðbætur á inneign í banka arð? Dæmi; Ein milljón á verðbættum innlánsreikningi 2008 með 4% vöxt- um og 16% verðbótum er vegna skattalaga skattlögð sem 200 þ. kr. tekjur af því að verðbætur urðu frádráttarbærar að ráði Arnarhválssnillinganna á sínum tíma. En er það réttlætanlegt að nota verðbætur sem arðgreiðslu til skerðingar á tryggingabótum? Er 67% heildaskattlagning slíkra „tekna“ réttlætanleg? Svona má lengi halda áfram og það verður gert. Við eldri borgarar krefjumst þess að aðför að hags- munum okkar ljúki hið snarasta. Annars má búast við að fjölmennt verði við Arnarhvál á komandi mánuðum af fokreiðum, arðrænd- um en þjóðræknum eldri borg- urum. Maður býður ekki endalaust upp á hinn vangann. ERLING GARÐAR JÓNASSON, tæknifræðingur og formaður Samtaka aldraðra. Látum hurðir á hælum skella á ævikvöldi Frá Erling Garðari Jónassyni Erling Garðar Jón- asson Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.